Þjóðviljinn - 28.04.1955, Qupperneq 1
Timmtudagur 28. apríl 1955 — 20. árgangur — 94. tölublað
Tókust samningar í nótt?
Samningafundir stóðu til kl. langt gengin
fimm í gærmorgun. Þegar eftir hádegið hóf
sáttanefndin viðræður við fulltrúa einstakra
félaga sem standa að verkföllunum og kl. 9
hófst almennur fundur sáttanefndar og deilu-
aðila á nýjan leik.
Þegar blaðið fór í prentun úpp úr miðnætt-
inu hafði talsvert miðað í samkomulagsátt
og voru taldar nokkrar líkur á því að sam-
komulag gæti tekizt í nótt. Samninganefnd-
imar og sáttanefnd lögðu hinsvegar bann við
því að blöðin skýrðu frá því í hverju það sam-
komulag væri fólgið.
Hafi samkomulag tekizt má telja líklegt að
verklýðsfélögin verði kvödd til funda í dag
til þess að ræða niðurstöðurnar og taka af-
stöðu til þeirra.
Bjarni Ben. sigaði lögreglunni á verk-
fallsverði og lét handtaka þrjá
Verkfallsverðir voru strax látnir lausir aftur að
kröfu verkfallsstjórnar og samninganefndar
Bjarni Ben. og klíka hans í Sjálfstæðisflokknum og lögreglunni hafa lengi
beðið eftir tækifæri til að egna verkfallsmenn ti! slagsmála
Bjarni Ben. dómsmálaráðherra sigaði í gær sveit
lögreglumanna með kylíur á verkfallsverði uppi við
Smálöndum. Lét hann handtaka þrjá verkfallsverði
og flytja niður í bæ.
Þegar samninganefnd og verkfallsstjóm bámst
þessi tíðindi kröfðust þær þess að mennirnir væru
tafarlaust látnir lausir og var það gert.
Bjami Ben. sigar lögreglunni í þessa barsmíða-
árás í samráði við æstustu einræðisklíku atvinnu-
rekendanna í Sjálfstæðisflokknum í því augnamiði
að reyna að koma í veg fyrir samninga.
Bjami Ben. og klíka hans í Sjálfstæðisflokknum
og innan lögreglunnar hafa lengi beðið tækifæris
til þess að egna verkamenn til slagsmála, en ekki
lekizt og grípa því til grímulausrar lögregluárásar.
ið látnir liggja á gólfinu í bíln-
um svo að þeir sæjust ekki, —
tU þess að freista þess að verk-
fallsverðimir legðu til átaka við
lögregluþjónana, ef þeir héldu
að þeir væru ekki fjölmennir.
Hlupu þeir þá niður úr bíln-
um með kylfur á lofti, og voru
þeir alls 15 að tölu.
Börðu aftan á hálsinn.
Létu lögregluþjónarnir kylf-
urnar ríða á verkfallsvörðunum
þar sem þeir lágu yfir slánni
og lömdu þá aðallega aftan á
hálsinn, og axlir og handleggi.
Stórsér á nokkrum mannanna.
Þeir sem bezt gengu fram í
Framhald á 8. síðu.
Um kl. hálfellfu í gær f. h.
kom bifreiðin G 779 að hliði
verkfallsvarðanna í Smálöndum
og neitaði bifreiðarstjórinn,
sem mun heita Sigurjón Gests-
son, að verkfallsverðir stöðvuðu
bifreiðina. Tjáðu verðirnir hon-
um þá að hann yrði að bíða.
Skipulagt fyrirfram.
Bílstjórinn snéri þá bílnum
við og ók að húsi í Smálöndum
og hefur sennilega hringt það-
an til lögreglunnar. Er augljóst
að þetta hefur verið skipulagt
fyrirfram, því eftir svo sem 10
mínútur komu 3 lögreglubílar,
einn jeppi og tveir stórir lög-
reglubílar.
Ólafur fulltrúi, Stefán
vaktstjóri.
Fyrirliði lögregluþjónanna
var Stefán Jóhannsson („Stebbi
í ruslinu“) varðstjóri og höfðu
þeir með sér Ólaf Jónsson full-
trúa lögreglustjóra. Ólafur
sneri sér að fyrirliða verkfalls-
varða, en þeir voru á þessum
tíma sjö talsins, og átti einhver
orðaskipti við hann, en sneri
sér síðan að bifreiðarstjóran-
um á G 779 og sagði honum
að hann skyldi fara óskoðaður
í gegn.
Verkfallsverðir mótmæltu
Verkfallsverðir mótmæltu
þessu og töldu sig vera að
gæta réttinda sinna og bifreið-
in færi ekki óskoðuð í gegn.
Röðuðu þeir sér síðan í hliðið
og lögðust yfir slána sem var
í hliðinu.
Stefán fyrirskipar
kylfuárás.
Hljóp þá Stefán til og hvatti
lið sitt til að berja hraustlega
á verkfallsvörðum og gripu lög-
regluþjónarnir þá til kylfanna.
