Þjóðviljinn - 01.10.1955, Side 6
f>) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 1. október 1955
Hundruð þúsunda Arába flýðu heimili sín í ísrael og búa nú í flóttamannabúðum í
Egyptalandi, Jórdan og Sýrlandi. Framtíð peirra er eitt helzta ágreiningsefni ísraels
og Arabaríkjanna. Myndin er af fjölskyldu í búðum á Gazasvœðinu sem Egyptar
ráða. Flóttamannastofnun SÞ heldvr lífinu í þessu fólki.
ERLEND TÍÐINDI
Að falla á sjálfs
sín bragði
v'
Útgefandi:
Sameiningarflokkur alþýðu
— Sósíalistaflokkurnn —
-----*-------------------/
Sðx ára
alþýðnstórveldi
Stofnun alþýðulýðveldis í
Kína, þennan dag fyrir sex ár-
um, er einn þeirra atburða
mannkynssögunnar sem vitnað
mun til um ókomnar aldir sem
eins áfdrifaríkasta atburðar
tuttugustu aldarinnar.
Kínversk alþýða hafði unnið
úrslitasigur, sigrazt jafnt á er-
lendum arðræningjum og inn-
lendum leppum þeirra, og stofn-
sett riki sitt, staðráðin í að
sækja fram til sósíalisma og
velmegunar. Hafi auðvald
heimsins alið þá von að þvi
tækist að snúa við hjóli þróun-
arinnar, tækist að stöðva fram-
sókn alþýðu heimsins til sós-
íalisma og alþýðuvalda, hlýtur
sú von að hafa orðið að engu,
er stærsta þjóð heimsins, þjóð
j600 milljóna manna, lagði inn
á braut sósíalismans, þá sömu
3>raut og Sovétríkin og önnor
alþýðuríki Evrópu og Asíu
höfðu gengið um skeið.
Viðbrögð heimsauðvaldsins
við sigri kínverskrar alþýðu
urðu á þá leið, að reyna að kæfa
Alþýðulýðveldið Kina í fæðingu,
fara með stríði gegn því og
reyna að styðja fasistaklíku
Sjar.g Kai-séks. Lengst gekk sú
viðleitni, er Bandaríkin komu af
stað Kóreustvrjöldinni og not-
uðu hana sem átyllu til að her-
nema kínverskt land, eyna Taí-
van, En Alþýðulýðveldið Kina
•heftir til þessa dags staðizt all-
■ar árásir og nýtur sívaxandi á-
lits og áhrifa í heimsmáhmum.
Enn er þessu stórveldi alþýð-
tmnar þó synjað um þann sjálf-
■sagða rétt að taka sæti meðal
sameinuðu þjóðanna. Þar við-
halda Bandaríkin og leppríki
þeirra því furðulega ástandi,
sameinuðu þjóðunum til smán-
ar og vanvirðu, að láta ,,stjóm“
Sjang Kai-séks á Taivan fara
með umboð hins kínverska stór-
veldis. Sú bandaríska lepp-
stjóm á þannig fast sæti í ör-
yggisrúðinu, og getur stöðvað
'þar mál með neitunarvaldi!
1 afstöðunni til liins nýja al-
þýðulýðveldis hefur ríkisstjóm
Islands komið fram sem lepp-
stjóm Bandaríkjanna. Island
hefur ekki einu sinni viðurkennt
opinberlega þá staðreynd að Al-
'þýðulýðve’dið Kína sé til, hefur
enn ekki tekið upp stjómmála-
samband við Kína, enda þótt
Danmörk, Svíþjóð, Noregur og
Finnland væru með þeim fyrstu
er það gerðu. Á allsherjarþingi
sameinðu þjóðanna hefur ís-
'land einnig skorið sig úr hópi
Norðurlandaríkja og fylgt
Bandaríkjastjórn að útilokun
Kíná frá samtökunum. Hvað eft-
ir aijpað hefur verið sýnt fram
á það hér í blaðinu að þessi af-
staða er andstæð hagsmunum
Islendinga, enda mun vandfund-
inn sá Islendingur sem ekki telji
sjálfsagt að Island taki u^p eðli-
legt stjórnmála- og viðskipta-
samband við alþýðustórveldið
Kína. Er bess að vænta að heil-
brigð skynsemi og hagsnunir
Islands verði þyngri á metuuum
en þjónkun við stefnu Banda-
ríkjanna.
|7kki er ein báran stök hjá
Vesturveldunum um þessar
mundir. Engu er líkara en að
allar mögulegar hrelhngar og
áföll sem hugsanlegt er að
stefna þeirra og hagsmunir á
hinu þýðingarmikla svæði við
Miðjarðarhafsbotn geti orðið
fyrir séu að dynja yfir í einu.
