Þjóðviljinn - 23.06.1955, Side 3

Þjóðviljinn - 23.06.1955, Side 3
Fimmtudagur 23. júní 1955 — ÞJÓÐVILJINN — r(? Fyrsfu rannsóknum Ægis lokfð Framhald af 8. síðu. (Calanus hyperboreus) eða blöndu af henni og venjulegri rauðátu (Calanus finmarehic- us) eða ljósátu. Sannar þetta, að síldin hélzt við í köldum sjó eða ef til vill mest í skil- unum milli hlýsævar og pól- sævar. Innýflamörinn var svo mikill, að síldin hlýtur að hafa nærzt um nokkuð skeið. Var nú ákveðið að reyna að fylgja hitaskilunum vestur á þóginn og kanna útbreiðslu síldarinnar á ákveðnu svæði, en þetta svæði takmarkast af 18°37’V og 20°30’V, en 67°30’ N og 67°50’N. Á þessu svæði Voru sigldar þrjár stefnur og fundust þar rúmlega 1000 torf- ur. Var nú ákveðið að kanna, hvort síld þessi fyndist nær landi og því siglt suður á bóg- inn í stefnu á eystri brún Strandagrunns, suður á móts við Skagagrunn. En þegar kom suður fyrir ofangreint síldar- svæði varð ekki vart við torf- ur, hvorki í asdic né dýptar- mæli. Síðan var stefnt yfir Skaga- grunn í áttina til Kolbeinseyj- ar og frá Kolbeinsey til Siglu- fjarðar, en á þessari leið varð einskis vart í leitartækin. Hitaskilyrði á veiðisvæðinu. Unnsteinn Stefánsson, mag. seient., sjófræðingur Fiski- deildar, hefur stjórnað atliug- unum á hitaskilyrðum, seltu, súrefnis- og næringarefnainni- haldi sjávar. Fer skýrsla hans hér á eftir: „Á svæðinu norður af Kögri réýndist magn hlýsævar ó- venjumikið miðað við árstíma. Var hitastigið um 6°C niður á 200 metra dýpi, og hélzt það hitastig allt að 55 mílum frá landi. Á sama tíma í fyrra (1954) var megin hlýsævar- beltið á þessu svæði mun mjórra, og hlýsævarins gætti aðeins í efstu 50-100 metrun- um, er komið var um 30 míl- ur frá landi. í júni 1954 var því sjávarhitinn á norðlenzka síldveiðisvæðinu, einkum í djúp- lögunum, talsvert yfir meðal- lag. Næringarefnainnihald sjávarins á vestasta hluta svæð- isins mældist svipað bæði ár- in. Norðan hlýsævarbeltisins tók við blöndunarsvæði með allbreytilegu hitastigi, en um 75 mílur frá landi hrapaði hita- stigið skyndilega niður fyrir 0°, er komið var út í Austur- Grænlandsstrauminn. Isröndin var álíka langt frá landi og 1954, eða um 90 mílur NNV af Kögri. Á landgrunnssvæðinu norður af Siglufirði var hitastigið svipað og á sama tíma 1954, en að þessu sinni lækkaði hita- stigið þó örar í yfirborðslög- um sjávarins (hitaskiptalag meira áberandi) í samræmi við minna magn af næringarsöltum í efstu 30-50 metrunum. Hald- íst greinilegt hitaskiptalag á miðsvæðinu norðanlands yfir sumarmánuðina, eins og venju- legt er, má búast við því, að yfirborðslögin verði brátt snauð af næringarefnum, og lífsskilyrði fyrir þörungagróð- ur fari dvínandi. Ástand sjáv- arins á þessu svæði hafði ger- breytzt frá því, sem það var 21. maí s.l., en þá var vetrar- ástand enn ríkjandi, og hita- stigið rúmlega 3° allt niður á 200 m. dýpi. Nú var 'hitastigið 3 gráðum hærra í yfirborðslög- unum. Breytingin á þessu tíma- bili hefur verið mjög ör og miklu meiri en s.l. ár. Um 50 mílur norður af Kolbeinsey, þ. e. nálægt 68 °N var komið í hreinan íshafssjó, en í júní í fyrra lágu hlýsævarmótin á þessu svæði nokkru norðar. I djúplögum sjávarins var á- standið mjög svipað bæði ár- in.