Þjóðviljinn - 28.04.1955, Side 5

Þjóðviljinn - 28.04.1955, Side 5
Fimmtudagur 28. apríl 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Sigurjón Einaxsson, stud. theol: Sameinumst í órofa fylkingu undir merki friðarins Spyrjið einhvern að því hvað honum sé helgast, hvexju hann 'unni mest, hvað það sé, sem hann vilji leggja mest í sölurnar fyrir. Og hverju mun hann svara? Hann mun svara því, að líf hans og ástvina hans eða eignir hans, verðmætin, sem hann hef- ur skapað hörðum höndum og heitu hjarta, sé það sem hann unni mest. Slík er tilfinning sérhvers manns, slíkt er honum í blóð borið. Og þetta hefur verið aðall mannsins frá alda öðli. Að þessu hefur hann hlúð, þetta er sá gi-óður, sem við öll viljum sízt að kali. En hver hefur svo verið reynsla þeirrar kynslóðar, sem þessi öld hefur alið? Hvernig hefur hinum venjulega 20. aldar manni gengið að hlúa að því sem hjarta hans er kærast? Tvær heimsstyrjaldir hafa geis- að, tvisvar hefur nær gervallur heimurinn flotið í blóði saklauss fólks. Spx-engjurnar hafa hvinið yfir höfði ómálga barnsins, boðað ógn og dauða, níst hjörtu millj- ónanna, þuri-kað út þorp og borgjr .... á kornfrjóum akri hefur hönd sáðmannsins verið sniðin af. Tvívegis hefur sti’iðið sæi't og hrjáð það mannkyn er jöi'ð þessa byggir. Engin orð geta lýst þeiri'i ógn, sem styrjaldirnar hafa haft i för með sér, engin tunga tjáð þá eyðingu rnanns- lífa og sóun verðmæta, það er aðeins eitt — við vitum að þetta hefur gerzt. Og við vitum meira, við vit- um, Sð það er ekki hægt að loka augunum fyrir þeirri stað- reynd, að hætta getur verið á að þi'iðja heimsstyrjöldin kunni að breiðast út, einmitt nú á þessari öld. Og við vitum, að öll þau múg- morðstæki, sem fram að þessu hefur verið beitt í styrjöldum mannkynsins, eru barnaleikur í samanburði við þau tæki, sem í dag biða fullsmíðuð í vopnabúr- um stórveldanna. Múgmorðstæki, sem ekki að- eins boða nokkrum hluta mann- kyns eyðingu og dauða heldur gjörvöllu mannkyninu. ’ Vopn, sem til að mynda gætu þurrkað okkur íslendinga út á einni nóttu og gert land okkar óbyggilegt um aldaraðir. Slíkur er sá feigðarboði, sem £ dag lykur um lönd. Og það er vegna þessa, sem við komum hér saman í dag. Það er vegna þessa sem milljón- ir manna um gervallan heim stiga nú sameiginlega á stokk og strengja þess heit — allir sem einn — að bægja þessum háska frá dyrum. Það er vegna þessa, sem aliir friðelskandi menn um allan heim, hvaða stjórnmálaskoðun sem þeir hafa, fylkjast nú undir merki Heims- friðarhreyfingarinnar. Það hefur verið reynt að telja fólki trú um að þessi hreyfing eé aðeins dulbúinn áróður vissr- ar lífsstefnu, og kommúnisti hef- ur hver sá verið kallaður er þar hefur lagt hönd að verki. Það getur þvi varla hjá því farið að sú hugsun hvarfli að manni, að þeir menn sem slikum áróðri hampa hæst séu á einhvern hátt bundnir þeim öflum í heimi hér sem líf sitt og tilveru eiga undir striði, nærast á stríði. , Og sé það kommúnismi, að , vera með friði þá bjóðum við þá , velkomna í voran hóp. Allir heiðarlegir menn hata stríð. Allir eru þeir sammála um, að stríð sé glæpur, allir eru þeir sammála um að styrjaldir séu svörtustu fingraför mann- , anna á sögu sinni. Það skiptir ekki máji hvort maðurinn er hvitur eða svartur, , hvort hann er Asíubúi eða Evr- , ópumaður, Islendingur eða Rússi, , trésmiður eða bóndi — allir ala ' þeir í brjósti sér þá eðlislægu , þrá að varðveita heímilin sem , þeir stofnuðú, húsin sem þeir , reistu, kornið sem þeir sáðu og sáu spretta úr jörð. Slík löngun er sameiginleg I milljónunum, hún er