Þjóðviljinn - 08.02.1955, Síða 6
B) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 8. febrúar 1955
þióoyiuiNN
Otgéfandl: Sameinlngarfloklcur a’.þýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.)
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Bencdiktsson, GuB-
mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfl Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig
19. — Sími 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuðl í Reykjavík og nágrennl; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Lærdómsrík blaðamennska
Það hefur að vonum vakið þjóðarathygli á hversu níðings-
legan hátt brezk blðð reyna að nota stórslysin á Halamiðum
tii þess að svivirða íslendinga. Blöðin halda því fram að slysin
&éu bein og óhjákvæmileg afleiðing af hinní nýju friðunarlínu
sem íslendingar hafa sett og þeim reglum sem við hana eru
tengdar. Þau skýra brezkum almenningi frá því að enskum tog-
itrum sé raunverulega gert ókleift að leit vars í íslenzkum
fjörðum og þess vegna beri íslendingar ábyrgð á 40 mannslíf-
um. Þetta er siðlaus blaðamennska, og hefur vakið ógeð og reiði
meðal allra íslendinga.
En þetta er einnig lærdómsrík blaðamennska, ekki sízt fyrir
borgarablöðin, sem mótmæla nú réttilega svívirðingum Breta
og leiðrétta ummæli þeirra. Þessi skrif eru vissulega engin ný-
ung, þótt Lslendingar verði fyrir þeim að þessu sinni. Nákvæm-
lega á sama hátt er til komin ,,fréttamennska“ brezku blaðanna
Um má-má-menn í Kenya, um sjálfstæðisbaráttu íbúanna á Mal-
akkaskaga, um ástandið í Sovétríkjunum og öðrum þeim lönd-
um þar sem alþýðan hefur tekið völdin, Þessi málgögn brezku
auðhringanna hugsa ekkert um staðrejmdir eða sannleika, held-
ur aðeins um hitt hvernig þau geta snúið almenningsáliti til
hagsbóta fyrir brezk máttarvöld. Og-þá er einskis svifizt, eins
og morðásakanirnar á íslendinga sanna bezt.
Þetta ættu íslenzku afturhaldsblöðin að hugleiða áður en þau
henda næst á lofti æsingaskrif brezkra blaða um alþjóðleg
vaJidamál. Ef ásökunum þeim, sem nú hafa verið birtar okkur
íslendingum, hefði verið beint gegn íbúunum í Kenya, á Mal-
skkaskaga eða í alþýðuríkjunum, er engum efa bundið að Morg-
unblaðið, Alþýðublaðið, Tíminn og Vísir hefðu tekið undir, að
útvarpinu ógleymdu. Þá hefðu ummæli brezkra blaða verið tald-
ar órækar sannanir.
En væri ekki ráð að íslenzku hemámsblöðin létu sér þá
ogeðfelldu reynslu sem nú er fengin að kenningu verða og hættu
að trúa að óreyndu hverjum þeim svívirðingum sem blöð eng-
ilsaxa birta um þjóðir sem eru að berjast fyrir rétti sínum og
írelsi.
Stórhugur Norðfirðinga
' Strand Norðfjarðartogarans, Egils rauða, úti fyrir Vest-
fjörðum og manntjónið sem skipstapanum fylgdi leiddi huga
toi.argra að þeim erfiðleikum sem þessi atburður færði hinu
framsækna og dugmikla bæjarfélagi á Austfjörðum, sem haft
hefur forustu um útgerð botnvörpuskipa í þeim landsfjórðungi.
Það er mikið áfall fvrir fámennt byggðarlag að missa annað
aðalatvinnutæki sitt með þeim hætti sem hér varð. Kaupin á
uýsköpunartogurunum tveimur til Neskaupstaðar sýndu á sín-
lim tíma bjartsýni og stórhug. En hvorugt hefur sér til skamm-
Rr orðið. Útgerð Norðfirðinga hefur að vísu ekki farið var-
hiuta af örðugleikum togaraútgerðarinnar almennt en skipin
hafa reynzt atvinnulífi bæjarins og framkvæmdum öllum ómet-
anleg lyftistöng. Bezta sönnunin fyrir því er sú staðreynd, að
á sama tíma og langflest bæjarfélög úti um land hafa búið við
tneira og minna atvinnuleysi mánuðum saman á ári hverju,
hefur verið fjörugt og þróttmikið atvinnulíf í Neskaupstað og
TDft-sinnis örlað þar á vinnuaflsskorti.
Reynsla Norðfirðinga af þýðingu togaraútgerðarinnar fyrlr
tetvinnu og velmegun í kaupstaðnum kemur skýrt í ljós í við-
fcrögðum þeirra nú þegar þeir hafa orðið fyrir lúnu þunga
éíalli. Einróma samþykkt bæjarstjórnarinnar þar um að láta
tepýða nýjan togara í stað Egils rauða og algjör samstaða allra
etjórnmálaflokka um málið sýnir glöggan skilning á mikilvægi
þessara stórvirku atvinnutækja fyrir bæjarfélagið og afkomu
íólksins sem þar býr. Og um leið sýnir þessi ákvörðun að stór-
fcugur Norðfirðinga er óbugaður, þrátt fyrir þungt áfall, og
&ð allir íbúar kaupstaðarins eru ráðnir í að taka höndum sam-
ten til þess að tryggja þar áframhaldandi atvinnu og velmegim.
