Þjóðviljinn - 07.06.1955, Page 3
Þriðjudagur 7. júní 1955 — ÞJÖÐVILJINN — (3
NUTIMINN
Trípólíbíó hefur sýniogar á
íiiiin 19 ára gamla seilWarvcrk;
Chaplins nm maiminn og vélina
Fiskirannsókitfrnar
Chaplin gerði þessa mynd ár- ]
in 1935 og 1936, og var hún
frumsýnd 5. febrúar síðarnefnda
árið. Þá voru iiðin 5 ár síðan
hann lauk næstu stórmynd sinni
á undan, Bprgarljósum, enda
y
Maðurinn og vélin — Chaplin og verkstjórinn óheppni sem hverf-
ur á bólakaf inn í þúsundhjóla vélasamstæðu, en sleppur þó
heill á húfi.
hafði hann átt við margvíslega
örðugleika að etja á þessu tíma-
bili, bæði í einkalifi sínu og
eins vegna vaxandi fjandskapar
gegn honum í Bandaríkjunum.
í bók þeirri um Chaplin sem
Mál og menning gaf út í hittið-
fyrra segir svo meðal annars:
,,í síðustu þrem myndum sín-
um (en Nútíminn var ein þeirra)
hefur hann birt hinar ótvíræðu
yfirlýsingar sínar um hinar inni-
legustu áhyggjur vegna mann-
kynsins og jafn innilegt hatur á
öllum sem torvelda mannkyn-
inu lífsbaráttuna. Það er eitt af
kraftaverkum snilligáfu hans að
þetta hatur skyldi enn birtast í
glaðværum gamanleik“.
Um myndina segir svo enn-
fremur í nefndri bók:
„Fyrri hluti myndarinnar er
fullur af gamanleik sem tekur til
allra þeirra sem Chaplin notaði
venjulega. Gamla tertutæknin
er sjálf orðin vélknúin og birt-
ist nú sem mötunarvél sem á
að auka framleiðsluna með því
,að mata verkamennina án þess
að nokkur tími glatist, Mötunar-
vélin tryllist, og enn einu sinni
fær Charlie að kenna á hinu
illkvittna lífi hlutanna, meðan
mötunarvélin troðfyllir hann af
mat, róm og skrúfum, hellir yfir
hann súpu, þeytir nýjum maís
af ofsa og misbýður honum á
allan hátt. Annað ómetnalegt at-
vik ér það þegar Charlie, sem
nú er orðinn þjónn, kemur í
staðinn fyrir fyrrverandi leik-
ara, syngur söng á hrognamáli
og flytur hann á svo ævintýra-
legan hátt að við skiljum hvert
einasta orð þótt engin orð hafi
verið sungin. . .
Charlie missir vald á taugum
sínum og getur ekki hætt þeirri
vélrænu hreyfingu sem hann
notar til að herða rær allan
daginn; og þá koma hin ógleym-
anlegu atvik þegar þessi mann-
lega Véí tryllist og herðir allt
sem einhverja líkingu hefur með
ró — allt að hnöppunum á
kvenmannskjól. Þjóðfélagið
hafnar þeim óstýriláta, og þegar
Charlie kemur af spítalanum
verður hann einn í atvinnuleys-
ingjahernum og ber ábyrgð á
einu glæsilegasta skopatriði
myndarinnar.
Þegar hann hleypur til baka
til að taka upp hættufána sem
Daginn út og daginn inn stendur hann við
færibandið og lierðir rær allt hvað af tekur.
Að lokum verður hreyfingin svo vélræn að
hann má ekki sjá neitt sem líkist ró án þess
að herða að því — svo sem hnappa á kven-
kjólum o.s.frv.
dottið hefur af vörubíl er hann
allt í einu kominn i fararbrodd
verkfallsmanna, þar sem hann
er með rauðan fána í höndun-
um. Þegar Charlie hefur aftur
öðlazt frelsi og fátækt eftir
tukthúsdvöl sem pólitískur á-
róðursmaður rekst hann enn á
munaðarleysingja, unga stúlku.
Sérhverri tilraun þeirra í sam-
einingu til að uppfylla draum
sinn um lítið hús og lítinn garð
óg lítið starf lýkur með ferð í
lögreglubílnum, þar til þau
leggja af stað rösklega í áttina
að sjóndeildarhringnum, til þess
ókunna, þá leið sem Charlie
hafði svo oft gengið einn“.
Helzti leikandinn í þessari
mynd, annar en Chaplin, er
Pauletta Goddard. Chaplin sjálf-
ur samdi sem endranær talið og
hljómlistina, og var sálfur fram-
leiðandi og leikstjóri.
Nútíminn er eitt meistaraverka
kvikmyndasögunnar. Það ætti að
vera hverjum manni fagnaðar-
efni að sjá hann.