sameigin- í leg gjörvöllu mannkyni. Menn getur greint á um stjórnmálastefnur, menn getur greint á um hvort leggja beri meiri áherzlu á landbúnað eða sjávarútveg, hvort faglærðir og ófaglærðir verkamenn eigi að heyja stéttarbaráttuna sameig- inlega. En um eitt getur menn ekki greint á, að stríð er sá glæpur, sem í eitt skipti fyrir öll verður að sporna við, mann- kyninu til heilla og farsældar. Og við sem kennum okkur við kristna lífsstefnu getum ekki þolað blóðsúthellingar, það stríð- ir gegn þeim kenningum sem okkur eru helgastar, það er and- stætt lífsskoðun okkar. Þess vegna erum við á móti stríði. Og allir heiðarlegir menn hljóta að vera á móti stríði. Menn getur greint á um orsakir stríðs- ins, en það er of seint að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið í hann. Það er of seint að vera á móti striði eftir að fyrstu vetnissprengjunni hefur verið varpað og borgirnar eru rjúk- andi rúst. 'í> Sigurjón Einarsson Það er nógur tími að bera saman bækurnar þegar búið er að visa hinum illa vágesti frá dyrum. Ef það kviknar i húsinu þinu,_ þá seztu ekki niður og ferð að hugsa um upptök eldsins — þú hringir á slökkviliðið til þess að slökkva eldinn. En það sem er framar öllu er að forða þvi að meinvætturin losni, ófriðarbálið kvikni. Á þvi veltur velferð mann- kynsins, en þvi getur heldur enginn forðað nema mannkynið sjálft. Með þvi að vera á móti stríði og með því að koma til liðs við þau öfl, sem berjast gegn þvi, með því að leggja aJlt í sölurnar, sem þú getur til þess að visa þvi frá dyrum, ert þú að byggja upp þina eigin lífs- hamingju, leggja varanlegan stein í þann arín er ylja mun sjálfum þér, börnum þinum, komandi kynslóðum. Og brýnasta verkefnið er, að allir menn, allt mannkynið geri sér það ljóst. að það hatar stríð og sameiginlega verður það að' birta þennan vilja sinn. Og sameiginlega getum við lát- ið þennan vilja i Ijós með því að Ijá nafn okkar undir kröfuna um algjört bann á kjarnorku- og vetnisvopnum. Það er fyrsta skrefið til algjöri-ar afvopnunar þjóðanna. Þetta virðist ofureinfalt. 0.g með undirskriftum milljón- anna reisum við þann múr, sem engar vigvélar komast yfir, eng- ar vetnissprengjur geta eytt. Og hver og einn, sem skrifar undir leggur stein í þennan múr, þennan allsherjar varnargarð marinkynsins gegn styrjöldum. Með þessari undirskriftasöfnun hefur alþýða heimsins, allir heið- arlegir frelsisunnandi menn tæki- færi -til þess að birta þennan vilja sinn á ótvíræðan og ein- faldan hátt. Kannski aldrei fyrr í verald- arsögimni hefur hver einstak- lingur haft annað eins tækifæri til þess að ráða framvindu sög- unnar. Hér getur verið um líf og dauða að tefla. Baráttan við tröllið Annarsvegar hvort heimurinn sém við byggjum á að verða rjúkandi rúst hruninna borga eða hinsvegar heimkynni frjáls fólks þar sem menning vex, réttlæti ríkir. Ég veit að ég þarf ekki að spyrja þig að því, áheyrandi minn, hvorn kostinn þú velur, en þetta skaltu hafa í huga þegar undirskriftalistinn kemur til þín — þú átt þú leikinn, þú ert einn af milljónunum. Síðan Heimsfriðarhreyfingin var stofnuð hefur mikið áunnizt og framtíðin mun sanna okkur hvílikum Grettistökum hún á eftir að lyfta. Með sameig'inlegu átaki allra friðarsinna getur bann gegn kjarnorku- og vetnissprengjum orðið að einni allsherjar sókn gegn stríði. Slíkur getur máttur þessarar undirskriftasöfnunar orðið. Og þessvegna má heldur enginn frið- arsinni skerast úr leik, enginn bregðast. Á því getur oltið fram- tíð okkar, framtíð alls mann- kyns. Og hver sem bregzt, þegar um slíkt er teflt, hann er