Þjóðviljinn - 30.10.1954, Blaðsíða 3
Laugardagur 30. október 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (3.
Kveðja og þökk í áningarstað
Hallgrímur Jónasson
Um norðurbrún hálendisins
léku gullnir geislar síðdegisins; í
norðri reis dökkblár hnúkur.
Linum í hópnum varð tíðlitið
Þangað. „Þetta er Mælifellshnúk-
ur“, sagði maður þessi með
leyndri ástúð í röddinni, þegar
aðrir í hópnum fóru að bolla-
leggja um tind þann. Um það bil
.hálfur annar áratugur er liðinn
:frá því þetta gerðist, er blaða-
menn höfðu verið sendir inn á
Kjöl. Við urðum nábúar um
mótíina. Að morgni, meðan víðast
enn var hrotið klæddist maður
þessi, — ég náði honum í hraun-
jaðrinum ofan hverabungunnar.
Hann kvaðst heita Hallgrímur
Jonasson og vera mættur hér
Jyrir — Tímann.
Hvorugur mun hafa hugsað til
frekari kynna. Og þótt leiðir
okkar lægju alloft saman var
það ekki fyrr en árum
seinna að ég þekkti manninn eins
og hann er. Það var áþekkast
því að standa allt í einu á brún
fjalls er maður hefur lengi haft
fyrir augunum án áhuga. Svo
allt i einu stendur maður á
brúninni og horfir yfir stórbrot-
ið land og fagurt er maður hafði
ekki hafthugmynd um fyrr. Ég
þekkti hann fyrst eitt sinn er
ég heyrði hann ræða um landið
og þjóðina, af þeirri glóð sem
sjaldgæf er orðin. Hann ræddi
ekki aðeins um sólglitaða jökla
og sumarskrýdda friðsæla dali,
;af þeirri tegund ástar á landinu,
••sem á máli þeirra er fremst
meta hina hagrænu fegurð kart-
• öfluakra, sléttra túna og beinna
vega þéttbýlisins nefnist fjalla-
brjálun. Hann ræddi einnig um
þjóðina líf hennar, sögu, kjör
• og framtíð í þessu landi. Landið,
þjóðin, sagan eru honum eitt. Á-
huginn fyrir hamingju þjóðar-
innar, heill og frelsi lands og
þjóðar í nútíð og framtíð er sá
■ eldur er endist honum til hinztu
stundar. Meðan til eru menn
sem miðla öðrum af slíkum eldi
' er íslenzkt þjóðerni óhult. Það
' er fyrir ylinn frá þessum eldi,
■ sem ég þakka honum í dag.
★
★ ★
í dag eru 60 ár liðin frá því
Hallgrímur Jónasson fæddist á
Fremri-Kotum, býli því í Skaga-
firði sem regnflóð og skriðuhlaup
gerði frægast á s.l. sumri. Þegar
ég færði það í tal við hann að
segja mér ‘eitthvað frá þessum
60 árum svaraði hann: „Æ, góði
Jofaðu mér að verða sextugum í
friði“, og sagði mér ekki neitt.
Hann má því sjálfum sér um
kenna ef eitthvað er rangsagt í
þeirri æviferilsskýrslu sém venja
er að þylja við slík tækifæri.
Hann mun hafa verið í Hvítár-
bakkaskóla 1914—’18, við kennslu
næstu ár, í Kennaraskólanum
1918—’20, Kennaraháskólanum í
Kaupmannahöfn veturinn 1920—
’21, en haustið 1921 sezt hann
að við kennslu í Vestmanna-
eyjum. Þá kvæntist hann Elísa-
betu Ingvarsdóttur, og eiga þau
nú þrjá syni. Um dvöl hans
þar veit ég það eitt að hann
reisti bæjarbókasafnið úr rúst-
um og var vörður þess þar til
hann flutti brott 1931 og gerð-
ist kennari við Kennaraskólann,
þar sem hann hefur starfað síð-
an og á því 33ja ára kennslu-
starf að baki. Það mun hafa
verið hann ásamt Arne Möller
form. Dansk-Islandsk Samfund er
fyrst beitti sér fyrir „kennara-
skiptum", þ.e. gagnkvæmum
kynnisferðum norrænna kenn-
ara.
