Þjóðviljinn - 27.09.1955, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.09.1955, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 27. september 1909 — ÞJÖÐYILJINN — (5 X.SJL. skorar á Alþingi að ráða nú þegar bót á ófremdarástandinu launamálum kennara r 1 11. aðalfundur Kennarasambands Austurlands var haldinn að Buðum á Fáskrúðsfirði 10. og 11. sept. 1955. Fundinn sóttu 18 kennarar af sambandssvaeðinu og auk þeirra Jóhannes Óli Sæmundsson, námsstjóri, sem flutti erindi um móðurmálskennslu og reiknings- kennslu í barnaskólum og Helgi Tryggvason, kennari við Kenn- •araskólann, sem flutti erindi um skuggamyndir. Á fundinum urðu einnig miklar umræður um Eíkisútgáfu námsbóka og launa- mál kennara. Þessar voru helztu samþykktir fundarins: 3.1. aðalfundur K. S. A. hvetur kennara á sambandssvæðinu til þess að beita sér fyrir því, að skólarnir eignist hentugar skuggamyndavélar og komi sér upp filmusöfnum til nota við kennsluna. Þá vill fundurinn ennfremur bera upp þá ósk við forstöðumenn skólanna, að skól- um á sambandssvæðinu verði ár- lega sendur listi yfir nýjar film- ur, sem hver skóli eignast, í því skyni að skiptast á filmum. Fundurinn skorar á fræðslu- málastjórnina að hlutast til um, að til séu prentaðar myndir af íslenzkum merkismönnum og isútgáfan nái einnig til kennslu- bóka unglingastigsins. 11. aðalfundur K. S. A. skor- ar á hið háa Alþingi að ráða nú þegar bót á því ófremdar- ástandi, sem nú ríkir í launa- málum kennara. Fundurinn styður eindregið áður framkomna tillögu kennara, að vegna lengdrar undirbúningsmenntunar þeirfa, verði þeir fluttir í 8. launaflokk starfsmanna ríkisins og biðtími til fullra launa Stytt- ur í 2 ár. Allar þessar samþykktir voru gerðar samhljóða. Núverandi stjórn K. S. A. skipa: Gunnar Ólafsson formað- ur, Jón L. Baldursson gjaldkeri og Magnús Guðmundsson ritari, allir í Neskaupstað. Yfirlýsing Hannesar „félagsfræðings" Bæjarstjómin verður óstarfhæf ef G-listinn fær ekki meirihluta Vœngir hefja óœtlunarflug Flugfélagið Vœngir mun á næstunni hefja áœtlunar- flug til ýmissa staða sem áœtlunarflugi hefur ekki verið haldið uppi til undanfarið. Hefur félagið 4 flugvélar til ferðanna. Til Búðardals er áælað að fljúga tvisvar í viku, á mánu- dögum og miðvikudögum. Um- boðsmaður félagsins þar er Guð- jón Ólafsson kaupfélagsstjóri. Þá verða áætlunarferðir til Djúpavikur, Grundarfjarðar, Ólafsfjarðar, Álftavers og Með- allands. Auk þess munu verða daglegar ferðir til Akraness og Borgarness. Vængir hafa 2 fjögurra sæta flugvélar af gerðinni Cessna 180, eina Dragon Rapid-vél, 8 frægum sögustöðum. Myndirnar |sæta, 2ja hreyfla og eina 2ja séu jafnstórar og vel til þess fallnar að hanga í skólastofum og skólagöngum. Um leið og fundurinn lætur í ljósi ánægju yfir þvi, að náms- stjóri hefur verið ráðinn fyrir Austurland, ítrekar hann fyrri óskir K. S. A. um, að náms- stjóri sé búsettur i fjórðungn- um, þar sem fundurinn telur að með því nýtist starf hans bet- ur. 11. aðalfundur K. S. A. lýsir sig mótfallinn því, að Ríkisút- gáfa námsbóka verði lögð niður. Með tilliti til þess hve verðlag og kaupgjald hefur hækkað síð- an námsbókagjald var ákveðið kr. 7,00, skorar fundurinn og ríkisstjóm og Alþingi að efla út- gáfuna með hækkun á námsbóka- gjaldi í minnst kr. 50,00 á hvert gjaidskylt heimili, svo og fram- lagi úr ríkissjóði, svo að hún geti fullnægt hlutverki sinu bet- ur en verið hefur. Ennfremur telur fundurinn sjálfsagt, að rík- í dag er merkjasala Menningar- og minning- arsjóðs kvenna í dag, á afmælisdegi Brietar Bjarnhéðinsdóttur, er