Þjóðviljinn - 28.04.1955, Síða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. apríl 1955
V ,
þióoyiuiNN I
Útgefandl: Sameinlngarflokkur alþýCu — Sósíalistaflokkurinn.
Rltstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.)'
Fréttastjórl: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð-
mundur Vlgfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfl Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
1». — Síml 7600 (3 línur).
Aakrlftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrennl; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviijans h-f.
I Hugsjén suðurameríku-fasistanna
•' Það hefur verið mjög athyglisverður þáttur verkfallanna
rmiklu að suðuramerikufasistamir í Sjálfstæðisflokknum hafa frá
upphafi reynt að egna til stórátaka; það hefur verið hugsjón
þeirra að það kæmi til blóðugra bardaga og hægt væri að finna
átyllu til þess að beita lögreglu og jafnvel bandarískum her til
þess að berja niður verkfallsmenn. Tilgangur þeirra hefur verið og
er sá að ekki verði samið um réttlætiskröfur verkafólks, heldur
verði öllu til kostað að svelta verkafólk þar til yfir ljúki og berja
Diður alþýðusamtökin með ofbeldi.
Vonir þessarar fasistadeildar Sjálfstæðisflokksins hafa greini-
íegast birzt í Vísi. Frá upphafi hefur það blað á hverjum einasta
degí reynt að egna til árása á verkfallsverði, það hefur birt
eina lygafréttina á fætur annarri og skorað á menn að neita að
sætta sig við löglegt eftirlit verkfallsvarða. Visismenn hafa
samið daglega hólgreinar um margdæmda glæpamenn og óþokka,
sem farið hafa eftir vísbendingum biaðsins og reynt að beita
verkfallsverði ofbeldi.
Þessar tilraunir íhaldsins til þess að breyta verkföllunum í
borgarastyrjöld hafa þó mistekizt algerlega til þessa. Samúð
almennings hefur öll verið með verkamönnum og það hafa ekki
verið aðrir en illræmdustu sorpmenni þjóðfélagsins sem hafa
hlýtt ákalli Vísis. Verkfallsverðir hafa einnig glöggt skilið til-
gang fasistadeildarinnar og sýnt frábæra stillingu og festu í öll-
nm átökum. Tilræðismennirnir hafa ýmist glúpnað fyrir verk-
fallsvörðum eða farið háðulegustu hrakfarir.
Hin einstæða og fúlmannlega árás lögreglunnar í gær á verk-
fallsverði sýnir hins vegar Ijóslega að suðurameriku-deildin er
ekki af baki dottin og er nú örvæntíngarfyllri en nokkru sinni
fyrr, er hún sér fram á ósigur sinn. Það hefur því aldrei verið
brýnna en nú að verkfallsmenn hafi alla yfirburði í átökunum
við tilræðismenn, innan lögreglunnar sem utan, og brjóti á bak
aftur hverskonar ofbeldistilraunir með sömu festu og einurð og
undanfarnar vikur.
]
r Dæmdir til að bíða ósigur
1 Hafi auðmannastéttin á íslandi ekki gert sér ljóst áður hvílík
Sókndirfska og þróttur og úthald býr í íslenzkri verkalýðsstétt
þá hefur hún fengið að sannreyna það í yfirstandandi vinnudeilu.
Um 7000 vinnandi menn og konur hafa háð hetjubaráttu fyrir
rétti sínum í sex vikna verkfalli og af slíkri festu og einurð að
ieðruleysi þessa fólks og óbifandi sigurvilji hefur vakið aðdáun
tillrar þjóðarinnar. Því þrátt fyrir mikilsverðan stuðning annars
verkalýðs og alls almennings sem hefur sýnt skilning sinn á gildi
þess að verkalýðsfélögin sigri í deilunni hefur að sjálfsögðu mest
reynt á þau alþýðuheimili og þá meðlimi verkalýðsfélaganna sem
cru beinir aðílar að verkfallinu. Á þeim hefur meginþunginn hvílt
og gerir það óhjákvæmilega þar til sigur er unninn.
