Þjóðviljinn - 01.10.1955, Síða 7

Þjóðviljinn - 01.10.1955, Síða 7
Láugardagur 1. október 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Finnbogi Rútur VaJdimarsson: ✓ Er f ramtíðarhöf n fyrir fiski- flota Reykvíkinga í Kársnesi? I Lesbók Morgunblaðsins, 15. maí 1955, birtist grein eft- ir Árna Óla undir fvrirsögn- inni „Port Reykjavik“. Fyrir- ætlanir um höfn í Skerja- firði“. Árni Óla rekur þar fyrst athuganir og áætlanir, er gerðar voru laust fyrir síð- ustu aldamót, af dönskum verkfræðingum, en að tilhlut- an bæjarstjórnar Reykjavík- fjörður. Þar er í fjarðar- mynninuu niikið af skerjum, og séu þar sett upp nokkur sæmerki og gerðir þar nokicr- ir ieiðarvitar, þá baga þau ekki innsiglinguna að neinum mun, og þar eru meira að segja svo mörg sund milli þessara skerja, að jafnvel seglsldp eiga hægt með að koniast )>ar inn og út með hvaða vindst.öðu sem er. Hins Aðdýpið er langmest \ið sunnanvert Iíársnes K XttSHES Við hina nýju Kársnesbryggju er nú 3.5 m dýpi við stór- straumsfjöni. örskammt er út á hafskipadýpi, 5—6 m \ið stórstraumsf jöru. I álnum vestur af Kársnesi er allmikið dýpi, 9—12 m, en þar er kjrr sjór í öiliun áttum. Helzt gætir þar smá vindöldu í sunnan—suðaustanátt. ur, um hafnargerð í Reykja- vík. Verkfræðingurinn áætl- aði að hafnargerðin mundi kosta 4.6 milljónir. Það þótti bæjarstjórninni gífurleg upp- hæð, og féll málið niður. „En svo er það í október 1902", heldur Árni Óla áfram, „að í ísafold birtist grein eftir kommandör R. Hammer, sem hafði verið varðskips- foringi hér við land í fjögur sumur. Grein þessi hét „Um hafnarfyrirkomulag í Reykja- vik“. Hann bendir þar á að hér eigi nú heima um 7000 manns, miklar framfarir í landbúnaði og fiskveiðum sé á uppsiglingu, fossaaflið og steinaríkið hafi upþ á mikla a uð'legð að bjóða — en þó sé hér engin höfn. Það sé að- kallandi nauðsyn, að höfuð- borgin fái sem fyrst góða höfn, þar sem ferming skipa geti gengið hiklaust. Muni þá kostnaður við skipaferðir lækka stórlega, en auk þess verði höfnin lyftistöng fyrir allar framfarir innan lands. Menn hafi verið að hugsa um að gera höfn, þar sem skipalegan sé og hlaða þar skjólvirki, en þetta verði svo dýrt, að fslendingar hafi ekki fé að leggja í það eins og þá var ástatt. „En þess gerist ekki þörf. Náttúran hefur hlynnt betur að Reykjavík en svo. Nærri bænum er staður, er hefur til að bera öll skilyrði fyrir að þar megi gera góða og ódýra höfn. Það er Skerja- vegar gera þessi sker það, að inn á firðinum, fyrir innan þverstefnuna milii Skiidinga- ness og Seilu, verður pollur, þar sein aldrei getur orðið ókyrr sjór svo neinu nemi, og er skipum þar alveg eins ó- hætt og á poHinum á Isa- firði". Þessi grein hins danska varðskipsforingja, sem vitan- lega. var manna kunnugastur hafnarskilyrðum kringum landið eftir fjögurra ára starf hér, kom mikilli hreyf- ingu á málið. En fyrst og fremst virðist hún hafa orðið til þess að hleypa jörðinni Skildinganesi í geypiverð. Tryggvi Gunnarsson var lát- inn bjóða í hana 7000 krón- ur fyrir hönd bæjarstjórnar, en eigandinn vildi fá 9000 kr. Nokkrum árum síðar vildi danskur fjármálamaður borga eigendum jarðarinnar fyrir hana 400 þúsund krónur í hlutabréfum og 40-50 þúsund í skuldabréfum. Páll Briem amtmaður og Sigurður Briem póstmeistari áttu jörðina. Um skeið hugðist