hin ár- lega merkjasala til ágóða fyrir Menningar- og minningarsjóð kvenna. Öllu því fé sem safnast kann, verður varið til að styrkja stúlkur til náms í ýmsum grein- um. Fjárþörf sjóðsins er mjög brýn. T. d. sóttu 39 stúlkur um styrk síðastliðið ár, en aðeins 19 var hægt að veita úrlausn. Merkin eru afhent á skrifstofu Kvenréttindafélags íslands að Skálholtsstíg 7, og væntir sjóðs- stjórnin þess að félagskonur taki þau til sölu; og ekki eru börnin síður velkomin til að selja. hreyfla Beechcraftvél er tekur 8 farþega. Hannes bauð Þórði Þorsteinssyni bæj- arstjórastöðuna í Iíaupavogskaupstað Hannes Jónsson lýsti yfi* á framboðsfundinum í Kópavogi að hann myndi með engum kringumstæðum vinna með Þórðl Þorsteinssyni. Þessi yfirlýsing þýðir að hin nýkjörna bæjarstjórn Kópavogs yrði ineð öllu óstarfhæf — ef G-listinn, listi óháðra næði ekki meirihluta. Þórður Þorsteinsson lék að marglýsti yfir á fundinum á Kópavogs- fundurinn U ndirbúningur sameiningar hafinn Framhald af 1. síðu. búningi sem þegar hefur verið hafinn. Að afloknum viðræðum þeirra Gunnars og Finnboga lagði Gunnar borgarstjóri fram ýmsar spurningar um hag Kópa- vogs, sem oddviti Kópavogs- hrepps hefur þegar svarað með greinargerð. i SamningsgTundvölIur G-iistinn, listi óháðra í Kópa- vogi, hefur birt grundvöll að væntanlegum samningum um sameiningu. Þ. á m. að Kópa- vogsbúar hafi eftir sameininguna vissan rétt u«i sérmál sín, og að helmingur af- tekjum Reykja- víkur af Kópavogsbúum verði varið til verklegra framkvæmda í Kópavogi. Slíkum samnings- grundvelli hefur enginn þrí- flokkanna í Kópavogi mótmælt einu orði. Undirbúningur að sameining- unni er þegar hafinn og aðalrök- kaupstaðabröltsmannanna í Kópavogi því gersamlega úr sög- unni. Framhald af 12. síðu. sögumaður Framsóknarflokksins, en hafði nokkra menn úr gæð- ingahópi flokksins sér til að- stoðar, er flestir göspruðu utan- aðlærða þulu um ágæti Fram- sóknarflokksins. Jón Gauti, Jósafat Líndal og Sveinn Einarsson voru ræðu- menn Sjálfstæðisflokksins og var frammistaða þeirra hin sTappasta. Sveinn hafði það helzt til málanna að leggja áð hóta Kópavogsbúum með valdi flokksins og peninganna — og lofa þeim öllu góðu, ef þeir vildu falla fram og tilbiðja flokkinn. Þórður Þorsteinsson talaði fyr- ir framboð sitt, en var fátækur að málefnum að vanda. Ræður aðstoðarmanna hans voru aðeíns til að sýnast. Nokkuð af ræðu Þórðar og öll ræða Péturs Guð mundssonar, Alþýðuflokksmanns ins er rær einn á báti með Hannesi, fór í að rekja heimils- erjur og upplausn Alþýðuflokks- ins. í ræðutíma kjósenda töluðu 10 menn með G-listanum og lýstu ræður þeirra brennandi á- huga almennings í Kópavogi að hrinda af sér þessu síðasta á- hlaupi valdránsflokkanna, með jafnglæsilegum hætti og Kópa- vogsbúar hafa gert undanfarið. Sameiginlegt einkenni á öllum málflutningi Framsóknar og í- halds, — upphafsmanna kaup- staðarstofnunarinnar — var al- gert undanhald í því aðalmáli. Nú sáu þeir það vænst til fylgis sér að lofa því að leggja kaup- staðinn niður, ef þeir yrðu kosn- ir. íhaldsmennirnir báðu jafn- vel um kjörfylgi á þeim grund- velli að hægt væri að losna við sig eftir tvö ár!! Mun aldrei hafa þekkzt slík málefnalega uppgjöf neiiuia frambjóðenda. vanda nokkurn grínþátt á fram boðsfundinum, en þó fór bros- ið af Hannesi — því Þórður sagði frá ýmsu er hann hafði átt að þegja um. Vitað er að Hannes lá mikið í hægri foringjum Alþýðu- flokksins um samvinnu í kosn- ingunum og sameiginlega upp- stillingu. Þórður Þorsteinsson upplýsti að Hannes hefði, áður en list- um var stillt — boðið