Þjóðviljinn - 01.07.1955, Síða 7

Þjóðviljinn - 01.07.1955, Síða 7
>U.V*««'GW TWS Föstudagur 1. júlí 1955 — ÞJÖÐVILJINN — (7 Hans Kirk: 32. dagur ég. En þið eruð skyldugir til aö taka þá vinnu sem býðst, annars fáið þið engan atvinnuleysisstyrk. •— Þaö er ekki hægt að ætlast til þess af okkur að við vinnum fyrir Þjóðverjana! — Viö höfum fengiö tilkynningu um aö ekki sé ann- ars kostur. Og auk þess eru það ekki Þjóðverjar sem sjá um framkvæmdir, heldur stór, dönsk fyrirtæki. Mér þykir þetta ekki gaman heldur, en það er ekki um annaö að gera. Og mennirnir fóru heim í hrörleg kotin sín eða fátæk- legar íbúöirnar og þeir vissu að þetta var ekki þeim að skapi. Þeir vissu hvers konar fólk það var sem átti við- skipti við Þjóðverjana, raupsamir óðalsbændur, tungu- liprir kaupahéðnar, þjófar, plötuslagarar, þorparar og þrælmenni sem ekki höfðu úr háum sööli aö detta. Ef til vill höfðu þeir farið á nazistafund af forvitni og fengið nóg. Og þess konar fólk var það sjálfsagt sem streymdi á völlinn til að vinna fyrir Þjóöverjana og heiðarlegt fólk var ekki sólgið í slíkan félagsskap. Þeir komu aftur á framfærsluskrifstofurnar í Silki- borg, Hobro, Hadsund eða Vai'de, í Brovst, Uldum eða Hals. Og nú var ekki lengur viðhaft neitt óþarfa málæði. Þeim var tilkynnt stuttaralega aö þeir gætu ekki fengiö meiri styrk og hið eina sem þeir gætu fengið, væri far- Innri gerð efnisins Framhald af bls. 5. þungu vatni er í ýmsum teg- undum vatns, t.d. er meira af því í sjóvatni en í ám eða vötnum eða í snjó sökum þess að þungt vatn gufar ekki eins auðveldlega upp og venjulegt vatn. Hlutfallslega mest af þungu vatni er að finna í Dauðahafinu eða öðrum inni- lokuðum höfum sem eru að gufa upp. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, Guðlaugur Eyjólfsdóttur Ingibjörg Björnsson Guðrún Guðjónsdóttir Ásta Guðjónsdóttir í miklu úrvali iRO Kökukassar Brauðkassar Kökubox Buslafötur Bréiakörfur BiísáliaUadeild Skólavörðustíg 23, sími 1248. i : Og verkamennirnir streymdu til Álaborgar, ef þeir voru ekki svo heppnir að fá vinnu á leiðinni. miði á vinnustaðinn. Þegar atvinnu var að fá var óþarfi að slæpast heima. Margir krepptu hnefana og börðu í borðið, en það var til einskis. Þeir máttu sín einskis. Þeir áttu konu og börn sem urðu horaðri og fölleitari með hverjum degi sem leið, því að það var dýrt að lifa og peningarnir hrukku ekki til. Og færu þeir til formanns verkalýösfélagsins, yppti hann öxlum og sagði reiðilega: — Þetta er svívirðilegt athæfi. Þeir ætla að neyða okk- ur til þess. Þið verðið víst að fara, því að þaö er ekki að vita nema þeir hafi í hyggju aö senda ykkur til Þýzka- lands. Og þá er betra aö vera hér. — Er þetta ekki okkar eigin ríkisstjóm? — Ég veit varla hvað á að kalla hana. Sjálfsagt er hún neydd til að haga sér svona. Og þið getiö ekki vænzt stuðnings neins staðar að. Þið eruö tilneyddir að fara. Og verkamennimir streymdu til Álaborgar, ef þeir voru ekki svo heppnir að fá vinnu á leiöinni, því aö nú var skógurinn höggvinn af miklum móði; Þjóðverjarnir þurftu á timbri aö halda, þótt þaö væri rakt. Þeir fylltu lestirnar og áætlunarbílana, þeir fóru á hjólum eða fótgangandi eöa fengu að sitja í vörubíl sem þeir stöðvuðu á leiðinni. Því að til borgarinnar lá stöðug- ur straumur vörubíla. Bílstjóramir