Þjóðviljinn - 19.08.1955, Blaðsíða 5
Föstudagur 19. ágúst 1955 --- ÞJÓÐVILJINN — (5
'\: 'i^r* i' ‘ ^ vt?/ '
UR LIFI
ALÞÝÐUNNAR
>Íffi
Ævintýrið um
silfurfiskinn
Það var líflegt um að litast á Siglufirði þegar bátarnir röðuða
sér með öllum þessum bryggjum.
eftir Hrafn Sæmundsson
Fyrir mörgum árum ftaog,,
sú saea um höfuðborginaT að
hin einskisnýta jörð, sem bæj-
arbúai gengu á, væri nú allt
i einu orðin verðmæt af þvi að
það hefði fundizt gull. Vinnsla
hins g'alhia málms hófst þó
aldrei, og sagan varð að ævin-
týrL Síðan hafa Islendingar
vitað að landið er fátækt af
málmiim í jörðu.
Hinsvegar hefur landið búið
yfir ýtnsum öðrum auðlindum
svo scm fossafli og jarðhita.
En þó hafa hin góðu fiskimið
ssem felast á landgrunninu
verið auðugust allra gæða sem
landsmenn hafa nýtt til þessa.
Á fiskimiðin hafa íslendingar
jafnan sótt drjúgan hluta
þjóðartekna sinna, og á sjáv-
arútveginum mun efnahagur
landsins byggjast enn um
Ianga framtið.
Þeír sem unnið hafa við
sjávarútveginn, fyrr og nú,
hafa ætíð oi-ðið að leggja á
sig vosbúð og erfiði. En flest-
ir, sem til þekkja, eru sam-
mála um, þegar vel gengur, að
engin störf 3éu eins heillandi
til sjós og lands.
Sú tegund framleiðsluimar,
sem mestur ævintýraljómi
hvílir yfir, er vafalaust síld-
veiðamar. Það er sagt að fáir
séu iþeir hiutir sem ekki geta
gerzt í síldinni.
Það er óhugsandi að skrifa
aiokkuð um síldina án þess að
Siglufjörður komi í hugann.
Vegna legu sinnar, og síldar-
legraur fortíðar hefur þessi
hær helgað sér heiðursheit-
ið lrhöfuðborg síldveiðanna".
Þennan virðingarsess mun
hann skipa í framtíðinni, jafn-
vel þó að síldin hafi mörg und-
anfarin ár sýnt vanþóknun
sína á kapitalismanum með
því að vaða annaðhvort alls
ekki eða halda sig stöðugt
langt úti í hafi.
Það er e.t.v. ekki sérstak-
lega merkilegt en má þó geta
þess til fróðleiþs, að það
voru alls ekki íslendingar sem
hófu síldveiðar og síldar-
vinnslu við ísland. Norðmenn
voru brautryðjendur með
herpinótina, og þeir byrjuðu
einnig að salta síld á Siglu-
firði. Brautryðjendur með
’ síldarbræðslu á Siglufirði
voru einnig útlendingar. Það
voru reistar 3 síldarverksmiðj-
ur, 2 á eyrinni þar sem kaup-
staðurinn stendur, en 1 hand-
J an fjarðarins.
Sú sem stóð handan fjarð-
arins burtsópaðist a sjó út í
snjóflóði, en hinar, sem á eyr-
inni voru reistar, standa enn.
Aðra þeirra keypti bærinn og
hefur starfrækt síðan. Sú
verksmiðja heitir Rauðka.
Hina keypti ríkið en hún var
upphaflega reist af þýzkum
menntamanni sem hét dr.
Paul, og ber verksmiðjan nafn
hans enn í dag. Auk þessara
verksmiðja eru 3 aðrar síldar-
verksmiðjur á Siglufirði og á
ríkið þær allar. Þær heita
SR-N, SR-30 og SR-46. Að því
er ég bezt veit, hefur SR-46 til
skamms tíma verið stærsta
sílarverksmiðja í heimi. Hún
var byggð 1946 og bræðir
12.000 mál á sólarhring, en
hefur ekki haft næg hráefni
nema um stuttan tíma í Hval-
fjarðarsíldinni. Auk síldar-,
verksmiðjanna eru 19 söltun-
arstöðvar á Siglufirði.
