Þjóðviljinn - 22.06.1955, Blaðsíða 7
-Miðvikudagur 22. júní 1955 — ÞJÓÐVTLJINN — (7
Hans Kirk:
24. dagur
Kona hans var með höfuðverk og hann var þegar bú-
inn að tilkynna forföll hennar. Hann ók viö heima hjá
Jóhannesi Klitgaard viö St. Önnu torg og sótti hann og
frú Evelyn. Jóhannes maldaöi í móinn, svo heimskuleg-
ur gleðskapur átti ekki við á þessum tímum, en frú Eve-
lyn vann hann á sitt band;
— Elsku bezti Jóhannes, þú veizt hvað mér þykir leið-
inlegt að fara út án þín, sagði hún. Mér finnst þú vera
svo mikil skrautfjöður í samkvæmislífinu og þú þarft
sjálfur hvíldar við eftir allt erfiðið. Ég sé þig næstum
aldrei.
— Og ekki heldur við í fyrirtækinu, sagði Tómas.
— En hvaö heyri ég, er hann ekki þar heldur? spurði
fi*ú Evelyn. Hvaö í ósköpunum a'ðhefst hann þá? Held-
urðu að hann eigi ástmeyjar, mágur? Ef til vilLfer hann
í gleðihús og drekkur whisky með einhverju siðlausu
kvenfólki. Það er nefnilega oft whiskylykt af þér, Jó-
hannes.
Jóhannes Klitgaard nísti tönnum af illsku. Þessi bann-
sett kvensnift var með hortugheit við mann sem sinnti
viöskiptum sínum samvizkusamlega. Og þaö hábölvaö-
asta vSr að þau höföu ekki gert með sér kaupmála, og
hvernig í fjandanum gat hann losnað við hana? Þaö yrði
ekki útlátalaust, því að hún hafði áreiöanlega einhverja
hugmynd um hvernig fjárhagur hans var.
íbúð Emmanúels á Friðriksbergi, sem var fjögur her-
bergi og eftir allra nýjustu tízku, var notalega lýst og
skreytt blómum í öllum skotum, þegar þau komu. Sjálf-
ur var hann í heimajakka úr silki með rauðgult blóm í
hnappagatinu og bauö þau hjartanlega velkomin. Þarna
var daufur ilmur af ilmvatni og tóbaksreyk og bækur
í fögru bandi og glæsileg málverk sýndu óvéfengjanlega
menningarlegan þroska húsráöanda. AÖ utan heyröist
dauft skrölt í sporvögnum hinnar myrkvuðu borgar.
— Það var leiðinlegt að Margrét gat ekki komiö, sagði
hann. Og Þorsteinn og Sara hafa líka tilkynnt forföll.
En mér finnst, að eimitt á þessum erfiðu tímum verðum
við ekki aðeins aö halda við tengslunum innbyrðis, held-
ur einnig halda- sambandi við hina ungu boöbera menn-
ingarinnar.
Jóhannes langaði mest til aö hrópa: — Æ, haltu kjafti!
Hann hataði þennan tilgerðalega spjátrung sem var bróð-
ir hans og hafði aldrei á ævinni unnið sér inn eyri sjálf-
ur, heldur lifað á fyrirtækinu. Hvern fjandann þóttist
hann vera með allt sitt menningarlíf og ljóðin sín, sem
allir vissu aö komu a'ðeins út vegna þess a'ð hann gat
sjálfur kostað útgáfuna? En ekki vantaði hann montiö.
— Við verðum aö tala saman bræöurnir, sagði Tómas.
Evelyn, ef þaö koma gestir áður en við erum búnir, verð-
ur þú að sýna samkvæmishæfni þína og taka á móti
þeim.
— Kæri mágur, ég skal vefja þeim um litla fingurinn
á mér, sagði Evelyn, og bræöurnir fóru inní vinnustofu
Emmanúels sem var í göfugum bláum litum og var
skreytt gylltum rússneskum íkonum og stóru miðaldar-
krossmerki þar sem þyrnikrýndur Kristur engdist af
kvölum. Emmanúel settist við skrifboröið og setti við-
skiptalegan svip á magurt andlitið með ennistoppinn
og löngum augnahárum.
