Þjóðviljinn - 04.08.1955, Síða 3

Þjóðviljinn - 04.08.1955, Síða 3
Fimmtudagur 4. águst 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Rafmapsskortur yffrvofancSI á ný í Reykjavík vegna sinnuleysis ihaldsins í virkjunarmálum Eiin ekki farið að taka ákvörðun um hverjum verði falið að virkja Efri fossa og allt í óvissu um útvegun f jár til framkvæmdanna Sósíalistar lögðu til að ráðizt yrði í virkjunina strax að loknum framkvæmdu m við Irafoss Allar horfur eru á því að Reykvíkingar fái enn á ný að þreifa alvarlega á afleiðingum sinnuleysis í- haldsins í rafmagnsmálunum. Enn bólar ekki á fram- kvæmdum við fyrirhugaða virkjun Efri fossa í Sogi þrátt fyrir það þótt vitað sé að núverandi virkjanir lullnægja alls ekki orkuþörfinni lengur en fram á næsta ár. Vegna sinnuleysis bæjarstjórn- aríhaldsins og ríkisstjórnarinnar varðandi undirbúning nýrra virkjunarframkvæmda fyrir orkuveitusvæði Sogsvirkjunar- innar má því gera ráð fyrir al- varlegum rafmagnsskorti að nýju þegar á næsta ári. Er það ekki í fyrsta skipti sem fyrir- hyggjuleysið í virkjunarmálun- um kemur hart niður á raf- magnsnotendum, bæði almenn- ingi og iðnfyrirtækjum, því það má heita föst regla hjá valdhöf- um bæjar og ríkis að ráðast ekki í viðbótarvirkjanir fyrr en al- gjört vandræðaástand hefur skollið á. Allt í óvissu um fjáröflun Fyrir alllöngu er liðinn frest- ur sá er auglýstur var til að gera tilboð í hina nýju Sogsvirkjun. Eigi að síður bólar ekki á fram- kvæmdum og ekki er kunnugt að ákvörðun hafi verið tekin um hverjum verði falið verkið. Er allur dráttur á því að sjálfsögðu mjög bagalegur þar sem væntan- legur verktaki þarf nokkurn undirbúning áður en hann getur tekið til starfa við framkvæmd- irnar. Ekki er heldur kunnugt ins og annarra atvinnutækja Vöm Bárðar Daníelssonar: Eg er ekld verri en hægri meimirnir í Alþýðuf lokknum! Spaugilegur metingur er nú hafinn milli Alþýðublaðs- ins og „Frjálsrar þjóðar“ um hvor þeirra Magnúsar Astmarssonar eða Bárðar E>anielssonar hafi gengið lengra í þjónustusemi við íhaldið í bæjarstjórn Reykja- víkur. Hefur Alþýðublaðið deilt réttilega á þá afstöðu Bárðar að sitja með hendur í skauti meðan íhalds- meirihlutinn var að berja í gegn stórfellda hækkun út- svaranna, algjörlega að tilefnislausu. í varnargrein sinni í „Frjálsri þjóð“ kveðst Bárður hins vegar sízt hafa gengið lengra í íhaldsþjónustunni en Magnús Ást- marsson og telur sinn hlut viðunandi með þeim saman- burði. Kemst Bárður m.a. þannig að orði um þetta efni: ,^Ég get upplýst Helga Sæmundsson um það, að hinn eini sanni fulltrúi Alþýðuflokksins í bæjarstjórn, Magnús Ástmarsson, gekk lengra í því að „gleðja“ íhaldið fyrir rúmu ári. Hann átti þá sæti í bæjarráðl — og greiddi atkvæði með 4 millj. króna útsvarshækkun — og síftan áxéttaði Alþýðuflokkurinn þessa afstöðu sína í bæjar- stjórn með því að Iáta bæði Magnús og Óskar Hallgríms- son greiða atkvæði með hækkuninni. Alþýðnblaðið, undir ritstjóm Helga Sæmundssonar, varði afstöðu þessara fulltrúa af miklum móði og taldi hana rétta og sjálfsagða og var hún þó enn meiri „greiðasemi“ við íhaldið en hjáseta mín“. Eins og hin lilvitnuðu ummæli Bárðar bera með sér telur hann sig standa sæmilega að vígi gagnvart full- trúa hægri manna í Alþýðuflokknum, sem hafi sýnt íhaldinu enn meiri „greiðasemi" og „glatt" það með enn ákveðnari stuðningi. Hitt er svo eftir að vita hvort kjósendur Þjóðvamarflokksins gera ekki hærri kröfur til fulltrúa síns en það, áð hann, að eigin mati, þoli samanburð við þá sem lengst er util hægri í Alþýðu- flokknum. En slíkt virðist Bárður telja hin frambæri- legustu rök fyrir sinni aumu frammistöðu við útsvars- hækkunina! að forráðamönnum virkjunar- innar hafi enn tekizt að tryggja nauðsynlegt fé til framkvæmd- anna, þrátt fyrir Ameríkuferðir Gunnars Thoroddsen borgar- stjóra og Benjamíns Eiríkssonar, bankastjóra Framkvæmdabank- ans, sem vafalaust hafa öðrum þræði verið farnar í því skyni. s Barátta sósíalista fyrir áframhaldandi virkjunar- framkvæmdum. Þannig er allt í fullkominni ó- vissu um framkvæmdir við virkjun Efri fossa í Sogi. Það eina sem vitað er með nokkurn veginn öruggri vissu er að raf- magnsskorturinn er á næsta leiti, eingöngu fyrir slóðaskap og fyr- irhyggjuleysi íhaldsins. Sósíal- istaflokkurinn beitti sér strax fyrir því, þegar verið var að ljúka írafossvirkjuninni 1953, að virkj unarf ramkvæmdum