Fyrst var það Kýpurdeilan, sem
er vel á veg komin að sprengja
Atlanzhafsbandalagið og Balk-
anbandalagið og harðnar dag
frá degi. Einmitt þegar hún
stendur sem hæst kemur annað
ekki minna babb í bátinn. Eg-
yptaland, sem er tengt Bret-
landi með hernaðarbandalagi,
er búið að gera samning um
vopnakaup við Tékkóslóvakíu
og allt útlit er fyrir að Sýrland
og Saudi Arbaía muni fara að
dæmi þess. Við þessi tíðindi
hafa æðstu menn Bandaríkj-
anna og Bretlands fyllzt skelf-
ingu. Utanríkisráðherrarnir
Dulles og Macmillan senda frá
sér hverja yfirlýsinguna eftir
aðra og George Allen, sá að-
stoðarutanríkisráðherra Banda-
ríkjanna sem fer með mál land-
anna við Miðjarðarhafsbotn og
í Vestur-Asíu, fer dagfari og
náttfari til Kaíró til þess að á-
víta Nasser forsætisráðherra
fyrir tiltæki hans. Á heimleið-
inni á hann svo að koma við í
Aþenu og reyna að blíðka
Grikki, sem segjast nú muni
skjóta á flugvélar bandamanna
sinna í A-bandalaginu ef þær
fljúgi yfir grískt land.
lk.að sem helzt hann varast
* vann varð þó að koma yfir
hann, segir sálmaskáídið, og
þau orð má sannarlega heim-
Gamel Abdél Nasser
færa á afskipti Vesturveldanna
af málum landanna við Mið-
jarðarhafsbotn. Leiðarstjarna
vestrænu stórveldanrra hefur
verið sú síðan undir lok heims-
styrjaldarinnar síðari að hindra
með öllum ráðum að Sovétrík-
in fengju að hafa nokkur áhrif
á þessu svæði, þar sem kross-
götur eru milli þriggja heims-
álfa og auðugustu olíulindir
heims streyma uppúr eyði-
merkursandinum. Undanfarinn
áratug hefur myndun ísraels-
ríkis og eftirköst hennar sett
svip á ailan gang mála á þess-
um slóðum. Bretar hvöttu Ar-
abaríkin til að ganga milli bols
og höfuðs á Ísraelsríki um leið
og það var stofnað. Sú tilraun
mistókst. Bandaríkin voru hins-
vegar hliðholl ísraelsmönnum.
Það var bandarískt fjármagn
og vopn frá Tékkóslóvakíu sem
gerðu ísrael fært að verjast of-
urefli í Palestínustyrjöldinni.
Reiði Araba yfir óförunum þá
hefur ekki síður beinzt gegn
Vesturveldunum en ísrael. í
fyrstu voru Vesturveldin ósam-
mála um ílest á þessúm slóð-
um annað en það að útiloka
Sovétrikin frá áhrifum. Þar
kom að þau sáu nauðsynina á
að samræma stefnu sína og árið
1950 var gefin út sameiginleg
yfirlýsing Bandaríkjanna, Bret-
lands og Frakklands.
Jiyfeginefni hennar er að rík-
in þrjú lýsa yfir að þau
muni í sameiningu sjá um að
landamærum Arabaríkjanna og
ísraels verði ekki breytt með
valdi. Vestrænu stórveldin tóku
sér þarna nokkurskonar lög-
regluvald við Miðjarðarhafs-
botn án þess að hafa til þess um
boð frá einum né neinum. Að
réttu lagi hefði Öryggisráð SÞ
átt að fjalla um málið, en það
vildu Vesturveldin með engu
móti, þá hefði ekki verið hægt
að komast hjá því að taka tillit
til sjónarmiða Sovétríkjanna og
veita þeim hlutdeild í fram-
kvæmd ákvarðana. Um það
leyti sem Atlanzhafsbandalag-
ið var fullmýndað gerðu utan-
ríkisráðuneyti Bandaríkjanna
og Bretlands tilraunir til að
koma á hernaðarbandalagi milli
sín og ríkjanna í Vestur-Asíu.