“ Átuskilyrði á norðvestur- svæðinu. Ýtarlegar áturannsóknir voru gerðar á fimm línum, sem liggja út frá landinu frá ísa- fjarðardjúpi, Kögri (2 línur), Húnaflóa og Siglufirði. Ákveðn- ar reglur i útbreiðslu ogmagni átunnar komu í ljós. Næst landi er strandsvif og magnið víðast hvar lítið. Þegar kemur út í meginstraum hlýsævarins eykst magnið verulega og rauðátan er yfirgnæfandi. Rauðátan er hér fitumikil, og nálgast fulla stærð. Þörungagróður er lítill. Þegar lengra dregur frá landi, smækkar átan, yngri stig verða ríkjandi, átan er ljósari að lit og fituminni, þörungagróður eykst og magn átunnar minnk- ar verulega. Þetta þörungabelti er breitt, eins og sakir standa. Við hitaskilin breytir um. Vart verður annarrar átuteg- undar, pólátunnar, og þörunga- gróður minnkar eða hverfur. Magn pólátunnar er mest í nánd við hitaskilin og þverr, þegar norðar kemur í kalda sjóinn. Ályktunarorð, Síld sú, er við höfum orðið varir við fyrir norðan land, heldur sig langt frá landi eins og fyrr segir, aðallega hlýsæv- armegin við straumskiptin. Fyrir innan þetta síldarsvæði liggur breytt þörungabelti, en brezkir fiskifræðingar hafa fært fram sterkar líkur fyrir því, að síld forðast svæði, þar sem mikið er um kísilþörunga. Fyrir innan þetta þörungabelti er talsvert efnilegt rauðátu- belti, en í því er ekki síld, svo okkur sé kunnugt. En það verður fróðlegt rannsóknarefni að athuga, hvort rauðátan í þörungabeltinu á ■ fyrir sér að vaxa og gróðurinn að dvina. Kynni þá síldin að færast nær landi, ef kenningar útlendra sérfræðinga eiga við þetta haf- svæði. Yfirleitt má segja, að nú sé meira magn af hlýsævi á vestasta hluta svæðisins heldur en á sama tíma s.l. ár. I sam- ræmi við það er átan þroskaðri og er magn rauðátunnar í átu- beltinu tvöfalt eða þrefalt meira en á sama tíma í fyrra. „Ægir“ kom tíl Siglufjarðar kl. 20.00, 16. júní og leggur á stað til rannsókna á austur svæðinu kl. 04.00, 17. júní. Munum við bæta netaútbúnað okkar hér. Pt. ÆGIR, 16/6 1955. Hermann Einarsson, leiðangursstjóri. A ÍÞRÖTTIR FITSTJÖRl: FRIMANN HELCASON Þýzku piltarnir unnu Fram 2:0 Það væri synd að segja að veðurguðirnir hafi leikið við þessa ungu, þýzku knattspyrnu- menn. Víða um völlinn voru tjarnir svo djúpar að knöttur- inn sat fastur ef hann lenti í ,þeim. Þetta skemmdi mjög fyrir öllum samleik og má vera að Þjóðverjar hafi liðið meira fyr- ir þetta, þar sem leikur þeirra var styttri og þeir héldu knett- inum betur niðri. Samleikur naut sín ekki á vellinum eins og hann var. Þjóðverjarnir höfðu meiri leikni,og hraða en Framarar og þetta að sjá svo- lítið fram í tímann. Eigi að siður var frammistaða piltanna í Fram mjög góð miðað við það að þeir áttu í höggi við úr- val frá Hamborg. Lið þeirra virtist heilsteyptara en lið Vals Svíþjóð — Noregur 19:11 Svíar sigruðu Norðmenn í handknattleik um s.l. helgi með 19 mörkum gegn 11 (11-6). Sigur Svíanna var talinn verð- skuldaður. Nilsson stekkur 2.04 m Svíinn Bengt Nilsson hefur á þessu sumri stokkið hæst 2,04 metra, sem er bezti árangur í Evrópu í ár. □ I dag- er fimmtudagurinn 23. júní. Eldríðarmessa — 174. dagur ársins. Voivertíðarlok. Hefst 10. vika sumars. Ái-degisháflaeði kl. 8.37. Síðdegisháflæði kl. 21.02. Kóræfing í kvöld kl. 7.30 tijá stúlkun- um. Leiðrétting. í greininni „Hættan og smánin af hernáminu" var villa á 5. dálki á 5. síðu, sem vert er að leiðrétta. Þar stendur: „Árið 1954 var veitt til nýrra varna á 184 stöðum....“ á að vera: „veitt til nýrra vega.“ 9.00 Morgunútvarp — 10.10 Veðurfr. 