Þjóðviljinn - 07.07.1955, Side 7
■W.
Fimmtudagur 7. júlí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Hons Kirk:
Honum hafði nokkurn veginn tekizt að sefa sjálfan
sig þegar yfirverkfræðingurinn kom loks á vettvang.
Hann ákvað að minnast ekki einu orði á hið óþægilega
atvik í barnum, því að það leyndi sér ekki að maöurinn
var truflaður á geðsmunum. Hann fylgdist með verk-
fræðingnum út í bílinn.
— Þetta var afleit nótt, Kaas, sagði hann. Tvisvar
í loftvarnabyrgi. Kom nokkuð fyrir?
— Ekki í fyrra skiptið, en það var bardagi í lofti
meðan á seinna merkinu stóð, sagði hinn lágvaxni og
dugnaðarlegi Kaas yfirverkfræöingur. Þýzk flugvél var
skotin niður. Strax í morgun voru menn sendir á stað-
Tómas Klitgaard var glaður og hreykinn. Þetta var hans
verk og það var harla gott.
inn til að mála ensk einkennismerki á flakið. Hinir
þýzku vinir okkar láta undir engum kringumstæðum
sigra sig.
— Þeir eru hugmyndaríkir, sagöi Tómas Klitgaard og
kinkaði kolli. Þeir hafa jafnvel röð og reglu á áróðri
sínum.
— Og kunna sé ekki hóf, sagði Kaas. Hver einasti
skóladrengur í borginni veit allt um þetta nú þegar.
Þessir asnar kunna ekki aö fara meðalveg. Árangurinn
af þessu bragði þeirra er sá, að fólk heldur að það séu
alltaf þýzkar vélar Sem skotnar eru niður. Jafnvel þegar
það eru í rauninni enskar vélar.
— Fólk er heimskingjar, sagði Tómas Klitgaard næst-
um raunamæddur. Hafið þér nokkum tíma lesið Nietz-
sche?
— Aldrei.
— Ekki ég heldur, en ég þekki skoðanir hans. Hann
fyrirlítur múginn og heldur því fram að hið eina sem
gefi tilveru hans gildi, sé að hann er undirstaða hins
mikla einstaklings, ofurmennisins. Því eldri sem ég
verð, því oftar dettur mér í hug að hann kunni að hafa
rétt fyi’ir sér.
Kaas skotraöi til hans augunum og brosti í laumi.
y Sat maðurinn ekki þarna eins og heimskur og rauna-
mæddur flóðhestur og hélt svei mér þá að hann væri
ofurmenni. Já, því ekki það? Fyrst maður gat ekki
þverfótað fyrir arískum ofurmennum á flugvellinum
daglega, ætti að vera hægt að sætta sig við eitt í viðbót.
Þeir óku yfir bnina þar sem þýzkir varðmenn stóðu
vörð og brátt nálguöust þeir flugvöllinn. Þeir fóru fram-
hjá allmörgum varðstöðvum þar sem skilríki þeirra voru
athuguð, en loks ók bíllinn upp að skálanum, þar sem
Klitgaard og Synir höfðu útbúið sér teiknistofur og
skrifstofur.
SKR9FST0FA B0R6ARUEKNIS
■
■
a
; verður lokuð vegna flutnings föstudaginn 8. júlí.
m
a
Skrifstofan verður fræmvegis í Heilsuverndar-
stöðinni, inngangur frá Barónsstíg.
■
■
Bðrgarlæknir.
i
Styðjið gott niálefni
Öllum mun ljóst vera, að
hinir nýju söfnuðir innan
Reykjavíkurprófastsdæmis eiga
við ýmiss konar ytri og innri
örugleika að etja. Öll byrjun er
erfið, og það tekur að sjálf-
sögðu nokkur ár að koma mál-
unum í sæmilegt horf, reisa
kirkjur og afla til þeirra nauð-
synlegra muna, sjá ungmenna-
starfseminni fyrir nægilegum
húsakosti og þar fram eftir
götunum.
En í augnablikinu verður að
tjalda því sem til er og bjarg-
ast eins og bezt gengur, — og
sækja þó fram.
Eg hef getið þess áður hve
ágætlega nokkrir einstaklingar
hafa reynt að stuðla að því,
að messurnar í barnaskólanum
kæmu að tilætluðum notum. En
ýmislegt vantar sem vonlegt
er.