sér bæj- arstjóraembættið í Kópavogi að kosningum loknum. Hefur Hann es með því ætlað að kaupa Þórð og atkvæði hans til að lyfta sér í valdastólinn I Kópa- vogi. Nú fór svo að Þórður bauð sjálfur fram. Og Hannes sunnudaginn, að með Þórði Þorsteinssyni ynni hann undir engum kringumstæðum í vænt- anlegri bæjarstjórn. Það er með öllu óhugsandi að Framsókn og Sjálfstæðisflokk- urinn geti fengið meirihluta fulltrúa í Kópavogi. Yfirlýsing Hannesar sýnir því að fái G- listínn, listi óháðra, ekki meiri- hluta í kosningunum, verður hin nýlgörna bæjarstjóra óstarfhæf. flgætur afli Sand- gerðisbáta Sandgerði Frá fréttaritara Þjóðv. 1 gær komu hingað 15 bátar með samtals 800 tunnur. Hæst- ur var Mummi með 132 tunn- ur. 1 fyrradag komu 16 bátar með 960 tunnur. Hæstur var Ófeigur með 136 tunnur. Á laugardaginn komu 14 bátar með 920 tunnur. Ófeigur var þá einnig hæstur með 143 tunnur. Hér í Sandgerði hefur nú ver- ið saltað í samtals 8200 tunn- ur og 7800 tunnur hafa verið frystar, eða samtals saltaðar og frystar 16 þús. tunnur. Pilitik kominn Framhald af 12. siðu. varð hann 9. Hann er einn þeirra 10 manna í heiminum sem nú eiga rétt til að keppa um hver þeirra skori heimsmeist- arann á hólm. Sex þeirra eru I Sovétríkjunum og er Pilnik í hópi þeirra fjögurra manna ut- an Sovétríkjanna er hafa rétt til þessarar keppni. Þessir 10 skákmeistarar eru: Bronstein, Keres, Petrosjan, Spasskí, Gell- er og Smislov, allir í Sovétríkj- unum, og þeir Pilnik og Panno frá Argentínu, Filip frá Tékkó—» slóvakíu og Szabo frá Ung- verjalandi. — Pilnik er Þjóð- verji að uppruna, þó hann teljist nú Argentínumaður, hann varð þar inniyksa á stríðsárunum. x \ Almennt fjöltefli Ráðgert er að á miðvikudag- inn hefjist almennt f jöltefli, þar sem hver sem er getur tekið þátt. Verður það í Skátaheim- ilinu. Þátttökugjald er 20 kr. ............................,4 Lóðabraskshneykslið í Iíópavogi LIGGUR LEIÐIN K Ý P U R Framhald af 1. síðu. Þykir útnefning hans bera því Ijósan vott, hve Bretum þykir mikið við liggja að berja niður andstöðu Kýpurbúa gegn ný- lendustjóminni. Framhald af 1. síðu. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um hvernig Hannes hefur ráð- stafað löndum ríkisins sér og sínum og flokksgæðingunum til hagnaðar. Hlutur Jóns Gauta Samkvæmt helmingaskiptaregl- unni hefur Jón Gauti heldur ekki farið varhluta, t. d. fékk hann 8 lóðir í einu handa einum viðskiptamanni sínum, kaup- manni í Reykjavík. Lögfræðingur SÍS selur Lóðaréttindin ganga síðan kaupum og sölum og má t. d. minna á er lögfræðingur SÍS' auglýsti á s.l. vetri 8 lóðir til sölu í Kópayogi. Hannes og Gauti eru því uppvísir að því að nota um- ráðarétt rikisins sér og sín- um til hagnaðar á svo blygð- unarlausan hátt, að fyllsta á- stæða er til þess að fram væri látin fara sakamálarann-w sókn á meðferð þeirra á eign-^i um ríkisins. .1 ' Gamlir Kópavogsbúar látnir bíða Hannes og Gauti hafa sagt fjölda manna, er búið hafa í Kópavogi 10—15 ár, upp erfða- leigulöndum þeirra og úthlut- að til gæðinga sinna, en stund- um hafa þeir líka úthlutað lönd- unum án þess einu sinni að erfðaleiguhafinn væri látinn vita! Á sama tíma og Hannes ryður lóðum í venzlafólk og flokksgæð- inga er umsóknum Kópavogs- búa sjálfra um lóðir ekki sinnt og bíða þannig um 20 manns sem engar lóðir hafa fengið. Flýði bak við ráðherrann! Hannes og Gauti urðu að játa þessi hneykslismál sín. Eina ráð Hannesar í fundarlok var að lýsa ábygðinni á öllum sínum gerðum á hendur SteingrímfllT Steinþórssyni ráðherra!!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.