Þjóðviljinn - 07.06.1955, Side 11

Þjóðviljinn - 07.06.1955, Side 11
Þriðjudagur 7. júní 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Hans Kirk: 13. dagur 6. KAFLI Grejs Klitgaard talar við veiku konuna sína og gerir upp reikninga lífs síns. Gestimir vom farnir og Grejs Klitgaard fór inn til veiku konunnar sinnar. Hann barði varlega að dyrum á svefnherberginu og hjúki*unarkonan opnaöi. — Hvernig gengur þaö? spuröi hann næstum auö- mjúkur. — Ágætlega, frúin hefur sofið vel og er nýbúin aö spyrja eftir forstjóranum. Forstjóranum er óhætt að koma inn. Grejs gamli forstjóri gekk inn fyrir. í gulmálaöa tví- breiða rúminu sem haföi fylgt þeim allan þeirra langa búskap, lá Kjestín. Hún var orðin mögur og tekin og undír augunum voru bláir baugar. Veik haföi hún veriö og mikið þoldi hún ekki, hugsaöi Grejs. Við erum orðin gömul. Þetta svefnherbergi var hið eiginlega heimili þeirra í miðju stóra, íburöarmikla húsinu. Viö gluggann stóð brúnmálað borð sem þau höföu flutt með sér af jörðinni fyrir mörgum árum. Þarna voru nokkrir gamlir óþægi- legir stólar og fíni mahogniskápurinn úr Alexander Newsky. Á veggnum hengu nokkrar myndir af Noröur- sjónum í stormi og logni og ljósmynd af gömlu sóknar- kirkjunni í ramma sem átti að tákna björgunarhring. Og yfir ráminu voru upplitaöar myndir af fjölskyldu hans og Kjestínar. — Líður þér skár, Kjestín? spurði hami og gekk að ráminu. Kjestín opnaöi augun og reyndi að brosa. — Það var synd og skömm að ég skyldi ekki geta ver- ið meö ykkur hinum, sagöi hún. En ég var svo skelfing þrejrtt. Sara leit inn til mín rétt áðan. Hún sagöi aö allt hefði gengiö vel. Eru þau farin heim? — Já, þaö eru þau, sagð'i Grejs og settist í stól við rúmið. Hann tók um hönd hennar og strauk hana blíðlega. — Svo skrifaöi ég undir þessi skjöl, sagöi hann. Og nú eiga þau allt saman. Bara þau arti sig nú sóma- samlega. — Þaö gera þau sjálfsagt, því aö þetta ern góð böm, sagð'i Kjestín. Ekkert þeirra hefur bakað okkur sorg. — Þekkiröu þau, Kjestín? spurði hann. Hún hristi höfuöiö. Nei, þau þekktu ekki börnin sín miMð. Þau höfðu þekkt þau meöan þau voru lítil, en bömin voru löngu flogin frá þeim. Inn í heim sem var gömlu hjónunum báðum jafn framandi. Hann haföi stundað vinnu sína, átt langa og erfiöa starfsævi, ham- ingjuríka ævi sem afkastaöi miklu og heilladrjúgu verki. Hann hafði barizt viö erfiöleikana og umgengizt fólk og enginn þurfti aö kenna Grejs gamla neitt. Hann gat þekkt sundur heiöarlegt fólk og þorpara, en bömin sín skildí hann ekki. Og hún liaföi veriö móöir þeirra, unz hún var einn góöan veöurdag ekki annaö en skringileg józk kona, sem vissi ekki hvernig hún átti aö haga sér í fíhheitunum. Hún kunni ekki viö sig í stóra húsinu með öllum stássstofunum. Aðeins í svefnlierberginu fannst henni hún vera heima hjá sér. — Ég hef veriö aö hugsa um þetta, sagði Grejs. Ég hef veriö aö velta því fyrir mér hvort viö ættum aö flytja til baka. Við getum keypt jörð eða byggt hús. Okkur skortir ekki peninga. Ég hef gefiö þeim einar þrjár millj- ónir. þaö veit ég vel, því að ég ber skynbragð á tölur. En við höfum meira en nóg og viö getum gert það sem okkur sýnist í ellinni. — Æ, Grejs minn, sagði hún og þrýsti hönd háns af veikum mætti. Nú talaröu hreint eins og kjáni. Hvaö ættum viö svo sem aö gera heim? Allir sem við þekkjum eru dánir, og þú veizt líka aö ég get ekki einu sinni mjólkað. Ég er alltof gömul og þreytt. — Mjólkaö? spuröi Grejs undrandi. — Já, því aö varla förum viö aö setjast aö heima eins og einhvers konar prestshjón, nei, ef viö færum heim yrðum viö aö vera eins og hinir. Móöir mín gamlá mjólk- aöi kýrnar þangaö til hún var sjötíu og fimm ára. Þau voni bláfátæk og eigum viö að vera rik meöal hinna fátæku? — Ég hef unnið fyrir peningunum á heiðarlegan hátt, sagði Grejs. Þaö er ekkert út á verMn að setja. Hún brosti til hans og í gamla, magra andlitinu sá hann allt í einu ávala, milda stúlkuandlitið sem hann hafði elskaö svo heitt. Hann vissi áö hún var veik og talaöi ef til vill dálítið rugl, en hún hafði á réttu aö standa. Það var ekki hægt að snúa við aftur. Það sem þau höfðu yfirgefið fyrir fjöldamörgum árum. var ekki lengur til. Heimurinn sem þau komu úr var löngu liðinn undir lok. — Nei, það kann vel að vera, sagöi hann hikandi. Sjálfsagt getum við ekki unaö okkur þótt við snerum aftur heim. En nú erum við orðin gömul og dagar okkar bráöum taldir. Segöu mér nú, Kjestín, hvort þú sérð eftir þvi áö viö vorum ekM kyrr þar sem