Þjóðviljinn - 22.06.1955, Page 5
I
-Miðvikudagur 22. júní 1955 — ÞJÓÐVIUINN — (5
ræðu sem Gunnar M. Magn-
iiss flutti við 1. umræðu frv.
sósíalistaþingmanna um upp-
sögn hernámssamningsins og
brottflutning bandaríska hers-
ins af fslandi. — Hér neðir
Guniiar samvistir hersins og
fslendinga og hinar marg-
rómuðu „endurbætui’" Fram-
sóknarflokksins á hernáms-
máiunum.
Þjóðviljinn birti kafla úr
þessari sömu ræðu 27. maí
og 9. júní.
Þegar svipt hefur verið
burtu öllum rökum fyrir her-
setu og sýnt fram á fánýti
þessara svokölluðu varna hér
á landi, skal örlítið vikið að
sambúðinni við setuliðið og
hvaða áhrif samvinna við það
hefur haft á þjóðlíf íslend-
inga og sjálfstæði.
Ég hef áður minnzt á hinn
borubratta hershöfðingja Mac
Gaw, sem hingað kom með
herinn 7. maí 1951. Það kom
brátt í ljós, að hann leit á
stjórnarvöld landsins sem fyr-
irgreiðslumenn í hverju því,
sem honum þóknaðist að láta
framkvæma. Hann setti á eig-
in spýtur reglur í ýmsu, er
samkvæmt samningum virðist
ekki hafa verið á hans færi
eingöngu, en íslenzka ríkis-
stjórnin samþykkti eftir á
eða lét afskiptalaust. Hann
lét dátt við íslenzka embætt-
ismenn og sótti strax eftir
kynnum við þá.
Það var auðsætt í upphafi,
að hershöfðinginn átti strax
að leggja grundvöllinn að ó-
rjúfandi sambandi milli hers-
ins og Bandaríkjastjórnar
annarsvegar en hinsvegar við
alla auðsveipa ráðamenn ís-
lenzka, sem þjónustu mátti af
vænta. Vakti það nokkra at-
hygli, að eftir tveggja mán-
aða dvöl hér á landi fór hann
í yfirreið um landið og í heim-
sóknir til sýslumanna vestan-
lands og norðan og allt til
Austurlands. Fyrirgreiðslu
fékk hann í stjórnarráðinu.
Voru sýslumönnum ýmist sím-
uð eða send í símskeyti fyrir-
mæli um að taka vinsamlega
á móti hershöfðingjanum þeg-
ar hann bæri að garði. Þetta
var því opinber heimsókn, og
er ekki annars getið en að
sýslumenn hafi brugðizt vel
við, tekið hershöfðingjanum
opnum örmum og slegið upp
mannfagnaði. Er orð á því
haft, að í Stykkishólmi hafi
hershöfðinginn drukkið fast
og látið svo um mælt til af-
sökunar, að svona á sig kom-
inn hefði hann sjaldan verið
fyrr, sem sagt í „kjallara-
ástandi“.
Þetta opinbera heimsóknar-
ferðalag hershöfðingjans vakti
þeim mun meiri athygli og
gagnrýni margra, að um sömu
mundir var forseti íslands,
herra Sveinn Björnsson, í op-
inberum heimsókum einmitt
á Norðurlandi. Mac Gaw tók
þá upp þann sið að bjóða til
bækistöðva sinna á Keflavík-
urvelli ýmsum forráðamönn-
um þjóðarinnar og eiga með
þeim gleðskap við víndrykkju.
Meðal gesta þar, auk ein-
stakra ráðherra og embættis-
manna úr Rvík, voru nokkrir
sýslumenn þeir, er hers-
höfðinginn hafði heimsótk Og
hershöfðinginn gat verið hróð-
ugur, þvi að ríki hans í rik-
inu var ekkert smáræði til
að byrja með. Það náði yfir
parta úr 30 jörðum í 5 hrepp-
um. Það var 9000 hektarar að
stærð, eða til samanburðar
rúmlega fjórum sinnum
stærra en Reykjavík öll, Sel-
tjarnarnesið allt og að auki
landssvæðið inn að Elliðaám.
