Þjóðviljinn - 14.11.1954, Síða 7

Þjóðviljinn - 14.11.1954, Síða 7
ust gegn samtökuxn sjómanna með öllum hugsanlegum ráð- um, og reyndu að komast fram hjá þeim við mannaráðn- ingar. .... Verður ekki annað séð en forystumenn Bárunnar hafi verið vel starfi sínu vaxnir og vaxið við hverja raun. Á herð- um þeirra hvíldi hin tvígreinda barátta allra leiðtoga verka- lýðshreyfingarinnar: Baráttan við þroskaleysið, vanþekkingu og deigju innan samtakanna og við miskunnarlausan stétt- arandstæðing, auðugan og sterkan. ★ Hvað eftir annað á starfs- tíma Bárufélaganna leggja útgerðarmenn til atlögu gegn kjörum sjómannanna, reyndu að rýra kjör og þrengja kosti mannanna, sem skófluðu upp úr hafinu stórgróða handa þeim. Verst þokkuð varð þó „Samþykkt um ráðningu há- seta á þilskip" sem birt var 28. maí 1902 og átti að gilda í þrjú ár, og skyldu allir út- gerðarmenn ráða háseta eftir henni, að viðlögðum fésekt- um ef út af var brugðið. Jafnframt samþykktu útgerð- armenn að háseti skyldi greiða háa sekt (100 kr.) ef hann kæmi ekki til skips í tæka tíð. Bárufélagið hóf harðsnúna andspyrnu gegn þessari árás og sáu útgerðarmenn sér ekki annað fært en láta und- an. Kom Tryggvi Gunnarsson óvenju mjúkmáll og samn- ingsfús á Bárufélagsfund og bauð upp á samningsnefndir af beggja hálfu. Varð það að ráði og komu samninganefnd- irnar sér saman um sam- komulag, sem bæði Báran og Útgerðarmannafélagið sam- þykktu endanlega. Töldu Bárufélagar með réttu að þetta væri eftirminnilegur sigur, því félaginu tókst þar í fyrsta sinn að knýja Útgerð- armannafélagið til formlegra heildarsamninga við Báruna sem samningsaðila. En í framkvæmd reyndu útgerðar- menn með ýmsu móti að hafa vinninginn af sjómönnum, og fundu til þess margar leiðir. Kostaði ótrúlega fyrirhöfn að fá samningsrof leiðrétt, ef það þá fékkst. Sigurður Eiríksson rogluboði stofnandi þriggja Bárufélaga Báran reyndi með ýmsu móti að aftra því að kjarasamning- ar, „ráðningarsamþykktirnar," væru að engu hafðir, m.a. með því að beita sér fyrir ráðningarskrifstofu er félagið stæði að, en því máli var eytt Jón Jónsson síðasti formaður Bárunnar no. 1 af öðrum aðilum sem sam- starf þurfti að hafa við. Sjómenn komu víðsvegar að og var erfitt að hafa eftir- lit með ráðningu þeirra á skip í Reykjavík. Það varð ljóst að ekki dugði þó reykvískir sjómenn mynduðu samtök. Merkur þáttur í starfi Báru- félagsins í Reykjavík var stofnun sjómannafélaga í ver- stöðvunum suðvestanlands. Voru þau nefnd ,,deildir“ og hétu öll félögin ,3áran“ með númeri eftir nafninu, líkt og Góðtemplarastúkumar. Voru sjómannafélög stofnuð með þessum hætti í Hafnarfirði, á Akranesi, á Eyrarbakka og Stokkseyri.í Keflavík og Garði, Reykjavíkurdeildin skipti sér í tvær 1905. Félögin höfðu samband með sér, Stórdeild, og var Ottó N. Þorláksson forseti hennar. Bárufélögin í Reykjavík áttu hluti í fyrsta „Alþýðublaðinu" og tóku þátt í stofnun „Verkamannasam- bands íslands“ 1907 og sendu fulltrúa á þing þess. En alla stund er hagsmuna- baráttan aðalþáttur í starfi Bárufélaganna og á félagið t.d. í harðvítugri kjaradeilu síðasta veturinn sem Reykja- víkurdeildirnar störfuðu, 1908 —1909. Voru félögin í ýmsu viðurkenndar