Þjóðviljinn - 30.10.1954, Blaðsíða 10
30) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 30. október 1954
Stigamaðuriim-----------------------------------
Eftir
Giuseppe Berto
s__________________________________V
39. dagur
toáru þær í fanginu. Þær dreifðu sér um svæðið milli
karlmannanna og varðanna, en þær horfðu í áttina til
varðanna og gengu í áttina til þeirra. Varðmennirnir
hleyptu ekki af. Ekkert hefði getað stöðvaö blóðbaðið
og bölbænirnir ef þeir hefðu skotið á konur og börn.
Að baki kvennanna höfðu karlmennirnir yfirunnið hik
sitt og héldu nú fram á við. Verðirnir gátu ekki gert
annað en hörfa undan. Þetta stafaði af einhverri til-
finningu sem var ekki beinlínis ótti. Ef til vill var það
skilningur á því, að fyrst þetta fólk var svona örvíln-
að og einbeitt, þá hlyti eittþvað óviðráðanlegt að ein-
kenna framgang þess, eit'thvaö sem hvorki yopnavald
né vald landeigendanna gæti kúgaö — 'hivort sem það.
var réttmætt eða ekki aö hópur ólánssamra manna legöi
eignahald á land sem öldum saman hafði tilheyrt aðl-
inum. Og þess vegna hörfuðu þeir smám saman eftir
því sem fólkið þokaöist nær; þeir hurfu inn í skóginn,
fóru yfir ána og héldu enn áfram að hörfa.
Fátæka fólkið nam staðar við ána. Og hvað snerti ó-
ræktarlandið handan við ána, taldi það sér trú um að
þess tími kæmi innan skamms, en ekki núna. Það var
nóg að svo stöddu að hafa sýnt það að hægt var að
kollvarpa óréttlætinu og að fátækt fólk hefði sama rétt
til aö lifa og annað fólk, jafnvel það fólk sem fæddist
ríkt. Það ætlaði að taka allt það land sem það gat komið
í verk að rækta. Engum tækist að reka það burt frá^
La Cellia — hvorki vörðunum sem hörfaö höfðu inn í
skóginn, né lögregluþjónunum sem stóðu á þjóðveginum
og horfðu á.
' Maðurinn sem skotinn haföi verið, var dáinn. Hann
var tekinn upp, borinn inn á mitt landið og lagður í
skugga við tré. Umhverfis hann upphófu konurnar
kveinstafi sína samkvæmt venjunni og mennirnir
horfðu á, þöglir og alvarlegir. Handa honum myndu
þeir ekki leita aö vígðri mold. Þeir ætluðu aö grafa
hann á þessu nýja landi, sem hann hafði látið lífið
fyrir.
Svo fóru konurnar að sækja það sem skilið hafði ver-
ið eftir á veginum og mennirnir söfnuðust saman til
ráðstefnu. Þeir voru allir jafnákafir í að hefjast handa,
en það var langt liöið á dag og þeir urðu aö snúa sér
að því að gera ráöstafanir undir nóttina. Þeir ákváðu
að koma sér fyrir í ferhyrning, í líkingu við herbúðir,
með ána á aðra hönd og endann á rjóðrinu á hina,
en þaðan var hægt að fylgjast með öllu sem gerðist á
veginum. Tíu menn áttu aö vera á verði til skiptis.
Daginn eftir gætu þeir komið sér saman um skiptingu
landsins og þeir yrðu að fara að vinna sem fyrst, því
að það var vinnan sem veitti þeim eignarréttinn.
Svo vildu lögregluþjónarnir koma inn í búðirnar.
Þeir komu ekki sem óvinir, en þeir urðu að líta á látna
manninn og semja opinbera skýrslu. Þeir töluðu við
vandamenn hins látna áður en þeir komu inn. Þeir
féllust á að gera ekkert til að bola fólkinu burt af land-
inu, svo framarlega sem röð og regla ríkti í búðunum.
Einn þeirra stóð vörð hjá líkinu, vegna þess að maður-
inn hafði dáið voveiflega og líkið tilheyrði yfirvöldun-
um.
Og í miðjum búðunum var því lík, lögreglumaður á
verði, kona og nokkur grátandi börn. Hitt fólkið um-
hverfis var önnum kafið við lífið, ekki við dauðann.
