Þjóðviljinn - 20.03.1955, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 20.03.1955, Qupperneq 7
Sunnudagur 20. marz 1050 — ÞJÓÐVILJINN_ (7 6ABASIGLIN6 Eftir JÓNAS ÁRNASON ANNAR HLUTI Hamborgar Músikk Á meðan hugurinn tekur sína útúrdúra heldur Goðanesið á- fram ferð sinni til Þýzka- lands. „Finnið þið lyktina af Tjall- anum?“ sagði Ragnar loft- skeytamaður eitt sinn erhann hafði staðið stundarkorn við opinn glugga í brúnni. Við höfðum lagt að baki Atlants- hafið með sína voldugu breiðu ölduhryggi og vorum komnir í annan sjó með krappari báru. Vindur blés af suðvestri og bar með sér keim af kola- reyk og verksmiðjustybbu. Það var lyktin af Tjallanum. Við vorum komnir í Norður- sjóinn. Og þá þýddi ekki lengur að hlusta á íslenzka útvarpið. Við höfðum heyrt sæmilega í því suður undir Hjaltland, en eftir að kom niður í Norður- sjó heyrðist það aðeins ó- glöggt, eða svona álíka illa og það hefur lengstum heyrzt heima í Neskaupstað á kvöld- in í vetur. Þá lét Ragnar okkur fá músikk frá-Lúxem- búrg, eða London, eða ýms- um þýzkum stöðvum. Stöku sinnum stillti hann líka á am- erískar hemámsstöðvar í Þýzkalandi, en þær eru þar hvorki fleiri né færri en sex eða sjö. Mest voru þetta auðvitað dægurlög, enda þýðir yfir- leitt ekki að bjóða mönnum aðra músikk á togurum. „All- ar þessar sinfóníur, og allur þessi sísmoll og krúsmoll, og allt þetta allegrettó con svín- aríó getur verið gott til síns brúks“, segja þeir, en telja hinsvegar að til að njóta slíks þurfi fíngerðari eyru heldur en þau sem hafa ekki vanizt öðrum sinfóníum en þeirri einu stóru sinfóníu sem vind- ar hafsins leika upp aftur og aftur í fjórum meginköflum, vetur, sumar, vor og haust, — og hafa ekki lært að skilja annað allegrettó en skröltið í spilinu og skellina í hlemnum þegar trollið er tekið. Þó vissi ég um einn togara- mann sem hugsaði mikið um klassíska músikk og vildi helzt ekki tala um annað en Beethoven og Bach meðan hann hausaði þorskinn. En fé- lagar hans gátu ómögulega trúað því að þetta væri af einlægni sprottið, og stríddu honum og kölluðu hann Tosc- anini. Stundum kom hjálpar- kokkurinn fram á dekkið og hrópaði til hans að í útvarp- inu núna væri yndisleg sónata, hreint og beint hrífandi són- ata, sem hann mætti alls ekki missa af. Lika var honum stundum boðið upp á menúett á dekkinu að lokinni aðgerð. Og seinast gafst maðurinn upp á að efla klassískan músikksmekk um borð í tog- aranum, og fór að hausa þorskinn án þess að minnast á Beethoven eða Bach. En mér er vel kunnugt að tón- listaráhugi hans var einlægur, þ\ú að hann sótti hverja þá hljómleika sem buðust, þegar hann var í landi; og einu sinni bað hann um frí einn túr til að geta séð Rígólettó í Þjóðleikhúsinu, en útgerðar- maðurinn sá sér því miður ekki fært að verða við bón hans, það vantaði menn um borð til að hausa þorskinn. Að slóa Og Goðanesið hélt áfram ferð sinni til Þýzkalands. Upphaflega var ætlazt til að skipið seldi á vesturþýzkan markað í Cuxhaven langar- daginn 18. desember, en þeg- ar við áttum eftir um það bil sólarhrings siglingu þang- að, barst skipstjóra skeyti um að fiskverð á vesturþ>rzka markaðnum hefði lækkað m jög, og skyldi hann því breyta á- ætlun og selja fiskinn til Austur-Þýzkalands og landa í Hamborg. Þetta var á fimmtu- degi. En í Hamborg var ekki hægt að taka á móti fiskin- um fyrr en á sunnudagskvöld, og máttum við koma þangað í fyrsta lagi á laugardagskvöld. Af þessum sökum var nú tek- ið það ráð að ,,slóa“, eins og þeir kalla það á sjónum, sigla hæga ferð og spara