Þar var einn af stærstu flug-
völlum heims með malbik-
uðum fjórum rennibrautum,
samtals um 9 km Iöngum.
Þar var vísir að bandarískri
borg og þá þegar búsettar þar
112 fjölskyldur Bandaríkja-
manna, auk hermanna, sem
hann kom með. Hernámsblöð-
in, Alþýðublaðið, Morgunblað-
ið og Tíminn, héldu uppi lát-
lausri vörn fyrir hersetunni
og hvers konar gagnrýni á
hendur hemum. En það var
sérstaklega athyglisvert, að
málsvörn þeirra snérist
venjulega i^ppí árásir á
Ráðstjórnarríkin.
Þótt Morgunblaðið og Al-
þýðublaðið væru jafnan til-
tæk til hvers konar auðvirði-
legustu þjónustu fyrir her-
inn, var þó almannarómur að
bændablaðið Tíminn gengi
Gunnar M. Magnúss:
allra blaða lengst í þjónustu-
samlegum skrifum fyrir her-
liðið. Frægasta dæmið um það
er grein, sem Tíminn nefndi
„Einkaviðtal Tímans við Mac
Gaw hershöfðingja".
Til þess að sýna hvílík
dauðáfroða þessi greinasam-
setningur yfirleitt var, vil
ég taka hér upp nokkrar
setningar úr Tímanum, með
leyfi forseta. Blaðamaðurinn
spyr: Telur þú mikla hættu
á því að styrjöld skelli á?
— Maður veit aldrei hvað
morgundagurinn kann að
færa, segir hershöfðinginn.
Blaðamaðurinn: Er mikil
árásarhætta fyrir Island, ef
til styrjaldar kemur ?
— Maður veit það aldrei,
segir hershöfðinginn.
Blaðamaðurinn: En hvað
þá um árásarhættuna fyrir
Island ?
— Um það getur maður
ekkert sagt, en áreiðanlega
er bezt að vera við öllu bú-
inn, segir hershöfðinginn.
Blaðamaðurinn segir: Eru
varnir landsins komnar í við-
unandi horf?
— Þær verða traustari og
traustari, segir hershöfðing-
inn.
I lok viðtalsins spyr blaða-
maðurinn: Telur þú að íslend-
ingar geti sjálfir tekið að
sér varnir landsins?
Hershöfðinginn svarar: —
Það er ekki í mínum verka-
hring að segja Islendingum
fyrir verkum í því efni. Það
eru þeir einir og engir aðrir,
sem verða að segja til, hve-
nær og hvort þeir vilja sjálf-
ir taka slíkt á sig.
Þetta var með mikilli prakt
sent út um sveitir landsins.
En það er grunur margra, að
uppskera Tímamanna sé farin
að koma í Ijós og muni sem
betur fer vera í öfugu hlut-
falli við tilganginn.
Til þess frekar að árétta
það, sem ég hef sagt, er rétt
að varpa hér fram nokkrum
spurningum og láta stað-
reyndirnar -svara þeim.
Hefur hersetan bætt at-
vinnuvegi landsmanna? Hefur
hún létt fjárhagslegar byrð-
ar þjóðarinnar, lyft þjóðinni
menningarlega, stutt okkur á
alþjóðavettvangi, verið fyrir-
mynd okkar í nokkru því, er
til manndóms má verða?
Þessu er fljótsvarað. Her-
námsvinnan hefur grafið und-
an atvinnuvegum landsmanna.
Herinn hefur aukið á sundr-
ung innan lands, lamað sið-
ferðisþrek æskulýðsins, sagt
ríkisstjórninni fyrir óheilla-
verkum, skammtað okkur rétt
á alþjóðavettvangi. Banda-
ríkjamenn hafa lagzt mjög
á manndóm íslendinga
stimplað farmenn okkar sem
misindismenn, sent fingraför
. ..-.■MgE .
fjölmargra íslendinga til
Bandaríkjanna, rekið hér ó-
löglega útvarpsstöð, talað
gegnum hana til æskulýðs Is-
lands cg ginnt hann á þann
hátt til kynningarsambanda.
