Þjóðviljinn - 07.06.1955, Síða 7
Þriðjudagur 7. júní 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7
María Þorsteinsdóttir:
»Sá heimur spyr engan
um kyn, bara mann«
í júní 1954 var Menningar-
og friðarsamtökum íslenzkra
kvenna boðið af kvennasam-
tökum Ráðstjórnarríkjanna
að senda þangað 8 kvenna
sendinefnd. Ég var ein þeirra
kvenna er hlaut það einstæða
hnoss að fara þessa ferð. Eft-
irfarandi endurminningar eru
fremur sudurlausir þankar en
ferðasaga, og því miður glöt-
uðust upplýsingar þær, er ég
hafði skrifað niður mér til
minnis austur þar, á heimleið-
inni, en frá því segi ég síðar.
Við lögðum af stað 16. júní
og síðdegis þann 17. komum
við á flugvöllinn í Leníngrad.
Enda þótt við hefðum tals-
vert heyrt af sögusögnum
þeirra er á undan okkur höfðu
farið austur þangað um
hvernig þar væri umhorfs,
vorum við allar mjög forvitn-
um að sjá það með eigin aug-
um, og mér fannst síðasti áá- Islenzka sendinefndin heimsækir hvíldarheimili byggingarverkamanna við ströndina, utan
fanginn, frá Helsingfors til Lemngrad. Formaður nefndarinnar, frú Sigríður Eiríksdóttir, ávarpar dvalargesti.
Leníngrad, langur. Loks kom
þó að því að flugvélin lenti
þar. Á flugvellinum voru
mættar konur frá kvennasam-
tökunum sem buðu okkur.
Hlutum við þar hinar ástúð-
legustu móttökur. Einni þess-
ara kvenna hafði ég kynnst
lítilsháttar á heimsþingi
kvenna, það var María Ovis-
enkova ritstjóri „Sovétkon-
unnar“, en hún var liðsforingi
í rauða hernum og varði Stal-
íngrad allan tímann sem þar
var barizt. Síðan hefur hún
varið starfi sínu í þágu frið-
arins í heiminum.
Af flugvellinum var okkur
ekið á Hótel Astoria, en þar
bjuggum við þá daga sem við
dvöldumst í Leningrad. Upp-
haflega hafði ekki verið gert
ráð fyrir neinni dvöl í Len-
íngrad, en gestgjafar okkar
þar sóttu mjög fast að fá að
hafa okkur nokkra daga og
sáum við sannarlega ekki eftir
að hafa orðið við þeirri ósk.
Konan sem var gestgjafi okk-
ar þar heitir Vera Poljanova
og er ritari í sambandi bygg-
ingarverkamanna þar í borg.
Hún missti mann sinn í stríð-
inu og barn hennar á fyrsta
ári dó á meðan umsátrin um
borgina stóð yfir, en það var
sem kunnugt er í níu hundr-
uð daga. Þessi kona er
ein af sérstæðustu persónu-
leikum sem ég hefi kynnzt,
frá henni stafar svo mikilli
mildi og hlýju að manni líður
vel í návist hennar og hún
er í ríkum mæli gædd því ör-
yggi, sem mér fannst yfirleitt
einkenna konur Ráðstjórnar-
ríkjanna umfram aðrar konur.
Fyrsta morguninn var okk-
ur ekið um borgina og ná-
grenni hennar til að sýna okk-
ur hana. Leníngrad er fögur
borg, hún er byggð eftir
. skipulagi og mun vera með
fegurstu og skipulegustu borg-
um í heimi. Þarna bar sann-
arlega margt fyrir augun og
fleira en við höfðum tíma til
að taka á móti á einum
morgni. Við skoðuðum minn-
ismerki frá keisaratímunum
minjar frá byltingunni og
uppbyggingu ráðstjómarár-
anna. Á einum stað rétt utan
við borgina sáum við stóran
leikvang, þar sem vom rituð
orðin: „Friður á jörðu“ yfir
áhorfendapöllunum, þau orð
áttum við eftir að sjá víða á
ferð okkar um Ráðstjómarrík-
in.
Og loksins! Hér stóðum við
f yrir f raman Vetrarhöllina.