aðili sjómanna- stéttarinnar af stjórnarvöld- um landsins, var t. d. gert að kjósa mann í vátrygging- ai'stjórn samkv. lögum frá 1903 um lífsábyrgð fyrir sjó- menn. ★ Er á líður virðist aukast stjórnmálaáhugi og stjóm- málaafskipti Bárunnar í Reykjavík, landsmál oft i’ædd á fundum og afstaða til kosn- inga, þingmenn Reykvíkinga mæta á fundum sjómanna og Bárumenn ræða við þá verka- lýðsmál og landsmál alveg ó- feimnir. Farið er að gera á- kveðnar tillögur um löggjaf- armál og málefni Reykjavík- urbæjar. En baráttan gegn samtök- unum var líka linnulaus og mæddi smám saman á félög- unum. Samkomuhúsið, Bám- húsið, reist árið 1900 af stórhug en litlum efnum, var um langt skeið annað aðalsam- komuhús Reykjavíkur. Svo fór að erfiðleikar vegna húss- ins mæddu þungt á félaginu og hrósuðu andstæðingarnir happi er það var selt fyrir skuldum, en þeir höfðu líka aðstöðu til að neita um bankalán til bjargar. Bárufélögin voru fyrst og fremst stéttarfélög sjómanna á skútutímanum, og veruleg- ur þáttur í því, að þeim tókst ekki að halda áfram eem fé- lög þeirra sjómanna er tóku að manna vélbáta og togara- flota fyrstu áratugi aldarinn- ar, er sú gerbreyting sem varð á útgerðarháttum, veiði- aðferðum og kjaraaðstæðum við tilkomu hinnar nýju fiski- tækni og nýju skipa. Reykja- víkurdeildimar lifðu fram á veturinn 1909-’10. Deildirnar í Keflavík og á Akranesi lifðu áfram og breyttust í kaup- félög, en flest eða öll Bárufélögin höfðu haft kaup- félagsstarfsemi innan félags. Deildimar á Stokkseyri og Eyrarbakka störfuðu áfram sem verkalýðsfélög, og lield- ur félagið á Eyrarbakka enn tryggð við hið sögufræga nafn. ★ Hverjum sem kynnist þess- ari sögu finnst það sárt, að Jón Jónsson form. pöntunarfélags Bárunnar Bárufélögin í Reykjavík skyldu ekki einnig ná óslitið fram í verkalýðshreyfingu nú- tímans. Eln enginn skyldi ætla að starf þeirra hafi verið ó- fyrirsynju. Og enginn þarf heldur að furða sig á því að svo fór sem fór. Við þekkjum aðferðirnar gegn verkalýðsfélögunum, of- sóknir, atvinnukúgun, ofbeldi, enn í dag, eftir 60 ár, þó al- þýðusamtökin séu orðin eitt sterkasta aflið í íslenzku þjóð- lífi. Þessi vopn bíta afturhald- inu enn. En hve miklu skæð- ari hafa þau samt ekki verið fyrir sex áratugum, fyrir fimm áratugum, gegn þeim sem fyrstir hófu merki al- þýðusamtakanna. Og gegn Bárufélögunum var ekkert til sparað, forystumenn þeirra lagðir í einelti, setzt að ein- stökum félagsmönnum, ef verða mætti að þeir, fengj- ust til að bregðast samtök- unum, ungir sjómenn varað- ir við félaginu, dugmesta for- ingja þeirra boðin eftirsókn- arverð skipstjórastaða — ef hann vildi hætta að skipta sér af málefnum Bárufélags- ins og annað eftir því. k: En hér fór sem oftar, þyngsta baráttan, þrotlausa starfið hvíldi á fáum mönn- um, sömu mönnunum ár eftir ár. Finnbogl Finnbogason ritari Sótórdeildarinnar Það viðgengst enn í dag, þó flest sé breytt, alltof fáir helga sig starfinu í samtök- um verkalýðsins, gefa þeim æsku sína og eldmóð, tóm- stundir og hæfileika. En á- takanlegt er að lesa eina síð- ustu hvatninguna til Bárufé- langsmanna um stuðning við félag sitt, ári áður en Reykja- víkurdeildirnar leggjast niður. Var