Þjóðviljinn - 05.01.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.01.1955, Blaðsíða 7
Hér er birtur fyrri hluti ræðu, er Einar Olgeirsson flutti er rætt var á Alþingi um fullgildingu Parísar- samninganna, inngöngu Vestur-Þýzkalands í At- lanzhafsbandalagið og her- væðing Þjóðverja. Utanrikisráðherra sagði hér áðan í þessari mjög stuttu framsöguræðu, sem hann hélt um að taka nú Vestur-Þýzka- land inn í Atlanzhafsbanda- lagið, að þetta bandalag hefði að undanförnu stuðlað að því að friður héldist í heiminum. Við, sem vorum hér á Al- þingi, þegar ísland í fyrsta skipti var látið flekka sinn frið- arskjöld með því að ganga í hernaðarbandalag og það árás- arbandalag, við, sem vorum hér 30. marz 1949, munum eftir, hvað sagt var um Atlanzhafs- bandalagið, hvernig því var hælt og ríkjunum, sem í því væru, hvernig treysta mætti þessum ríkjum til þess að vernda og viðhalda lýðræði, hvar sem væri í veröldinni, hvernig þessi riki væru útval- in til þess að efla og hjálpa þjóðfrelsinu hvar sem væri í veröldinni, og hvernig þessi ríki væru frumherjar mann- réttindanna, hvar sem væri í veröldinni. Það er því ekki að ófyrirsynju, að við reynum of- urlítið að rifja upp fyrir okk- ur reynslu þessara síðustu fimm ára, sem ísland er búið að vera í Atlanzhafsbandalag- inu, nú, þegar við eigum að fara að samþykkja að taka hálffasistískt Þýzkaland inn í það í viðbót. Þó að þau hafi verið slæm nýlenduríkin, nýlendudrottn- arnir, sem ísland var tekið í samfélag með 30. marz 1949, þá hefðu kannski einhverjir af háttvirtum þingmönnum hald- ið, að þessir kumpánar ættu eftir að breytast eftir allar þær fögru yfirlýsingar og þann fag- urhljómandi bandalagssáttmála, sem þeir undirskrifuðu þá. Það hefur hins vegar ekki sýnt sig. Það eru sömu auðmannastétt- irnar við völd í þessum lönd- um, sömu auðmannastéttimar, sem að vísu halda við lýðrétt- indum heima hjá sér á meðan völdum þeirra stafar ekki ógn af þeim lýðréttindum, en af- nema slík lýðréttindi um leið og þessar auðmannastéttir eru farnar að hræðast þau. En þessar auðmannastéttir Bret- lands, Frakklands, Hollands og annarra þessara landa viður- kenna hins vegar ekki lýðræð- ið annars staðar, þar sem þjóð- ir, sem hafa að einhverju leyti verið þeim háðar, eru að krefj- ast lýðréttinda og þjóðfrelsis, þar beita þeir, herrarnir í ný- lenduríkjunum heima fyrir, harðstjórn og ógnarstjórn. Hvað segir sagan okkur á þessum síðustu fimm árum frá því Atlanzhafsb^idalagið var stofnað? Við skulum taka fyrsta rikið, sem samþykkt hefur þennan sáttmála, sem hérna liggur fyrir, við skulum taka Bretland og aðferðir brezku auðmannastéttarinnar. Hvað er það, sem við höfum upplifað á þessum siðustu fimm árum viðvíkjandi fram- komu Bretlands, þessa framúr- skarandi „lýðræðisríkis“, sem Miðvikudagur 5. janúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Kröfuganga í Guatemala 1. maí 1954 undir kjörorðinu: Gegn erlendri íhlutun VERND LYÐRÆÐISINS í höndum Bretlands og Bandaríkjanna á að heita svo, í afstöðunni til þeirra þjóða, sem eru lítils megandi, í afstöðunni til þeirra þjóða, sem eru nýlenduþjóðir eins og við íslendingar vorum? Hvernig fer brezka rikisstjórn- in, brezka auðvaldið, að í Kenya núna sem stendur? Þar er verið að framkvæma sams konar þjóðarmorð eins og stríðsglæpamenn nazista voru dæmdir fyrir í Núrnberg fyrir niu árum. Þar er verið að upp- ræta heilan kynflokk, kynflokk, sem hefur ekkert annað til