Þjóðviljinn - 07.07.1955, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.07.1955, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 7. jálí 1955 — ÞJÓÐVTLJINN — (5 Bregða þarf tafarbust við til að bjarga byggðunum við Húnaflóa Útvega þarf ný)an togara fyrir Húnaflóahafnirnar ef takast á að snúa viS fólksstraumnum úr bygg&unum Einar Olgeirsson alþm. var fyrir nokkru á ferð um Noröurland og ræðir í eftirfarandi viötali hvað gera þurfi til þess að stöðva flóttann úr þessum byggðum og tryggja fólkinu mannsæmandi lífskjör. Víða úti um land er lífsbarátta alþýðunnar hörð. í sumum byggðum Strandasýslu mun hún vera einna hörðust. Meðaltekjur á hvern einstakling í Strandasýslu eru 7 þús. og 800 kr. á sama tíma og meöaltekjur á einstakling hér í Rekjavík eru 15 þús. og 600 kr. Á ferð sinni um Stranda- sýslu hitti Einar allmarga bændur úr Strandasýslu og verkamenn á Hólmavík að máli og ræddi við þá um vandamálin og verkefnin framundan. — Það sem mest er áber- andi norður þar, segir Einar, er að fólkið er að flytja burtu af jörðunum. Og á stöðum eins og Hólmavík búa menn ýmist við verulegt atvinnu- leysi eða verða að leita burtu frá fjölskyidum sínum og vera lengi fjarvistum sökum atvinnuleysis. Afli farið þverr- andi — Orsökin til þessa er sú, að afli hefur farið þverrandi á undanförnum árum og at- vinna og tekjur af fiskveiðum því farið minnkandi. Útlendir togarar „girða“ miðin raunverulega af, þ. e. toga á miðunum úti í flóan- um og ausa upp fiskigöngun- um svo þær komast aldrei inn í flóann nema að litlu leyti. Þarf í senn ný- tízku togara og útfærslu fiskveiði- takmarkanna — Til þess að bæta úr þessu ástandi þarf í fyrsta lagi ný- tizku togara sem leggur upp tií skiptis á Hólmavík Drangsnesi og I Höfðakaup- stað (Skagaströnd). t öðru lagi þarf að færa fiskveiðitakmörkin út. Það er engum efa bundið að um þetta eru menn sam- mála beggja megin við Húna- fióa. Jafnhliða því er að framan greinir þarf að sjálf- sögðu að auka vélbátaflotann. '*§*&**'■'■ •" 'j v.Vtttel Þjóðin má við því ekki — Einmitt daginn sem við komum í Kollafjörð, sagði lEinar, voru tveir bændur að flytja burt af jörðum sínum. Þjóðin má ekM \ið þ\t and- íega, — svo ekki sé talað um allt það efnahagslega sem fer forgörðiun — að þetta harðgerða fólk sem elst upp í þessum byggðarlögum og myndar hinn sterka kjarna, sem er íslenzk þjóð, rótslitni óg yfirgefi byggðir sínar. X>ess vegna verður að gera ráðstafanir til þess að byggð- ariögin geti haldizt við, og ekki aðeins haldizt við, held- ur að fólkinu séu tryggð mannsæmandi lífskjör. Tölur sem tala — Þess vegna verður, held- ur Einar áfram, að fá fólk- inu stórvirk atvinnutæki, svo stórvirk framleiðslutæki að afkoma þess geti orðið eitt- hvað sambærileg við það sem hún er annarsstaðar. Hagtíðindin tala sínu máli um kjörin í byggðum Strandasýslu. Árið 1953 voru meðal-árstekjur á íbúa í Strandasýslu 7 þús. og 800 kr., — lægstu með- altekjur á landinu. Sama ár voru meðaltekjur á ein- stakling í Reykjavík 15 þús. og 600 kr. og í Kefla- vík 17 þús. og 200 kr. netto tekjur á hvern ein- stakling. Frá Hólmavík. Myndin er tekin út á höfnina og pví sést ekki nema nokkur hluti hyggöarinnar. k Frá KoUafirði. Það er ekki nóg að tala um jafn- vægi í byggð landsins — Það er ekki nóg að tala um jafnvægi í byggð lands- ins, eins og gerðar eru sam- þykktir um á Alþdngi, en hindra svo með hringavit- iausri og afturhaldssamri pólitík að stórvirkustu at- vinnutækjunum, togurunum sé fjölgað, einmitt þeim at- vinnutækjum sem gætu lagt grundvöllinn að bættri af- komu heilla