það sérprentaður miði, borinn til allra félagsmanna, og efnið þetta: Heiðiaði félagsbróðir! í því trausti, að þú, sem hugsandl maður, hafir gjört þér glögga grein fyrir framtíðai-- horfum liiimar íslen/.ku sjó- mannastéttar, skrifum vér und- irritaðir fyrir hönd „Bárufé- lagsins" þér þetta bréf og leyf- unx oss að skora á þig að sækja fundi félagsins í vetur. Með því eina móti getur fé- lag vort þriíizt, að sjómenn fá- ist til að vakna til fullrar með- vitundar um það, að þelr séu menn, sem beri að hugsa og starfa fyrir hagsmuni sinnar eigin stéttar, menn sem finna, að sú skylda livíiir á herðum þeiiTa að þeir verða að vinna að þvi að vernda sína eigin at- vinnugreln og sín eigin réttindi, þegar eigingirninnar og ósann- girninnar öfl eru að hrifsa þau til sxn og eiimig að þeir séu menn, sem skiija það, að mátt- ur einstaklinganna er því að- eins nokkur, að þeir standi sameinaðir en ekki sundraðir. Vér megum ganga að því vísu, að innan fárra ára verður þilskipahásetum ekki mögulegt að draga fram lifið af atvinnu sinni, nema hnekkt sé viðbún- aði þeini, sem einstakir stór- kaupmenn hafa nú með liönd- um. Einl mögulelkinn, sem hugs- anlegt er að hnekki þeim \ ið- búnaði, er, að allur sjómaipia- flokkurinn fylki sér í sterkan féiagsskap um fastákveðnar kröfur, fyrst og frenist til sjálfs sín, ennfremur til þess- ara stórútgerðarmanna, og einnig til þings og stjórnar. Vér vonum, að menn iáti ekki þessa aðvörun bara seni vind uni eyrun þjóta, þií það hefur þegar sýnt sig, að of mikið illt og skaðlegt hefur af því hlotizt, hvað sjómanna- stéttin hefur verið sundruð, en verði svo framvegis, mót von okkar, að sjómenn hirði ekki neitt unt framtíð sína, verður ,,Bárufélagið“ lagt niður, því vér sem höfum reynt að vekja menn tii meðvitundar um að þeir væru menn, sem bæri að vernda hagsmuni sína og rétt- indi, þreytumst einhverntíma. ,3árufélagið“ nr. 1 he'.dur fimdi á föstudagskvöidum ki. 8 e.m. „Bárufélagið" nr. 7 he!dur fundi á fimmtudögum ki. 8. e.m. Reykjavík, 9. nóvember 1908 Fyrir hönd „Bárufélagstns'*. Jón Jónsson, I,v., Guðm. M. Einarsson, Ottó N. Þorláks- son, Einar Þorsteinrsoii, I.indargötu 19, Jón Guðna- son. ★ Og það er ekki einungis sár beizkja heldur líka heit og á- stríðuþrungin trú á lífsgildi hugsjónar verkalýðssamtak- anna, sem kemur fram í kveðju Ottós N. Þorlákssonar, er hann skrifar á síðustu blað- síðu siðari fundargerðarbókar Sjómannafélagsins Bárunnar no. 1. Honum finnst snöggvast sem 15 ára starf sitt og þeirra félaga sé að engu orðið, en kveðjunni lýkur á þessa leið: „En ég vona að sá tími komi að augun opnist á sjó- mönnum og þeir læri að þekkja hvers virði félags- skapur er. Og þú sem þessar línur lest, þá vertu viss um að heitar blessunaróskir þess sem þessar línur ritar fylgja þér ef þú með dáð og dugn- aði getur kennt sjóxnanna- stéttinni gildi félagsskapar- ins“. ★ En uppsprettulindin hélt á- fi’am að streyma um íslenzku alþýðusamtökin. Ekki fer að draga kraft úr Bárufélögunum fyrr en tekið er til starfa í Reykja- vík almennt verkalýðsfélag, Framhald á 8. síðu. Geir Sigrurösson skipstjóri einn stofnandi Bárunnar .v.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.