svikari, svikari við sjálfan sig, komandi kynslóðir, lífið sjálft. Við Islendingar megum heldur ekki liggja á liði okkar. Sæmd okkar er undir þvi komin að þátttaka, okkar verði sem mest og -við sýnum með þvi að friðar- vilji okkat' sé meiri en orðin tóm. Hreyfing okkar mun verða of- sótt af vissum aðilum nú eins og hingað til, en það á aðeins að stæla okkur, eldurinn að herða okkur, því ábyrgð okkar er mikil. Tilvera okkar, sem þjóðar er undir því komin að komið verði i veg fyrir nýtt heimsstríð. Og þessvegna, hvar í flokki sem við stöndum, hvað svo sem okkur greinir á um málefni líð- andi stundar þá sameinumst í eina órofa fylkingu undir merki friðarins, und,ir merki þeirrar hugsjónar er hæst gnæfir. Það er skylda okkár við sjálfa okkur, framtiðina, lífið sjálft. Iþjóðsögu einni segir frá trölla- byggð nokkurri í fjalli einu nálægt híbýlum manna. Meðal annars höfðu tröll þessi þann leiða sið að bregða sér heim til fólksins og taka endurgjaldslaust það sem þeim datt í hug í það eða það skiptið. Ekki þótti mannfólkinu þau neitt sérlega góðir nágrannar, og fóru að velta þvi fyrir sér hvernig hægt myndi vera að verjast ágengni þeirra. Hið fyrsta ráð var ráð einstaklingsins, a.ð veita viðnám sjálfur og einn, sem þó kom að litlu haldi þar sem við slíkt of- urefli var að eigæ Rann þá upp fyrir mönnum að þeir yrðu að vinna sama-n, bindast samtökum og verja sig í sameiningu og^. eftir því sem samtök þeirra urðu sterkari, fór að halla meira og meira á tröllin, þrátt fyrir það þó að árásir þeirra færu harðn- andi eftir því sem varnarsamtök mannanna efldust. Loks kom svo að síðasta bardaganum, þá voru tröllin orðin algerlega óð og gættu þess ekki að upp var að renna nýr og bjartur dagur, en við það urðu þau að steindröng- um og standa þar enn til minn- ingar um heimsku -sína og illsku. Þetta er gömul saga, en þó er hún ennþá ný, því að enn i dag stendur íslenzkur verkalýður i sömu varnarbaráttunni við tröll hins forna og úrelta þjóðskipu- lags, tröllið sem nú birtist í mynd atvinnurekenda. og ríkis- stjórnar á Islandi. Þetta er tröll- ið sem við erum að berjast við i dag og enda þótt það sé tröll með öllum þeirra verstu einkenn- um, þá er það þó la.ngt frá því að vera ósigrandi, en til þess að sigra s]ika fordæðu verðum við að standa saman, allir sem einn maður, þar má engin sundrung eiga sér stað. Þessi barátta er nú búin að standa á annan mán- uð og er það langur tími, en því megum við ekki gleyma að hver vika. og hver dagur sem líður, er alltaf að færa hinn bjarta sigurdag nær og nær, sigurdag verkalýðsins, þegar tröll og for- dæður þær sem nú er barizt við breytast í bautasteina til minn- ingar um sina vonlausu baráttu fyrir dauðadæmdu málefni, eigin- hagsmunum auðvaldsstéttarinn- ar. Öllum er það vitanlega ljóst að auðvald og braskarar sleppa ekki þeim tökum sem þeir hafa náð, nema til átaka komi. Þeir eru þegar búnir að læsa hel- greipum sínum um verkalýð þessa lands, og alltaf heldur að herða takið. Það er þetta hel- greipatak sem verkalýðurinn er að brjóta af sér með verkfalli því sem nú stendur yfir. En til þess að slíta sterkan fjöt- ur þarf mikið átak, það vitum við, en við vitum líka að þetta átak eigum við til ef við erum m 1 _ "•J nogu vel samtaka og tileirikum okkur kjörorð verkfallsmanna, allir fyrir einn og einn fyrir alla, þá er okkur fullur sigur vís. Islenzkir verkamenn, hvar á landinu sem þið eruð. Munið það að nú eru það verkamennirnir í Dagsbrún í Reykja.vík og félag- ar þeirra sem standa i fremstu eldlinunni og eru að berjast fyr- ir ykkar hagsmunum ekki síður