Þjóðviljinn - 05.01.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.01.1955, Blaðsíða 4
5) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 5. janúar 1955 Hraín Sæmundsson: Æskan er anðlind hverrar Það er að sumu leyti erfitt Mutskipti að vera æskumað- 'ur. Á vissu skeiði finnst sskumanninum hann vera fær í allan sjó. Hann finnur þann ægimátt og þann stórhug, Eem grípur hvem heilbrigðan •íinstakling þegar hann stend- •ur frammi fyrir hinni ókunnu •og ónumdu framtíð. Verkefn- 5n svífa fyrir hugskotssjón- ’am hans og hann ákveður að beita orku sinni til að vinna stórvirki. Stórvirki sem ynnu iaonum sjálfum viðurkenn- ingu og lyftu þjóðinni og 'iandinu til hærra veldis. Islendingar eins og allar aðrar þjóðir, eiga þessa auðlind, sem er hverri þjóð raunverulega meira virði en auðlindirnar sem felast í jörð- unni. En það er eins með æsk- 'iina og auðlindirnar í jörð- unni að það þarf að vinna hana og breyta í verðmæti. ilisjafnar eru aðferðir þjóð- anna í þessum efnum. Fer það mest eftir stjórnarhátt- um, því að hin mismunandi iþjóðfélagskerfi líta sín- nm augum hvert á þá mögu- leika sem felast í æskunni. I ilöndum sem tekið hafa upp -iagkerfi sósíalismans, hefur æskunni verið hampað svo mjög að sósíalistar hvað þá ikapitalistar, er þangað koma undrast stórlega. Þaá sem Etjómendur þessara landa hafa gert, er þá ekki annað •en það að gefa æskunni frelsi til að nýta hæfileika 3Ína og dugnað, þjóðinni til aukinnar velgengni og velmegunar. Við, hin mörgu, sem í dag skip- íim sæti æskumannsins í okk- ar landi, þurfum ekki að vön- ast eftir að núverandi stjóm- arvöld fari að veita okkur jbetta frelsi af eigin -hvötum. Til þess stendur auðvaldið á öf erfiðu stigi í þróunarbraut ainni. Þvert á móti hefur auð- valdið úti allar klær til að halda æskunni -niðri. Þessi ■.úðleitni auðvaldsins lýsir eér í ýmsum myndum. Fyrir það starfa ýmiss öfl og ein- staklingar. Við þetta allt verðum við að heyja mark- vissa baráttu. Það hefur sennilega aldrei verið fundið upp hugtak sem lætur eins viðbjóðslega í eyr- um æskunnar i dag og siða- prédikanir. Þetta sífellda nudd hinna andlega vanþrosk- uðu prédikara, sem sýknt og heilagt tala um þann mikla kross, sem æskan er orðin á þjóðinni. Æskan nennir ekki að vinna, hún kann ekkert með fjármuni að fara, hún íiggur í óreg’u sjálfum sér og oðrum til skammar og skaða. Reyndar em þessir menn síð- ur en svo svaraverðir. Enda mundum við láta þá svífa í friði í sínu svartnætti, ef svoleiðis stæði ekki á, að þau öfl sem að baki þeim standa halda örlagaþræðum þjóðar æskunnar í höndum sér. Þessi öfl líta ekki á æskuna sem þjóðfélagsstétt, sem á fyrir höndum að taka við rekstri þjóðfélagsins. Þeir líta ekki á hana almennt sem slíka. Þessvegna liggur þeim í léttu rúmi, þó að þúsundir góðra mannsefna fari forgörðum, tileinki sér áðurnefnda lesti. Þessi öfl skilja ekki eða vilja ekki skilja, að þegar æskan tileinkar sér áðurnefnda lesti, þá má nær alltaf rekja það til þjóðfélagslegra orsaka. Þegar við sjáum dauða- dmkkinn ungling, eða ungan mann sem heldur því fram að lífið hafi engan tilgang, þá liggur að baki þessu mikil saga. Saga sem sjaldan er skráð til enda. Saga sem í gegnum ýmsar