Norðfirðingar munu nú leita til ríkisstjómarinnar um nauð-
Bynlega fyrirgreiðslu í þessu mikla hagsmunamáli sínu. Er
þess að vænta að þeir hljóti undirtektir í samræmi ,við eigin
Stórhug og bjartsýní.
Það mun hafa verið öðru
sinni nú á laugardagskvöldið
að Hildur Kalman leikkona
býr til flutnings þátt, sem
nefndur er Úr gömlum blöðum.
Hið fyrra sinn var í ljós látið
í pistlum þessum, að hér
mundi vera upp að renna dag-
skrárform, sem líklegt væri,
að þróast mundi til ágæta.
Ekki dró seinni þátturinn neitt
úr því áliti. Hann á að geta
staðið til mikilla bóta og þarf
að taka breytingum. Það eru
merkar ritgerðir einar, sem
valdar hafa verið, og málfar
og flutningur ber smekkvísi
vitni. En eins og síðast var
valið, var líkast þrí, að nokkur
góð erindi hefðu verið flutt
hvert af öðru, og þau erindi
flutt aðeins af tveim fyrirles-
urum. En það þykir yfirleitt
of einhliða að taka hálfa aðra
klukkustund til erindaflutnings
og það þótt efni sé hið fjöl-
þættasta og nýjar og nýjar
raddir kæmi fram á sviðið.
Betur færi á að kerfisbinda
meira efnisvalið, t. d. taka
saman, hvað sagt hefur verið
um eitthvert ákveðið viðfangs-
efni á - ýmsum tímnum og í
ýmsum löndum, hvort heldur
væri af sviði lista, trúarskoð-
ana, heimspeki, hvernig brugð-
ist hefur verið v-ið einhverj-
um hinna hversdagslegu og þó
klassisku vandamála daglegs
lífs, og þvi lengri sem þáttur-
inn er, því fleiri þarf að fá
til flutningsins, hve ágæta
upplesara, sem um er að ræða.
En engar svona breytingar
mættu þó hafa áhrif í þá átt
að draga úr þeirri kröfu, sem
gætt hefur verið ágætlega í
þessum tveirrt fyrstu þáttum,
að velja til flutnings aðeins
listaritgerðir.
Nú eru farin að tíðkast mjög
þau breiðu spjótin að iðka
rímíþróttir frammi fyrir hljóð-
nemanum og flutti þessi vika
tvær þess háttar æfingar. Við-
fangsefni þetta á svo rík ítök
í blóði íslendinga, að um ekk-
ert útvarpsefni manna á milli
mun meira rætt en botnan-
irnar í Útvarpínu, hvemig sem
sjóbirtingum kann að líka sá
landkrabbaháttur. Botnanimar
í þætti Sveins tókust nú enn
betur en í Borgamési, og má
vænta framfara enn í þessu
efni með aukinni æfingu.
Skólaþátturinn á bindindisdag-
skrá skólaæskunnar tókst aft-
ur á móti ekki betur en það,
að hann er ábending um að
gæta varúðar með að leiða
unga menn beint að hljóðnem-
anum til að leysa þar óundirbú-
ið svo viðkvæman vanda, sem
hér er um að ræða. Þar sem
um óharðnaða viðvaninga er
að ræða, verður að taka á
segulband fyrirfram, svo að
hægt sé að eyðileggja og end-
urtaka, þegar út af ber. Þetta
má ekki taka sem sneið til
þeirra ungu manna, sem við
þrautimar glímdu, en íþróttar-
innar vegna hefði mikið af
kveðskapnum þurft að vera
smekklegri . og fyndnari en
þessir ungu menn höfðu á valdi
sínu í fyrstu atrennu við þær
hátíðlegu aðstæður að standa
frammi fyrir alþjóð og sjá
ekki neinn.
Vlkan var þá einnig sérlega
bindindissinnuð, Auk kvöld-
dagskrár Bindindisfélaga £
skólum sem var myndarleg og
borin uppi af mikilli alvöru
og bindindisáhuga, flutti Esra
læknir Pétursson erindi um á-
fengismál og ofdrykkju eftir
hédegi á sunnudaginn. Það var
greinargott erindi um stórmál.
Það gladdi marga, að hann
mælti þau sannindi, sem flest-
um eru kunn, en allt of fáir
halda á lofti í umræðum um
þessi mál, að algert vínbann
em þær aðgerðirnar, sem að
mestu gagni koma í baráttunni
við áfengisbölið, og það sann-
aði reynsla bannsins um árið,
það vita allir, sem þekktu til
og við vilja kannast.