(Einn þeirra hljóp að lögreglu-
bílnunum (kvað sá hafa verið
starfandi hjá Sameinuðu þjóð-
unum) og kallaði á lögreglu-
þjónana sem voru í bílnum.
Einkenni Bjarna Ben:
lúmskan og lubba-
mennskan.
Höfðu lögregluþjónarnir ver-
Verkfallssjóðurinn
530 þusund krónur
í gær bættust 20 þúsund krónur í verkfallssjóö-
inn og er hann þá orðinn 530 þúsund krónur.
Þessi framlög bárust: Samband barnakennara,
framlög og söfnun, kr. 2510,00. Félag ísl. loftskeyta-
manna kr. 3000,00. Starfsmannafélag ríkisstofn-
ana kr. 5000,00. Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
kr. 1250,00. Verkalýðsfélag Skagastrandar kr.
1465,00. Samband matrei&slu- og framreiðslu-
manna kr. 5000,00. Auk þess skiluðu ýmsir af söfn-
uriarlistum.
Eisenhower og
Snkoff skrifast á
Eisenhower Bandaríkjafor—
seti skýrði blaðamönnum frá
því í gær að hann hefði undan-
farnar vikur átt bréfaskipti við
Súkoff markskálk, landvariía-
ráðherra Sovétríkjanna. Minnti
hann á, að þeim hefði verið vel
til vina þegar báðir voru her-
námsstjórar í Þýzkalandi fyrstu
mánuðina eftir stríðslokin.
Kvaðst Eisenhower þá hafa
komizt á þá skoðun, að Sú-
koff sé mjög umhugað um að
góð sambúð takist með Sovét-
ríkjunum og Bandaríkjunum.
Hann kvaðst ekki vilja gera
neitt uppskátt um það, sem
þeim hefði farið á milli bréf-
lega upp á síðkastið, þar sem
birting bréfanna kynni að gera
að engu þá möguleika sem
væru á því að gott hlytist af
bréfaskiptunum.
Eisenhower sagði blaðamönn-
unum einnig, að ef yrði af
viðræðufundi með fulltrúum
Bandaríkjanna og Kína væri
ástæðulaust að einskorða hann
við vopnahlé á Taivansundi.
Þar ætti einnig vel við að
ræða ráðstafanir til að draga
úr viðsjám á öðrum stöðum í
Austur-Asíu og mál bandarísku
flugmannanna sem sitja í fang-
elsi í Kína dæmdir fyrir njósn-
Sjö íslenzkum
blaðamönnum
boðið til Noregs
Oslóborg býður 6 íslenzkum
blaðamönnum til vikudvalar í
Noregi í sambandi við för for-
seta íslands til Noregs í maí.
Auk þess hefur norska utanríkis-
ráðuneytið boðið einum íslenzk-
um blaðamanni mánaðardvöl í
Noregi, svo alls verða það 7 ís-
lenzkir blaðamenn sem Norð-
menn bjóða heim á þessu ári.
Sendu verkfalls-
br jót í L maí nefnd
Þau furðulegu tíðindi hafa
gerzt að bílstjórafélagið
Hreyfill hefur sent uppvísan
verkfallsbrjót, Guðjón Hans-
son, sem fulltrúa sinn í 1. maí
nefnd verkalýðsfélaganna. Af
þessu tilefni gerði nefndin eft-
irfarandi samþykkt á fundi
sínum í gær:
„Fundurinn telur ekki fært
að veita fulltrúa Hreyfils, Guð-
jóni Hanssyni, sæti í nefnd-
inni, vegna framkomu hans í
yfirstandandi verkfalli. Hins
vegar er fundurinn fús að
ræða fulltrúaskipti við stjórn
Hreyfils, ef hún æskir þess.“
Þelr sem lent haia í okraraklóm
beðnir að gefa sig fram
Nefnd sú sem Alþingi kaus
til rannsóknar á okri birtir á
öðrum stað í blaðinu auglýs-
ingu þar sem hún skorar á alla
þá sem tekið hafa fé að láni með
okurkjörum að veita nefndiimi
upplýsingar um þau viðskipti
bréflega eða munnlega, en
rannsóknarnefndin verður til
viðtals í Alþingishúsinu á föstu-
dögum kl. 6—7.
Vekur nefndin athygli á því
að í okurlögunum segir svo um
ólöglega fjármálastarfsemi:
,,Ef samið er um vexti eða
annað endurgjald fyrir lánveit-
ingu eða. umlíðim skuldar eða
dráttarvexti framyfir það, sem
leyfilegt er samkvæmt lögum
þessum, eru þeir samningar ó-
gildir, og hafi slíkt verið greitt,
ber skuldareiganda að endur-
greiða skuldara þá fjárliæð,
sem liann liefur þannig rang-
lega af honum liaft.“
Þeim sem tekið hafa fé að
Iáni með okurkjörum skal á
það bent, að slík Iántaka er
ekki saknæm. Rétt er fyrir þá
sem okri eru beittir að gefa
rannsóknarnefndinni upplýsing-
ar um þau viðskipti, þótt skjai-
legar sannanir séu ekki fyrir
liendi.
Reykvíkingar! Leggið allir fram fé iil aðstoðar rerkfaUsmönnum!