Mér fannst ég snöggvast
hverfa aftur í tímann og
augnablik sá ég fyrir mér
verkamennina sem stóðu hér á
þessum stað með bænar-
skrána 1905 og mér fannst
ég sjá skotið á þá, sjá hvar
„bænræknin böðuð í tárum lá
blóðrisa, dáin úr sárum.“ Þá
var það skriðdrekinn, sem
Lenín ávarpaði mannfjöldann
af nokkrum ámm seinna,
hann stóð hér líka og ég
skynjaði hvemig byltingin
kóm í kjölfar atburðaftna sem
gerðust hér 1905, þó að hún
yrði ekki staðreynd fyrr en
12 árum seinna. Hve stutt
er ekki síðan þessir atburðir
gerðust, 49 ár em ekki svo
langur tími að lita yfir, en
hvílíkar fómir hafa þó ekki
verið færðar og afrek unnin
til þess að skapa þetta ríki
hins frjálsa, vinnandi manns
úr því þjóðfélagi ánauðugs
tötralýðs sem byggði þetta
land fyrir byltinguna. Nei,
tíminn er ekki eingöngu mæld-
ur i ámm, heldur einnig í af-
rekum sem unnin em og hví-
líkur spámaður var ekki Step-
han G. þegar hann sagði:
Sú kemur öld — hún er
aðfrætnum ris,
þó nrtallð finnlst ei, hvenær
hún rís —
að mannvit og góðvild á
gnðrækni manns,
að fröfugrleiks framför er
eilífðin hans,
að frelsarinn elni er líf hans og
lið
sem lagt er án tollheimtu
þjóðhelUir við,
og alheimur andlegra bandið
og ættjörðin heUaga landið.
Þegar maður hefur þetta
erindi upp fyrir sér þama
framan við Vetrarhöllina er
sem hvert orð í því eigi við
þá kynslóð sem í dag byggir
Ráðstjómarríkin.
I Vetrarhöllinni eins og
mörgum öðmm höllum þaraa
em listasöfn. Mér fannst það
eftirtektarvert, þegar maður
skoðaði þessi söfn hve margt
fólk var þar inni og hve
mikið mér sýndist vera þar af
verkafólki, það hefur sannar-
lega tekizt að gera listina
eign fólksins þarna austur frá.
Það hefði verið gaman að
geta talað við þetta fólk, en
það er svo erfitt þegar allt
þarf að túlka. Á einu slíku
safni settist ég til að hvíla
mig við hlið ungrar konu, sem
gaf barai sínu brjóst, við hlið
hennar settist liðsforingi þak-
inn heiðursmerkjum. Konan
sagði eitthvað við mig á rúss-
nesku og snéri sér svo að
túlkinum okkar. „Hún spyr
hvort þið séuð Ameríkanar",
sagði túlkurinn. Ég sagði að
við væmm íslendingar. „Á Is-
landi er engin herskylda, þið
hljótið að vera hamingjusöm
þjóð“ sagði þá lisðforinginn.
Svo fóm þau að sýna mér
bam sitt. „Á hann að verða
hermaður þegar hann verð-
ur stór?“ sagði ég. „Nei“,
sagði faðirinn, „þegar hann
verður stór verður heimurinn
orðinn svo skynsamur að eng-
inn her verður nauðsynleg-
ur“.
I Leníngrad er mik'ð unnið að
uppbyggingunni eftir stríðið
og er henni ekki lokið ennþá.
Einkennilegt fannst okkur að
sjá konur vinna við bygginga-
vinnu með körlunum, okkur
fannst það jafnvel hálf óvið-
felldið. Einu sinni á leið okk-
ar um borgina nam bíllinn
staðar þar sem verið var að
byggja stóra húsdsamstæðu,
og við íslenzku konumar
ræddum um af hverju kven-
fólk gangi í svona vinnu hérna.
Ég virti konumar fyrir mér,
ekki fannst mér þær neitt ó-
ánægjulegar eða þreytulegar á
svipinn, þvert á móti, þær virt-
ust ánægðar og stoltar af
verki sínu. Andlitin á þeim
komu mér allt í einu kunnug-
lega fyrir sjónir, á hvað
minntu þær mig? Jú, allt í
einu rann það upp fyrir mér.