Þær tilraunir strönduðu á því
að Arabaríkin telja sig enn eiga
í styrjöld við ísrael, og neita
að viðurkenna tilveru þess. Við
þetta sat fram á síðasta vetur,
en þá ákvað Dulles, hinn ötuli
en stundum seinheppni utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna,
að við svo búið mætti ekki
lengur standa.
¥ samráði við Breta gerði Dul-
* les öllum ríkjum múhameðs-
trúarmanna frá Pakistan í
austri til Egyptalands og Tyrk-
lands í vestri, tilboð um að
ganga í hernaðarbandalag við
engilsaxnesku stórveldin.
(Frakkland var ekki haft með
að þessu sinni og af því stafar
að franski utanríkisráðherrann
hefur ekki fengizt til að taka
þátt í mótmælum starfsbræðra
sinna undanfarna daga gegn.
vopnasölu Tékka til Egypta-
lands. Allt frá dögum kross-
ferðanna hafa kaþólskir,
franskir stjórnmálamenn litið á
sig sem útvalda verndara hinn-
ar helgu grafar og réttmæta
drottnara landanna við Mið-
jarðarhafsbotn. í augum
franskra heimsveldissinna eru
þau enn Outremer, eins og
krossfarar kölluðu hið skamm-
lífa ríki sitt). Það kom strax á
daginn að engin tök voru á að
safna ríkjum þessum í eitt
bandalag undir engilsaxneskri
förustu. Herforingjarnir í Eg-
yptalandi, sem nýlfega höfðu
steypt Farúk konungi af stóli,
voru önnum kafnir við að
treysta sig í sessi og tryggja
sér vinsældir með því að stjaka
Bretum brott úr herstöðinni á
Súeseiði. Nasser forsætisráð-
herra var staðráðinn í að ganga
ekki í berhögg við egypzkt al-
menningsálit með því«að gera
hernaðarbandalag við vestrænu
stórveldin. Honum þótti meira
en nóg að verða að fallast á að
Bretar hefðu rétt til þess næstu
sjö árin að setjast aftur að með
her við Súes ef ráðjizt væri á
eitthvert Arabaríkjanna.
egar hér var komið gerðu
þeir Dulles og Eden þá höf-
uðskyssu, sem þeir eru nú að
súpa seyðið af. Þeir ákváðu að
sniðganga Egyptaland ög kljúfa
Arababandalagið. Hemaðar-
bandalag skyldu þeir stofna á
þessum slóðum hvað sem það
kostaði. Að undirlagi engilsax-
nesku stórveldanna gerði Tyrk-
land bandalag við Irak, Irak við
Pakistan og Tyrkland við Pak-
istan og síðan gengu Bretland
og Bandaríkin inn í þessi banda
lög. Jafnframt voru lögð drög
að því að fá Iran með í hópinn
svo að bandalagið væri óslitið
meðfram suðvesturlandamær-
um Sovétríkjanna. Afleiðing
þessa var að Arababandalagið
splundraðist. Egyptaland, Sýr-
land, Saudi Arabía og Jemen
fordæmdu framkomu Irans-
stjórnar og kölluðu hana svik
við einingu Arabaþjóðanna.
Jórdan og Líbanon þorðu í
hvorugan fótinn að stíga. Stjórn
Iraks gerði samninga við vest-
urveldin, þar sem henni var
heitið miklum vopnasending-
um. Jafnframt var hinum Ar-
abaríkjunum tilkynnt, að þau
fengju engin vopn framar nema
þau breyttu um stefnu og
gengju í hernaðarbandalagið.
Stjórnum vesturveldanna
datt ekki í hug að gera ráð fyr-
ir þeim möguleika að hinar
óþægu Arabarikisstjórnir ættu
annars úrkostar en að gefast
Framhald á 11. síðu.