olí- una. Við slóuðum suður að skipi því sem heitir P8 og er hið yzta af átta skipum sem liggja við festar með stóra vita upp úr sér miðjum og varða leiðina inn að strönd- inni og síðan upp í Saxelfi'. Skip þessi gefa líka frá sér drungaleg hljóðmerki ef þoka er á eða mikill dumbungur. Þau heita P8, P9, P10, Pll og P12, og er það leiðin inn að mynni Saxelfar, en síðan heita þau Elbe 1, Elbe 2 og Elbe 3, og er það leiðin upp í Saxelfi. Við vorum komnir lágum þar um kyrrt unz nokkuð var liðið á laugardag, en héldum þá af stað í áttina til lands. Við PIO stönzuðum við aftur sem snöggvast og þar kom lóss um borð til okk- ar, og réði hann eftir það ferðinni til Hamborgar. Það hafði verið niðaþoka á Saxelfi síðan á föstudagskvöld og engjn skip komizt frá Hamborg alla nóttina. En nú hafði þokunni létt, þó mistur væri að vísu mikið, eins og raunar oftast er í útlöndum, °g þegar við nálguðumst ár- mjmnið fórum við að mæta skipunum. Þau komu i óslit- inni röð út úr mistrinu, stór flutningaskip hinna ýmsu þjóða heims; brezkir kolakláf- ar, gamaldags, klunnalegir og svartir; straumlínulöguð sænsk dísilskip, grámáluð á skrokkinn með skínandi hvíta yfirbyggingu; bandarísk olíu- skip með stjórnpalli fremst og annan stjómpall aftast, eins og tvíhöfðaðir stórgrip- ir og stríddu á móti rótgrón- um hugmyndum manns um eðlilegt útlit skipa; og þama komu skip frá Argentínu og Grikklandi; frá Kanada og Finnlandi; frá Panama og Libanon. Þegar ég var búinn að telja 150 skip, þá hætti ég að telja og fór inn í loft- skeytaklefann að spyrja Ragn- ar frétta. Hann var að hlusta. 1 tæk- inu hjá honum heyrðist dönsk rödd sem sagði: „Gúdmúndúr Thorlakúr". Þetta var Skagen Radio að kalla á íslenzka mótorbátinn Guðmund Þorlák sem var staddur í slæmu veðri með bilaða vél um 30 mílur suðvestur af Kristians- sand og hafði sent frá sér „May Day“, en það þýðir á talstöðvamáli sama og SOS á morsmáli, beiðni um hjálp, og Skagen Radio var að til- kynna honum að hjálpin væri á leiðinni. Gúdmúndúr Thor- lakúr var beðinn að ganga úr skugga um að gott ljós væri á lanternunni. Ég hafði einu sinni verið á Guðmundi Þor- láki og hlaut að eiga þama, kunningja, en sem betur fór var auðheyrt að báturinn mundi ekki vera í bráðri hættu staddur. Hamborg fer framhjá Cuxhaven, sem stendur við mynni árinnar, og þangað til maður kemur til Hamborgar. Við komum til Hamborgar, eða réttara sagt Altona, sem er útborg hennar og fiskiskipahöfn, kl. 8 á laugardagskvöld þann 18. des- ember. Við lágum þama rúma tvo sólarhringa. Flestir notuðu drjúgan hluta þess tíma til að fara i búðir og kaupa jóla- gjafir handa ástvinum sínum fyrir þá ákveðnu upphæð í gjaldeyri landsins sem hverj- um manni var úthlutuð, — en það er gömul reynsla, að þar sem verzlanir em margar og stórar, þar fer lengiá tími í það fyrir ókunnuga að finna hinn rétta hlut, heldur en þar sem verzlanir eru færri og minni. Margir fengu sér líka bjórsopa og fóm á skemmtistaði, enda hefur Hamborg löngum haft orð á sér fyrir að vera gleðiborg talsverð, og er þama meðal annars heilt hverfi með skemmtistað í hverju húsi. Hverfi þetta heitir Sankt Pauli og heyrist oft nefnt í textum þýzkra dægurlaga. „Ich liebe dich, und du liebst mich in Sankt Pauli“, og þar fram eftir götunum. Þó er ég hræddur um að skemmtistað- irnir í Sankt Pauli séu ekki að sama skapi merkilegir sem þeir em margir, og ekki að sama skapi menningarlegir sem þeir eru stórir. Við fómm nokkrir saman inn á einn þeirra, og þar var það helzta skemmtiatriðið, að tólf ungar stúlkur gengu fylktu