Þjóðviljinn - 12.07.1955, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.07.1955, Blaðsíða 8
Bílferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar kvölds og morgna Norðurleið fjölgar ferðum og tekur nýja vagna í notkun Um síðustu helgi var bílferðum með farþega á sér- leyfisleiðinni Reykjavík — Akureyri fjölgað að mun. Eru nú tvær ferðir farnar frá hvorri endastöð dag hvem, önn- ur á morgnana en hin á kvöldin. luðÐViumii Þriðjudagur 12. júlí 1955 — 20. árgangur — 153. tölublað Einmitt um þessar mundir eru fimm ár liðin síðan sér- leyfishafinn, Norðurleið h.f., tók við farþegaflutningum á þessari fjölförnu langleið. Tveir nýir svefnvagnar Norðurleið hefur nýskeð tek- ið í notkun tvo nýja vagna, sem verða í förum milli Reykja- víkur og Akureyrar. Vél og undirvagn eru frá sænsku verk- smiðjunum Scania-Vabis en Bílasmiðjan h.f. hefur byggt yfir vagnana. Stólar í vögnun- um eru með færanlegu baki og setu svo að farþegar geta hallað sér afturábak að vild og fengið sér blund á leiðinni. Stálhúsgögn h.f. hafa smíðað stólana. Vönduð, íslenzk \inna Af tilefni afmælisins og ný- breytninnar bauð Ingimundur Gestsson, forstjóri Norðurleið- ar, fréttamönnum og fuiltrú- um nokkurra stofnana og fyrir- tækja norður til Akureyrar fyrir helgina. Gafst mönnum þar kostur á að kynnast ýmsu, sem vonandi verður tækifæri til að víkja nánar að síðar. í ræðu í hádegisverðarboði að Hótel KEA á Akureyri komst Ingimundur svo að orði, 3 þús. tunnur til Sigluf jarðar Siglufirði í gærkvöldi. Frá fréttaritara Þjóðviljans. S.l. sólarhriag munu hafa borizt hingað um 3000 tunn- ur síldar. Veiðiveður er sæmilegt í kvöld. í gær var Ægir á ferðinni að vestan og kejTði austur um framhjá Kolbeinsey. Vestan við eyna var lítil sem engin áta, en þegar kom austur fyrir var áta meiri og það rauðáta. í kvöld hafa menn almennt verið í bátum, en ekki er vitað nema um tvö skip, sem fengið hafa afla svo einhverju nemi, þau eru Sævaldur frá Ólafs- firði með 100 tunnur og Súlan frá Akureyri með 100 tunnur. Skip þessi voru að veiðum um 20 mílur NNA af Grímsey. Flugvélin var á ferðinni í dag og sáust tvær smáar torfur Verðlaunakeppni um leikþátt á Skálholtshátíð Ákveðið hefur verið að stofna til verðlaunakeppni um leik- þátt sem ætlast er til að sýnd- ur verði á Skálholtshátíðinni 1956. Skal leikurinn fjalla um atriði úr kirkju- og menning- arsögu þjóðarinnar, vera ó- brotinn að sviðsetningu og sýningartími hans eigi lengri en 35—50 mín. Veitt verða verðlaun, 10 þús. og 3 þús. krónur, fyrir þá tvo leikþætti, er dómnefnd telur bezta, enda fulinægi þeir þeim kröfum er hún gerir til þess að leikþætt- irnir teljist verðlaunahæfir. — Leikþættirnir skulu vera komn- ir í hendur Sveini Vikingi, for- manni hátíðanefndar, eigi síð- ar en 1. nóv. n. k. Ensk koiaa verður hengd Brezki innanríkisráðherrann hafnaði í gær beiðni um náðun til handa Ruth Ellis, 28 ára. gamaili konu sem fyrir skömmu var dæmd til hengingar fyrir að m.vrða elskhuga sinn í af- brýðiskasti. úr henni djúpt út af Sléttu- djúpinu. Mörg skip voru á þess- um slóðum, flest útlend, og margir