Þjóðviljinn - 22.10.1955, Síða 1
VILJINN
Laugardagur 22. október 1955 — 20. árgangur — 239. tölublað
Ústjórnin í aiuróasölumÆunumi
Nú vantar í íslenzka sölusamninga
álíka magn og Norðmönnum var selt
Segja má að hvert hneykslið í framleiðslu- og af-
urðasölumálum þjóðarinnar reki annað-
Nú er komið í ljós að það vantar saltfisk upp í gerða
samninga við þær þjóðir sem árum saman haia keypt
íslenzkan saltfisk.
Davíð Ólafsson fiskimála-
stjóri segir frá þessu í síð-
asta hefti Ægis. Segir hann
þar m.a.: ,,Á þetta einkum við
um sölú til Grikklands, Itaiíu
og Spánar, en hið síðasttalda
land kaupir sem kunnugt er
verkaðan fisk eingöngu. Ot-
Kosxtingar í Frakk-
landi í desember?
Franska stjómin ákvað í gær að biðja
þingið um heimild til að xjúfa það
Franska stjómin ákvað á fundi sinum í gær aö leggja
fyrir þingið frumvarp um þingrof og nýjar kosningar.
Stjórnin kom saman í
flutningur til Grikklands fer
fram í háust og fram í febrú-
ar í vetur og enn mun vanta
um 2500 smálestir til þess að
unnt verði að fullnægja eftir-
spuminni þaðan.
Þá vantar ennfremur nokkur
hundruð smálestir af smáfiski
til ítalíu. Loks þarf svo 1500
til 2000 smálestir af verkuðum
fiski til Spánar“.
Þrem blaðsíðum aftar í
sama hefti Ægis er svo frá
því skýrt að á þessu ári hafi
verið flutt til Noregs — heizta
keppinauts okkar á saltfisk-
markaðinum — á annað þús-
und tonn af saltfiski, og á sl.
ári nær 4 þús. tonn, éða sam-
tals um 5 þús. tonn.
Sem sagt: það er fluttur
út saltfiskur til þess að helzti
keppinauturinn geti staðið- við
sína samninga — sjálfa vantar
íslendinga svo álíka mikið
magn til að geta staðið við
sínar eigin skuldbindingar.
Tveir brunar ít!
sama tíma í gær-
kvöld
Slökkviliðið í Reykjavík var
kvatt á tvo staði á ellefta tím-
anum í gærkvöld.
Klukkan rúmlega hálfellefu.
var tilkynnt um bruna að Ala-
fossi. Hafði kviknað þar i íbúð-
arhúsi sem áfast er sundlaug-
inni. Tókst að slökkva eldinn
á tiltölulega skömmum tíma„
en skemmdir urðu nokkrar.
Skömmu síðar var slökkvilið-
ið kvatt að húsinu Tjamar-
götu 26, sem er allstórt timb-
urhús eign Egils Benediktsson-
ar veitingamanns í Tjarnarcafé.
Var eldurinn fljótlega slökktur
þar líka. Ekki er kunnugt um
eldsupptök.
ÍKSÖ,*^'K:
gær
undir forsæti Coty, forseta lýð-
’-'eldisins. Á þeim fundi var
samþykkt að leggja frumvarp
um þingrof og nýjar kosningar
fyrir þingið í næstu viku. í-
haldsflokkarnir sem standa að
stjóminni óttast ört vaxandi
fylgi vinstri flokkanna og vilja
því flýta kosningunum, sem að
réttu lagi eiga að fara fram
í júní næsta ár.
EKKI VÍST AÐ JöING-
1» SAMÞYKKI
Ekki er hægt að fullyrða neitt
um hvort þingið samþykki þetta
frumvarp stjómarinnar þótt lík-
ur séu taldar á því. Fréttaritar-
ar segja að sósíaldemókratar
telji sér hentugast að kosning-
ar fari ekki fram fyrr en næsta
ár, og sama máli gegni um
stuðníngsmenn Mendes-France,
sem aðallega er að finna í Rót-
tæka flokknum. Hins vegar má
telja sennilegt að kommúnistar
séu fylgjandi kosningum. Af i-
haldsflokkunum munu gaullist-
ar, sem eru fjölmennastir þeirra
á þingi, tæplega vera mjög fýs-
anói þess að kjörtimabilið verði
Framhald á 5. síðu
Samkomulagið í Marokkó
er farið úl um þúfur
Sjálfstæðisflokkurinn Istiqlal neitar að
eiga fulltrúa í fyrirhugaðri stjórn
Samkomulagið sem gert var milli sjálfstæðishreyfing-
ar Marokkóbúa og frönsku stjórnarinnar í Aix-les-Bains
viröist nú algerlega farið út vun þúfur.
Fez, sem ríkisráðið hafði fal-
ið að mynda stjómina, átti að
segja til um það í dag hvort
hann tæki það að sér. Eftir
þessa yfirlýsingu Istiqlals er
Söltun held-
ur áfram
Samkomulag hefur náðst
milli ríkisstjórnarinnar og Fé-
lags síldarsaltenda á Suðvest-
urlandi um grundvöll fyrir á-
framhaldandi söltun Suður-
landssíldar.