Þá er það hið fjórða mark-
vert um þessa viku, að and-
staða þjóðarinnar gegn ame-
ríska hemáminu kom glæsi-
lega fram í kvöldvökudag-
skránni. Sársauki íslenzka
þjóðarhjartans kom einstak-
lega fagurlega frarp í einni
setningu í ferðasögu um Langa-
nesstrandir. Það kom fram
sem eðlllegt leiftur í sambandi
við ást og lotningu frammi
fyrir fegurð landsins, og töfr-
um hreinleika þess. Þá voru
flutt kvæði eftir einn embætt-
ismann landsins, eldri kynslóð-
arinnar, vel ort kvæði og á-
gætlega flutt af einum vinsæl-
asta leikara landsins. Þessi
kvæði eftir embættismann,
sem er þekktur að dugnaði í
sinu embættisstarfi og hvers-
konar félags- og framkvæmda-
málum í sínu héraði, er enn
eitt sýnishorn þess, hve íslenzka
ljóðformið stqndur föstum rót-
um í þjóðarsálinni, þar sem
hinir mikilvirkustu fram-
kvæmdamenn þykjast ekki
geta náð fullkominni fyllingu
í lífsstarf sitt, nema greiddur
sé einnig skattur til Ijóðdísar-
innar. Þó er hitt enn stærra,
er öruggur kjósandi Jóns á
Akri yrkir áhrifamikla kvæða-
flokka, sem slá eindregið á þá
strengi, að það sé dásamlegur
verknaður að steindrepa á sem
neyðarlegastan hátt hvern
þann, er níðist á íslenzkri þjóð.
Það er meira en mér hefur
nokkum tíma dottið í hug. En
pj?
íslenzk þjóðarvitund lætur ekkt
að sér hæða.
Erindi Benedlkts frá Hofteigi
um Hans Wíum og Sunnevu-
málið, eða öllu heldur upp-
lestur hans úr bók um þessi
efni, er eitt hið tilkomumesta,
sem ég hef heyrt frá honum.
Glóðin að baki orðum Bene-
dikts. er með þeim fádæmum,
að jafnvel hinar flóknustu ætt-
artölur verða einh brennheit-
ur miðstöðvarofn, sem maður
vermist við. Og hugkvæmnln
og dirfskan virðast ekki eiga
sér nein takmörk. Ég tek up.p-
lestur hans um daginn á þá
leið, að maður eigi það í vænd-
um að færð verði rök fyrir
því, að þetta sögulega Sunn-
evumál sýni mjög merkan þátt
í andófi íslendinga gegn er-
lendri kúgun á sviði refsimála
sem öðrum. Ég bíð bókar
Benedikts með mikilli eftir-
væntingu og vona, að þessi
eldhugi kosti kapps um að
hemja glóð sína, svo að eld-
tungur glenni sig' ekki óreglu-
lega í allar áttir og valdi fuðr-
un, þar sem ekki skyldi. Ekki
of mikið af ættfærslum allra
þeirra, sem við sögu koma. —
Erindi Björns úr heimi mjmd-
listarinnar var um list 18. ald-
ar á íslandi. Það var eitt þess
ara skemmtilega frjálsu er-
inda, sem Björn er snillingur
í, mikill fróðleikur laus við
allan fræðimannsstíl, lauslegt
rabb á yfirborðinu, en þrungið
töfrum, sem eiga rætur sinar
í djúpri innlifun í viðfangs-
efnið. — Sönn ánægja að
hlýða lestri Andrésar Björns-
sonar á kvæðagerð Hjálmars á
Hofi, — Ekki veit ég, hve mik-
il söngkona Svava Þórbjamar-
dóttir er, en hitt veit ég, að
hún syngur yndislega. — Á
sunnudagskvöld hlustaði mað-
ur ekki, en hefur fengið góðar
fregnir af leikriti þess. —
Hannes frá Undirfelli flutti
erindi um framkvæmdir og
fjárfestingu í sveitum, og er
svo sem ekkert um það að
segja út af fyrir sig. Það var
loks, þegar erindinu var lokið,
að hann setti undir sig haus-
inn og fór að svívirða verka-
menn bæjanna fyrir leti ög
virtist taka þann áróður sem
þátt í uppbyggingu sveitanna,
sem sumum finnst gersamlega
óhugsandi, nema bændur bæði
hati og fyrirlíti verkamenn.
Svona menn eru íslenzkri
bændastétt til mikillar skamm-
ar, að maður nú ekki tali um
skaðann. G. Ben.
Húnvetningar!
Skagiirðingar!
Árshátíð
félaganna verður haldin að Hótel Borg föstudag-
inn 11. febrúar og hefst kl. 8.30. Húsið opnaö
kl. 8.15 (suðurdyr).
Til skemmtunar verður:
1. Ávarp: Páll S. Pálsson.
2. Ræða: Steingrímur Steinþórsson.
3. Einsöngur: Þorsteinn Hannesson óperusöngvari
4. Rhumbasveit Plasidos leikur og syngur.
5. Dans til kl. 2.
Aðgöngumiðar verða seldir í Raftækjaverzlun-
inni Heklu, Austurstræti 14 og Verzl. Brynju,
Laugaveg 29, á miðvikudag og fimmtudag og á
Hótel Borg eftir kl, 4 á föstudag.