yrði tafarlaust haldið áfram og þá þegar ráðizt í virkjun Efri fossa. Með þeim hætti mátti nýta á- fram þau tæki sem voru á staðnum og koma í veg fyrir að hinum æfðu vinnuhópum yrði sundrað. Og með þeim hætti ein- um voru möguleikar á að virkja Efri fossa það fljótt að rafmagns- framleiðsla gæti hafizt frá hinni nýju virkjun áður en rafmagns- skorturinn gerði enn á ný vart við sig. íhaldið réði íhaldið réði því að ekki var farið að ráðum Sósíalistaflokks- ins. Bæði á Alþingi og í bæjar- stjórn Reykjavíkur hunzaði í- hajdið allar tillögur sósíalista um að ráðizt yrði strax í virkj- un Efri fossa, en með því hefði mátt tryggja að virkjunin hefði verið fullbúin haustið 1956. í- haldið hélt því fram af miklu yfirlæti en lítilli fyrirhyggju að Íraíossvirkjunin fullnægði orku- þörfinni til 1958 ef ekki lengur! Reynslan hefur hins vegar sýnt, eins og sósíalistar bentu þegar á, að hér var aðeins um bráða- birgðaúrræði að ræða, sem nauð- synlegt var að fylgja eftir með áframhaldandi virkjunarfram- kvæmdum. Hefjast verffur þegar handa Eins og nú er komið verður rafmagnsskorti ekki afstýrt á orkuveitusvæði Sogsvirkjunar- innar. Til þess hefði virkjun Efri fossa þurft að verða lokið á næsta ári, eins og stefnt var að með tillögum sósialista. En lág- markskrafan, sem allur almenn- ingur og forsvarsxnenn iðnaðar- sem byggja rekstur sinn á raf- magni, hljóta að gera á hendur valdhöfunum er, að ekki verði lengur dregið en orðið er áð hefjast handa um virkjun’ Efri fossa og á það verði lögð þung á- herzla að hraða virkjuninni svo að sá tími verði sem styztur sem Reykvikingar og aðrir íbúar orkuveitusvæðisins þurfa að búa við tjónið og óþægindin af sof- andahætti og svikum ihaldsins. * i Atvinnurek- andinn skatt- frjáls en verka- manninum gert að greiða 8 þús. kr.l! Verkamaður, sem vinnur : við Reykjavíkurhöfn, leit inn ! til blaðsins í gær og kvað sér ■ gert að greiða samtals rúm- | lega 8 þús. krónur í útsvar og \ m skatta. Tekjur hans s.l. ár ■ vorú um 46 þús. kr. Þótti hon- j ■ um að vonum skattheimta rík- j ■ , a isstjornarinnar og bæjar- í stjórnaríhaldsins hin frekleg- j asta. Megintekjur sínar hafði j hann hjó Eimskipafélagi ís- \ lands. Hann minnti á að þessi j vinnuveitandi sinn, sem er j stærsta og ríkasta auðfélag \ landsins, er sjálft skattfrjálstH ■ « Nokkurt magn af hollenzkum kartöflum kemur um helgina Slæmar uppskeruhoríur hvarvetna á landinu Nokkurt magn af hollenzkum og belgískum kartöflun's, er væntanlegt til Grænmetisverzlunar ríkisins um næstUL helgi. Og í næstu viku koma einnig kartöflur til verzlui> arinnar meö' Jökulfellinu og öðru skipi til, sem væntanleg eru frá útlöndum. við útreikning vísitölunnar. Þa9 kartöflumagn, sem verið væri a§ flytja í verzlanir þessa dagan:is. hefði komið með Brúarfossi 30. júlí og því verið skipað upp s t. mánudag á frídegi verzlunaj- manna. Ekki hefði þó verið unr.6 að afgreiða það til verzlana fy.T en á þriðjudag og miðvikudaS, Björn Guðmundsson, skrif- stofustjóri Grænmetisverzlunar ríkisins skýrði blaðinu frá þessu í gær. Kvað hann óvenju mikla eftirspurn hafa verið eftir kart- öflum um allt land á þessu sumri. Hefði verulegt magn verið flutt inn, en það er engan veginn nægt til að mæta eftirspurninni. Engar íslenzkar kartöflur eru til neinsstaðar á landinu. Upp- skeruhorfur eru slæmar, ekki að- eins hér sunnanlands á óþurrka- svæðinu, heldur einnig fyrir norðan og austan, þar sem tíðar- far hefur verið með eindæmum gott. Kvað Björn einna bezt út- lit í sendnum görðum. Ekki kvað Björn það rétt, að hollenzkar kartöflur hefðu verið geymdar hjá Grænmetisverzlun- inni til þess að keyra þær í búðir nú um mánaðamótin í sambandi Bæjartogarar á Grænlandsmiðum Fimm af togurum Bæjarút- gerðar Reykjavíkur stunda nú karfaveiðar fyrir vestan Græn- land og hafa þeir yfirleitt aflað vel að undanförnu. Pétur Hall- dórsson kom af veiðum s.L mánu- dagsmorgun með 337 tonn af karfa, eftir 8% dags útivist. Var hann að veiðum í aðeinp 60 klukkustundir. Pétur Halldórs- son er farinn aftur á Grænlands- mið. Tveir bæjartogaranna, Þorkell Máni og Skúli Magnússon, stunda veiðar í salt. Eru þeir einnig við Grænland. Frá Strojexport Shodr - i'. w ikm . 'A, i Ljósavélar 5—1200 KW. Hagstœtt verð = HÉÐINN = Dettifoss fer frá Reykjavík til Akureyr;? föstudaginn 5. ágúst kl. 19.C0Í. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.