en sínum. Veitið þeim þvi alla Framhald á 6. síðu. Áskorun til Hreins Páls, sonar Einn af starfsmönnum B.P. kom að máli við blaðið í gær af tilefni þeirra ummæla Hreins Pálssonar forstjóra fé- lagsins við verkfallsverðina í fyrrakvöld, að erindi hans við benzíngeymslu B.P. í Laugar- nesi s.l. mánudagskvöld hefði verið að líta eftir að starfs- menn hans stælu ekki benzíni fyrir verkfallsverði. Kvaðst þessi starfsmaður B.P. gera þá skilyrðislausu kröfu til for- stjórans að hann nafngreindi opinberlega þá menn hjá fyr- irtækinu sem hann tryði til þjófnaðar á benzíni frá því eða sem geymt væri á ábyrgð þess — eða lýsi því að öðrum kosti opinberlega yfir að hann taki ummælin aftur og biðjist afsökunar á þeim. Kemur Þjóðviljinn hér með þessari áskorun á framfæri. Er ekki að undra þótt starfs- mönnum þessa olíufélags þyki ummæli Hreins Pálssonar niðr- andi og ómakleg, meðan hann færir ekki rök fyrir svo sví- virðilegri aðdróttun. Allar umbætur á húsnæðisírumvarpinu íelldar gggpRk - Fella að barnaf jölskyldur, ung hjón og fólk úr heilsuspillandi íbúðum gangi fyrir húsnæðislánunum Sömu þingmenn felldu að Byggingasjóður verka- manna fái lán til jafns við Byggingasjóð sveitanna Þingmenn íhalds og Framsóknar felldu í fyrrad. allar nreytingartillögur er þingmenn fluttu til umbóta á hús- næðisfrumvarpi ríkisstjórnarinnar, en auk hinna ví'ötæku breytingatillagna Einars Olgeirssonar, fluttu Lú'övík Jós- efsson, Gylfi Þ. Gíslason, Karl Guöjónsson og Gils Guö- mundsson margar breytingartillögur. Sérstaka athygli munu veltja tvennar atkvæðagreiðslur i þessu máli. Ein breytingartillagan, flutt sameiginlega af Gylfa, Karli og Gils var sú, að Byggingarsjóði verkamamia og Byggingarsjóði sveitanna verði veitt jafnhá lán af fé því, sem Veðdeild Lands- bankans fær til umráða samkvæmt frumvarpinu. Þessa sjálfsögðu tillögu felldu þessir þingmenn: Ólafur Thors, Björn Ólafsson, Kristín Sigurðar- dóttir, Sigurður Bjarnason, Ásgeir Bjarnason, Einar Ingimundarson, Eiríkur Þorsteinsson, Eysteinn Jónsson, Gísli Guðmundsson, Gunnar Gíslason, Halldór Ás- grimsson, Helgi Jónasson, Ingólf- ur Jónsson, Jón Pálmason, Jónas Rafnar, Jörundur Brynjólfsson, Kjartan J. Jóhannsson, Magnús Jónsson, Páll Þorsteinsson, Pétur Ottesen, Sig. Ágústsson, Skúli Guðmundsson, Steingrímur Stein- þórsson. Var tillagan felld með 23 atkv. gegn 10. .Ein af breytingartillögum • Ein- ars Olgeirssonar var þannig: Eftirtaldir aðilar skulu sitja fyrir lánum til bygginga sam- kvæmt reglum þessa veðlána- kerfis: 1. Barnafjölskyldur, 2. Ungt fólk sem stofnar tll Iijú- skapai', 3. Fólk sem býr í heilsuspillandi húsnæði, er eliki verður útrýmt samkvæmt III. kafla þessara laga. Þessar reglur eru í lögum um smáíbúðalán, og taldi Einar sjálf- sagt, að þær væru einnig teknar upp nú um nýju lánin. En svo brá við, að 18 alþingis- menn felldu að þessar reglur skull gilda um veitingu nýju lánanna. Þeir voru. Ólafur Thors i Steingrímur Steinþórsson Ásgeir Bjarnason Sigurður Bjarnason Eiríkur Þorsteinsson Björn Ólafsson Einar Ingimundarson Eysteinn Jónsson Helgi Jónasson Jón Pálmason Jónas Rafnar Jörundur Brynjólfsson Kjartan J. Jóhannsson Magnús Jónsson Páll Þorsteinsson Pétur Ottesen Sigurður Ágústsson ’ Skúli Guðmundsson Var tillagan felld með 18:9 at- kvæðum, 3 sátu hjá, 4 fjarverandi. Boðar sú afstaða tæpast gott þeg- ar þess er minnzt að lánunum á að úthluta af einum Framsóknar- manni og einum Ihaldsmanni, og vilja stjórnarflokkarnir sýnilega hafa frjálsar hendur við helmiriga- skipti sin. jÍ œ.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.