— f stuttu máli sagt, sagði Tómas. ÞjóÖverjarnir hafa
heimtað að fyrirtækið vinni fyrir þá og stjórnin hefur
gefið skriflega yfirlýsingu um að þaö sé þjóðfélagsleg
skylda okkar að hlýða. Það verður ekki hjá því komizt,
og 1 dag hef ég hafið undirbúning aö því að byggja
flugbrautir á flugvellinum við Álaborg. Þetta verður um-
fangsmikið verk.
— Ég vænti þú hafir gert almennilegan samning, sagði
Jóhannes Klitgaard. Fyrst við eigum að vinna fyrir þá,
þurfum við líka að fá þaö ríflega borgaö.
— Hvaö segir gamli ma'ðurinn? spurði Emmanúel.
— Hann veit ekkert um það ennþá.
— Skyldi honum líka það?
— Það er óvíst, og í rauninni líkar engum okkar þaö.
Hœttan af hernáminu
Þýzka rannsóknarskipið
Framhald af 3. síðu.
Framhald aí 5. síðu.
á 5 klst. Þó eru aðrir enn
hógværari. Hermann Jónas-
son hefur fengið sem svar-
ar 9 klst. eyðslu hersins, og
Sigurður Bjamason ámóta
því, sem herinn eyðir á 12
klst. til þess að festa sig hér
í sessi. Kostnaður við allar
brúagerðir á landinu svarar
til þess, sem herinn eyðir á
4 dögum. Til eflingar menn-
ingarsambandi við Vestur-ís-
lendinga, sem við viljum mjög
gjarnan hafa, er eins og her-
inn notar hér á 4 mín. Og til
umbóta á Þingvöllum, helg-
asta stað landsins, eins og
herinn eyðir á 11 mín.
Á sama tíma hefur hvað
eftir.annað vofað yfir stöðv-
un aðalatvinnuvega þjóðar-
innar sökum mannfæðar, þar
sem herinn hefur sogað til sín
vinnuaflið, og í stað þess
hefúr þurft að flytja inn er-
lendan verkalýð og sjómenn
til nauðsynlegra athafna fyr-
ir íslenzku þjóðina. Hér horf-
ir í algert óefni svo sem í
flestu hjá núverandi ríkis-
stjórn og fylgifiskum henn-
ar. Spillingin er orðin svo
mögnuð í hinu pólitíska sam-
starfi núverandi stjórnar-
floka, að ríkisstjórnin hang-
ir saman þvi nær eingöngu á
gróðahagsmunum í sambandi
við herinn og valdabraski í
skjóli erlends valds.
Hafi núverandi hæstv. ut-
anríkisráðherra, dr. Kristinn
Guðmundsson, tekið að sér
ráðherradóm fyrir annað og
meira en vegtyllusakir og
ætlað að vinna betri verk
og þjóðnýtari er fyrirrenn-
ari hans og standa einarðari
gegn ágengni hersins, þá er
alþjóð nú ljóst og má honum
sjálfum vera ljósast, að lion-
um hefur hrapalega mistek-
izt.
Fyrir utan ýmsar hlálegar
blekkingar, sem farið hafa
fram milli hans og herliðs-
manna, hafa í hans ráðherra-
tíð og undir hans handleiðslu,
gerzt þau óhugnaniegu tíð-
indi, að sterkir ráðandi aðilar
íslenzkir, íslenzkir atvinnu-
rekendur, íslenzkir verktak-
ar og jafnvel stórir hópar iðn-
aðarmanna hafa í vaxandi
mæli fengið áhuga fyrir hern-
aðarframkvæmdum á Islandi
einvörðungu í gróðaskyni,
skeytandi hvorki um skömm
né heiður, kjósa aðeins meiri
hervirki, stærri bandaríska
borg á íslandi, fleiri dollara.
vona að þessi tilraun með
frvöfalt þilfar ætti eftir að
valda straumhvörfum í bygg-
ingu togara.
Víðtækar fiskirannsóknir.
Anton Dhorn hefur eins og
áður er sagt verið við rann-
sóknir við strendur Grænlands
og á hafinu milli íslands og
Grænlands. Hefur sérstök á-
herzla verið lögð á að rann-
saka karfamið. Þá hafa einnig
verið gerðar tilraunir með ný
veiðarfæri, m. a. flotvörpu sem
er endurbót á Larsens-vörp-
unni svonefndu en getur fisk-
að mun dýpra, eða í allt að
400 m dýpi.