saka unnið en það, að hann vill fá að eiga áfram sitt land og sína jörð, — þeldökkir bændur, sem vilja fá að búa áfram, eins og forfeður okkar fyrir þúsund árum, á jörðinni, sém þeir höfðu numiðj Nú er ráðizt inn til þeirra frá Evrópu af brezk- um herramönnum til þess að reka þá burtu af jörðunum þeirra og til þess að drepa þá sjálfa á eftir. Fyrir 50 árum sagði einn sá mesti maður, sem ísland hef- ur átt, brezku yfirstéttinni sannleikann um hennar fram- ferði með orðunum, sem allir þingmenn kannast við: Þín trú er sú að sölsa upp grund. Þín siðmenning er sterlings- pund. Og það er enn. Það er sama framkoman, sem ríkir í dag hjá brezku yfirstéttinni í Ken- ya eins og var í Búalandi fyr- ir 50 árum. En það hljómar ekki frá ríkisvaldi íslands sams konar harðvítug ádeila á brezku kúgarana eins og það, sem Stephan G. Stephansson lét frá sér fara þá í „Trans- vaal“. Og það er ekki aðeins í Afríku, sem hið svokallaða brezka „lýðræðisríki“ beitir þessari kúgun. Sömu svívirð- ingarnar, sömu morðin eiga sér stað í Malaja, í einu af rík- ustu löndum jarðarinnar, þar sem ein fátækasta þjóð heims- ins býr, vegna þess að brezku ræningjarnir svipta hana öll- um þeim auði sem gæti orðið til þess að bæta kjör þeirrar þjóðar. Og ef til vill hefur brezka yfirstéttin aldrei sýnt okkur það eins greinilega, hvað hún meinar með öllu því lýðræðisblaðri, sem meiri hlut- inn hér á Alþingi líka hvað eftir annað dirfist að bera á borð fyrir okkur, en á síðasta ári í sambandi við framkomu hennar gagnvart brezka Guy- ana, gagnvart landi, sem búið var að veita stjórnarskrá, veita stjórnarskrá með samá hætti og okkur íslendingum á sín- um tíma var veitt stjórnarskrá 1874. Brezka ríkið hafði veitt þjóðinni í brezka Guyana sjálfstæði. Og þjóðin í brezka Guyana notaði þau réttindi, sem stjómarskráin gaf, þau lýðræðisréttindi til þess að kjósa. Og hún kaus flokk, sem fékk meiri hluta á þingi. Hann heitir á enskunni People’s Progressive Party, eða eitthvað sem mundi samsvara: Alþýðu- framsóknarflokkurinn. Alþýðu- framsóknarflokkurinn fékk meiri hluta hjá þessari þjóð. Þessi þjóð samanstóð að mestu leyti af bændum og þessir bændúr höfðu einn áhuga og það var að eignast jörð, eins og bændur á íslandi á 19. öld. En jarðirnar átti einn amerísk- ur auðhringur, og það varð að taka dálítið af jörðum þessa auðhrings til þess að láta bænd- urna í brezka Guyana geta orð- ið sjálfseignarbændur. Það, sem íslendingar voru að fram- kvæma á 19. öld, það langaði alþýðuna, bænduma í þessum löndum, til þess að fram- kvæma nú á því herrans ári 1953. Og Alþýðu-framsóknar- flokkurinn fékk hreinan meiri- hluta á þingi í brezku Guyana. Og hann tók að framkvæma þessa stefnuskrá. Og hvað var gert? Stjórnarskráin var af- numin. Foringjar Alþýðu- framsóknarflokksins voru fang- elsaðir, og brezkur landstjóri var látinn fá einræði í landinu, sem hann hafði einu sinni haft. Og það heyrðist engin rödd frá Framsóknarflokknum á íslandi, frá fulltrúum bændanna á ís- landi, til þess að mótmæla þessum svívirðingum. Það heyrðist engin rödd frá mönn- unum sem alltaf eru með lýð- ræðið á vörunum, þegar lýð- ræðið hjá.einni smáþjóð var traðkað niður. Það heyrðist -engin rödd frá fulltrúum þeirra, sem segjast vera full- trúar fyrir íslenzka sjálfseign- arbændur, þegar verið var að drepa niður tilraun fátækra bænda til þess að mega verða sjálfseignarbændur og frjálsir. Aðferð þessi var næg til þess að sýna, hvað