Þjóðviljinn - 27.08.1955, Blaðsíða 3
% ÍÞRÓTTIR
RITSTJÓRI FRÍMANN HELGASON
Skémmtileg keppni á sund-
meistaramóti Nprðurlanda
Finnar komu á óvar! eg Helgi Sigurðsson
i 1500 metra kriðsunði
Dagana 13. og 14. ágúst s.l.
fór sundmeistaramót Norður-
landa fram í Osló, með þátttöku
allra Norðurlandánna. Fór
keppnin fram i hinni nýbyggðu
laug Oslóbúa sem stendur fast
við Frognerskemmtigarðinn. Er
laug þessi hið vándaðasta
mannvirki og er ekki að fullu
lokið ennþá, þó voru sjálfar
laugarnar tilbúnar og vatn i
þær sett aðeins fýrir þetta mót,
en sjálf vígslán fer ekki fram
fyrr en í maí næsta ár, og á
þá öllu að vera lokið. Það sem
á vantar er að fullgera áhorf-
endasvæði og búningsklefa, og
svo lagfæringar í kring.
Lauginni er tvískipt. Annars
vegar 50 m löng keppnislaug
með 8 bráutum, en hinn hlut-
inn sem er aðskilinn með breið-
um gangi er hringmyndaður
hylur fyrir dýfingar en 10 m
hár dýfingaturn sérkennilegur í
laginu stendur fyrir enda laug-
arinnar. Útsýni yfir Iaugina nær
til hins fagra Vigelandsgarðs
eða Frognerpark eins og hann
er nefndur á norsku.
Munu fáir eða engir áhorf-
endur geta notið fegurra út-
sýnis við sundlaug, ef hlé verð-
ur á keppni, en þeir §em hafa
komið sér fyrir á „Gratis-
haugen" í góðu veðri. Sundlaug
þessi er stolt Oslóbúa og binda
þeir miklar vonir við hana í
framtíðinni.
Helgi Sigurðs kemur á óvart
í 1500 m.
Það var ánægjulegt að sjá ís-
lenzka fánann í fylgd með fán-
um hinna Norðurlandanna við
hina smekklegu setningarat-
höfn mótsins, en allir keppend-
ur gengu fram undir fánum sín
HJÓLBARÐAR
■ í stærðum-
■ ■
■
475 x 16
500 x 16
■
■
525 x 16
■
550 x 16
■
■
600 x 16
■
■
650 x 16
■
■
700 x 16
■
■
600 x 17
■
■
700 x 20
■
■
750 x 20
■
825 x 20
Kristján Gislason
& Co h.i.
um, og stóðu fylktum röðum
meðan formaður Sundsam-
bands Noregs, Per Evensen, og
Axel Floer fyrrv. formaður
Norræna sundsambandsins á-
vörpuðu keppendur og áhorf-
endur — og hina konunglegu
gesti • Ólaf krónprins og Ástríði
prinsessu, sem aldrei láta sig
vanta á stærri íþróttamót.
Það mun varla hafa verið
búizt við stór sigrum af hin-
um fámenna hópi sem sendur
var, enda tæpast við þvi að bú-
ast því þarna koma fram aðeins
beztu menn landanna.
Það verður því að teljast
góð frammistaða hjá Helga
Sigurðssyni að ná 3 verðlaun-
um í '1500 m. Það voru aðeins
Svíarnir sem urðu á undan
honum. Þó tími hans sé ekki
eins góður og sá bezti sem
hann hefur náð má taka tillit til
þess að þar var synt í 50 m
laug með sléttum bakka en
heima er hægt. að taka í króka-
rennur við snúinga en Helgi
hafði ekki æfingu í slíkum
snúningum. iBlöð í Osló segja
lika (Sporten og Arbeiderbl.)
að Helgi hafi komið alveg á ó-
vart í sundi þessu. Frmmistaða
Sigurðar Sigurðssonar, svo ung
ur sem hann er, var með ágæt-
um í 200 m og kom 5. í mark af
8 keppendum. Helga var ekki
vel fyrir kölluð og náði ekki
sínu bezta. Ari virkaði nokkuð
þungur í 400 m skriðsundinu,
þó var það svo að hvorki hann
né aðrir keppendur okkar hafa
náð betri árangri á 50 m braut
en þeir náðu i þessu móti. Það
er því ekki ástæða til annars
en að vera ánægður með
frammistöðuna.. Eg hitti Jónas
Halldórsson að ttiáli eftir sund
ið og var hann yfirleitt ánægð-
ur með frammistöðu fólksins,
og lét hið bezta yfir öllum
mótttökum og framkvæmd móts
ins. Bjóst þó við að hitasVækjan
sem óslitið hefur haldið til í
Osló hafi haft sín slæmu áhrif,
ennfremur að hitastig laugar-
innar væri ekki sama og okkar
keppendur væru vanir.