Eins og af þessu sést
er „höfuðborg síldveiðanna“
einna líkust risastórri aflvél
sem aðeins bíður eftir því að
síldveiðiguðinn komi labbandi
og setji hana í gang.
Það er sunnudagur í ágúst,
og undirritaður hefur tekið
sér göngutúr suður bakkana
á Siglufirði. Það er blæjalogn
og hin risaháu f jöll speglast í
firðinum. Af bökkunum er
útsýni yfir mörg síldarplön.
Þar getur að líta hinn vana-
lega útbúnað sem jafnan gef-
ur plönunum myndrænan
svip. Á plönunum sjálfum og
i nágrenni þeirra eru stórir
tunnustaflar. Þessir tunnu-
staflar skiptast greinilega í
tvær andstæðar heUdir. Ann-
arsvegar eru háir staflar af
hvítum og tárhreinum tunn-
um. Þetta eru tómar tunnur.
Hinsvegar eru lágir staflar,
ein, tvær eða í hæsta lagi þrjár
tunnuraðir og þessar tunnur
eru að sama skapi óhreinar
sem hinar eru hreinar. Þetta
eru tunnur sem búið er að
salta í.
1 sumar eru þessir tunnu-
staflar stærri en á sama tíma
undanfarin ár.
Og sem undirritaður geng-
ur þarna á bökkunum og
hugsar um fullar tunnur og
tómar, gengur hann einmitt
fram á þrjá einstaklinga sem
hafa lagt fram sinn skerf til
þess að óhreinu tunnurnar
yrðu fleiri í sumar. Þessir þrír
einstaklingar eru af þeirri
tegund vinnandi fólks, sem
mest gaman er að tala við.
Það eru börn. Reyndar er
ekki rétt að hafa mikið orð
á því útávið af því að ein
þeirra er 14 ára, önnur 12
ára en sú þriðja er 9 ára. En
þær eru allar í síld og sú sem
er 14 ára er búin að vera í
síld í mörg ár. I fyrra þegar
hún var 13 ára var hún á
fullri tryggingu og það er
hún einnig í sumar. Hinar
eru saman um söltunina enda
eru þær systur. I fyrra voru
þær eimlig í síld og þá var
sú yngri ekki orðin hærri í
loftinu en það að hún þurfti
að standa upp á saltkassa til
að ná niður í botninn á tunn-
unum. H
Á því sumri gerðist sá at-
burður að útlenzkur ljósmynd-
ari kom á planið og vildi fá
að taka myndir af hinni ungu
síldarstúlku. ,,En þá var enn-
þá svo mikið eftir af guði í
litlu manneskjunni“ að hún
kærði sig ekkert að birtast á
síðum heimsblaðanna.
I fyrstu eru hinar þrjár
síldarstúlkur heldur fáorðar
um vinnuna á planinu. Þó ræt-
ist smátt og smátt úr þeim
og þær fara að spjalla frjáls-
lega um hlutina. Mest snúast
samræðurnar um kerlingar á
hinum ýmsu síldarplönum
fyrr og nú. Og það er hægt
að segja ýmislegt skemmtilegt
um síldarkerlingar á plani.
Allir vita hvílík stórbreyting
getur orðið á einum kven-
manni, sem í sjálfu sér
er friðelskandi einstaklingur
heima á sínu heimili, en getur
orðið að skæðasta bardaga-
skassi þegar ekki er nægileg
síld, salt eða tunna við hönd-
ina.
Það hefur komið fyrir á
plani, að konur hafi lagt frá
sér hnífana og sagzt vera
farnar af því að yfirborð síld-
arinnar i kassa viðkomandi
virtist vera öriítið lægra en
hjá þeirri næstu, Einnig hefur
heyrzt um aðrar aðferðir
kvenna á plani. Það var t.d.
einu sinni að ung og falleg
síldarstúlka vék sér að salt-
manninum, sem hét Óli, og
setti upp sitt blíðasta bros,
segjandi: ,,Óli minn, mig vant-
ar salt“. Óli sem ekki var eins
fljótur að snúast skynsamlega
við þessu óvænta blíðu-
brosi var eitthvað viðbragðs-
seinn, en það hefði hann ekki
átt að vera., því að fallega
stúlkan hætti nú alveg að
brosa en gerði sig hinsvegar
líklega til að skera saltmann-
inn með síldarhnífnum.