Á árunum 1934-1940 var hann
jafnframt blaðamaður við Tím-
ann og Nýja dagblaðið — og fór
í kosningaleiðangra fyrir Fram-
sóknarflokkinn. En laust eftir
1940 mun hann hafa sagt að
fullu skilið við þann flokk og hef-
ur síðan verið utan allra flokka.
Eitthvað á annan áratug hefur .
Hallgrímur vorið fararstjóri hjá !
Ferðafélagi íslands, oftast í
lengstu ferðunum, og að Skag-
fjörð undanskildum hefur eng-
inn hlotið meiri vinsældir í því
starfi. Þær vinsældir byggjast á
þekkingu hans á landinu og
sögunni. Töfrar okkar örnefna-
ríka lands eru ekki aðeins heið-
rikja, fjöll og sólsetur, heldur og
sagan. — Hvers virði væru okk-
ur t. d. staðaheiti eins og Berg-
þórshvoll og Oddi ef þeim fylgdi
engin saga? Á ferðum sínum hef-
ur Hallgrímur svipt frá tjaldi
fortíðarinnar svo sagan hefur
birzt á sviðinu og gefið landinu
og örnefnum þess nýtt líf. Með
lykil sögunnar í höndum er vart
sá maður að hann læri ekki að
meta land sitt og þjóð og unna
því. Og því hefur Hallgrímur
á þessum ferðum unnið gott
starf. Og hann hefur ekki að-
eins gefið sér tíma til að sinna
stöðum þar sem biskupar frömdu
yfirreið, ribbaldar börðust um
ránsfeng og höfðingjar söfnuðu
arfi, mægðum og völdum, heldur
og hinum þar sem hinn fátæki
maður var hýddur og kotbónd-
inn barðist fyrir tilveru íslenzkr-
ar þjóðar, þegar erlendir hugðu
henni vart lengra líf. En Hall-
grímur hefur víðar kannað stigu
en á sumarleiðum Ferðafélags-
ins. A. m. k. 8 sinnum mun hann
hafa „lagt haf undir fót“ út í
heim í náms-, fyrirlestra- og hóp-
ferðir. Frá ferðunum eru bækur
hans runnar: Frændlönd og
heimahagar, Ferhendur á ferða-
leiðum, og raunar einnig Árbók
Ferðafélagsins um ættbyggð
hans, Skagafjörð.
★
★ ★
Eigi skal ég ergja gamlan og
góðan samferðamann með frek-
ari skýrslugerð. Ég kynntist hon-
um fyrst í siðdegissól á fjöllum.
Og því verður víst ekki neitað
að um sextugt sé síðdegi ævinnar
byrjað. f þessum áfangastað
rétti ég Hallgrími höndina með
þökk fyrir samfylgdarstundir
og ósk um mikið heiði og bjarta
síðdegissól fyrir sjálfan hann —
og að björtustu vonir hans um
framtíð og frelsi lands og þjóð-
ar megi rætast.
J. B.
Fiskirartnsóknir
Framhald af 1. síðu.
fullkomnasta rannsóknarskip
þegar smíði þess lýkur. Verða
þeir hér fyrir vestan land og
við Grænland í maí-júní og
koma aftur í ágúst. Munu þeir
aðallega rannsaka karfa, þorsk
og ufsa. Þá koma Skotar eins
og að undanförnu á skipi sínu
Scotia, en þeir rannsaka svið
milli Skotlands og fslands,
rannsaka aðallega dýrasvif og
munu einnig toga hér í flóan-
um við rannsókn á ýsu og sól-
kola.
Fluttu tvö erindi.
Á síðari fundinum var rætt
um rannsóknir á árinu sem
leið. Þar fluttu 2 Danir erindi,
annar um rannsóknir við Græn-
land, hinn um rannsóknir á
þorskstofninum við Grænland.
Af íslands hálfu voru flutt tvö
erindi. Dr. Hermann Einarsson
skýrði frá rannsóknum sínum á
útbreiðslu fiskimiða við íslands
strendur og sýndi lcort yfir
hrygningarsvæði helztu nytja-
fiska. Jón Jónsson flutti er-
indi um þorskmerkingar þær
er hann hefur haft með hönd-
um s. 1. 6 ár og sýndi skugga-
myndir af þorskgöngum um-
hverfis ísland.
Samvinna um
síhlarrannsókni r.
