Þjóðviljinn - 08.02.1955, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 8. febrúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11
Erich Maria REMABQUE:
Að elska ...
. . . og deyja
49. dagur
Hann fyllti glasið á ný og drakk sjálfur. Hann fann
ylinn samstundis. Hann fann líka hve tómur hann var.
Hann hafði ekki vitaö það fyrr. Það var þjáningalaus
tómleiki.
Hann hellti glasið aftur liðlega hálffullt og drakk
sjálfur helminginn úr því. Svo setti hann það milli sín
og Elísabetar. Hún sat á bekknum og hafði dregið und-
ir sig fæturna og hélt um hnén. Ungt laufskrúð kast-
aníutrjánna fyrir ofan hana virtist næstum hvítt í
tunglsljósinu — eins og hópur af fiörildum hefði setzt
þar að.
„En hvað hún er dimm,“ sagöi hún og benti 1 áttina
til borgarinnar. „Eins og útbrunnin kolanánia.“
„Horfðu ekki á hana. Snúðu þér við. Þar er allt annað
að sjá.“
Bekkurinn var efst uppi á hæöinni og hæðin lækkaði
mjúklega hinum megin — niöur að ökrum, tunglskins-
björtum vegum, stigum' milli víðitrjáay.þorpskirkju, og
síðan að skóginum og bláu fjöllunum við sjóndeildar-
hringinn. „Þarna sérðu? Þarna er allur friðurinn sem
fyrii-finnst í heiminum,“ sagði Gráber. „Það er bfur-
einfalt.“
„Einfalt, ef það er hægt — að snúa sér við og gleyma
því sem er bakvið mann.“
„Maður lærir það fljótt.“
„Ert þú búinn að læra þaö?“
„Auðvitað," sagöi Gráber. „Annars væri ég ekki lif-
andi núna.“
„Ég vildi að ég gæti lært það líka.“
Hann hló. „Þú kannt það. Lífið sér um það. Það á
alls staöar varasjóði. Og þegar hætta steðjar að, þekk-
ir það hvorki veiklyndi né viðkvæmni." Hann ýtti glas-
inu til hennar.
„Já,“ sagði hainn.
„Er þetta hluti af því?“ spurði hún.
Hún drakk og hann horfði á hana. „Við skulum
breyta til,“ sagði hann „og hætta aö tala um stríðiö
stundarkorn."
Elísabet hallaði sér aftur á bak. „Við skulum sitja
kjrrr án þess að tala um nokkum skapaðan hlut.“
„Gott.“
Þau sátu þegjandi. Það var mjög hljótt og smám
saman fylltist kyrrðin af friðsælum næturhljóðum, sem
rufu hana ekki, heldur gerðu hana dýpri — þýður
vindurinn sem var eins og andardráttur skógarins,
ugluvæl, þytur í grasi — og hinn síbreytilegi, síkviki
leikur skýja og ljóss. Kyrröin fór vaxandi, hún bylgjað-
ist um þau, umlukti þau; þau önduðu henni að sér og
andardrátturinn varð sjálfur að kyrrð, varð æ mýkri
og hægari, og var ekki lengur óvinur, heldur fjarlægur.
fróandi svefn.
Elísabet hreyfði sig. Giáber hrökk við og leit við og
kringum sig. „Hvað finnst þér um þetta? Ég sofnaði."
„Það gerði ég líka.„ Hún opnaði augun. Tunglsljósið
speglaðist í þeim. „Ég hef ekki sofið í langan tíma,“
sagði hún undrandi. „Ævinlega í ljósi, hrædd viö myrki*-
ið og vaknað í skelfingu .......“
Gráber sat þegjandi. Hann spurði hana einskis. For-
vitnin hverfur þegar atburðarásin er hröð. Hann furð-
aði sig aðeins á því að hann skyldi sjálfur sitja þama
svo rólegur, umvafinn óljósum svefni eins og neöan-
sjávarklettur umvafinn sjávargróðri. Hann hvíldist í
fyrsta skipti síðan hann kom frá Rússlandi. Mild ró
hafði gagntekið hann eins og þegar flóðbylgja sameinar
á einni nóttu skrælnuö og ófrjó svæði og gerir þau að
einni heild.
Þau gengu niður í borgina. Göturnar umluktu þau
á ný, rammur þefur af gömlum eldi barst að vitum
þeirra og sviplausii*. svartir gluggarnir eltu þau eins og
líkvörður. Þaö fór hrollur um Elísabetu. „Einu sinni
vom húsin og göturnar bööuö í ljósum. Við vomm svo
vön því að við hugsuðum aldrei um það. í dag emm við
farin að skilja hvers viö höfum misst —“
Gráber leit upp. Himinninn var heiöur og skýlaus.
Þetta var góð nótt fyrir flugvélar og því of björt að hans
dómi. „Það er sagt að svona sé það alls staðar í Evrópu“
sagði hann. „AÖeins Sviss er uppljómað á nætumar.