í bátum. Kantaraborgar- biskupi boðið til Moskva Pitirim yfirbiskup frá Minsk í Hvíta-Rússlandi, formaður sovézkrar klerkanefndar sem nú dvelur í Bretlandi, ræddi í gær við blaðamenn í Lambeth- höll, aðsetursstað erkibiskups- ins af Kantaraborg. Kvaðst hann hafa boðið erkibiskupn- um, dr. Fisher, og fleiri brezk- um kirkjunnar mönnum að heimsækja Sovétrikin. Yfir- biskupinn sagði að um fjórir fimmtu hlutar íbúa Rússlands héldu trvggð við kirkjuna og áróður sá gegn trúarbrögðun- um sem rekinn var fyrstu ára- tugina eftir byltinguna væri nú að mestu úr sögunni. Þótt kirkjan njóti einskis styrks frá ríkinu er hún vel efnum búin af frjálsum framlögum trúaðra, sagði biskupinn. að vinna sú sem Bílasmiðjan og Stálhúsgögn hafa af hendi leyst gæfi í engu eftir þeim erlendu yfirbyggingum yfir langferða- bíla sem fluttar hafa verið inn. Væru stjómendur Norðurleiðar stoltir af að geta boðið við- skiptavinum sínum fyrsta flokks vagna, þar sem öll yfir- bygging yzt sem innst er verk íslenzkra iðnaðarmanna. Vaxandi flutningaþörf Ingimundur gat þess einnig, að síðan Norðurleið tók við fólksflutningum á Iandi milli Reykjavíkur og Akureyrar hefðu viðskipti við fyrirtækið stöðugt farið vaxandi og aldrei verið rneiri en það sem af er þessu sumri. Stjórnendur Norð- urleiðar teldu þetta merki þess að þeir væru á réttri leið í við- leitni sinni að veita fólki þá beztu þjónustu sem völ væri á á hverjum tíma. Fjölgun ferð- anna upp í tvær á dag hvora leið er gerð til reynslu fyrst um sinn, Auk Ingimundar tóku til máls Bernhard Stefánsson al- þingismaður, Þorsteinn Stef- ánsson, bæjarritari á Akureyri og settur bæjarstjóri, Jón Ól- afsson, yfirmaður Bifreiðaeftir- lits ríkisins og Ágúst Hafberg, forstjóri ísams h.f., serrw hefur umboð hériendis fyrir Scania- Vabis. Þökkuðu Akureyringar ötult starf forráðamanna. Norð- urleiðar að því að halda uppi sem beztum samgöngum milli Reykjavikur og höfuðstaðar Norðurlands. Myrti fyrri mann konu sinnar Nýlega var liðþjálfi í brezak hernum í V-Þýzkalandi dæmd- ur til dauða af herrétti í Dúss- eldorf fyrir morð á öðrum brezkum hermanni í nóvember 1953. Réttarhöldin stóðu yfir í niu daga og vöktu mikla at- hygli í Bretlandi. Liðþjálfinn hafði síðar kvænzt ekkju hins myrta. Sænska knattspymuliðið Hácken frá Gautaborg kom til Reykja- víkur s.l. föstudag og var myndin tekin þá á flugvellinum. Sví- amir háðu fyrsta leikinn á laugardaginn við KR og sigruðu með 3 mörkum gegn 2. I gærkvöld kepptu þeir við Val og sigruðu enn með einu marki gegn engu, en annað kvöld mæta þeir fslands- meistunmum, Akurnesingum. Færrí skip og miimi veiði en í fyrra en nær 10 þús. tunnum nieira saltað Síðastliðinn laugardag, 9. júlí, kl. 12 á miðnætti, hafði síldveiðiflotinn við Norðurland lagt á land afla, sem hér segir: (í svigum er getið aflans á sama tíma. í fyrra) . og tunnur eru þessi: Bv. Jörundur, Akureyri 1131. M.s. Snæfell, Akureyri 763. M.s. Vörður, Grenivík 531. Bollaleggingar um afvopnað flustur- Þýzkaland Fréttamenn í Bonn sögðu í gær að stjórnir Vesturveld- anna væru með ráðagerð á prjónunum um nýjar tillögur