viö vorum? Ef þú gætir lifaö lífinu upp aftur, hefðirðu þá veriö kyrr í gömlu sveitinni þinni? Hún hugsaði sig um og á meðan renndi hún augunum eftir fornfálegum húsgögnimiun og myndunum á veggj- unum, eins og hún væri áö láta vel aö þessum gömlu munum. Hún reyndi að tala, en þaö var eins og hún gæti ekki fundiö réttu orðin. Hann sat kyn* og horföi! á hana, meöan hann íhugaði hve lítiö hann í rauninni þekkti hana, sem hann hefði átt aö þekkja bezt. — Ég veit það ekki, Grejs, sagöi hún loks. En ég hef oft verið aö velta því fyrir mér, hvort öll þessi velmegun okkar hafi fært okkur miMa hamingju. Þú hefur haft starfiö þitt og þú hefur veriö dugandi maöur, allir eru sammála um þaö. Þú varst alltaf á ferð og flugi, og þegar þú varst heima hafðiröu líka nógu að sinna og stundum hugsaði ég sem svo aö þaö væri ekki stór hluti af þér sem tilheyröi mér. Meöan börnin voi*u lítil haföi ég þau, en svo þurftu þau aö læra og fjarlægöust mig og nú eru þau orðin ríkt og fínt fólk. Ég gat ekki fylgt þeim eftir, ef til vill var ég of illa gefin. Ef þú hefðir ekki oröið verktaki en veriö kyi’r á jöröinni og sinnt um eimflisþáttiir í Harpers Bazar rákumst við á þessar tvær vorflíkur. Fyrst er léttur, opinn jakki sem er jafngóður yfir kjól sem pils. Hann er með stórum flibba- kraga og við hann er notuð mynstruð taska en jakkinn er einlitur, gerður úr draplitu dyn- el, gerfiefni sem um þessar mundir er að ná vinsældum. Vorkjóllinn á hinni myndinni er gerður úr stinnu, ljósbláu bómullarefni og er með skyrtu- sniði, sem er svo vinsælt í Bandarikjunum, en það er kallað svo vegna Þess að blúss- an er líkust skyrtu sem belti héfur verið brugðið um. Við þennan kjól er einnig notuð mynstruð taska og báðar stúlk- urnar eru með hálfsíðar liár- greiðslur, sem nú eru mjög að ryðja sér til rúms. TIL LIGGUR LEIÐIN w Viðskiplasamn- , ingur við Svíþjóð Hinn 3. júní 1955 var undir- rituð í Svíþjóð bókun um fram- lengingu á samkomulagi um við skipti milli íslands og Svíþjóð- ar, er féll úr gildi hinn 31. marz 1955. Bókunin var undirrituð af Helga P. Briem sendiherra fyrir hönd ríkisstjórnar Islands og Östen Undén, utanríkisráð- herra, fyrir hönd ríkisstjórnar Svíþjóðar. Samkomulagið er framlengt til 31. marz 1956. Sænsk stjórn- arvöld munu leyfa innflutning á saltsíld, kryddsíld, og sykur- saltaðri síld frá Islandi á samn- ingstímabilinu og innflutningur á öðrum íslenzkum afurðum verður leyfður á sama hátt og áður hefur tíðkazt. Innflutning- ur sænskra vara verður leyfður á Islandi með tilliti til þess hversu útflutningur verður mik- ill á íslenzkum vörum tii Sví- þjóðar og með hliðsjón af venju- legum útflutningshagsmunum Svíþjóðar. (Frá utanríkisráðuneytinu). Iþréliir Framhald af 9. síðu. að ræða dóm er það aðeins um spyrnu að ræða, sem ekki má skora beint úr. Spurning uo. 3. Varnarmaður dettur á mark- línu en um leið og hann stendur upp og styður höndum í völlinn er sparkað á mark og knöttur- inn lendir á handlegg hans án þess að leikmaðurinn viti hvaðan á sig stendur veðrið og ver þar með mark. j Á að dæma mark eða víta- spyrnu? Spurning no. 4. Sóknarmanni hefur verið hrint inn í markið aftur fyrir mark- línu milli stanganna. Markmaður slær knöttinn út og ver. En þar sem maðurinn liggur sér hann að samherji hefur náð knett- inum og er í þann veginn að skjóta. Hann heldur því kyrru fyrir í horni marksins fyrir aft- an línu. Það er skotið á mark; markmaður nær að slá knöttinn þó þannig að hann veltur með- fram marklínu þar sem sækj- andinn heldur sig. Hann stenzt ekki mátið, hleypur til og hleyp- ur út úr „búrinu“ og slær hæln- um í knöttinn svo hann fer i mark. Hvað á að dæma? Perlon og næion Margir eiga erfitt með að átta sig á hinum ýmsu gerfi- efnum. það er nógu slæpit með perlon og nælon. og matgir álíta að um mjög ólík efni sé að ræða. En perlon og nælon eru' næstum samskonar efni. Perlon er þýzka nafnið á þýzku næloni og óhætt að gera róð fyrir að perlon- og nælonvörur þurfi sömu meðhöndlun. Orlon er aftur á móti efni með sína sérstöku eiginleika. Það er skylt nælöni en það hefur allt aðra eiginleika. Það er ekki hægt að spinna úr því eins smáan og fínan þróð og hentar því ekki mjög vel í kvensokka og fínan nærfatnað. Aftur á móti getur það verið afar sterkt í grófari flíkur. Segldúkskennd efni eru næstum óslítandi úr orloni og orlon sem meðhöndlað er þannig að það líkist ull hefur reynzt hafa ■ bestu eiginleika ullarinnar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.