Hingað til hefur verið not-
ast við lélegt lánsorgel. En nú
vill hvorki kórinn né aðrir á-
hugamenn sætta sig við það
lengur. Þegar hefur verið pant-
að lítið pipuorgel frá Þýzka-
landi, og er það væntanlegt í
sumar. En safnaðargjöldin
hrökkva ekki til að greiða það.
Því er skipuð fjáröflunarnefnd,
sem hyggst að reyna að leysa
vandann með hjálp almennings
núna á sunnudaginn. Verður
þá leitað samskota innan safn-
aðarins.
En jafnframt hefur fengizt
leyfi til að selja merki þessu
máli tií framdráttar og munu
þau einnig verða á boðstólum
í höfuðborgiiini. Einhverjum
kann að virðast nokkuð hart
að gengið með því að seilast
þannig út fyrir sóknarmörkin.
Þá er þess að minnast, að
margoft eru seld merki í Kópa-
vogi til hjálpar ýmiss konar
starfsemi, sem á höfuðstöðvar
sínar í Reykjavík. Og flestir
Kópavogsbúar eru og bundnir
bæjarbúum traustum böndum.
Mörgum er líka kært að geta
með lítilli fóm léð svona góðu
máli lið.
Þessu skal getið, að ef ein-
hver, sem ekki er sérstaklega
leitað til kynni að óska, að gefa
smáa eða stóra upphæð í orgel-
sjóðinn, þá veitir organisti
safnaðarins, hr. tónlistarkenn-
ari Guðmundur Matthíasson
gjöfum móttöku. Hann býr á
Digranesvegi 2.
Munum að við getum létti-
lega lyft þessu taki á einum
degi, ef við erum samtaka.
Gunnar Árnason.
Glæsileg í svörtu og favítu
Sumarkjóllinn er bæði hversdagskjóll, sparikjóll og
strandkjóll og hér er sýnd af honum ítölsk útgáfa.
Blússan er úr svörtu flaueli og til skiptanna er notuö
svört bómullarblússa, að öðru leyti er kjóllinn notaður
óbreyttur bæði hversdags og spari. Pils og bólerójakki
úr hvítu efni stórgerðu, svörtu. Takið eftir hönzkunum.
Italir nota mjög mikið stutta hanzka við flegna og
ermalausa kjóla.
Stúdentaiélagið
Framhald af 8. síðu.
lenzk málfræði og réttritun,
beri að leysa undan landsprófs-
skyldu."
n.
„Stúdentafundur Miðvestur-
lands haldinn að Reykholti 3.
júlí 1955 telur rétt, að Mennta-
skólinn að Laugarvatni verði
fluttur að Skálholti svo fljótt
sem verða má. Bendir fundur-
inn á, að söguleg rök hnígi að
því, að svo verði gert, auk þess
sem menntaskóli þar yrði snar
þáttur í endurreisn Skálholts-
staðar.“
Ræða Ermósms
Framhald af 4. síðu.
leyti vil ég láta í ljós þakkir
til íslenzkra forustumanna
fyrir vinsamlega afstöðu til
framkvæmdar þessarar sýn-
ingar. Einnig vil ég láta í ljós
þakkir til viðskiptamálaráðu-
neytisins, framkvæmdanefnd-
ar sýningarinnar, verzlunar-
ráðsins, íslenzkra félagssam-
taka og allra þeirra sem tekið
hafa virkan þátt í undirbún-
ingi sýningarinnar.
Rjóma-
BS
SÖLUTURNINN
við Arnarhól
Hinar íullkonmu
LEWYT
■
ryksugur
fyrirliggjandi.
Einkaumboð á Islandi: ;
Albert Guðmundsson,
heildverzlun
Vonarstræti 12.
Sími 80634.
Söluumboð;
Uös 06 HITI,
Laugavegi 79. Sími 5184
Kvennærföt
Verð kr. 27,50 settið.
Buxur kr. 13,00.
Toledo
Fischerssundi
Œtgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb) —
Fréttastjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson,
Magnús Torfi ölafsson. — Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu-
«tíg 19. — Sirni: 7600 (3 Jínur). -— Áskrvftarverð kr. 20 á mán. í Rvík og nágrenni: kr. 17 annars staðar. —Lausasöluvexð kr. 1,— Prentsmiðja Þjóðvjljane h.f.