um sameiningu Þýzkalands. Þær munu eftir sem áður kref j- ast þess að sameinað Þýzka- land gangi í Atlanzhafsbanda- lagið, en bjóða sovétstjóminni að engar hersveitir frá banda- laginu verði hafðar í Austur- Þýzkalandi og engin hemaðar- mannvirki verði gerð í þeim landshluta. I bræðslu 1264 mál (20832) 1 salt 11021 tunna (306). í frystingu 1104 tunnur (3486). Ekki er enn vitað með vissu hversu mörg skip fara til síld- veiða í sumar, en atvinnurpála- ráðunejúið hefur veitt um 130 skipum veiðilej'fi. Á þeim tíma, sem skýrsla þessi miðast við var vitað um 63 skip (á sama tlma í fyrra 89), sem fengið höfðu afla, en af þeim höfðu aðeins 3 skip aflað 500 mál. og tunnur samanlagt og þar yfir. Á sama tíma i fyrra höfðu 13 skip náð þeim afla. Þau 3 skip, sem hafa aflað 500 mál Tassfrétta.stofan skýrði frá þvi í gær, að nú væri verið að gera þrjár litkvikmyndir í Sovétríkjunum um ævintýri H. C. Andersens. Ævintýrin eru Snædrottningin, Ljóti andar- unginn og Villtu svanimir. Kjamorkustríð rari fjarstæða Nehru, forsætisráðherra Ind- lands, kom í gær til Kairó til fundar við Nasser, forsætisráð- herra Egyptalands. Á leiðinni kom hann við í Diisseldorf og ræddi við vesturþýzka frétta- menn. Kvaðst hann hafa sann- færzt um það í Moskva að ráða- menn Sovétríkjanna vilji vinna að sameiningu Þýzkalands. Hann sagði að friðarvilji sov- étstjómarinnar væri einiægur, hún hefði fullan skilning á hví- lík fjarstæða það væri að heyja kjarnorkustyrjöld um ágrein- ingsmálin í heiminum. Ihaldíð yíII ekki að bærinn byggi full- komið bifreiða- og vinnuvélaverkstæði Á bæjarstjórnai'fundi í gær flutti Ingi R. Helgason eftir- farandi tiilögu: „Þar sem bifreiða og vélakostur Reykjavíkurbæjar og stofnana hans fer vaxandi með hverju ári og viðgeröar- kostnaðurinn skiptir milljóntun króna, samþykkir bæjar- stjóm að fela borgarstjóra og bæjarráði að hefja nú þegar undirbúning að byggingu fullkomins bifreiða- og vinnu- vélaverkstæðis, er geri við bifreiðir og vélar bæjarins og bæjarstofnana“. komi sér upp fullkomnu véla- og viðgerðaverkstæði til þess að armast þessar framkvæmd- ir að öllu leyti sjálfur á sem hagkvæmastau hátt. "‘ ‘J Sjálfstæðisflokkurinn er hins- vegar á öðm máli um þetta, því hann vísaði þessari sjálf- sögðu tillögu frá með öllum samræmi Tillaga þessi er í við athugasemdir eins endur- skoðanda bæjarreikninganna, Eggerts Þorbjamarsonar og hefur þetta mál verið rætt all- ítarlega í blaðinu nýlega. Ligg- ur það í augum uppi, að þegar útgjöld bæjarins vegua við- gerða á bílum og vélum em farin að nema millj. kr. er atkv. sínum 8, gegn 7 atkvæð- það brýn nauðsyn að bærinn um minnihlutaflokkanna. Luxemborgar- ráðherra í heim- sókn Meðal farþega með áætlun- arflugvél Loftleiða frá Lúxem- borg- s. 1. sunnudag voru tveir af æðstu mönnum flugmála Luxemborgar, Victor Bodson samgöngumálaráðherra og Pierre Hamer flugmálastjóri. Þeir em á leið vestur um haf en munu dveljast hér á landi i nokkra daga í boði Loftleiða og flugmálastjómarinnar. 1 gær fhigu Lúxemborgaramir til Grímseyjar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.