Þjóðviljinn - 20.03.1955, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.03.1955, Blaðsíða 9
# ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRI. FRÍMANN HELGASON Emil Tómasson: Sunnudagur. 20. marz 1950 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Er sjálf þjóðaríþróttin að verða lýtalaus eða er verið að búa til nýja glímuíþrótt sem fær svo glæsilega dóma? Fyrir stuttu las ég í Morg- unblaðinu ritdóm um Skjaldar- glímuna, sem fram fór þann 1. febrúar sl. Þar stóðu m.a. þessi lofsamlegu ummæli: „Góð- ar glímur! Glímumót þetta fór vel fram og svipur glímunnar í heild með betra móti. Nokkr- ar glímur sáust afburða snjall- ar sem komu áhorfendunum í gott skap, aðrar voru miður en skyldi, en flestar að mestu Iýtalausar“. — Svona var nú þetta. Ég tel glimumálið í heild þess vert að það sé athugað lítið eitt, enda á nú íslands- glíman bráðlega athyglisverð og merkileg timamót í sögu sinni og sennilega verður þá skyggnzt um öxl og litið eitt- hvað aftur í tímann. — Það sem ég skrifa hér um glím- una geng ég út frá gömlu glím- unni eins og ég þekkti hana í mínu ungdæmi eða nálægt síð- ustu aldamótum — aðra glímu þekkti ég ekki. Skáld eða háðfugl ? Mér dettur í hug að grein- arhöfundur sé svo ungur að hann hafi aldrei séð hina gömlu glímu og byggi því ekki dóm sinn á henni he'tdur á því að honum sé eitthvað kunnugt um að hér sé að koma fram ný glíma sem sé sennilega eins- konar afkvæmi gömlu glím- unnar og grísk-rómversku glímunnar. Og greinarhöfundi hlýtur að vera eitthvað ljóst hvert stefnir með þennan fal- lega heildarsvip sem hann dá- ist að og yfir glímuathöfn- inni hvíldi; og svo því að glím- an er svo fullkomin frá hans sjónarmiði, að vart verður út á hana sett. Hér er mikið sagt og meira en ég fæ skilið og fróðlegt væri að frétta meira frá þessum höfundi. En sé nú þetta svona sem ég get mér til, að hér sé um að ræða tvær ólíkar glímur, þá má vel vera að þessi nýja glíma sé að nálgast hátind fegurðar og full- komnunar, um það dæmi ég ekki því ég hef ekkert vit á því að hverju þar er stefnt og þarf því greinarhöfundur hvorki að vera háðfugl eða skáld á öfugmælavísur, sem mér þó í fyrstu flaug í hug er ég las hans sterku lýsingar- orð og alla lofsemi um Skjaldar- glímuna. Ég skal taka það fram að ég las einnig frásögn um þessa Skjaldarglímu í Þjóð- viljanum, þar sem lofinu er meir stillt í hóf og get ég verið höfundi þar samdóma í sumu. Mér hafði satt að segja ekki til hugar komið að taka til máls viðkomandi glímu þessari fyrr en ég sá lofið í Mbl. En þar sem ég var áhorfandi glím- unnar og las svo hinar stór- fenglegu fréttir frá glímunni fékk ég löngun til að gefa orð í belg og helzt að segja þá frá glímunni svo hlutdrægnislaust sem mér er auðið, ef málið mætti með því skýrast. Bjarni og Rúnar Það var tvennt í þetta sinn, sem kom mér til að sækja þessa Skjaldarglímu. Allar aug- lýsingar lofuðu Rúnari Guð- mundssyni þangað sem þátt- takanda, en það brást. Maður reiknaði dæmið þá þannig að aðalátökin yrðu milli hans og Ármanns Lárussonar og mjög vafasamt hvernig leiknum lykt- aði. — Rúnar sá ég síðast glíma á íslandsglímunni 1948. Frá þeim tíma og þar til þessi umrædda Skjaldarglíma fór fram hafði ég enga glímu séð. Þá var Rúnar byrjandi hér á opinberum kappglímum en í hraðri uppsiglingu sem efnileg- ur glímumaður eins og á dag- inn kom, þar sem hann varð glímukóngur 1950, 51 og 53. Ármann Lárusson hefur unnið beltið 1952 og 54 og er því glímukóngur nú. Einnig vann hann skjöldinn til eignar á þessari glímu. — Ef glímt hefði verið árlega síðan beltis- glímurnar hófust (1906) þá mundi fara fram á þessu ári 50. beltisglíman. Til þeirrar merkilegu tímamótaglímu verð- ur væntanlega vandað. Nú er ekki lengi farið milli lands- hluta. Nú þurfa menn ekki að „tölta dægur tvenn og þrenn“ til að komast í næstu sýslu eins og var þegar lands- glímurnar voru að byrja göngu sína. Hitt var það sem rak mig á Skjaldarglímu þessa, að þeg- ar ég sé auglýst að þangað kæmi Bjami sonur Sigurðar Greipssonar skólastjóra í Haukadal, greip mig sterk löng- un til að sjá glímuhæfni hans og leikni af því að hann var sonur þessa þjóðkunna glímu- og íþróttakennara, sem búinn var að vinna Grettisbeltið 5 sinnum í röð; var glímukóng- ur 1922-1926. Og margir mætir glimumenn frá skóla hans kom- ið. Því vonaði ég að hér mundi ég eitthvað sjá sem ætti við lifið í honum Láka. Samt fór þar svo að ég sá lítið annað en það sem ég oft áður hafði séð hér á kappglímum. Þegar ég horfði á þennan óharnaða, fallega