Ég gekk eitt sumarkvöld fyrii’
tveimur ámm síðan inn í smá-
íhúðahverfi og talaði þar við
konur, sem vora þar ásamt
mönnum sínum að byggja hús-
in sín, það vom einnig ánægð-
ar og stoltar konur sem þar
vom að verki. I einu vetfangi
skil ég hversvegna konur í
Ráðstjómarríkjunum ganga
svo stoltar og glaðar að
byggingavinnunni, það er af
því að þær eru sér þess með-
vitandi að þær em byggja
upp borgina sína, þær skilja
að þær eiga þessa borg og að
hvert unnið afrek færir öllum
ráðstjóraarborgumm betri
lífskjör og bjartari framtíð.
Sunnudaginn sem við dvöld-
um í Leningrad hlýddum við
messu í dómkirkjunni þar.
Dómkirkjan er mikið hús og
skrautlegt, er þar messað á
mörgum stöðum í einu og á
einum stað í henni vom ein-
göngu skírð börn. Kirkjusið-
imir vom okkur mjög fram-
andi og ekki get ég sagt að
ég væri neitt sérlega hrifin
áf þeim, nema söngnum, hann
var stórkostlegur, mér faxmst
næstum að hann hlyti að koma
úr öðrum heimi.
1 Leningrad sáum við tvo
balletta, þeim mun ég aldrei
gleyma. Þeir em eitt það undra
verðasta sem ég hef séð um.
ævina, eitt af því sem maður
getur endurlifað í minning-
unni alla sína ævi.
Eitt kvöldið vorum viö
boðnar út á sumardvalarheim-
hi byggingaverkamanna, sem
er á undurfögrum stað við
finnska flóann. Þar býr bygg-
ingaverkafólkið með fjölskyid-
um_sínum í sumarleyfinu. Búa
þeir þar í smáhúsum og hafa
sameiginlegan matsal og sam-
komusal. I samkomusalnuni
stigum við dans með þeim eftir
harmonikú og þegar við fómm
fylgdi skarinn okkur með
ha rmonikuleikarann í broddl
fylkingar út að bíl.
Við kynntumst því fljótt t
Leníngrad að kvenfólkið þar
er jafnokar karlmanna á fleirl
sviðum en við byggingamar.
Við heimsóttum verksmiðju
þar sem framkvæmdastjóriim
var kona og kvenfólk var að
miklum meirihluta starfandi í.
Ennfremur heimsóttum við
mæðraheimili, þar sem konur
dveljast fyrst eftir bamsburð
og síðustu vikumar á undan.
Einnig þar var framkvæmda-
stjórinn kona og læknamir,
a.m.k. flestir einnig konur.
Það sem mér fannst ein-
kenna þessar konur mest og
raunar allar konur Ráðstjóm-
arrikjanna er rólegt og virðu-
legt öryggi þeirra ásamt lát-
leysi þeirra og tildursleysi.
Ráðstjómarkonan er sér þess
áreiðanlega meðvitandi að hún
er ekki eingöngu kona heldur
einnig þjóðfélagsborgari sem
hlýtur sömu réttindi og gegnir
sömu skyldum og karlar. Ráð-
stjórnarríkjunum hefur tekizt
að létta þeirri aldagömlu hefð
af, að konan sé annars flokks
vinnuafl og réttindalaus og ó-
ábyrgur þjóðfélagsþegn, þeim
hefur tekizt að skapa þann
heim sem ,,spyr engan um kyn.
bara menn“. Ráðstjórnarkon-
an ber höfuðið hátt og gengur
heil og óskipt til hvers sem
hún tekur sér fyrir hendur.
Allra sterkust er hún þó e.t.v.
í friðaráróðri sínum. Hún virð-
ist vinna ötullega að því að
skapa úr þeim blóðuga víg-
velli, sem RáðstjórnarríUite
voru eftir síðustu styrjöld,
ríki friðar og velmegunar og
leggja mikið starf í að styrkja
vináttubönd Ráðstjórnarríkj-
anna og annarra ríkja verald-
arinnar svo að friður megi
haldast i heiminum og skiln-
ingur ríkja í stað tortryggni.
’ur
tunjðtGcus
jsmuumaKrausoa
Minningar-
kortin
em til sölu í skrifstofu Sós-
íalistaflokksins, Þórsgötu 1;
afgr. Þjóðviljans; Bókabúð
Kron; Bókabúð MálB og
menningar, Skólavörðustig
21 og í Bókaverzlun Þor-
valdar Bjamasonar í Hafn
arfirði