Þetta alþýðufólk hugðist auðmannastéttin leggja að velli með
Jiví að draga verkfallið á langinn og svelta alþýðuhemilin til upp-
gjafar. Hugarfarið og hugsjónirnar eru svo sem í samræmi við
inanngildi þeirrar auðstéttar sem allt reiknar til peninga og hikar
ekki við að selja af hendi dýrmætustu réttindi þjóðar sinnar fái
Þún aðeins nægilegt fé í aðra hönd og aukna tryggingu fyrir á-
framhaldandi valdaaðstöðu. Það er athyglisvert og nauðsynlegt
fyrir þjóðina að festa sér það vel í minni, að höfuðforkólfar at-
vinnurekendavaldsins hafa að mestu haldið óbreyttri gróðaað-
ttöðu þrátt fyrir þá víðtæku framleiðslustöðvun og þau milljóna-
töp sem þeir hafa leitt yfir þjóðarbúið með atferli sínu. Kefla-
víkurvinna bandaríska hernámsliðsins reyndist þeirra varasjóður
úsamt beinum framlögum frá bandarísku auðvaldi.
Þrátt fyrir þennan fjárhagslega aðstöðumun er auðstéttin
Öæmd til að bíða ósiguc en verkalýðurinn á sigurinn vísan, hvort
eem atvinnurekendur kjósa að halda stríðinu áfram eða viður-
kenna ósigur sinn innan tíðar. Með hverjum degi sem líður án
’ausnar á deilunni þyngist dómur þjóðarinnar yfir atferli at-
vinnurekenda og brátt verður þeim um megn að rísa undir því
filmenningsáliti sem einhuga fordæmir ábyrgðarleysi þeirra og
ppinskáan fjandskap við þjóðarhagsmuni.
THLENTS b.f.
Hérna á verðinum við Smá-
löndin öndum við að okkur
indælu næturlofti. Himinninn
er blásvartur alsettur stjörn-
um. Þó er sigurhátíð vorsins
yfir vetrinum, páskarnir, ný-
gengin um garð. Ég stend úti-
fyrir kaffiskýli í líki strætis-
vagns og tala við gamlan
verkamann, félaga minn, sem
hefur meiri reynslu en ég í
verkföllum. Ég hef oft séð
þennan mann áður, en aldrei
talað við hann fyrr. Hann er
mjög trúaður og kirkjuræk-
inn. Auk þess hefur hann kos-
ið Sjálfstæðisflokkinn í síð-
astliðin 28 ár. Af kristilegu
uppeldi kaus hann sér það
hlutskipti í lífinu að verða
verkamaður, þó hann, sam-
kvæmt hæfileikum sínum gæti
gegnt ábyrgðarmiklum stöð-
um í þjóðfélaginu. En það má
að vísu segja um marga aðra
verkamenn, sem ekki hafa
haft efni á að mennta sig.
Fjársjóður á hininum
Þessi gamli félagi minn
hafði einnig góða aðstöðu í
þjóðfélaginu til þess að geta
orðið ríkur af veraldlegum
auði. Hann kann Fjallræðuna
utanbókar. Og hann vitnaði
oftar en einu sinni í Fjallræð-
una meðan ég talaði við hann:
„Safnið yður ekki fjársjóðum
á jörðu, þar sem mölum og ryð
eyðir, og þar sem þjófar brjót-
ast inn og stela, en safnið
yður fjársjóðum á himni, þar
sem hvorki eyðir mölur né
ryð, og þar sem þjófar brjót-
ast ekki inn og stela, því að
þar sem fjársjóður þinn er,
þar mun og hjarta þitt vera“.
Talenta h.f.
Við héldum samtalinu á-
fram. Ég spurði hvort hann
tryði því, að talað væri um
það í bænum, að margir af
lánardrottnum Ragnars Blön-
dals h.f. væru „kristilegir
Sjálfstæðismenn“ eins og
hann. Já, hann hélt það nú.
Honum fannst -ekki nökkur
vafi á því. Ertu ekki Sjálf-
stæðismaður? spurði ég. En
hann svaraði: Eg hef kosið
Sjálfstæðisflokkinn í 28 ár, en
þetta verkfall hefur sannað
mér það, að Sjálfstæðisflokk-
urinn er flokkur þeirra, sem
hafa Mammon fyrir guð, en
það er ekki hægt fyrir kristið
fólk að þjóna bæði Guði og
Mammon í senn.
