Þjóðviljinn - 28.04.1955, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 28.04.1955, Qupperneq 7
Fimmtudagur 28. apríl 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Brich Maria REMARQUE: Að elska ... • • • og deyja _3Í 112. dagur Sex skipbroismannaskýlum komið upp fyrir söfnunarfé deildarinnar Kvennadeild Slysavarnafélagsins í Rvik minnist 25 ára afmælis Kvenuadeild Slysavarnafélagsins í Reykjavík — elzta kvenna- deildina á landinu — á 25 ára afmæli í dag, 28. apríl. A þess- um aidarfjórðungi hafa deiidarkonur safnað 527 þús. krónum, sem varið hefur vérið til slysavarnamála, m.a. til að kaupa og útbúa 6 skipbrotsmannaskýli. — þeir hefðu getað þaö fomiálalaust. Hefuröu nokkra hugmynd um hvaða erindi þeir eiga viö hana?“ „Faðir hennar er í fangabúðum. Og hún bjó hjá kven- manni, sem hefur ef til vill kært hana. Líka getur verið að hjónaband okkar hafi beint athygli þeirra aö henni“. Jósef hugsaði sig enn um. „Eyðilegöu allt sem gæti staðið í sambandi viö handtöku föður hennar. Bréf, dag- bækur og allt þess háttar. Og svo skaltu fara. Einn. Varstu ekki að hugsa um þaö?“ „Jú. Ég segi þeim að bréfið hafi ekki komið fyiT en í morgun og ég hafi ekki náð í konuna mína í verksmiðj- unni“. „Það er bezt. Reyndu aö komast að hvaö er á seyði. Þér verður ekkert gert. Þú veröur að fara aftur á víg- stöðvarnar hvort sem er. Það er engin hætta á aö þeir hindri þig í því. Ef þú þarft á felustaö að halda handa konunni þinni, þá get ég gefið þér heimilisfang. En fyrst skaltu fara á skrifstofuna. Ég verð hérna síðdegis í dag“. Jósef hikaði andartak. „í skriftastól séra Bieden- diecks. Þarna sem skiltið hangir sem á stendur „Fjar- verandi“. Þar get ég sofið smástund“. Gráber reis á fætur og gekk út. Eftir svalt hálfrökkriö í kirkjunni var birtan úti fyrir nístandi og miskunnar- laus, rétt eins og Gestapo hefði tekiö hana í þjónustu sína. Hann gekk hægt eftir götunum. Honum fannst sem hann gengi undir glerhjálmi. Allt í kringum hann var orðið undarlegt og óraunverulegt. Kona meö barn í fangi var tákn öryggis, sem vakti hjá honum beizka öfund. Maöur sem sat á bekk og las dagblað var ímynd áhyggjuleysis og tvær hlæjandi mannverur voru leifar fyrri veraldar, sem allt í einu hafði hrunið til grunna. Yfir honum einum hvíldi dimmur skuggi óttans, sem aðskildi hann frá öðru fólki eins og hann væri haldinn drepsótt. Hann gekk inn í Gestapó bygginguna og sýndi bréfiö. S.S. maður vísaði honum eftir gangi og inn í hliðar- álmu. Það var herskálaþefur í göngunum. Hann þurfti að bíða í herbergi meö þrem öðrum. Einn máðurinn stóð úti við glugga sem vissi út að húsagaröi. Hann hélt höndumun fyrir aftan bak og með hægri hendi sló hann án afláts á vinstra handarbakið. Hinir tveir mennimir sátu og horfðu beint fram fyrir sig. Annar var sköllóttur og með skarð í vör sem hann reyndi að dylja með því að bera höndina fyrir það; hinn var meö Hitlersskegg og fölt heilsuleysislegt andlit. Allir þrír litu snöggt á Gráber um leið og hann kom inn en flýtti sér að líta undan aftur. S.S.maður með gkraugu kom inn. Þeir risu allir upp samtímis. Gráber var næstur dyrunum. „Hvað eruð þér að gera hér?