Hver fjölskylda hafði kveikt sér eld og börnin voru að
sækja vatn eða við eða gras í rúmflet. Karlmennirnir
voru önnum kafnir við aö byggja skýli fyrir konur og
börn, konurnar voru aö elda það sem þær höfðu haft
meöferðis. Fólk kallaðist á fjörlega og vongiatt. Fram-
tíðin var óvissari og erfiöari en nokkru sinni fyrr, en
fólkið hafði sett sér mark og brotið sér braut. Jafnvel
það var orðið einhvers virði í heiminum. Á morgun
íengju allir landskika til að rækta og svo þurfti að
byggja kofa úr greinum og seinna stærri kofa úr viði
og steinum sem hægt væri að hafa í vetursetu. Og á
meðan væri landið umhverfis kofann orðið að akri og
ef fyrsta uppskeran heppnaöist vel og guð hjálpaði því
/oru betri tímar framundan öllum til handa. Börnin
sem fæddust væru ekki lengur með hungurglampa í
augum og fyndu ekki hinn lamandi þunga óréttlætis- [
ins sem engin bót yrði ráðin á.
Kvöldið kom og engispretturnar hættu að suða. Jörö- ]
in var enn hiý en svalara loft bai'st ofanaf fjallinu. j
Seinna sáust eldingarglampar á lofti. Til allrai' hamingju j
voi'u það hitaeldingar og þeim fylgdi ekki regn. Börnin |
voru búin að boröa brauðið sitt og súpuna og höfð'u j
lagzt til svefns á grasfletin og viðburðir dagsins mótuðu j
drauma þein’a. Fulloi’ðna fólkið var líka þreytt, en það [
vildi ekki fara að sofa strax. Það sat umhverfis eldana j
og lék sér aö ráðagerðum sem voru of stórkostlegar til j
aö hafa þær í hámæli. Það var ekki einu sinni nægt [
að láta þær uppi við lífsförunautana. Það voi'u draum- :
ar um mörg falleg, hrein hús með landskika í kring j
og götur sem böi’nin geixgu á hvei’jum morgni á leiö j
í skóla og skólinn rétt hjá í miðju nýja landinu og líka j
kii’kja og vatnsból. Svo fór fullorðna fólkið að sofa og j
eldarnir slokknuöu; tveir eldar bnxnnu áfram, hjá látna j
manninum og ekkjan hélt þeim lifandi. í þögninni ]
heyrðist suð í skordýrum á alla vegu.
Svo komu lögregluþjónarnir aftur. Þeir voi-u með j
vasaljós og þeir fóru að leita meöal sofandi fólksins, j
leita að einhverjum sérstökum. Loks fundu þeir hann. j
Það var maður sem svaf einn með enga fjölskyldu j
kringum sig. Þeir settu handjárnin á hann áður en j
hann vaknaöi. „Ert þú Michele Rende?“ spurði Infante j
lögreglustjóri. ]
„Já“,svai’aði hann. j
„Þú vei’ður að koma með okkur“, sagði lögreglustjór- ]
inn.
Michele Rende reis á fætur og hann gat ekkert gert. j
Hann var handjái'naður og þeir voru fimm gegn hon- j
um einum. Hann mótmælti ekki og sýndi enga and- j
spyrnu. Hann kallaði ekki á sofandi félaga sína. Ef j
hann hefði kallað á hjálp hefði allt faiið á ringulreið; j
og ef til vill gerði lögreglan sér einmitt vonir um þaö. j
Hann lét leiða sig burt án þess að mæla orð. *
eimflisþáttur
GóSur skápur með smámatborðum
Hér er mynd
af góðum.
eldhússkáp,
sem margar
húsmæður
munu renna
löngunaraug-
um til, ekki
sízt ef þær
hafa of lítið
af hirzlum í
eldhúsi sínu,
og svo er
einmitt um
margar
þeirra. Jafn-
vel í nýtízku
eldhúsum er
oft minna
um skápa en
æskilegt væri. Að minnsta kosti
mundi margur þiggja að hafa
heilan skápvegg í eldhúsinu
eins og sýnt er á myndinni. I
miðskápnum er geymt postulín
og borðbúnaður og í litlu skáp-
unum tveimur, sem eru með
hurðum sem opnast niður á við,
eru geymd dagleg mataráhöld.