Páll beita sér fyrir hafnarmálinu en hann féll frá 1904 og féll málið niður um nokkur ár. Þá var það árið 1911 að Einar skáld Benediktsson komst í málið. Hann var þá í sambandi ‘ við brezka f jár- málamenn, og stofnuðu þeir félag um hafnargerð við Skerjafjörð, óg. skyldi höfn- in heita „Port Reykjavík". Sumarið 1913 voru fram- kvæmdir hafnar við fyrstu bry&gjusmíði, eþ um haustið 1913 hurfu hinir erlendu menn heim og varð ekki meira úr framkvæmdum, „því að næsta sumar hófst heims- mi j (É/ / Mynd þessi er af hafnargerðinni 4 Kársnesi, teikning Axels Sveinssonar, hafnarverkfræðings. Húsið sem örin bendir á er sumarbústaður sá sem Hannes Jónsson veitti lóðaleigusamning til 50 ára. Ekki er ólíkiegt að sá samningur verði kaupstaðn- um dýr, en hvað varðar HLnnes uin það, ef haun bara getu r aflað sér atkvæða. styrjöldin fj-rri. Reykjavík hóf byggingu sinnar hafnar og Port Reykjavik óx henni aldrei yfir höfuð heldur vesl- aðist upp vegna aðgerðar- leysis. Ámi Óla heldur áfram frá- sögn sinni á þessa leið: „Einar Benediktsson hafði Skerjafjörður er höfn frá náttúrunnar hendi KARSNE8 Einfalt sjókort af Skerjafirði. Feitu línurnar sýna sjávarmál. Hinar sýna mismunandi sjáv- ardýpi miðað við stórstraums- f jöru. Fyrir utan yztu línurnar (t.d. kringum skerin) er haf- skipadýpi, 6 m og þar yfir. Innsiglingarleiðin er hrein, hvort sem farið er rnilli sker j- anna, eða milli lands og sker ja við Suðurnes á Seitjarnarnesi, en sú leið er nýlega mæld upp og lýst með 2 ljósduflum. Minnsta dýpi á þeirri leið er 6.6 m (211/2 fet). I 12 tíma á hverjimi sólarhring allan árs- ins hring er dýpið yfir 28 V2 fet. Tíu þúsund sinálesta skip geta því með góðu móti siglt Inn á Skerjafjörð alian árs- ins hring. Inn fyrir skerin á miðjum firði kemst engin botn- alda. Þar er djúpur pollur, lygn og öruggur fyrir skip, eins og Pollurinn á ísafirði. samt óbifanlega trú á Skerja- fjarðarhöfn og hann kom þvi til leiðar að fossafélagið „Tit- an“ keypti Skildinganessland árið 1918 af hinu enska fé- lagi. Titan var þá með hinaf stórkostlegustu fyrirætlanir á prjónunum um virkjun Þjórs- ár allt ofan úr óbyggðum, og ætlaði sér að ná úr hentú rúmlega milljón hesta orku. Þegar nú félagið keypti Ski’d- inganessland, var það ætíáti þess að reisa þar ábui'ð; r- verksmiðjur og gera þar fu i- komna höfn. Aflið frá orí.u- verunum við Þjórsá sk'yVdi .; » / leitt þangað í háspennulínú.'.t; Og ef þessar fyrirætlar.ir hefðu komizt í framkvæi >d mundi hafa risið þarna við Skerjafjörð engu minni bo.-g heldur en Port Reykjavík vtr ætlað að verða á sínum timá. Allir vita hvernig fór uni fyrirætlanir Titanfélagsins. Mikill hluti af landi þess vlð Skerjafjörð var tekinn eigh- arnámi undir Reykjavíkur- flugv'öll. En hafiiarsknytði eru þarna enn hin sönni og áður, og það mun margra mál, að hvorki Hammer ué Einari Benediktssyni h fi missýnzt svo mjög er þé'.i* töldu þarna hinn ákjósan’r v- asta stað fyrir hafnargerð Senn líður að því að Reyk ia víkurhöfn verður of lítil. Jir nú þegar farið að ráðgora <T stækka hana og láta hana á allt inn að Laugarnesstön■; - ura. En hví skyldi ekki ge a fyrst almennilega höfn í Skerjafirði og flytja flugvöli- inn eitthvað annað ?“ Alkunnugt er að Eggerí Claessen bankastjóri bjó í Framhald 4 8. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.