í síldarnefndinni voru flutt
mörg erindi. Árni Friðriksson
flutti erindi um Norðurlands-
síldina í ár, dr. Hermann Ein-
arsson erindi um hrygningu og
kynþroska Suðurlandssíldar,
Unnsteinn Stefánsson um síld-
arleit Ægis og ástand sævar-
ins fyrir Norðurlandi og sýndi
skuggamyndir af útbreiðslu
síldarinnar eins og hún kom
rannsóknarmönnum fyrir sjón-
ir af Ægi.
Botnhitarannsóknir.
f sjófræðinefndinni flutti
Dani erindi um botnhita sævar-
ins milli Seyðisfjarðar og Fær-
eyja. Var það byggt á mæling-
um á sæsímanum, en mótstaða
rafstrengsins er mæld vikulega,
en hún er háð botnhitanum.
Hefur orðið breyting á meðal-
hitanum á undanförnum 50
árum.
Vandamál og aðferðir Uð
rannsóknir fiskistofna.
Auk þessara nefnda- og
svæðafunda voru haldnir auka-
fundir um sérstök verkefni, t.
d. varðandi aðferðir við rann-
sóknir fiskistofna. Erfitt er að
fá fullgilda mynd af fiskistofni
vegna þess að veiðarfærin,
netin taka aðeins ákveðna
stærð stofnsins, en sleppa hin-
um. Er því erfitt að ákveða
rétt göngur eftir ákveðnum
veiðarfærum.
Árna þökkuð forganga um
Um síldarmerkingar.
Fundur var um síldarmerk-
ingar og aðferðir við þær og
nýjustu niðurstöður um göng-
ur síldarinnar. Voru flutt mörg
erindi um síldarmerkingar í
Evrópu, er hófust á sínum tíma
fyrir forgöngu Árna Friðriks-
sonar, með samvinnu íslend-
inga og Norðmanna. Flutti
Árni m.a. erindi um merking-
ar. Hafa nú verið merktar yfir
200 þús. síldar við Noreg og
Island. Stjórnandi norsku síld-
arrannsóknanna, Devold, flutti
Árna sérstakar þakkir fyrir for
göngu hans í þessu máli.
Hér eru eingöngu notuð síld-
armerki er koma fram á segl-
unum í verksmiðjunum, en
sunnar í álfunni, þar sem síld
er aðallega reykt, söltuð eða
fryst eru notuð útvortis síld-
armerki, en þœr merkingar eru
enn á byrjunarstigi.
I
Lax og silungur.
Vegna áhugamanna um lax-
veiðar má geta þess að unnið
hefur verið að því að skipu-
leggja laxamerkingar í löndum
við Norður-Atlanzhaf, en það
er ekki komið í kring enn.
Slíkar merkingar myndu gefa
miklar upplýsingar um göngu
laxins.
<S>---------~——----------------------------------
Fasteignir til sölu
Fokhelt hús og einstakar hæðir við Njörvasund.
Lítið einbýlishús 1 Árbæjarbletti. Húsinu fylgir
bilskúr og geymsluskúr og 2/5 hlutar úr hekt-
ara erfafestulands.
Lítið einbýlishús í Melgeröi.
Hefi kaupendur að 2ja—3ja herbergja íbúð. Út-
borgun 50 þúsund og til viðbótar skuldabréf til
fárra ára að fjárhæö kr. 30 þús.
Nánari upplýsingar gefur frá kl. 2 til 6.
Sigmður Reynir Péfursson,
Laugavegi 10 — Sími 82478
4>—-----------------------------------------------
Sigfús Halldórsson
Miðnæturskemmfun
ÍSLENZKRA TÖNA
verður endurtekin í Austurbæjarbíói annað kvöld (sunndag) kl.11.15
MEÐAL SKEMMIATRIÐA: Marz-brœður syngja ný dægurlög; Sigfús Halldórsson syngur ný lög;
BALLETT, . Guðný Pétursdóttir; Alfreð Clausen syngur; Ingibjörg Þorbergs og Marz-brœður
syngja; GAMANÞÆTTIR.
Kynnir: Sigfús Halldórsson — Hljómsveit Jan Moraveks
Aðgöngumiðasala í HLJÓÐFÆRAVERZUNINNI DRANGEY, Laugaveg 58,
Sími 3311 og 3896.
1
Sigurveig Hjalteste4
S