Þetta er fyrirtaks hugmynd,
og þeir sem eiga börn sem
ganga í skóla á ýmsum tím-
um dags, kunna að meta svona
fyrirkomulag.
Og þessa hugmynd er vissu-
lega hægt að nota þótt ekki sé
um að ræða nákvæmlega sams
konar skáp og sýndur er á
myndinni. Það er hægt að
skipta um hurð í skáp sem
uppfyllir sömu skilyrði og
halda henni uppi með festum,
þegar henni er slegið niður.
Vi8 hverja fœSingu eykst
hœttan á aukakvillum
— Ég hef hér á sjúkrahús-
inu haft tækifæri til að rann-
saka 3000 skýrslur frá kven-
sjúkdómadeildinni, og þær á-
lyktanir sem ég hef dregið af
þessum skýrslum em þess eðl-
is að þar eru vissir aukakvillar
sem koma því oftar fyrir því
fleiri börn sem konan elur. Af
þessu leiðir að konur eiga að
notfæra sér ókeypis læknis-
skoðun á meðgönautímanum,
OC GAMÞNI
I gamla daga þegar minna
framboð var af lögfræðing-
um en nú er orðið voru kröf-
urnar, sem til þeirra voru
gerðar, næsta litlar. Um það
ber eftirfarandi saga frá þess-
um tíma vitni. Ungur maður
hafði óskað eftir að gerast
lögfræðingur í fylki sínu og
voru aðeins lagðar fyrir hann
tvær spurningar, til þess að
reyna hæfni hans.
Sú fyrri var: Hvað eru lögin?
Umsækjandinn svaraði: Órétt-
mæt úthlutun á réttlæti.
Sú seinni var: Hvað er sann-
girni ?
Hinn verðandi lögfræðingur
svaraði: Kjánalegt álag á al-
menna skynsemi.
Þess þarf varla að geta að
umsækjandinn var tekinn í
samfélag lögfræðinga með
mikilli ánægju.
Ungur lögfræðingur hafði lok-
ið við að halda fimm klukku-
stunda ræðu í máli einu og nú
fékk andstæðingur hans orðið
og var sá gamall og pervis-
inn.
Sá gamli leit á dómarann og
sagði: Ég mun fylgja fordæmi
þessa unga vinar míns og
skiljast við þetta mál án þess
að ræða nokkuð um það.
jafnvel þótt þær hafi fætt oft
áður án þess að borið hafi á
aukakvillum.
Það er ungur danskur lækn-
ir í Ódense, C. M. Madsen, sem
tekur svona til orða í blaða-
viðtali í tilefni af því að hann
hefur verið sæmdur gullpen-
ingi fyrir ritgerð um kven-
sjúkdóma. Og hann heldur á-
fram:
— Einnig má segja það á
þann hátt að fræðilega séð vex
hættan með hverri fæðingu,
þótt í litlu _sé, og því þurfa
barnshafandi konur sjálfra sín
vegna að halda allar settar var-
úðarreglur.
— I grein yðar minnist þér
á ,,fyrirmyndarfjölskylduna“ ?
— Já’ það er fjölskylda með
fjórum börnum, þar sem hið
fyrsta fæðist þegar móðirin
er um tvítugt og hið síðasta
þegar hún er þrjátíu og fimm
ára. Ef fæðinaarnar verða með
hæfilegum mihihi'um innan
þessara ára er yfirieitt ekki
teljandi hætta á aukakvillum
hjá móðirinni. Ef um er að
ræða fimmtu eða sjöttu fæð-
ingu er hætta.n á aukakvillum
vaxandi og það eykur aðeins
kröfuna á nauðsynlegu eftir-
liti meðan á meðgöngutímanum
stendur.
GRÆNMETIS-
KÓTELETTUR
Þrjár stórar gulrætur, 8 kart-
öflur og 3 laukar soðið meyrt
í lítið söltuðu vatni. Síðan er
allt hakkað tvisvar í hakkavél.
Saman við deigið hnoðað 3
msk rasp, 1 msk hveiti, 2 heil-
um eggjum, salt og pipar. Lát-
ið bíða í klukkustund. Síðan
eru mótaðar kótelettur úr deig-
inu, sem velt er upp úr eggja
hvítu og fínmöluðu raspi og
steiktar ljósbrúnar í smjörlíki.
Kartöflusalat, grænmetisjafn-
ingur eða soðnar kartöflur bor-
ið fram með.