liði fram í salinn og sýndu mönnum brjóstin á sér nakin. Höfðu þær auðsjáanlega ver- ið valdar með tilliti til þess að skemmtistaðurinn gæti státað af sem óvenjulegastri fjöl- breytni í þessu efni. Enda or- sakaði sýningin gríðarlega hamingju meðal samkvæmis- gesta, einkum karlmanna þeirra sem nokkuð vom við aldur. Á eftir röltum við um aðalgötuna á Sankt Pauli og skoðuðum í glugga skemmti- staðanna, og ef dæma mátti af myndaútstillingunum, sner- ist prógramm þeirra allra mest um konubrjóst. Ég fór að hugsa að fróðlegt væri að vita hve miklar meðaltekjur hver skemmtistaður hefði af hverju brjósti. Maður þarf eklci að vera neinn sérstakur siðapostuli, né bera neina sér- staka umhyggju fyrir tign og Það er um sex klukkustunda hæg og varúðarfull sigling að P8 á föstudag seint og upp Saxelfi . frá þvi maður virðingu kvenlegs yndisþokka„ til að láta sér blöskra svona verzlunarhætti. Ævintýri Annars veit ég ekki til að neitt það kæmi fyrir skips- menn Goðanessins þar úti í Hamborg sem sérstaklega væri í frásögur færandi. Hef- ur þó sjaldan skort ævintýr- in þegar íslenzkir togaramenn hafa dvalizt í erlendum höfn- um, og eru um það margar merkilegar sögur, sumar sjálfsagt ýktar nokkuð. Ég get ekki stillt mig um að láta ykkur heyra eina þeirra, enda sýnir hún vel þann anda sem ríkir í þeim flestum. En það var einhverju sinni., að f jórir íslenzkir togaramenn fóru inn á skemmtistað 'í enskri borg, og skulum við láta borgina heita Grimsby,. Þarna var helzta skemmtiat- riðið ekki konubrjóst, heldur maður nokkur sem nefndist Big Bill, og var hann kynnt- ur sem heimsins stærsti mað- ur. Gekk Big Bill fram á gólfið svo að allir mættu undrast stærð hans, og var hinn hróðugasti, og slíkt hið sama eigandi skemmtistaðar- ins, sem gekk á eftir honum og réði sér ekki fyrir ánægjn yfir því að geta sýnt gestum sínum svona stóran mann, og þreyttist aldrei á að lofsyngja hann sem langstærsta mann í öllum heiminum. Kom þar„ að löndum vorum þótti nóg um. Slógu þeir í glösin og lýstu því yfir, að Big Bill væra eins og hver annar smá-Bill í samanburði við ýmsa Is- lendinga; til dæmis hefðu þeir einn um borð sem héti Johm Svarfdæling og gæti Big Bilá hæglega staðið á tánum und- ir útréttum handlegg hans, og skyldu þeir sækja John Svarf- dæling ef eigandi skemmti- staðarins tæki ekki aftur full- yrðingar sínar um að Big Bill væri stærsti maður £ heimi. Gerðu sig síðan líklega til að framkvæma hótun sína og risu allir á fætur. En eigandi skemmtistaðarins hafði sýnilega orðið skelfingm lostinn við þessa frétt. Kom hann nú að borðinu til þeirra félaga og heilsaði upp á þá auðmjúklega, og bar sig illa„ sagði að ef þeir gerðu alvöru úr að sækja John Svarfdæl- ing, þá yrði það slíkt áfall fyrir mannorð sitt og álite skemmtistaðarins, að hanm biði þess líklega aldrei bætur,, og mundi sennilega enda með> því að fara á hausinn; en ef þeir vildu hinsvegar vera svo góðir að minnast ekki meira á John Svarfdæling, þá væri sér* sönn ánægja að bjóða þeim ókeypis hverjar þær veitingar sem þeir girntust. Og eftir nokkra umhugsun féllust þeir félagar á að gera Tjalla-grey- inu þennan greiða. Á meðan hafði Big Bill staðið á miðju gólfi, eins og illa gerður hlutur, en samkvæmis- gestir voru farnir að hreyta í hann skætingi og kalla hanra Little Bill. Og skipaði nú eig- andinn honum að hafa sig sem skjótast burt úr saln- um. Að svo búnu pöntuðu landar vorir dýrar veigar og skáluða fyrir John Svarfdæling. Og lýkui* svo þessari sögu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.