þurftu líka að lifa. Þeir fengu ekki nóg benzín, en Þjóðverjamir höfðu benzín og fyrst mikilvirkir og auðugir verktakar gátu unnið fyrir Þjóðverjana, ætti vesæll bílstjóri að geta það líka. Þeir fengu því nær allir vinnu. Jafnvel gamlir, ágjarnir afdankaðir bændur sem höfðu frétt um allt það fé sem eimilisþáttm* Barnaföt þnrfa mikla ominrðu Bamaföt eru dýr og þeim er ekki hlíft í notkun, svo að það er mjög mikilvægt að þau séu hirt með alúð, því að annars endast þau alltof stutt. Það borgar sig að þvo þau vandlega og gefa sér tíma til að þurrka þau á réttan hátt. Tök- um t. d. vettlingana sem nú verða óþarfir í nokkra mánuði. Það má ekki leggja þá ó- hreina niður í skúffu. Þvoið þá og þurrkið þá liggjandi á eldhúsborðinu og troðið þá vel út með pappír svo að þeir hlaupi ekki eða verði ólánleg- ir í langinu. Troðið pappír al- veg fram í þumalinn og fram í vettlinginn, og þá helzt lagið á þeim. Föt sem þurfa að þorna liggjandi. Margar flíkur þola ekki að vera hengdar til þerris heldur þurfa að þorna flatar. Hafi maður ekki rúm til þess er hægt að fara dálítið í kring- um þetta, hengja flíkumar fyrst upp, taka þær síðan nið- ur deigar og .láta þær liggja meðan þær fullþorna. Þá tepp- ist eldhúsborðið ekki eins lengi. Peysur úr bómull og jersey þarf að slétta með hönd- unum og teygja á þeim svo að þær aflagist ekki áður en þær em lagðar til þerris. Þegar þær eru næstum þurrar era þær aftur sléttaðar með fingr- unum og hristar. t- Pappírssnið af prjónaflíkum. Af góðum prjónaflíkum sem helzt þurfa að halda laginu er bezt að taka bréfsnið. Not- ið þykkan brúnan pappír og j teiknið upp peysuna áður en hún er þvegin. Leggið þvegnu blautu peysuna á sniðið og teygið hana til þar til hún verður eins og teikningin, á þann hátt einan er hægt að þurrka prjónaföt án þess að þau aflagist. Þau eru lengi að þorna og séu þau hengd upp aflagast þau undir eins. Nælon og frottéflíkur i á herðatré. Nælon er ekki mjög mikið notað í barnaföt enn sem lcom- ið er, en að því getur komið. Nælonskyrtur eru hentugar og það þarf ekki að strjúka þær, en það þarf að hebgja þær á herðatré og slétta þær með fingrunum ef þær eiga að lita vel út þurrar. Frottéskyrtu má líka þurrka á herðatré, hún er undin vandlega, sléttuð og helzt þarf að vinda hana nokkrum sinnum fyrst eftir að hún er hengd upp, annars sezt of mikið vatn neðaní hana og hún tognar eða litirnir renna til. Mislitar, köflóttar bómull- arskyrtur má einnig þurrka á sama hátt. Ef þær eru sléttað- ar vel með höndunum er hægt að komast hjá því að stjúka þær og það getur sparað manni talsverða vinnu. BifreiSastðð Kópavogs ■ !: KófgerSi 30, er tekin til starfa Fólksbifreiðar — Sendibifreiðar Vömbifreiðar Öll bifreiðaþjónusta er veitt utan og innan kaupstaðar. GenS svo vel og leynið viSskiptin Sími 31Q85 Sími 81085 Bifreiðastöð Kópavogs lllðiVIUINN etíg 19. jÚtgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb) —• Fréttastjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamerm: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. — Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu- Slmi; 7500 (3 línur). — Áskriftarverð kr. 20 á mán. í Rvík og nágrenni; kr. 17 annars staðar. — Lausasöluvarð kr. JL — Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.