Þjóðviljinn - 07.06.1955, Side 4

Þjóðviljinn - 07.06.1955, Side 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 7. júní 1955 För þjéðleikhússtjóra til Moskvu Happdrætti SÍBS Framhald af 12. síðu. vel upp sett og leikið, fallegur svipur á sýningunni, og var leiknum afar vel tekið. Eins og höfundurinn hefur sagt var aðal- áherzlan lögð á hið „mannlega drama“, en hvergi reynt að gera leikinn pólitískan. Einn þátturinn var frábrugðinn því sem hér var sýnt: er Lóa kem- ur heim að vitja barnsins. Þá sér maður ekki betur en bíllinn sé á svo sem 60 km. hraða á leiksviðinu, og þjóta ljósatraur- arnir .» fram hjá með miklum hraða. Er þessi sjónblekking framleidd með fjúkandi siæðum og ljósum er fossa á móti bíln- um, og sýnir eitt með öðru hve leiksviðstæknin er orðln fullkomin. • 500 manns í einni óperusýningu í Stóra leikhúsinu ’ sáúm við m. a. óperuna Igor fursta. í henni er mikiil ballett (leik- dans); og er allt sem ég hef séð i þeirri grein ósambærilegt við það sem ég sá í Moskvu, sagði þjóðleikhússtjóri: tæknin, leikn- in og skapið. í þessari sýningu tóku þátt um 500 manns, m. a. 120 manna hljómsveit, 100 manna kór, um 100 dansarar, að ótalinni riddaraliðshersveit er þeysir yfir sviðið á gæðingum sinum. Má geta þess í því sam- bandi að ieiksviðsopið er 35 metrar; í Þjóðieikhúsinu er það 10 m. Aðra óperu sáum við, og höfðu æfingar á henni tekið heilt' ár;. Rússarnir virðast vinna af mikilii nákvæmni og vandvirkni. Leikhúsáhugi er einnig afar mikill; öll leikhús borgarinnar, um 30 talsins, mega alltaf heita fullsetin. • Það hefur gengið samfleytt 50 ár Leikhúsmenn kvörtuðu yfir því að lítið kæmi fram af góðum nýjum leikritum. Þjóðleikhús- stjóri kvaðst einkum hafa fest augun á einu leikriti, Platon Kredser, er gengið hefur þar í einu leikhúsinu í Moskvu í 14 ár. Fól hann sendiherra okkar í Moskva að athuga hvort það j mundi henta til sýninga í Þjóð-1 leikhúsinu. 14 ár er langur sýn- ingartimi, en metið er þó nokkru hærra; og kemur hér einhver einkennilegasta frétt sem sá er þetta ritar hefur heyrt: leikrit Gorkís Næturskjól var frum- sýnt í leikhúsi einu í Moskvu árið 1905. Þar hefur það nú gengið samfleytt hálfa öld, og lítið lát á aðsókninni. Allir leik- endurnir sem þátt tóku í frum- sýningunni eru á bak og burt, sjálfsagt flestir komnir undir græna torfu, en/ maður tekur við af manni. Vitaskuld er leik- ritið ekki sýnt á hverju kvöldi, heldur einu sinni í viku eða á tíu daga fresti, en það var sem sagt alltaf á sýningarskránni. Klassisk leikrit eru mikið sýnd í Ráðstjómarríkjunum, bæði rússnesk og af Vesturlönd- um, Lokið var sýningum á Mae- beth og Hamlet, en þjóðieikhús- stjóri sá sýningu á leikriti þýzka skáldsins Gerhards Hauptmanns, Fyrir sólarlag (Fiir Sonnenunt- ergang), er frumsýnt var í Ber- lin 1932. Kvað hann þá sýningu hafa verið mjög keimlíka því sem hann hefði séð á Norður- Jöndum. • Fara íslenzkir lista- menn í Austurveg? Þjóðleikhússtjóri sagði margt fieira úr för sinni, en rúmsins vegna verður nú að stytta þessa frásögn. Hann sagði þó undir lokin að Rússarnir hefðu áhuga á að fá íslenzka listamenn aust- ur, og höfðu þeir einkum tiltekið píanóleikara, tenóreöngvara og fiðluleikara. Þá sagði hann að þeir hefðu spurzt fyrir um ís- lenzk leikrit til sýninga, og mundu þeir nú hafa augastað á Gullna hliðinu; þeir mundu geta sett það mjög vel upp. Þjóðleik- hússtjóri kvaðst hafa minnzt á möguleika þess að fá hingað rússneskan ballett; það mundi þó allmiklum eríiðleikum bund- ið, en nokkrar líkur væru á því að fá hingað „minni flokk“ á næsta ári. 4pra w i Þjóðleikhússtjóri sagði að allar móttökur hefðu verið alúðlegar og höfðinglegar, og hefðu gest- gjafarnir gert allt sém í þeirra valdi stóð til að gera þeim hjón- um dvölina sem ánægjulegasta. i ■ EIN AF átján skrifar: „Kæri Bæjarpóstur. Hvað eigum við einstæðu mæðurnar, sem vinn- um utan heimilisins að gera við börnin okkar á daginn, þegar þau eru orðin 7 ára og dagheim- ilin hætta að taka við þeim? Þessari spurningu hefi ég verið að velta fyrir mér -í 2 ár, en með þeim árangri að ég hefi orðið að hafa drenginn minn á götunni sumar sem vetur, nema ,,þær stundir sem hann er' í skól- anum. Væri nú ekki hægt fyrir einhverja líknarstofnun, t.d. Rauða Krossinn, Mæðrastyrks- nefnd eða bara jafnvel bæjaryf- irvöldin að hafa forgöngu um úrlausn á