Þeir láta ljósin loga, til þess að flugmennimir sjá að það
er hlutlaust land. Maður sem flaug yfir til Frakkland og
Ítalíu sagði mér það. Hann sagði að Sviss væri eins og
lýsandi eyja — eyja birtu og friöar, því að þetta tvennt
fer saman. Allt 1 kringum það em dimm og skuggaleg
lönd, Þýzkaland, Frakkland, ítalía, Balkanlöndin, Aust-
urríki. Allstaðar er stríðiö.“
„Okkur var gefið ljós og þaö gerði okkur að manneskj-
um,“ sagði Elísabet. „En við emm búin aö myröa ljósiö
og emm aftur orðin að hellisbúum."
Gérði það okkur að manneskjum? hugsaði Gráber
Honum fannst þaö orðum aukið. En ef til vill hafði
Elísabet á réttu að standa. Dýr höfðu eklcert ljós. Ekk-
ert ljós og engan eld. Og engar sprengjur.
Þau stóðu í Marienstrasse. Allt í einu sá Gráber að
Elísabet var að gráta. „Horfðu ekki á mig,“ sagði hún.
„Ég ætti aldrei að drekka. Ég má ekki drekka. Ég er
ekkert þungsinna. En það er eins og losnað hafi um
allt.
„Leyfðu því að losna að vild og hafðu ekki áhyggjur
af því. Mér er eins innanbrjóst. Það tilheyrir.“
„Hverju?“
„Því sem við vorum að tala um áðan. Að snúa sér
við og horfa í hina áttina. En annað kvöld skulum við
ekki ráfa um götumar. Við fömm á einhvern stað þar
sem öll birta borgarinnar fær aö skína. Ég skal finna
slíkan stað.“
„Þú getur fengið fjömgri félagsskap en minn til
þess.“
„Ég þarf ekki fjömgri félagsskap.“
„Heldur hvaö?“
„Ekki fjörugan félagsskap. Hann gæti ég ekki afborið.
Og ekki hina tegundina heldur, þá samúðarfullu. Ég
fæ nóg af henni á daginn. Þú hlýtur að þekkja þetta
sjálf.“
Elísabet var hætt að gráta. „Já,“ sagði hún. „Ég
þekki það sjálf.“
„Við emm öðru vísi. Við þurfum ekki að gera okkur
til. Þaö er mikils viröi. Og annað kvöld ætlum við á
bjartasta staöinn í borginni, og þar ætlum við að borða
og drekka vín og gleyma þessari bölvaðri tilveru eitt
kvöld.“
Hún leit á hann. „Tilheyrir það líka?“
„Já, þaö tilheyrh*. Farðu í skrautlegasta kjólinn
Með hátíðablæ
Ef maður ætlar í samkvæmi
og þarf að tjalda því sem til
er, er hægt að vera vel búinn
í fallegu pilsi og nýtízku, út-
saumaðri blússu. Ef maður á
svart plíserað pils fj'rir eða
vítt pils úr tafti eða öðru efni,
er fallegt að nota við það sam-
kvæmispeysu.
Nýtízku samkvæmispeysur
eru mjög dýrar, en áður en
maður gefur þær alveg upp á
bátinn er rétt að aðgæta verð
ið á sléttum peysum. Þær eru
alveg eins vandaðar og verðið
miklu lægra.
Ef maður kaupir svo perlur
og saumar þœr á í fallegu
mynstri er strax komin sam-
kvæmispeysa fyrir skaplegt
verð. Svartur ísaumur og hvít-
ar perlur er fallegt á bleikri
eða blárri peysu. Ef manni
finnst það of áberandi, má
Glens og garnan
Ungi maðurinn: Það er fal-
lega gert af yður að dansa,
við mig; ég veit vel að ég
dansa voðalega illa.
Stúlkan (sem er orðin illa út-
leikin á tánum af skósólum
piltsins): Af hverju segið þér
það, þér sem komið varla við
gólfið.
Hvenær er næsti áætlunarbíll
til Stokkseyrar?
Klukkan hálfsjö.
Er virkilega enginn bíll fyrr
en það?
Nei, það fer enginn bíll á und-
an næsta bíl.
Hvað er húsið þitt langt frá
þjóðveginum ?
Aðeins sem svarar fimm mín-
útna gangi ef maður hleypur.
Hvað áttu mikið óborgað í
bílnum sínum?
Aðeins skammirnar á hendur
þeim sem seldi mér hann.
Eg ætla að skreppa út og;
kaupa mér bók.
Bók — nú ber nokkuð nýrra
við.
Jú, mér var gefinn leslampi í
gær. .
velja svarta peysu og sauma á
hana svartar pallíettur. Það
er auðvelt að sauma perlur og
pallíettur á og ástæðulaust að
eyða tímd í vandasaman út-
saum.
Göngubúningu?
með slaufu
Slaufur eru í tízku og þær
eru notaðar við allt mögulegt,
allt frá fínum kjólum og upp
í látlausa göngubúninga. Þær
fara betur en ætla mætti við
göngubúninga, ef þær eru not-
aðar með varúð. Hér er sýnd
mynd af tweeddragt með feildu
pilsi og jakka sem er þröngur
í mittið. Beltið er saumað sem
snúra úr sama efni og dragt-
in og bundið í slaufu að fram-
an og það fer ekki illa við
sniðið á dragtinni. Dragtin er
frá Marie Chasseng í París.