Þjóðviljinn - 14.11.1954, Side 5
Sunnudagur 14. nóvember 1954 — ÞJÓÐVILJINN — r(3
Fjölkvæni Nepalskonungs
setur Bandarikin í vanda
Verður McCarranlögunum beitt gegn
þjóðhöfðingjanum og drottningum hans?
Háttsettir embættismenn í Washington eru í öngum
sínum vegna fyrirhugaörar heimsóknar konungsins í
Nepal til Bandaríkjanna.
New York Times, sem flytur
fregnina um þetta, segir að á-
stæðan sé að konungur á marg-
ar drottningar og er á leiðinni
til Bandaríkjanna með tvær
"þeirra.
Til lækninga í Sviss
Tribhubana Bir Bikram kon-
ungur dvelur nú í Zúrich í Sviss
til lækninga ásamt drottningun-
um tveimur. Fái hann heilsuna
aftur stendur til að hann ferð-
Nehru fer til
Sovétríkjanna
Nehru sagði í Nýju Delhi í
gær, að sovétstjórnin hefði
boðið honum að koma í opin-
bera heimsókn til Sovétríkj-
anna. Hann sagðist hafa þegið
boðið, en sagt um leið, að það
kynni að dragast nokkuð að
hann notaði það, þar sem hann
væri mjög önnum kafinn
heima fyrir.
Stjórn Mendés-France fékk
aðeins 40 atkvæða meirihluta í
atkvæðagreiðslu á franska þing
inu í gær, sem liún hafði gert
að fráfararatriði. Greidd voru
atkvæði um tillögu stjórnarinn-
ar um að fresta umræðum um
Alsír, þar til Mendés-Franee
kemur aftur úr ferðalagi sínu
til Bandaríkjanna og Kanada,
Öryggisbandalag
Framhald af 1. síðu.
gerast aðili að Atlanzbandalag-
inu, ef vesturveldin félust á að
taka þátt i öryggisbandalagi. Síð-
asta orðsending hennar varðandi
þetta mál, var send vesturveld-
unum 23. október s.l. og var þá
lagt til að ræða um lausn þýzka
vandamálsins og stofnun ör-
yggisbandalags. Þeirri orðsend-
ingu hafa vesturveldin enn ekki
svarað.
ist til Bandaríkjanna í opinbera
heimsókn í boði Eisenhowers
forseta.
4
Siðavendnisákvæði
Forsetinn mun ekki hafa haft
hugmynd um hjúskaparhætti
Nepalskonungs þegar hann bauð
honum heim, að minnsta kosti
hefur honum ekki dottið í hug
að til þess kynni að koma að
hann yrði að hýsa fjölkvænis-
mann og hluta af kvennabúri
hans í Hvíta húsinu.
Eins og alkunnugt er telja
Bandaríkjamenn sig vera siða-
vöndustu þjóð í heimi og vilja
sífellt vera að auglýsa dyggðir
sínar fyrir alþjóð. Það er með-
al annars gert í innflytjendalög-
gjöfinni, sem kennd er við Mc-
Carran, hún bannar „erlendum
saurlífisseggjum og fjölkvænis-
mönnum“ að stiga fæti á banda-
rískt land, þar sem dyggðin á
að ríkja alvöld.
Verður að losa sig við aðra
Embættismenn utanríkisráðu-
neytisins í Washington, sem
blaðamenn New York Times hafa
rætt við um þetta vandamál,
benda á að leyfilegt er að veita
undanþágu frá lagaákvæðunum
ef utanrikisráðherrann tilkynnir
dómsmálaráðherranum, að hags-
munir Bandaríkjanna krefjist
þess.
Hér er greinilega um slíkt
mál að ræða, því að Banda-
ríkjamenn leggja mikið kapp á
að vingast við Nepalsstjórn
vegna þess að landið liggur milli
Indlands og Kina og hefur því
mikla hernaðarþýðingu.
Embættismennirnir telja sér
fært að hleypa konungi inn í
landið sjálfum og annarri drottn-
ingunni, sem hann hefur með
sér á ferðalaginu, enda þótt
hann sé fjölkvænismaður. Hins-
vegar telja þeir útilokað að leyfa
honum að iðka sitt lastafulla líf-
erni undir stjörnufánanum, já,
jafnvel í sölum Hvíta hússins.