“ spurði S.S.maðurinn undrandi. Hennenn vom yfirleitt kallaðir fyrir herrétt. Gráber sýndi honum bréfið. S.S.maðurinn las það. „Þetta er alls ekki til yðar. Þetta er til einhverrar ung- frú Knise“. „Það er konan mín. Við vorum gefin saman fyrir nokkram dögum. Hún vinnur í einni af verksmiðjum ríkisins. Ég hélt ég gæti sinnt þessu fyrir hana“. Gráber dró upp vígsluvottorð sem hann hafði haft með sér af forsjálni. S.S.maðurinn boraði hugsandi í eyr- að á sér. „Jæja, ég hef ékkert við þaö aö athuga. Her- bergi sjötíu og tvö í kjallara". Hann rétti Gráber skjölin aftur. í kjallara, hugsaði Gráber. Hræöilegustu sögurnar gengu um kjallarann í Gestapobyggingunni. Hann gekk niður stigann. Tveir menn sem komu á móti honum horfðu á hann öfundaraugum. Þeir héldu aö hann væri á útleiö, frjáls maður en þeir ættu allt eftir. Herbergi númer sjötíu og tvö var stór salur með skjala- skápum og ótal milligerðum. Þreytulegur skrifstofumaö ur tók við bréfi Grábers. Gráber útskýrði fyrir honum hvers vegna hann væri kominn og sýndi skjöl sín einu sinni enn . Skrifstofumaðurimi kinkaði kólli. „Getið þér skrifað undir fyrir hönd konu yðar?“ Afmælis kvennadeildarinnar verður minnzt með sérstakri dagskrá í útvarpinu í kvöld, en á laugardagskvöldið halda félagskonur hóf í Sjálfstæðis- húsinu. Hefst það kl. 6 og verður þar margt til skemmt- unar. Myndarlegt afmælisrit. í tilefni afmælisins kemur einnig út veglegt afmælisrit, sem nefnist Sága kvennadeild- arinnar í Reykjavik og er 90 Söngflokkur deildarinnar, hverjum tíma. Skipbrotsmanna- skýlin sex, sem komið hefur verið upp fyrir söfnunarfé þeirra, eru á Meðallandssandi, Fossfjöru, Skeiðarársandi, Breiðamerkursandi, Dritvík á Snæfellsnesi og Keflavík við Látrabjarg. Ennfremur má geta þess að nú eru í sérstökum sjóði deildarinnar 75 þús. krón- ur, sem verja á til kaupa á þyrilvængju. síður. Fremst í ritinu er ávarp Guðrúnar Jónasson, formanns deildarinnar, síðan rekur Eygló Gísladóttir sögu deildarinnar og fylgja greininni fjölmargar myndir, þá eru stuttar greinar um ýmsar helztu forystukonur deildarinnar, örstutt ágrip af sögu allra kvennadeilda Slysa- varnafélagsins á landinu með mörgum myndum og ennfrem- ur þrjú kvæði, sem ýmist hafa verið ort til Kvennadeildarinnar í Reykjavík eða um slysavarna- mál. Margt fleira er í þessu riti, sem er hið myndarlegasta. Sex skipbrots- mannaskýli. Eins og áður er sagt er Kvennadeild Slysavarnafélags- ins í Reykjavík elzta kvenna- deildin á landinu, stofnuð 28. apríl 1930. Aðalstarf félags- kvenna hefur frá upphafi verið að safna fé til þeirra hluta, sem þær hafa talið nauðsynleg- asta í slysavarnamálunum á Kvennadeildin hefur haldið fundi reglulega frá stofnun og hafa þeir að jafnaði verið fjöl- sóttir. Þá hefur nýlega verið stofnaður kór innan deildarinn- ar og syngur hann í fyrsta sinn opinberlega í útvarpsdag- skránni í kvöld og í afmælis- hófinu á laugardag. Stjórnandi kórsins er Jón ísleifsson. Formaður í 25 ár. Guðrún Jónasson hefur verið formaður kvennadeildarinnar frá upphafi. Með henni eru nú í