byggðarlaga. Sósíalistaflokkurinn hefur þing eftir þing flutt tillögur um kaup á a. m. k. 10 ný- tízku togurum, en afturhaldið alltaf svæft það mál og hafa nú ekki í 7 ár samfleytt ver- ið gerðar ráðstafanir til þess að bæta við togaraflota Is- lendinga. Skólamál dreif- býlisins — Enginn gagnfræðaskóli er í Strandasýslu við Hrúta- fjörðinn, segir Einar enn- fremur. Reykjaskólinn hefur ekki verið starfræktur undan- farið. Fólkið býr þarna enn við sömu erfiðleikana í skólamálum og meðan gagn- fræðaskólar voru aðeins á fá- um stöðum á landinu. Raun- verulega ætti rikið að styrkja sérstaklega fólkið sem vegna hinnar dreifðu byggðar á erf- iðara með að veita börnum sínum þá m^nntun sem þau þarfnast og þau eiga kröfu til að fá samkvæmt lögum. Það er því athugandi hvort ríkið ætti ekki að veita hærri styrk til skóla í slíkum hér- uðum. Bændur og verka- menn eiga að taka höndum saman — Hvað segir fólkið í þess- um byggðum um stjóramálin? — Alstaðar er mikill áliugi hjá mönnum fyrir að skapa vinstri einingu. Bæði fylgj- endur Sósíalistafiokksins og Alþýðuflokksins eru sammála ■ um að þessir flokkar verði að taka höndum saman. Smá- bændur eru margir í Stranda- sýslu sem heyja þarna ákaf- lega erfiða lífsbaráttu og gera kröfu tíl þess að bændur og verkamenn taM höndum sam- an og stjórni landinu í sam- einingu. Aðgerðir þola enga bið Mönnum er ljóst að aðgerð- ir þola enga bið ef fólkið á ekki að búa við lítt þolandi kjör og byggðin að ganga saman. Rafvirkjun er nýlega lokið, og um það er allt gott' og ánægjulegt að segja. En það eitt megnar ekki að breyta kjörum fólksins. Til þess þarf stórvirk atvinnutæki sem leggja grundvöll að nútíma- þjóðfélagi og þeirri afkomu sem menn gera kröfu til að njóta á íslandi. Vinnandi stéttirn- ar eiga að ráða þessu landi — Gegn því bandaríska valdi, segir Einar að lok- um, sem nú eyðir landið, sóar \innuafli Islendinga tíl óþarfaverka og spillir þjóðinni með áhrifum sín- um, gegn þessu valdi }>arf að koma samstarf verka- manna og bænda og ann- arra vinnandi stétta, sera tryggir okkur yfirráðin yfir Iandgrunninu, þrátt brezku nýlendukúgarana; samstarf sem tryggir okk- ur yfirráðin yfir landinu, þrátt fyrir yfirgang og f jandskap bandaríska auð- valdsins; samstarf sera fær hinum duglegu og harðgerðu \innandi stétt- um þessa Iands í hendur þau nýtízku tæM og það sldpulagða samstarf á vinnu þeirra sem gerir mögulegt að skapa fólk- inu góða afkomu. Hið dug- mikla \innandi fólk þessa lands á sMlið að njóta þeirrar afkomu sem vinna þess veitír því fullan rétt tíl. Framanritað. er í stuttu máli kjarninn úr því sem. Einar Olgeirsson hafði að segja úr ferð sinni um Strandasýslu. Vafalaust vildu lesendur Þjóðviljans gjarna fá meira að heyra frá honum af Norðurlandi. J. B. <$>- Fokheldar íbúðir Höfum til sölu fokheldar íbúðir (ásamt allri hitalögn með ofnum, allri vatns- og skolplögn að hreinlætistækj- um og múrhúðun utan húss) í Laugarneshverfi. Ibúð- imar eru í blokkbyggingu, 4—5 herbergja og 3ja herb. Öllum íbúðunum fylgja geymslur, eignahluti að þvotta- húsi og þurrkstofu, geymslur fyrir barnavagna og reið- hjól, matvælahólf og verkstæði, auk lóðarleiguréttinda. íbúðirnar verða tilbúnar til afhendingar um næstu ára- mót. — Allar nánari upplýsingar gefur Máliluiningsskrifstoía Guðlaugs og Einars Gunnars Einarssonar Aðalstræti 18 — Sínú 82740. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■« Skriístofur vorar eru fiuttar i Tjarnargötu 10,4. hæð (Inngungur frá Vonarstræti) N. MANSCHER & Co. Endurskoðunarskrifstofa

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.