leiðir, fjöl- skyldumál, atvinnumál o.s.frv. á nær alltaf fmmupptök sín í þjóðfélaginu. Leiðin til að bæta þetta böl er, að áliti æskunnar sjálfrar, ekki sú að senda hjálparsveitir kvenfé- laga, siðaprédikara eða ann- að álíka, til að níða niður þetta fólk, heldur þarf að grafa fyrir rætur meinsins. . Uppræta þjóðfélagsorsakirnar sem skapa þetta ástand. Þjóðfélaginu ckkar er stjórnað af stjórnmálaflokk- um, sem skipulagðir em eins og stórt verzlunarfyrirtæki. Þetta hefur í för með sér verulega skerðingu á per- sónufrelsi manna. Auðvaldið, sem heldur um stjómartaum- ana hefur á sínum vegum það mikla vald, sem peningarnir " veita í stéttarþjóðfélagi. Það beitir þessu valdi miskunnar- laust. Atvinnukúgun er beitt í öllum stéttum meira og'j’ minna. Ýmist með beinum eða óbeinum hótunum eða með mannakaupum í embætti og stöður sem peningavaldið ræð- ur yfir af eðlilegum ástæðum. Allt æskufólk hefur þessa hluti meira og minna á til- finningunni. Það finnur að dugnaður og hæfileikar ráða ekki framtíðarmöguleikunum. Það finnur að andlega og líkamlega lítilsigld pabbaböm , eru alltaf sólarmegin í „lífs- baráttunni" ef pabbinn á nógu mikla peninga og nógu marga „kunningja" í ráðum og nefndum. Meginhluti íslenzkr- ar æsku er svo svívirtur af blöðum og málpípum auð- valdsins og þetta réttlæti kall- að „frjálst framtak“ og það lofsungið sýknt og heilagt. Þeir sem lesa þessi orð kunna e.t.v. að álykta að ég sé hér frekar að skrifa fyrir hina sósíalisku æsku. En því fer víðsfjarri. Hér er ég þvert á móti að skrifa fyrir þann hlutann, sem hefur áunnið þann meinlega sálsjúkdóm að álíta sig vera, eins og það er kallað, • hægrisinnuð. Ihalds- söm æska er ekki til. Það er allt auðvaldsblekking. Æska sem mænir vonaraug- um eftir að komast í verzlun- arfyrirtæki stjórnarvaldanna er til, en það er sjálfsblekk- ing. Auðvaldið kaupir ekki nema það nauðsynlegasta. Það kaupir ekki einu sinni úrvalið, beztu mannsefnin. Það kaupir aðeins það, sem er því nauðsynlegt til að geta strengt valdsnet sitt yfir at- vinnu og frelsi þjóðarinnar. Þannig búa valdhafarnir að æskunni í dag. Þjóðfélagið gefur ekki meginhluta æsk- unnar frelsi til að nýta á ár- angursríkastan hátt hæfileika sína og dugnað. Almenn skyn- semi mundi álíta að góð nýt- ing starfsorku þjóðarinnar mundi skapa meiri velmegun, en slæm. En þjóðfélaginu er ekki stjórnað fyrir almanna- heill, heldur fyrir hagsmuni þeirra afla, sem vernda hina spilltu stjórnarforustu. Þetta ætti æskan öll að átta sig á. Skilja þá staðreynd að frelsi er ekki hlutur, sem menn öðl- ast í eitt skiþti fyrir öll. Sé frelsið ekki fyrir höndum verður að heyja baráttu til að öðlast það, Sé frelsið stað- reynd, verður að varðveita það sem dýrustu eignina. Sé frelsið glatað verður að heyja þrotlaust stríð þar til það er endurheimt. • Vélstjóraíélag Islands Jólatrésskennntun félagsins verður haldin í Tjarnar- café sunnudaginn 9. jan. 1955 og hefst kl. 3.30 Dans fyrir fullorðna hefst kl. 9. Aðgöngumiðar seldir í skrifstofu félagsins í Fiskhöll- inni, hjá Lofti Ólafssyni, Eskihlið 23 og Andrési Andrés- syni, Flókagötu 16. - Skemmtinefndin Sveitarstjóri Umsóknarfrestur um starf sveitarstjóra í Borg- arnesi hefur verið framlengdur til 