15.30 Miðdegisútv. — 16.30 Veðurfr. 19.25 Veðurfr. 19.30 Lesin dagskrá næstu viku. 2020 Synoduserindi: Reynsla í sál- gæzlustarfi (Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup). 20.55 Tónleikar: Svíta fyrir flautu, fiðlu, víólu og hörpu eftir d’Indy (Pranskir hljóðfæraleikanar fiytja). 21.10 Frá norrænni stefnu í Rvík 14. þm. Fimm norrænir hagfræðingar ræða um sameiginlega mynt fyr- ir Norðurlönd: Útdráttur úr ræðum þeirra og ennfremur tón- leikar (Benedikt Gröndal býr til útvarpsflutnings). 21.40 Einsöng- ur: Isobei Baillie syngur. 22.10 Með báli og brandi, saga eftir Henryk Sienkiewicz; (Skúli Bene- diktsson stud. theol.). 22.30 Sin- fónískir tónleikar: Sinfónía op. 58 (Manfred-sinfónían) eftir Tschaikowsky (Hljómsveitin Phil- harmonía leikur; Paul Kletzki stjórnar). 23.20 Dagskrárlok. LYFJABÚÐIR Holts Apótek | Kvöldvarzla til 50(5? | kl. 8 alla daga Apótek Austur- | nema laugar- bæjar | daga til kl. 4. Næturvarzla er í lyfjabúðinni Iðunni, sími 7911. hófttitinl Skipadeild SIS Hvassafell fór frá Hamborg í gær áleiðis til Rvíkur. Arnarfell kem- ur til Akureyrar í kvöld. Jökul- fell lestar freðfisk á Austfjarð’a- höfnum. Dísarfell fór frá Rvík 18. þm áleiðis til N.Y. Litlafell er í oliuflutningum á Faxaflóa. Helga- fell fór frá Fáskrúðsfirði í gær áleiðis til Rostock. Wilhelm Bar- endz er væntanlegt til Svalbarðs- eyrar á morgun. Corneiius Hout- man er í Mezane. Cornelia B er i Mezane. Straum er á Sauðárkrók. ’st. Walburg er i Þorlákshöfn. Ringás er í Þorlákshöfn. Lica Mærsk væntanleg til Keflavikur á morgun. Jörgen Basse fór frá Riga 20. þm áleiðis til Isl'ands. Skipaútgerð ríkisins Hekla kom til Reykjavikur í gær frá Norðurlöndum. Esja var væntanleg til Rvikur í nótt að vestan úr hringferð. Herðubreið er á Austfj. á norðurleið. Skjald- breið var á Akureyri í gærkvöld. Þyrill er i Álaborg. Skaftfellingur fer frá íRvik á morgun til Vest- mannaeyja. Ba.ldur fór frá Rvik í gærkvöldi til Gilsfjarðarhafna. Eimskip Brúarfoss kom til Rvíkur í fyrra- dag frá Hamborg. Dettifoss kom til Rvíkur 16. þm frá Leníngrad. Fjallfoss kom til Rvíkur 14. þm frá Leith. Goðafoss kom til Rvik- ur 16. þm frá N.Y. Gullfoss fór frá Leith 21. þm til Kaupmanna- hafnar. Lagarfoss fór frá Siglu- firði í gær til Rvíkur. Reykja- foss. kom til Hamborgar i gær frá Norðfirði. Selfoss fór frá Leith 20. fm til Rvíkur. Trölla- foss fer frá N.Y. 27.-28. þm til R- víkur. Tungufoss kom til Lyse- kil 20. þm frá Djúpavogi. Hubro kom til Rvíkur 15. þm frá Gauta- borg. Tom Strömer fór frá Gauta- borg 18. þm. Væntanlegur til Keflavíkur í dag. Fer þaðan til R- víkur. Svanefjeld fór frá Rotter- dam 18. þm til Rvikur. Millilandaflug Sólfaxi er væntan- legur til Rvíkur kl. 17.45 í dag frá Hamborg og K- höfn. Gullfaxi fer til Osló og Stokkhólms kl. 8.30 í fyrramálið. Edda er væntanleg til Rvíkur kl. 9.00 f.h. i dag frá N.Y. Flugvélin fer kl. 10.30 til Stafangurs, Kaup- mannahafnar og Hamborgar. Hekla er væntanleg kl. 17.45 i dag frá Noregi. Flugvélin heldur á- fram tij N.Y. klukkan 19.30. Innanlandsflug í dag er ráðgert að fljúga til Ak- ureyrar 3 ferðir, Egilsstaða, lsa- fjarðar, Kópaskers, Sauðárkróks og Vestmannaeyja 2 ferðir. — Á morgun er ráðgert að fljúga til Akureyrar 3 ferðir, Egilsstaða, Fagurhólsm., Flateyrar, Hólmav., Hornafjarðar, Isafjarðar, Kirkju- bæjarkl., Patreksfjarðar, Vest- mannaeyj'a 2 ferðir