ungling í glímunni við okkar færustu glímumenn, lék alltaf á vörum mér gömul vísa, sem út kom í einu okkar vin- sælasta blaði fyrir meira en 20 árum. Ég vona að Bjarni mis- virði það engan veginn þó ég setji vísuna hér með þessu glímurabbi. Tildrög að þeim vísum (þær voru fleiri en ein) voru þau að góður og gegn en ungur alþingismaður sofnaði í sæti sínu í neðri deild (ef ég man rétt) og hraut fram á borðið. Þá var kveðið: „Hún- vetningum þyrfti á það að benda, að þeirra ábyrgð stór og mikil er — óharnaðan ung- linginn að senda, til okkar stærstu vökumanna hér“. Þegar glímunni var lokið og búið að úthluta verðlaunun- um, heilsaði ég góðum kunn- ingja, sem mjög var við glímu þessa riðinn. En það merkilega skeður, sem kom mér alveg að óvörum, að hann spyr mig um leið hvað ég segi um glímu Bjarna. Svaraði ég í hrein- skilni án nokkurrar umhugs- unar, að það væri svo erfitt að dæma um glímuhæfileika og leikni einstaklinga sem kæmu svona eins og farfuglar aðvíf- andi öllu ókunnugir inn í þetta glímuform, sem glíman væri nú í. „Þetta er alveg laukrétt hjá þér“, svaraði kunningi minn. Bætir síðan við: „Fyrir stuttu sá ég Bjarna glíma austur í Árnessýslu og var hrifinn af, en hér þekkti ég hann ekki fyr- ir sama mann.“ Þessi ummæli hins gamla góða glímumanns eru afar at- hyglisverð og mun ég síðar víkja máli mínu inn á þetta svið. — (Framhald). Gunnar M. Magnúss: Börnm frá Víðigerði að vera með fólkinu og'Vinna með því. Það þurfti ekki að fara í skóla og læra af bókum. Þetta var nú meira æfintýralandið. Fólkið í Víðigerði talaði sífellt meira og meira um þetta fyrirheitna land og spurðist fyrir um það. Það fréttist, að bréf hefði komið frá ýmsum íslendingum, sem þangað voru komnir. Og þeir höfðu hrósað öllu þar í Vesturheimi. Myndir af fólkinu sýndu líka, að stúlkurnar og konurnar voru hættar við íslenzka búninginn. Þær voru komnar með uppse'tt eða uppskrúfað hár, með hnút í hnakkanum eða hvirflinum eða vöngunum. Svo voru þser í kjólum með belti eða beltis- lausum, með blúndur um hálsinn, kannske háls- men og perlufesti eða armband eða eymalokk. Sumar konurnar og stúlkurnar voru kannske með stráhatta, barðastóra og létta, hvíta eða svarta með borða og slaufu á borðanum. Og karlmennirnir stóðu teinréttir á myndun- uro, gins og þeir hefðu aldrei beygt bakið til neins. Þeir voru háleitir, eins og prófessorar og yfirskeggið var snoturlega klippt', svo að munn- urinn sást vel. Eftir miklar bollaleggingar, mas og umtal um þetta fram og aftur, var svo loks ákveðið a£ báðum bændunum, báðum húsfreyjunum og öllu fullorðna fólkinu í Víðigerði, að bezt væri að kveðja þetta kalda og hrjóstruga ísland, en fara þangað, sem náttúran byði fram öll gæði sín og dásemdir í ríkulegum mæli. Austur- bæjðrbíó S.K.T Ausiur- bæjazbíó Körfuknatt- leiksmötið Meistaramót íslands í körfu- knattleik hófst að Hálogalandi í fyrrakvöld. f 2. fl. karla gerði Ármann A og ÍR jafntefli 18:18, en í meistaraflokki karla sigr- aði Gosi ÍFK 34:32 og ÍR fþrótta- félag stúdenta 51:26. Mótið held- ur áfram í kvöld og keppa þá í 2. fl. ÍR og Gosi og Ármann A og Ármann B en í meistaraflokki ÍFK og ÍR.. Handknattleiks- mötið Á handknattleiksmeistaramót- inu s. 1. miðvikudag urðu úrslit þessi: 3. fl. B: Valur—Fram 4:1; 2. fl. kvenna: Ármann A—FH 13:4; meistaraflokkur kvenna: Fram—Þróttur 8:3, KR—Valur 7:3; 2. fl. A: Haukar—Þróttur 13:12, Valur—Ármann 15:9. í kvöld keppa í 3. fl. B ÍR og KR, 2. fl. kvenna Ármann A— Ármann B og Fram—KR, meist- arafl. kv. Þróttur—FH og Ár- mann—Valur, 2. fl. A Ármann— Þróttur og Haukar—Valur. Ákveðið er að England og Sovétríkin þreyti landsleik í knattspyrnu 5. júní næsta ár. Knattspyrnulandsleik Dana og Hollendinga s. 1. sunnudag, lauk með jafntefli l—1. Danslagakeppnin 1955 Atkvœöagreiðslan um úrslitálögin + a Miðnætur-hl j ómleikum í Austurbæjarbíói þriðjudaginn 22. marz kl. 11.30 fyrir þá mörgu, sem ekki hafa komizt að í G.T.-húsinu 9 manna hijómsveit Cazls Billich og söngvararnir Adda Özsiólfsdéttiz, Aifreð Clausen, Ingibjözg Þozbezgs, Siguzðuz Ólafsson Hjálmaz Gísl&son skemmtir með gamanvísum og eftirhermum. Kynnir verður Karl Guðmundsson leikari Leikin verða 16 ný lög, einsöngvar og tvísöngvar, eftir íslenzka höfunda, þau sem í úrslit komust á dans- leikjunum í G.T.-húsinu. Spennandi keppni, sem alliz landsmenn fylgjast með af áhuga Aðgöngumiðasala á mánudag í Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur og í Austurbæjarbíói.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.