stjórn Gi'óa Pétursdóttir, Ey- gló Gísladóttir, Guðrún Magn- úsdóttir, Sigríður Pétursdóttir, Ingibjörg Pétursdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Þórhildur Ólafs- dóttir og Ástríður Einarsdóttir. Dívanar Ódýrir dívanar fyrirliggjandi Fyrst til okkar — það borgar sig. Verzl ÁSBRÚ, Grettisgötu 54, sími 82108 SUíðamót MA Skíðamót Menntaskólans á Akureyri fór fram í Vaðlaheiði 20. apríl s.l. Keppt var í tvénnu lagi, sveitakeppni á milli bekkja og einstaklingskeppni (kepp. 22). Eflaust hefði þátttakan orðið meiri að þessu sinni ef ferðir bekkjanna í Útgarð, skíoaskála M.A.,hefðu ekki failið niður í vetur, þannig að minna varð um skíðaferðir en t.d. í fyrra. Þá féll einnig niður hin árlega Útgarðsganga (úr Útgarði og heim að skóla) en það er einnig sveitakeppni milli bekkja. Úrslit í sveitakeppninnl Sveit 6. bekkjar 220.0 sek. Sveit 5. bekkjar 239.7 sek. Sveit 4. bekkjar 250.4 sek. Sveit 2. og 3. bekkjar 271.6 sek. Einstaklingskeppni í svígi Njörður P. Njarðvík 6. b. 43.4 Helgi Valdimarsson 5. b. 44.4 Árni B. Árnason 4. b. 45.2 Jón Kristjánsson 4. b. 45.7 Skíðomót Reykiavíkier 1955 Stórsvigsképpni Skiðamóts Reykjavíkur fór fram í Skála- felli s.l. sunnudag. Keppni hófst kl. 14.30. Keppt var í öllum Gunnar M. Magnúss: Börnin frá Víðigerði Stjáni var étandi á milli og í bezta skapi. En Geiri sneri sér frá honum og svaraði hon- um ekki frekar. Stjáni hafði svo hátt, að fólk- ið í næstu klefum hafði heyrt alla romsuna, og þar á meðal Finnur og Guðmundur Ás- geirsson, fyrrverandi bændur í 'Víðigerði. Það var ekki í fyrsta skipti, sem Stjáni hafði skaprauna:ð þeim, en nú voru þeir orðnir bálvondir út af framkomu hans, og það var ekki laust við að þeim batnaði klígjan, þegar þeir voru að hugsa um, hvernig þeir gætu losnað við þennan gallagrip, því að hann gæti haft slæm áhrif á alla smákrakkana, ef hann væri með þeim. — Veðrið var gott um daginn, hægur vind- ur, en þung undiralda. Þess vegna tók skipið þungar dýfur og hliðarveltur. Margir reyndu að herða sig upp, og fóru upp á þilfar, til þess að draga að sér svala hafgoluna. Það var solarlaust, og himininn hulinn gráum skýj- um, en allt 1 kring sást út á endalausan sjóinn. Margir karlmenn voru á þiljum, en börn fengu ekki að koma undir bert loft, og kon- ur vildu halda kyrru fyrir niðri. flokkum karla og í kvenna og drengjaflokkum. Veður var heldur óhagstætt til keppni, austan hvassviðri og dálítil snjókoma. Úrslit í einstökum flokknum urðu sem hér segir: (Keppendur voru milli 30 og 40). A-flokkur karla Úlfar Skæringsson I.R. 1.08.5 Sigurður R. Guðjónss. Á. 1.09.1 Stefán Kristjánsson Á. 1.11.7 B-flokkur karla Óskar Guðmundsson KR 1,10.0 Elfar Sigurðsson KR 1.11.5 Jakob Albertsson ÍR 1.13.9 C-flokkur karla Svanberg Þórðarson ÍR 1.05.5 Guðm. Þórðarson iR 1.05.5 Guðm. Jónsson Hverag. 1.12-0 Lárus Ágústsson Víking 1.16.8 Drengjaflokkur Úlfar Andrésson IR 1.10.9 Sigurður Einarsson IR 1.12.9 Kvennafiokkur Arnheiður Árnadóttir Á. 1.04.7 Guðlaug Guðjónsdóttir ÍR 1.12.5 Gréta Hjálmarsd. Vík. 1.24.4 LIGGUR LEIDIN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.