15. janúar. Umsóknir sendist oddvita Borgarness, Sigþóri Halldórssyni. Þjóðviljann vantar ungling til að bera blaðið til kaupenda á GrímstaðahoLti Engum aðilum er raunhæft frelsi jafn nauðsynlegt og æskunni. Fyrir þVí berst hún og verður að berjast þar til það er fengið. Þá fyrst mun íslenzka æskan í heild verða hamingjusöm. Hrafn Sæmundsson. ÞJÚÐVILJINN. sími7500 i ■ ■ Útför konunnar minnar, móður, tengdamóður og ömmu okkar, JÓHÖNNU GUÐMUNDSDÓTTUR, fer fram fimmtudaginn 6. þ.m. frá Fossvogskapellu og hefst með húskveðju að heimili hinnar látnu, Þverveg 12, kl. 1.15 e.h. Jarðsett verður í gamla kirkjugarðinum. Athöfninni í kapellunni verður útvarpað. Blóm og kransar afbeðið, en þeim, er óska að minnast hinnar látnu, skal bent á Slysavarnafélag íslands. Guðmundur Jóhannesson Aðalsteinn Guðmundsson Pétur Guðmundsson, Jóna Magnúsdóttir Gunnar Pétursson Magnús Pétursson. osturtnn Deilt um krossgátur — Tveir séríræðingar eigast við — Griplur eða geiplur? í DAG er deilt um krossgát- ur í Bæjarpóstinum og eru það tveir sérfræðingar í list- inni sem eigast við. Fyrra bréfið barst nokkru fyrir jól, en framkvæmdastjóra happ- drættisins þótti rétt að sýna höfundi krossgátunnar það og gefa honum kost á áð svara fýrir sig. Það hefur hann nú gert og fara bæði bréfin hér á eftir. ★ Ó. H. skrifar: „Keldur þótti mér óviðkunnanlegt að sjá í Þjóðviljanum birta skakka ráðningu á verðlaunakross- gátu happdrættisins og að verðlaun skuli veitt fyrir slíkt. Skekkjan er þegar í fyrsta orði gátunnar: Griplur, sem skv. skýringunni á að vera rímur. Griplur þýðir ekki rím- ur heldur nafnaþula, sbr. orðabók Sigfúsar Blöndals. Það eru ekki einu sinni til rímur með þessu nafni sbr. Rímnaskrá ’Jóns Sigurðsson- ar. Rétta orðið er hér geiplur, sbr. bæði orðabók Blöndals (við- bæti) og Rímnaskrá J. S. Væntanlega hafa einhverjar réttar ráðningar borizt, svo að mistök eins og þessi ættu að vera óþörf. — Ó. H.“ ★ OG svar krossgátuhöfundar er svohljóðandi: „Borizt hefur bréf til höf- undar að verðlaunakrossgátu Þjóðviljahappdrættisins, þar sem hann er sakaður um at- hugunarleysi og vanþekkingu í sambandi við ýms orðavöl. Er þar sér í lagi bent á fyrsta prð krossgátunnar GRIPLUR, en skýringin á þVí orði hafði verið RÍMÚR. Telur bréfritari að hér sé um óþarft kæruleysi að ræða, og bendir um leið á orðið GEIPL- ur, sem hljóti að vera rétta svarið við skýringunni. Til þess að fyrirbyggja mis- skilning, vildi ég taka fram eftirfarandi: GEIPLUR eru 15. aldar rímur, og eru finn- anlegar í rímnasafni Finns Jónssonar. En rímur þessar eru sízt þekktari en þær, sem ortar voru á 14. öld um Hró- mund Greipsson og nefndust GRIPLUR. Ýms önnur orð hafa veitzt erfið og margar skýringar komið fram. Til dæmis má nefna orðið GÁRA. Höfðu ýmsir komið með skýringuna BRÁ og ÝRA og getur það fyrrnefnda vel staðizt, enda tekið tillit til þess, þegar dregið var. Engar athuga- semdir aðrar hafa samt borizt við gátuna, sem telja má með þyngra móti. Aðfinnsla að ýmsu tagi er góð, en því aðeins að hún sé réttmæt. Og sízt ber vönum krossgátusemjurum, eins og bréfritarinn er, að ríða á vað- ið með hortugheit. — Guð- mundur Gíslason".

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.