Ég spurði félaga minn,
hvort hann hefði þá heyrt, að
sumir af lánardrottnum Ragn-
ars Blöndals h.f. væru í leyni-
félagi, sem heitir Talenta h.f.
Það væri svo sem eftir þess-
um kristilega Sjálfstæðis-
mönnum, þeir eru bókstafs-
trúar og tileinka sér auðvitað
dæmisögu Krists um talent-
urnar, sagði félagi minn. Ég
var búinn að gleyma þessari
dæmisögu og bað hann að hafa
hana yfir. Ég vildi vita hvers
konar dæmisaga það væri, sem
Sjálfstæðisflokkurinn tekur
bókstaflega og lifir eftir. En
félagi minn sagði mér að lesa
Matt. 25. kapitula. Ef maður
tekur þennan kapitula bók-
staflega, sagði hann, þá hlýt-
ur maður að leggja áherzlu á
auðsöfnun og eignast fjársjóð
á jörðu. Enda er það í sam-
ræmi við uppeldi ungu kyn-
slóðarinnar. í samræmi við
uppeldi ungu kynslóðarinnar ?
— hvað áttu við ? spurði ég.
Faðirvorið
Hérna um árið, sagði félagi
minn, bað kennari nokkur
börnin um að skrifa „Faðir-
vorið'1. Kennarinn ætlaði að
grennslast eftir því, hve mörg
börn í bekknum kynnu „Fað-
irvorið“. Einn drengjanna í
bekknum byrjaði faðirvorið á
þessa leið: „Faðir vor, þú sem
ert á jörðu“. Faðir þessa
drengs var auðvitað kristileg-
ur Sjálfstæðismaður. Ég vil,
sagði félagi minn, að Sjálf-
stæðisflokkurinn verði kallað-
ur Talenta h.f.
Pólitík
Okkur bar saman um það,
að Sjálfstæðisfl. reyndi af öll-
um mætti að eyðileggja ár-
angur okkar af þessu verk-
falli. Verkföll hafa ætíð verið
pólitísk. Öll verzlun og atvinna
er í höndum stjómmálamanna.
Að tala um ópólitísk verkföll
er hjóm. Hitt er annað mál að
hinum pólitísku flokkum geðj-
ast mismunandi vel að kröf-
um verkamanna. Ef t.d. verka-
maður úr Sjálfstæðisflokknum
stendur með sínu verkalýðsfé-
lagi í kaupdeilu og berst með
stéttarbræðrum sínum, er
hann umsvifalaust kallaður
laumukommúnisti, ef ekki
Moskvukommúnisti. Það er
því ekki neinn smáheiður í því,
að vera kallaður kommúnisti.
Sjálfstæðisflokkurinn vill evði-
leggja árangurinn af verkfall-
inu. Ekki út af kaupkröfunum,
heldur vegna þess, að ef verk-
fallið tapaðist trúir hann því,
að þar með verði allri vinstri-
samvinnu komið fyrir kattar-
nef. En verkalýðurinn verður
aldrei sigraður, hvorki í þessu
verkfalli né á öðriim vettvangi.
Um þetta voram við sammála,
félagi minn og ég. Og þegar
hér var komið sögu sást til
bifreiðar, sem kom úr bænum.
Nokkrar ungar blómarósir
stigu út úr bifreiðinni, þær
báru kassa fulla af brauði.
og kaffibrúsum. Þetta voru
matseljurnar okkar. Þær höfðu
líka með sér dagblöðin. Morg-
unblaðið, Þjóðviljann, Alþýðu-
blaðið og Tímann. Við fórum
inn í líkið af strætisvagninum
til þes að fá okkur kaffisopa
og lesa blöðin. Þetta var ró-
leg nótt vegna þess, að nóttina
áður áttum við í höggi við
verkfallsbrjóta. Verkfallsbrjót
arnir virðast sælast eftir á-
tökum. Þeir um það.