MÍRopnar mynda-
sýningu frá
Uzbekistan
Menningartengsl íslands og
Ráðstjórnarríkjanna opna í
kvöld kl. 9 myndasýningu í
salnum Þingholtsstræti 27. Sverr-
ir Kristjánsson sagnfræðingur,
mun flytja þar erindi en síðan
verður kvikmyndasýning. Að-
gangur er ókeypis að sýning-
unni og öllum heimill.
1
Framhald af 1. síðu.
fjörðum alla leið út að ísrönd.
Gert verður grunnkort yfir hita-
skilyrði, átuskilyrði og fisktorf-
ur. Verður einnig rannsakað úti-
fyrir Norðurlandi og farið allt til
Jan Mayen. Niðurstöður rann-
sóknanna verða svo bornar sam-
an við rannsóknir þeirra á G.O.
Sars og Dönu, gn sem fyrr segir
koma öll skipin til Seyðisfjarðar
24. júní. — Auk þeirra rannsókna
er að framan greinir verður dýp-
ið mælt og leiðréttingar færðar
inn á næstu sjókort.
Síldarleit með asdictækjum
Eftir fund fiskifræðinganna á
Seyðisfirði verður Ægir aðallega
á grunnslóðum úti fyrir Austur-
landi. Er ætlunin að leita síldar
og aðstoða síldveiðiflotann eftir
þvT sem tök verða á — en Norð-
menn hafa leitað síldar með as-
dictækjum með góðum árangri
eins og kunnugt er. Vetrarsíldin
við Noreg veður t.d. ekki. Und-
anfarin sumur hefur síld einnig
verið í sjónum við Austur- og
Norðurland, án þess að vaða.
Hefur verið á 15—30 faðma dýpi,
og er þá hægt að finna hana með
asdictækjum. 2-3 íslenzkir bátar
er voru með asdictæki fyrir báta
í fyrra þakka tækjum þessum
veiði sína í fyrra. Nú munu um
25 bátar komnir með slík tæki.
Asdictæki Ægis eru vitanlega
miklu fullkomnari en bátatækin.
Annast loftskeytamennirnir notk-
un asdictækjanna, þeir Kristján
Júlíusson, Gísli Ólafsson og Garð-
ar Jónsson.
Ægir hefur veiðitilraunir
Rannsóknirnar fram að 24.
júní eru framkvæmdar í sam-
vinnu af Dönum, íslendingum og
Norðmör<num. Danir rannsaka
sunnan við ísland, íslendingar
norðan og vestan þess, Norðmenn
hafið austan íslands, fæst þannig
yfirlit yfir mikið hafsvæði. Að
Seyðisfjarðarfundinum loknum
vinnur hver þjóð upp á eigin
spýtur.
Ægir verður þá búinn nóta-
bátum og snurpinót og muru
hefja veiðitilraunir og leita fiskj-
ar með asdictækjum.
Rannsóknarstofa í Ægi
íslendingar eiga ekkert skip
sem smíðað hefur verið til fiski-
rannsókna, en í Ægi var sett
rannsóknarstofa í fyrra, og eru
það miklar framfarir að geta
unnið úr sýnishornum um borð
í skipinu sjálfu. Aðalþættir rann-
sóknanna sem framkvæmdar eru
á Ægi eru athugun á hitaskil-
yrðum, átuskilyrðum og loks
fiskileit. Dr. Hermann Einarsson
sýndi blaðamönnun^ rannsóknar-
tæki skipsins, en nú hefur það
7 djúpmæla, þ.á.m. sjálfritandi
hitamæli amerískan er sýnir hita-
línurit..
Athugandi fyrir fiskiskipstjóra
Þá eru átumælar, sem hægt
er að nota þó skipið sé á fullri
ferð. Telur dr. Hermann athug-
andi fyrir íslenzka fiskiskipstjóra
að nota átumæla á skipum sínum,
því meðferð þeirra sé svo ein-
föld að þeir geti allir notað þá,
enda séu slíkir mælar notaðir á
sumum erlendum fiskiskipum.
Ætlunin er að byggja rann-
sóknarstofu um borð í Ægi I
haust, en niðri í káetunni hefur
dr. Hermann nú komið fyrir
tækjum til athugunar á átu. —.
Mátti líta þar nokkur sýnishorn.
Sjávarútvegsmálaráðuneytið
kostar rannsðknir þessar, en
Fiskideild Atvinnudeildarinnar
framkvæmir þær og stjórnar dr.
Hermann Einarsson þeim sem.
fyrr segir. Slíkar rannsóknir hóf-
ust í fyrrasumar, en nú varð
skipið nokkru síðbúnara en ætl-
að hafði verið. Því ber þó að
fagna að rannsóknirnar verða nú
meiri en í fyrra, því slíkar rann-
sóknir eru mjög þýðingarmiklar
fyrir fiskveiðar landsmanna.
. . þar til þau leggja að lokum
arhringnum, tíl
af stað . . í áttina að sjóndeild-
þess ókunna ...
Amerískar
simarblússnr
sp@riI®tMð®r
baðföt
MARKAÐURINN
Haínarstræti 11