Vonast þeir því til að konungur
losi sig við aðra hvora drottn-
inguna áður en hann leggur af
stað til Bandarikjanna.
r 'r
'ennan kajak er
hægt að taka í
sundur og setja
iaimui nieð lítilll
yrirhöfn. Grind-
n er úr pípuni
ir lcttmálmi og
'fir hana er
trengdur vatns-
þéttur strigi. —■
lundurtekiim
ænist háturinn
yrir í tveim lith
um pokum.
<
IÞROTTATÆKI
um svein-
Sundurteknl báturinn, sem efstu myndimar
eru af, er framleiddur í Kúbiséff handa þeim,
sem vilja gjaman njóta þess að róa um vötn
og ár Sovétríkjanna en búa langt frá vatni.
Hjólaskautarnir á myndinni hér að ofan eru
framleiddir í Sverdloffsk og eru nýstáriegir
að þvi leyti að ÖU fjögur hjóUn eru í einnl
röð, svo að hægt er að renna sér á þeim líkt
og isskautum. X.oks er hér tU vinstri búnlng-
ur fyrir íþróttakafara, sem framleiddur er í
Iæipzig í Austur-I»ýzkalandl. X honum er hægt
að dvelja á allt að 15 metra dýpi í klukkutíma.
Á myndinni sjást ekki sundblöðkurnar, sem
kafarinn hefur á fót- *>-------------------------
unum tU þess að hafa
höndurnar lausar.
Fundur
Malénkoff sagður vilja við-
ræður við Bandarikjasfjórn
uEngin ástœSa til aS láta smámuni hindra
góSa sambúS Sovétrikjanna og USA"
Vestuilenzkir fréttaritarar í Moskvu síma þaSan, að
Malénkoff forsætisráðherra Sovétríkjanna hafi stungið
upp á því við sendiherra Bandaríkjanna Bohlen, að tekn-
ar yrðu upp beinar viðræður þessara tveggja ríkja til aö
ryöja ágreiningsmálum úr vegi.
Malénkoff á að hafa komið
með þessa uppástungu, þegar
þeir Bohlen hittust í veizlu
þeirri, sem sovétstjórnin hélt
erlendum sendimönnum í til-
efni af byltingarafmælinu um
síðustu helgi.
Fréttamenn segjá, að hann
hafi þá komizt svo að orði við
Bohlen, að Bandaríkin og
Sovétríkin ættu ekki að láta
neina smámuni koma í veg fyr-
ir að þau gerðu með sér sam-
komulag, sem gæti orðið báðum
til mikilla heilla.
Fréttir af þessum viðræðum
Malénkoffs og Bohlens hafa
ekki verið staðfestar, en held-
ur ekki bornar til baka.
Nýlokið er í Moskva læknafundi, þar sem rætt var urrt
árangurinn af svokölluðum svefnlækningum, sem mjögj
hafa rutt sér til rúms í Sovétríkjunum upp á síðkastið.
Svefnlækningin er fólgin í því
að sjúklingurinn er látinn sofa
marga daga eða jafnvel nokkr-
ar vikur í lotu.
Svefntæki
Framanaf voru sjúklingunum
gefin lyf til að svæfa þá en nú
er búið að smiða raftæki, sem
gerir sama gagn.
Svefnlækningasérfræðingar
frá Leníngrad, Kíeff og fleiri
borgum sóttu fundinn í Mosk-
va. Yfir 40 skýrslur og fyrir-
lestrar lágu fyrir fundarmönn-
um.
Eftir uppskurði
Niðurstaða læknanna var, að
verulegur árangur hefði náðst
með svefnlækningum. Einkum
hafi þær reynzt vel við tauga-
ag geðsjúkdómum. Einnig þykja.
þær eiga við meðan menn eru.
að ná sér eftir uppskurði, við
bninasárum og barnasjúkdóm-
um.
Engin allra meina bót
Hinsvegar vöruðu læknarnir
við þvi að telja þessa nýju
lækningaaðferð einhverja allra
meina bót. Það yrði að dæmast
að hverju sinni hvort svefn-
lækning á við einstakan sjúk-
ling eða ekki.
Ákvarðanir voru teknar á-
fundinum um áframhaldsrann-
sóknir á sviði svefnlækning-
anna. j