Svfar höfðu yfirburði, en Finn-
ar komu á óvart.
Eins og svo oft áður höfðu
Svíar yfirburði í keppninni,
tóku 9 gnllverðlaun, 10 silfur og
6 brons. En þrátt fyrir þetta
voru það finnsku sundmennirn-
ir sem komu mest á óvart í
móti þessu, þeir tóku td. 6 gull-
verðlaun. Finnski fararstjór-
inn Yrjo Valkama sem var ný-
kjörinn forseti Norræna sund-
sambandsins sagði að þennan
árangur gætu þeir þakkað hinni
glæsilegu sundlaug sem byggð
var í sambandi við OL 1952 og
þessa laug hefur sundfólkið
notað vel og árangurinn getið
þið séð hér á Frogner, sagði
Valkam að lokum.
Þjálfari flokksins bætti þessu
við: 1 allt sumar höfum við
haft laugina eftir kl. 8 og á
vetruna fáum við ákveðnar
brautir til afnota í Sundhöll-
inni í Helsingfors.
Norðmenn voru ekki eins á-
nægðir með frammistöðu sinna
manna, fengu aðeins einn mann
meðal 3. beztu, Öivind Gunn-
erud, sem synti 100 m á 59,6.
En þeir líta bjartari augum á
framtíðina en nokkru sinni áð-
ur, og er það laugin nýja á
Frogner sem því veldur, en
hún verður opnuð almenningi
15. maí n.á. Til þessa móts
komu um 7000 áhorfendur.
Dýfingarnar.
Á móti þessu var líka keppt
í dýfingum sem segja má að
sé lítt þekkt íþrótt heima.
Eg hef ekki fyrr séð dýfingar
frá 10 m háum dýfingapöllum,
en það skal sagt að það þarf
dirfsku, mýkt og sjálfstjórn að
leika slíka list enda, hrifust á-
liorfendur með, og sjálfur varð
ég stórhrifinn af íþrótt þessari.
Er skemmtilegt til þess að
hugsa að við fáum aðstöðu til
að koma á dýfingum með hinni
nýju sundlaug í Laugardalnum.
£ dag er laugardagurinn 27.
ágúst. Rufus. — 239. dagur árs-
ins. — Tungl í hásuðri kl. 21.11
— Árdegisháflæði kl. 1.04. Síð-
degisháílæði kl. 13.46.
jjBwínnwt ir
Fastir liðir eins
og venjulega. 12.
50 Öskalög sjúk-
linga (Ingibjörg
Þorbergs). 19.30
Samsöngur: Revellers syngja
(plötur). 20.30 ,,Af stað burt í
fjarlægð". — Benedikt Grön-
dal ritstjóri ferðast með hljóm-
plötum. 21.00 Leikrit: „Það er
komið haust“ eftir Philip John-
son. Leikstjóri: Valur Gíslason.
21.45 Tónleikar: Hljómsveitin
Philharmonia leikur tvo valsa
eftir Waldteufel; Constant
Lambert stjórnar (plötur). 22.
10 Danslög (plötur). 24.00
Dagskrárlok.
Blaðamannafélag íslands held-
ur félagsfund í Naustinu (uppi)
kl. 1.30 á MánudagÁríðandi.
Fjölmennið.
Millilandaf lug:
„Hekla“ er væntanleg til
Reykjavíkur kl. 9 árd. í dag
frá New York. Flugvélin fer
áleiðis til Gautaborgar, Ham-
borgar og Lúxemborgar kl.
10.30
Næturvarzla
er í Laugavegsapóteki, sími
1618.
Laugardagur 27. ágúst 1955 — ÞJÓÐVILJINN — '(3
Kínverskur
kynnmgarfundur
**
verður haldinn í Austurbjarbíói í kvöld., laugar-
daginn 27. ágúst, kl. 9. — Þar kemur fram lista-
fólk úr kínversku æskulýðssendinefndinni, sem
hingað er komin. Sýndir verða kínverskir þjóð-
dansar, leikið á píanó, einsöngur og fjölleikur.