Da gsbr ú narverkamaður
Framsóknarflokkurinn og vinstra sanistarf
Kjósendur Framsóknar-
flokksins eru undantekningar-
lítið vinstri sinnað fólk. Þetta
er fólk sem verður að berjast
fyrir sínu brauði í sveita síns
andlits. Hinn sjálfsagði banda-
maður þessa fólks í sveitum
landsins er verkalýður bæj-
anna. Vegni verkalýðnum illa,
hvort sem orsökin er atvinnu-
leysi eða of lágt kaupgjald, þá
færist hið slæma ástand fljótt
yfir á herðar alþýðu í sveitum
Iandsins, í mynd sölutregðu til
að byrja með, sem síðar get-
ur leitt til verðhruns á íslenzk-
um sveitaafurðum ef ástandið
við sjávarsíðuna verður mjög
alvarlegt. Þetta er svo auð-
skilið mál, að hvert barn get-
ur tileinkað sér þessi sannindi.
Þetta er líka auðbröskurum
Sjálfstæðisflokksins ljóst, enda
hafa þeir lengi óttazt samstarf
alþýðu til sjávar og sveita. Og
þó undarlegt megi teljast, þá
hefur auðmönnum Reykjavík-
ur alltaf tekizt að spilla því
að slíkt samstarf kæmist á í
alvöru.
Helzta ráðið sem til þessa
hefur verið notað af auðstétt-
inni, er að ánetja sér að meira
eða minna leyti kosna fulltrúa
Framsóknarflokksins, gegnum
allskonar gróðasamtök. Á
þennan hátt hefur auðburgeis-
um Reykjavíkur tekizt að smá
fjarlægja sjónarmið valda-
manna Framsóknar sjónar-
miðum hinna almennu kjós-
enda flokksins, enda er þetta
hugsað frá hendi auðmanna
sem bragð til að lama Fram-
sóknarflokkinn. Þetta sjá ýms-
ir menn flokksins en til þessa
hafa þeir ekki fengið að gert.
Það er ekkert vafamál að
bændur og önnur alþýða í
sveitum landsins vilja vinstra
samstarf Framsóknarflokksins
við alþýðu bæjanna, þar er
ennþá í fullu gildi kjörorð
Tryggva heitins Þórhallsson-
ar „Allt er betra en íhaldið".
Foringjar Framsóknarflokks-
ins vita þetta vel, en þeir haf-
ast ekki að. Þeir una sér vel
margir hverjir við kjötkatla
íhaldsins, og hinar sameigin-
legu gróðalindir hjá handhöf-
um dauðans á Keflavíkurflug-
velli.
Ennþá hefur sveitaalþýðan
tekið gildar afsakanir Fram-
sóknar fyrir því að ekki hefur
verið komið á vinstra. sam-
starfi, en svo verður ekki um
langa framtíð. Þjóðfylking al-
þýðu til sveita og sjávar er
það sem koma skal og koma
verður, til að bjarga íslenzk-
um arfi inn í framtíðina og
skapa hér traust menningar-
þjóðfélag, þar sem skapendum
auðsins sé tryggð réttlát skipt-
ing þjóðarteknanna á hverjum
tíma. Skilyrðin til að stíga
þetta spor eru þegar fyrir
hendi, það vantar aðeins
manndóm til að framkvæma
þetta. Og manndómurinn er til
sé hans leitað af einlægum
huga. Það verður ekki tekið
gilt öllu lengur, þó einhverjir
foringjar Framsóknarflokks-
ins segi: Við getum ekki unn-
ið með Sósíalistaflokknum.
„Til þess að hægt sé að mynda
vinstri stjórn verður Alþýðu-
flokkurinn að verða svo öfl—
ugur að hann geti myndað
hreinan meirihluta með Fram-
sóknarflokknum“.
Svona mótbárur falla mark-
lausar. Þetta þýðir á venju-
legu íslenzku máli: við viljum
ekki koma á vinstri samvinnu.
því eins og í pottinn er búi5
í íslenzkum stjómmálum, þá
veit hver maður að vinstra
samstarfi verður aldrei komið
á án þátttöku Sósíalistaflokks-
ins, sem er skanaður af ís-
lenzkri alþýðu og brjóstvöm
hennar. íslenzk alþýða sem f
síðustu kosningum til Alþingis
kaus Framsóknarflokkinn,
Sósíalistaflokkinn, Alþýðu-
flokkinn og Þjóðvamarflokk-
inn er hreinn og ótvíræður
meirihluti íslenzku þjóðarinn-
ar, og það er þessi meirihluti
Framhald á 6. síðu.