Búið er að salt í gerða samn-
inga, en Síldarútvegsnefnd
vinnur að frekari söltun.
U Nu, forsætisráðherra Burma,
kom í gær til Moskva í boði
sovétstjómarinnar og mun
dveljast nokkra daga í Sovét-
ríkjunum. Búlganín forsætis-
Samsýning sex myndlista-
manna opnuð í dag
Þar geta menn borlð saman nýjar
stefnur og gamlar
f dag opna 5 málarar og 1 myndhöggvari samsýningu í
Listamannaskálamun.
Þetta er óvenjuleg sýning að því leyti að þarna sýna
saman þeir sem mála abstraktsjónir og þeir sem mála í
hinum hefðbundna stíl til að sýna hlutina nokkumveginn
einsog þeir eru.
Þarna er þvi alveg sérstætt tækifæri til að bera saman
þessar tvær umdeildu stefnur.
Myndhöggvarinn er Ásmundur
Sveinsson, sýnir hann þarna 4
verk a.m.k. Snillinginn Ásmund
þekkja allir Reykvíkingar og
er flestum þeirra fagnaðarefni
hvert tækifæri til að sjá verk
hans, þótt til séu menn er sjá
rautt ef þeim detta í hug
vissar myndir háns.
Svavar Guðnason er aðal-
hvatamaður að þessari sýningu,
til þess sérstaklega að fá fram
andstæðurnar milli hinna
tveggja fyrrgreindu stefna í
málaralist. Hér geta menn borið
saman og yfirvegað í ró og
næði. Ættu menn líka að nota
þetta tækifæri vel. Allir vita
að Svavar málar sjálfur „abstr-
akt“, og innleiddi þá stefnu
hér með því að fá nokkra
danska málara til að halda hér
sýningu á „abstraktmálverkum"
áður en íslenzkir málarar hófu
sýningu á slíkum verkum ein-
göngu.
Kristín
Jónsdóttir sýnir
ráðherra tók á móti honum á þarna 12 myndir. Hún er ein
flugvellinum. | af elztu og kunnustu listmál-
urum landsins, í hinum „góða
gamla“ stíl,
Snorri Arinbjamar á 7 mál-
verk. Um 30 ár eru liðin frá
því að hann hafði fyrstu sýn-
inguna hér og er mörgum minn-
isstæð yfirlitssýning hans er
hann var fimmtugur.
Þorvaldur Skúlason á 9 mynd-
ir, en hann hefur s.l. aldarfjórð-
ung haft fjölmargar sýningar
heima og erlendis. Flestar af
myndum hans voru á sýningu
í Svíþjóð s.l. vetur og fengu
þar ágæta dóma.
Loks er svo Gunnlaugur
Scheving, sem frægastur er fyr-
ir hinar ágætu myndir sínar
frá sjónum og starfi sjómann-
anna. Hann heldur sig enn við
sjávarsíðuna.
Alls eru á sýningunni um
70 myndir, olíumálverk, pastel-
og vatnslitamyndir. Allar eru
myndirnar málaðar á síðustu
tveim árum. Sýningin verður
opnuð kl. 2 í dag og verður
opin í hálfan mánuð a.m.k. Sýn-
ingartími er frá kl. i e.h. til
10 að kvöldi hvern dag.
Eftir mikið þóf tókst frönsku
stjóminni að koma Ben Arafa
soldán úr landi og skipa ríkis-
ráð í hans stað, en um þetta
hafði verið samið í Aix-les-
Bains milli hennar og fulltrúa talið að hann muni neita.
sjálfstæðishreyfingarinnar í
Marokkó.
Hlutverk ríkisráðsins átti að
vera að undirbúa myndun rik-
isstjórnar í landinu á breið-
xnn grundvelli, en sú stjórn
átti siðan að láta fara fram
almennar kosningar í landinu.
Upphaflega hafði verið gert
ráð fyrir að í rikisráðinu væru
þrír menn, stórvezírinn, einn
fulltrúi sjálfstæðishreyfingar
innar og annar fulltrúi þeirra
Marokkóbúa sem hlynntir eru
Frökkum. En þegar ríkisráð-
ið var lolcs skipað, voru í því
fjórir menn.
Sjálfstæðisflokkurinn Istiqlal
segir nú, að franska stjórnin
hafi með þessari skipan ráðS'
ins svikið samningana í Aix
les-Bains. Landstjóri Frakka,
Boyer de la Tour, hafi séð um
að í ráðinu sætu menn sem
væru andvígir sjálfstæðishreyf- , „ „ . ... . . „, „ „ „
ingunni og segist flokkurinn FVrsil fundur hinnar nykjornu bœjarstjornar Kopavogs var haldinn s.l. miðvikudag.
ekki munu eiga sæti í stjóm Hér sést bœjarstjórn Kópavogs á hinum fyrsta fundi sínum, talið frá vinstri: Hannes
undir þessu ríkisráði. Jónsson, Sveinn Einarsson, Jósafat Líndál, Eyjólfur Kristjánsson forseti bœjarstjórn-
Ben Sliman, fyrmm pasha af ar, Finnbogi Rútur Valdimarsson bœjarstjóri, Ólafux Jónsson og Þormóður Pálsson.
1 dag er aðalskiladagur happdrættisins. Opið til kl 6