var meint með lýðræðisþvaðrinu hjá brezku yfirstéttinni. En þó þótti henni ekki nóg að staðfesta í veru- leikanum sitt hatur á lýðræði, sína ást á einræðinu. Hún gerði það líka í yfirlýsingu, sem hún gaf út og var birt nú nýlega, þegar rannsóknarnefnd brezka þingsins skilaði skýrslu sinni um ástandið í brezka Guyana. Og hver var niður- staða þeirrar skýrslu? Sú nið- urstaða var sú, að svo framar- lega sem kosningar færu fram á ný í brezka Guyana, þá mundi Alþýðu-framsóknar- flokkurinn verða í hreinum meirihluta. Þá mundi verða haldið áfram af hálfu þess flokks að láta bændur verða sjálfseignarbændur. Og þar sem slíkt kæmi auðvitað ekki til mála, þá dygði ekki að veita landinu stjórnarskrá að nýju! Þetta er lýðræðið í fram- kvæmd! Þetta er það ástand, sem verið er að reyna að inn- leiða í þeim hluta veraldar- innar, sem Atlanzhafsbandalag- ið og þess ríki ráða yfir. Og ég held að það væri nær fyrir þann framsóknarflokk og þann alþýðuflokk hér á íslandi, sem virðast ofurlítið vera farnir að byrja að óttast, að ihaldið hér á íslandi ætli að taka sér Suð- ur-Ameríku til fyrirmyndar, að fara að athuga, hvað þarna er að gerast, og láta- ofurlítið heyra frá sér og þora að skýra frá því í sínum blöðum, hvað herrarnir, sem við höfum verið settir í kompaní. með, herrar Atlanzhafsbandalagsins, meina með lýðræði. Það eru tekin af öll tvímæli og það þarf ekki að skoða það sem annað en hræsni, svo framarlega sem einhver, ekki sízt af fulltrúum Framsóknarflokksins, kemur hér fram til þess að fara að telja okkur trú um að það sé hlutverk Atlanzhafsbandalags- ins í veröldújni að vernda lýð- ræðið. (Gripið fram í, Krist- inn Guðmundsson: Það er friðurinn!) Þ.að er rétt, nú er bezt að hopa að „friðnum“, —• það er bezt að sleppa lýðræð- inu. Eg held þess vegna, að okkur íslendingum sé alveg óhætt að dæma eftir forustuþjóðinni í „lýðræðisbandalaginu“, sem sé Bretunum og þeirra framkomu og þeirra kenningum, hvað meint sé. Það hefur auðsjáan- lega ekki breytzt frá þvi fyrr á tímum. Við höfum ofurlitla reynslu af þeim sjálfir, ekki aðeins það, að þeir hafi svikið öll loforð, sem þeir gáfu ís- lenzku þjóðinni, þegar þeir hertóku okkar land 1940, þann- ig að allt væri svikið, þannig að Alþingi varð sjálft að mót- mæla þeim svikum, heldur einnig þann samning, sem ís- land gerði við Bretland með Atlanzhafssamningnum, einnig hann hefur verið svikinn. Eg veit ekki, hvort háttvirtir þingmenn stjórnarflokkanna hafa nokkurn tíma haft fyrir því að lesa Atlanzhafssamning- inn. Eg býst ekki við að þeir séu vanir að lesa þær sam- þykktir, sem eru lagðar fyrir þá, því síður að reyna að hugsa um þær samþykktir. Eg skal þess vegna lesa upp fyrir þá, hvernig 2. gr. Atlanzhafssamn- ingsins hljóðar: „Aðilar munu stuðla að frek- ari þróun friðsamlegra og vin- samlegra milliríkjaviðskipta með því að styrkja frjálsar þjóðfélagsstofnanir sínar, með því að koma á auknum skiln- ingi á meginreglum þeim, sem þær stofnanir eru reistar á, og með því að auka möguleika jafnvægis og velmegunar. Þeir munu gera sér far um að kom- ast hjá árekstrum í efnahags- legum milliríkjaviðskiptum sín- um og hvetja til efnahagssam- vinnu sín á milli, hvort heldur er við einstaka samningsaðila eða alla“. Þannig hljóðar, með leyfi hæstvirts forseta, gr. nr. 2 í Atlanzhafssamningnum, þessum bandalagssamningi íslands og Bretlands m. a. Og hvernig Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.