Þeir reka hér fyrirlitlegar
njósnir, blanda sér í innan-
landsmál, hafa á margan hátt
brotið á okkur lög og líta á
okkur sem væntanlega ný-
lenduþjóð. Og hvernig er svo
virðingin hjá herraþjóðinni ?
Strax brutu þeir reglur um
bæjarleyfi hermanna, og þeg-
ar Mac Gaw setti á sitt ein-
dæmi reglur um framleng-
ingu bæjarleyfis, þagði ríkis-
stjórnin við og samþykkti síð-
an. Síðan, þegar andmæli 'risu
gegn bæjarflakki liermanna,
höfðu þeir fataskipti að
kröfu utanríkisráðherra, lögðu
niður hermannabúninginn á
flakki sínu en tóku upp venju-
legan borgaralegan klæðnað
sem opnaði þeim leið til að
fara ferða sinna á lúmskan
hátt.
Þar sem íslenzkir og banda-
rískir lögreglumenn hafa
starfað saman á vellinum, er
munurinn sá, að íslenzki lög-
regluþjónninn er vopnaður
kylfu en sá bandaríski skamm
byssu. Komið hefur það fyrir
við smávegis ágreining milli
þeirra aðila að sá bandaríski
hefur tekið upp skammbyss-
una og gefið í skyn þar með
að byssan mundi ráða úr-
slitum. Hermennirnir hafa á
vellinum óspart notað tæki-
Hættan og smánin
aí hernáminu
færið til þess að henda gam-
an að Islendingum, sem vinrta
þar. Þeir hafa kastað í sorp-
tunnur vallarins ýmsum eigu-
legum hlutum, sem ekki eru
með öllu ónýtir, til þess að
ginna íslendinga. Þeir hafa
ögrað verkamönnum að hirða
úr draslinu, og þetta hefur
tekizt. Þeir hafa oft sætt fær-
is að snapa úr sorpinu og
draga upp úr því ýrnsa hluti
en innan við gluggana hafa
hópar hermanna staðið ■ og
hlegið dátt að þessari niður-
lægingu Islendinga.
Þegar hernámsvinnan hófst
fyrir alvöru í ágúst 1951,
voru áætlanir um fyrstu fram-
kvæmdir til þess að byggja
yfir Bandaríkjamenn á ís-
landi 11 millj. kr. Það var
ausið i hernaðarframkvæmdir.
Þegar komið var fram á árið
1953, unnu á Keflavíkurflug-
velli um 3 þús. íslendingar,
meiri hlutinn við hernaðar-
framkvæmdir, þar af yfir 200
trésmiðir, 130-150 vörubíl-
stjórar, 70-80 pípulagninga-
menn, 30-40 rafvirkjar, 40-50
járnsmiðir, 20-30 múrarar og
álíka margir málarar auk
fámennari hópa ýmsra ann-
arra starfsgreina og svo mik-
ill fjöldi íverkamanna. Og
svo er nú komið að til hern-
aðarframkvæmda, og til þess
að byggja bandaríska borg á
íslandi drýpur nú 1 millj. kr.
hvern dag ársins sýknt og
heilagt.
Þegar litið er á hinn geysi-
lega fjáraustur Bandaríkja-
manna til hernaðaraðgerða
hér á landi á sama tíma og
borið saman við það sem Al-
þingi veitir til ýmis konar
framkvæmda og reksturs rík-
isstofnana, sézt bezt hvert
stefnir. Skulu hér nefnd ör-
fá dæmi. Árið ’54 var veitt til
nýrra varna á 184 stöðum alis
á landinu fjárhæð, er svar-
ar því sem herinn eyðir í sín-
ar framkvæmdir á 10 dögum.
Af því fé hafa þrír hernáms-
forkólfarnir fengið fyrir kjör-
dæmi sín sem hér segir: Ól-
afur Thórs fyrir sitt kjör-
dæmi 220 þús. kr„ eins og
herinn eyðir til framkvæmda
Framhald á 7. síðu.
„Ég er McGaw“