þessu máli fyrir okk- ur mæðurnar, sem vinnum úti. Mér finnst t.d. að Rauði Kross- inn ætti frekar að kappkosta að taka slík börn til sumardval- ar en einskorða sig við vissan aldur og taka mörg börn, sem geta haft og hafa gott heimili og þurfa því ekki nauðsynlega að komast í burtu, þótt auðvitað öll börn hafi gott af sveitaver- unni. Eins mætti aðstoða mæðurnar við að koma börnum sínum á góð sveitaheimili á sumrin og opna nokkur dagheimilin fyrir þessi börn á veturna, þar sem þau geti haft athvarf hálfan daginn, þegar þau eru ekki í skólanum, enda mætti láta þau létta undir með að gæta yngri barnanna á dagheimilunum. — Þetta álit ég að sé mjög aðkall- andi vandamál, sem ekki varðar aðeins okkur mæðurnar heldur þjóðína alla, því að hvemig er 6. fl. Kr. 50.000.00 9476 Kr. 10.000.00 17220 35519 Kr. 5.000.00 21839 27231 34756 39899 Kr. 2.000.00 6931 10344 11217 13016 30733 48506 Kr. 1.000.00 2386 3508 4715 6828 9701 12266 15298 19097 19708 21574 22590 23631 28967 29021 29329 35463 45044 46294 48644 Kr. 500.00 273 565 1001 1053 1115 1230 1244 4689 7286 8147 8893 10430 12061 12610 16078 16452 16595 17515 18700 19347 21975 23391 28250 29132 30209 32555 33566 34385 34956 37037 37374 38860 39205 42646 42742 43071 44253 44796 45647 45779 46710 48761 49807 -sy bægt að ætlast til að þau börn. sem alast upp við slíkt reiði- Ieysi, geti orðið jafn góðir og nýtir borgarar og þau börn sem alla daga njóta öryggis lieimila sinna? Og að síðustu: hversu rólegri værum við mæðurnar ekki, ef við vissum af börnum okkar á öruggum stað, ekki sízt góðu sveitaheimili á sumrin, því að enginn, sem ekki hefur reynt það sjálfur, getur skilið hvað það er að vera fjarri heimilinu allan daginn og vita af börnum sínum í reiðileysi á götunni. — Ein af átján“. ★ ÁHORFANDI SKRIFAR: „Ég les alltaf dagblöðin, og þess- vegna taldi ég mér líka skylt að sækja skemmtun blaða- mannafélagsins í Tívolí á laug- ardagskvöldið. Ég verð að segja að mér þótti reipdráttur blaða- mannanna einna skemmtileg- asta atriðið á dagskránni, og hafði ég þó vissulega gert mér hæstar vonir um Houdini nr. 2 svona fyrirfram. Það voru náttúrlega mikil meðmæli með honum að drottningin af Eng- landi og maðurinn hennar hefðu nýlega fallið í stafi yfir list mannsins, en einhvernveginn tókst mér það ekki — er kanm ski ekki eins hrifnæmur og kon- ungsfjölskyldan — og vil ég þó taka fram að þessi orð ber alls ekki að skilja sem hnjóð um manninn, sem áreiðanlega er vel fær í sinni grein. En þegar búið er að handjárna hann, setja (Birt án ábyrgðar). Hvað eiga einstæðar mæður að gera við börn sín á daginn? v— Houdini nr. 2 og kistan með Skymasterflugvélum yfir Atlantshafið Sumcsráætlun L0FTLEIÐA frá 19. maí til 15. október 1955 milli Reykjavíkur og eftirtaldra borga: STAFANGUR frá: — þriðjud. — fimmtud. — laugard. til: — sunnud. — þriðjud. — fimmtud. OSLÓ frá: — fimmtud. — laugard. til: ;— sunnud.,— þriðjud. KAUPM.HÖFN frá: — þriðjud. — föstud. til: — mánud. — fimmtud. GAUTABORG frá; — föstud. til: ■— laugard. H-4MBORG frá: — sunnud. — þriðjud. til; - LUXEMBORG frá: til: - NEW YORK frá: til: - mánud. — fimmtud. - sunnud. sunnud. - sunnud. — föstud. — sunnud. —- föstud; — - föstud. laugard. mánud. — miðvikud. laugard. mánud. — miðvikud. laugard. I sumar fara flugvélar Loftleiða fimm ferðir í viku milli meginlanda Evrópu og Ameríku. Þær munu jafnan koma við í Reykjavík og tryggja þannig öruggar samgöngur til og frá Islandi Nýju fargjöldin: aðra leiðina báðar leiðir kr. 1470,00 kr. 2646,00 kr. 1470,00 kr. 2646,00 kr. 1600,00 kr. 2880,00 kr. 1600,00 kr. 2880,00 . kr. 1805,00 kr. 3249,00 kr. 1787,00 kr. 3217,00 kr. 2808,00 kr. 5055,00 VÖRUFLUTNINGAR Hin árlega auluiing vöruflutninga í lofti, sannar, að þeim kaupsýsliunönnum fjölgar ört, sem telja hag sínum og viðskiptavinanna bezt borgið með því að flytja ýmsar vörutegundir landa í milli með flugvélum. Gerið svo vel að kynna yður farmgjöld vor. Sími81440 Sími 81440 hann í poka, pokann í kistu sem læst hefur verið rammlega, til hvers er þá verið að fara með kistuna að tjaldabaki þar sem enginn sér hvað gert er? Manni getur dottið allur fjandinn í hug, t.d. að þar sé annar maður sem hafi í höndum lykla að öllu apparatinu — nei, það var ekki nógu mikið gaman að þessu“. Otbreiðið Þióðviliann

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.