*★
AÐGÖNGUMIÐAR A KR. 25.00, VERÐA SELDIR í
AUSTURBÆJARBÍÓI EFTIR KLUKKAN 1 í DAG
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 7., 8. og 10. tbl. Lögbirtingarblaðsins
1955 á m.s. Nönnu nú m.s. Rex R.E. 9, fer fram eftir
kröfu tollstjórans í Reykjavík og Landsbanka íslands,
stofnlánadeildar sjávarútvegsins, um borð í skipinu á
Reykjavíkurhöfn, föstudaginn 2. september 1955, kl.
10:30 árdegis.
Borgarfógetinn í Reykjavík.
Þjóðviljann vantar unglinga
til að bera blaöiS til kaupenda við
Drápuhlíð og' í
Holtin
Talið við afgreiðsluna, sími 7500.
MESSUR Á MORGUN:
Dómkirkjan
Messa kl. 11. Séra Gunnar Jó-
hannesson og séra Óskar J.
Þorláksson.
Hallgrímskirkja
Messa kl. 11. Séra Sigurður
Einarsson og séra Sveinbjörn
Sveinbjörnsson.
Laugarneskirkja
Messa kl. 11. Séra Sigurður
Haukdal og séra Bjarni Sig-
urðsson.
Háskólakapellan
Messa kl. 1. §éra Helgi Sveins-
son.
Fríkirkjan
Messa kl. 2. Séra Guðmundur
Guðmundsson og séra Hannes
Guðmundsson.
Mýrarhúsaskóli
Messa kl. 2.30. Séra Arngrím-
ur Jónsson og séra Magnús
Guðjónsson.
Háteigsprestakall
Messa kl. 2 í Sjómannaskólar-
um. Séra Kristinn Stefánsson
og séra Jón Á. Sigurðsson.
Bústaðaprestakall
Messa. kl. 2 í Háagerðisskóla.
Séra Kristján Bjarnason og
Guðmuniur Óli Ólafsson. Messa
kl. 3 í Kópavogsskóla. Séra
Björn Jónsson og séra Sigur-
björn Ástvaldur Gíslason.
Elliheimilið
Messa kl. 10. Séra Sigurður
Pálsson.
Hafnarfjarðarkirkja
Messa kl. 10. Séra Sveinn Ög-
mundsson.
•uá hóínmni
Eimskip
Brúarfoss fór frá Newcastle í
fyrradag til Grimsby og Ham-
borgar. Dettifoss fór frá Gauta-
borg 24. þ.m. til Leningrad,
Helsingfors og Hamborgar.
Fjallfoss fór frá Ántwerpen i
fyrradag til Hull og Reykja-
víkur. Goðafoss fór frá Vent-
spils 24. p.m. til Gautaborgar
og Flekkefjord. Gullfoss fer-
frá Reykjavík á hádegi í dag
til Leith og Kaupmannahafnar.
Lagarfoss fór frá Ventspils í
fyrradag til Gdynia, Rotterdam,
Hamborgar og Reykjavikur.
Reykjafoss fór frá Akranesi í
gær til Sands, Ólafsvíkuf,
Stykkishólms, Akureýrar og
Hríseyjar. Selfoss fór frá Kefla
vík um hádegi í gær til Reyk já~
víkur. Tröllafoss fór frá Rúk
19. þ.m. til New York. TungU-
foss er væntanlegur til Rvíkur
á morgun frá New York. Vela
fór frá Húsavík í fyrradag til
Raufarhafnar og Sviþjóðar.
Jan Keiken fór frá Hull 23. þ.
m. til Reykjavíkur. Niels Vint-
er fór frá Rotterdam i fyrradag
til Hull og Reykjavíkur.
Skipadeild SÍS
Hvassafell er á Eskifirði. Arn-
arfell væntanlegt til Reykjavík-
ur í kvöld. Jökulfell er á Akra-
nesi. Dísarfell fór frá R-iga 22.
þ.m. áleiðis til Reyðarfjarðar.
Litlafell er í Faxaflóa. Helga-
fell er í Riga. Esbjörn GorthoH
lestar í Álaborg.