og Þingeyrar. Starfsmannafélag Reyk javíku rbæjar fer gróðursetningarför í Heið- mörk í kvöld (fimmtudaginn 23. júní). Lagt verður af stað frá Varðarhúsinu klukkan 8 siðdegis. Fjaryistlr lækna Jónas Sveinsson frá 4. mai til 30. júni ’55, staðgengill: Gunnar Benjamínsson. Kristbjörn Tryggva son frá 3. júni til 3. ágúst 1955, staðgengill: Bjarni Jónsson. Arin- björn Kolbeinsson frá 4. júní staðgengill: Bergþór Smári. Guðmundur Björnsson um óá- kveðinn tím:a, staðgengill: Bergsv. Ólafsson. Þórarinn Sveinssori um óákveðinn tíma, staðgengill: Berg- þór Smári. Karl S. Jónasson frá 8. júni til 27. júní 1955, staðgeng- ill: Ólafur Helgason. Jón G. Niku- lásson frá 20.6. til 13.8. '55, stað- gengill: Óskar Þórðarson. Páll Gislason frá 20.6. til 18.7. 1955, staðgengill: Gísli Pálsson. Kjart- an R. Guðmundsson 196. til 20.7. staðgengill: Ólafur Jóhannsson. og sýndi meiri baráttuvilja og kraft. Þeir gerðu ágætar til- raunir til samleiks á miðjum velli en voru of dreifðir er upp að marki Þjóðverja kom. Spyrnurnar fyrir markið voru líka oftast of háar en með skallanum höfðu þeir yfirburði yfir Framara, og þó eru þar á okkar mælikvarða margir dregnir með góðan skalla. Yfirleitt lá meira á Fram all- an leikinn. Þó gerðu Framarar áhlaup við og við en árangurs- laust, eina tækifærið sem Fram fékk var eftir aukaspyrnu frá vinstri sem straukst framhjá markinu og Framara sem nærri hafði náð að beina knettinum inn í horn marksins. Var það seint í síðari hálfleik. Fyrra mark Þjóðverja kom eftir 10 mín. leik. Kratz hefur knöttinn og sendir hann strax fram til Mullers sem skaut inn- fyrir Rúnar og skorar óverj- andi. Á 20; mínútu er þröng við mark Fram og allt getur skeð en hættan leið hjá. Á 25. mín. var Schlumberger frír en of fljótur á sér og skaut fram- hjá. Síðari hálfleikur var svipað- ur. Heldur lá á Fram en þeir gerðu þó alltaf við og við á- hlaup en án árangurs. Þjóð- verjar áttu nokkur skot á mark Fram en flest of há. Á 28. mín telcst Muller að komast framhjá Gunnari Leos- syni og afram að markinu. Markmaður hleypur út en það dugar ekki, Muller sendir knöttinn í mannlaust markið. Þrátt fyrir slæm skilyrði hafa þessir þýzku menn sýnt knatt- spyrnu sem okkar menn bæði í II. og I. aldursflokki geta lært mikið af og hafa sýnt jafn- öldrum sínum hér að með elju, áhuga og þjálfun er á þessum aldri hægt að ná miklum ár- angri. Það er því vonandi að þessi heimsókn hafi mikil og góð áhrif í þá átt að ungir menn taki iðkun knattspym- unnar fastari tökum en hingað til. Efniviður er hér sízt lakari en í hinum stóru löndum. Af Þjóðverjum sem voru þð yfirleitt jafnir veitti maður mesta athygli þeim Muller mið- herja, sem var mjög hreyfan- legur, og Dehn, vinstri útherja, sem er þeirra leiknastur og byggir sérlega vel upp. Bak- verðirnir Blanke og Wagner voru líka sterkir. í liði Fram voru það þeir Gunnar Leósson og Rúnar Guðmannsson sem mest bar á í vörninni. Guðmundur var aðal- maður sóknarinnar en hann leyfir sér stundum of mikinn einleik. Dómari var Magnús Péturs- son. Eftir leikinn hélt Fram Þjóðverjunum myndarlegt sam- sæti í félagsheimili sínu og skemmtu menn sér þar við söng og dans, auk þess sem þar voru flutt ávörp og ræður. Hannes: Sigurðsson stjórnaði hófinu. Á morgun leika Þjóðverjarn- ir við Val á grasvelli félagsinal við Hlíðarenda. J

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.