Og þannig halda síldar-
stúlkurnar mínar áfram að
segja gamlar og nýjar sögur
af plönunum og maður finnur
að bak við hvert orð býr
vinnugleði og ævintýralöngun.
Þær munu halda áfram að
helga framleiðslustörfunum
starfskrafta sína og stuðla að
því næsta sumar að óhreinu
tunnurnar verði fleiri en þær
hreinu.
En hvort það verður, fer þó
fyrst og fremst eftir því
hvernig sjómönnunum gengur
að veiða síldina. Sjómennirn-
ir sjálfir virðast, á yfirborð-
inu, ekki hafa sérlega mikla
trú á því. Að minnsta kosti
virtist kunningi minn ekki
bjartsýnn í byrjun vertíðar í
sumar. ,,Ég er að fara í sum-
arfrí“, sagði hann. Ég vissi
að hann var búinn að ráða
sig á síldarbát svo ég svaraði
í sama tón og sagði: „Far vel
frans, og hafðu nóg með þér
að lesa“.
Reynsla undanfarinna ára
hefur kennt sjómönnunum að
stilla aflavonum sínum í hóf
og kasta hlutunum helzt út í
kæruleysi eða jafnvel að gera
grín að öllu sem viðkemur
síldveiðunum. Þó er það ein-
hvernveginn svoleiðis að þrátt
fyrir allt aflaleysið eru menn
alltíeinu búnir að ráða sig á
síldarbát og eru fyrr en varir
lagðir af stað í „sumarfríið“.
Svo hef jast síldveiðarnar og
það fara að berast fregnir af
síld, mikilli síld fyrir norðan.
En ef þú spyrð síldveiðisjó-
mann um afla, geturðu alveg
eins búizt við að fá svar eitt-
hvað á þessa leið. „Það er nóg
síld í Vísi og útvarpið hefur
séð margar torfur á Grímseyj-
arsundi". Og þegar farið er
að hugsa raunhæft um þetta
léttúðarfulla svar, sést að það
getur verið reitingsafli í Vísi
og útvarpinu, án þess að meg-
inhluti síldveiðisjómannanna
hafi nokkuð af síldinni að
segja annað en plat og von-
brigði.
Það var fyrir nokkrum ár- ..
um að sjómennirnir á síldar-
miðunum töluðu mikið um
svokallaða Færeyingasíld.
Þetta var á þeim árum þegar
leitað var að síldinni úr flug-
vélum sem flugu yfir hafið
fyrir norðan og austan landL
og tilkynntu síðan flotanum
„með dulmálsskeytum“ þegar
flugmennirnir töldu sig hafa
séð síldartorfur. Þessi mikla
tækni orsakaði það að flot-
inn var alltaf á fullu stími
út um allan sjó og oft varð
lítið eða ekkert úr veiði vegna
þrengsla.
En það var einnig annar
floti á síldveiðisvæðinu þetta
sumar. I þessum flota vom
mörg hægfara skip, skip sem
gengu 4 mílur í logni en töldu
sig þó oft á tíðum ekki hafa
þörf fyrir allan þennan hraða.
Þetta var færeyski flotinn.
— Þess skal getið að Færey-
ingar eru rólyndir menn og
hafa þess vegna ekki talið
það virðingu sinni samboðið
að elta jafn sprækan og dutl-
ungafullan fisk og síldina —
Þegar svo íslenzki flotinn fór
fram hjá Færeyingunum á
sinum 10 mílum, stundum oft
á dag, fannst þessum rólyndu
mönnum alveg nóg um og
e.t.v. hafa þeir ekki verið gjör-
sneyddir gamansemi. Að
minnsta kosti fóru að beras..
skeyti frá Færeyingunum um
mikla síld sem þeir hefðu
siglt í gegnum, Stundum vildi
svo til að íslenzki flotinn hafðl
þotið austur að Langanesi eft-
ir flugvélasíld þegar fregnir
bárust um Færeyingasíld vest-
ur á Skagagrunni og öll hers-
ingin þeyttist til baka aftur.
En þá hafði öll Færevingasíld-
in horfið af yfirborði sjávar*
Framhald á 7. síðu. ■
t> • • . þrátt fyrir allt aflaleysið nndanfarin ár lokkar síldar-
ævintýrið ennþá“
b * r