Skipverjar á Anton Dhorn
eru 27 en vísindamennirnir 18.
Þá eru og læknir og hjúkrun-
armaður. Einn Islendingur,
Jakob Magnússon doktor í fiski
fræði frá Kielarháskóla, var og
með í þessari fyrstu ferð skips-
ins. Hann hefur lagt sérstaka
stund á karfarannsóknir og
mun nú, er hann hverfur áf
Anton Dhorn, halda þeim á-
fram hér.
Anton Dhorn heldur frá
Reykjavík á laugardaginn. I
júlí mun skipið verða við síld-
arrannsóknir á Norðursjó, í
september við rannsóknir hér
við land og við Grænland og í
nóvember-desember á fiskimið-
unum við Lófót og í Barents-
hafi.
elitiili s þ állur
Unga hásmóðirin og eldhúsföt
Ungar, nýbakaðar húsmæður
hugsa mikið um útlitið og ekk-
ert er eðlilegra en að þær hugsi
Hka um það að eignast snotra
eldhúskjóla, svo að þær líti líka
vel út við eldhússtörfin. En
jafnvel eldhúsföt eru mishent-
ug, einkum eru svuntur mis-
jafnar að gæðum.
Álirif auglýsinga
og kvikmynda
Án þess að við gerum okkur
það ljóst hefur smekkur okkar
á svuntum orðið fyrir miklum
áhrifum af kvikmyndum og aug-
lýsingum. 1 auglýsingum fyrir
þvottaefni og búsáhöld og því-
líkt í erlendum blöðum eru kon-
urnar venjulega með litla, létta
svuntu með pífum og pírumpári.
1 kvikmyndum er kvenhetjan
iðulega sýnd í eldhúsinu með ör
lítinn svuntubleðil sem hlífir
kjólnum sáralitið. Reynda. hús-
móðirin veit vel að þessar
svuntur eru óhentugar, en unga
húsmóðirin kemst oft ekki að
raun um það fyrr en hún er
sjálf búin að reyna þær.
Hvað á að forðast?
Svuntur sem nota á við mat-
artilbúning og daglegar hrein-
gerningar mega ekki vera stutt-
ar ef þær eiga að koma .að fullu
gagni. Blúndur og pífur geta
verið fallegar, en maður fær
venjulega nóg af að strjúka og
forðast efni sem erfitt er að
þvo. Ef svuntur eru kejrptar til-
búnar þarf að aðgæta vasana
vel. Stórir vasar sem standa út
eru óhentugir, því að þeir eru
alltaf að festast í hurðarhún-
um og læsingum. Sléttir vasar
eru miklu heppilegri.
Svuntur eign að \ era síðár
Fyrsta krafan sem gera verð-
ur til hentugrar svuntu er að
hún sé síð og gallinn á tilbún-
um svuntum er venjulega sá að
þær eru talsvert styttri en
venjuleg kjólasídd. Það bætir
lítið úr skák þótt kjóllinn sé
hreinn á maganum ef faldurinn
er allur blettóttur. Vel síð
svunta úr þvottekta bómullar-
efni með djúpum, sléttum vös-
um er hentugasta svuntugerð
sem. hugsazt getur. Ef maður
á tvær slíkar svuntur til. skipt-
anna er maður vel birgur. Marg-
ir. kjósa heldur plastsvuntu til
að nota á móti bómullarsvuntu,
en plastsvunturnar eru fæstar
sterkar og eru því óhentugar
til daglegrar notkunar. Þær eru
aftur á móti hentugar sem auka-
svuntur við sérstök störf: Þeg-
ar maður baðar ungbörn, skol-
ar stórþvott o.þvl. Bómuilar-
svuntur endast miklu betur.
hlAAIflI llklftl Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu -— Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb) —
Fréttastjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guðmundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson,
Magnús Torfi Ólafsson. — Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu-
stíg 19. — Sími; 7500 (3 línur). — Áskriftarverð kr. 20 á mán. í Rvík og nágrenni; .kr. 17 annars staðar. — Lausasöluverð kr. 1. — Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.