Þjóðviljinn - 22.10.1955, Side 11

Þjóðviljinn - 22.10.1955, Side 11
Hans Kirk: Klitgaard og Synlr 22. dagur. lega í rúminu með þennan höfuðbúnaö? Hann gekk alveg að sjúkrabeði Fríðu feitu og reif klútinn af höfði hennar. — Já, einmitt, sagði hann yfirlætisfullur. Klippt. Þá eruð þér ástandspía. Það er víst bezt að þér komizt undir vemdarvæng lögreglunnar. Og þér eruð blómleg og hraustleg aö sjá, og það mætti segja mér aö þessi sjúk- Hann opnaði dyrnar og barði lögregluþjóninn af öllu afli. dómssaga væri tilbúningur. Hinn lögregluþjónninn fór fram að hringja og andar- taki síðar var bariö að dyrum og Evelyn gekk inn. — Hvað er hér á seyði? spurði hún. — Ekki annað en þaö að við tökum þetta fólk meö okkur, sagði lögreglufulltniinn. Við vitum ekki hvort þetta er maðurinn yöar, en þaö þarf að minnsta kosti að athuga hann lítið eitt. Og kvenmaðurinn er að minnsta kosti ástandspía og við þurfum að athuga hvað hún hefur afrekaö fleira. Er hann þjónn hér á heimilinu og hún eldastúlka? — Ég gef engar upplýsingar um það, sagöi Evelyn. Þér hafið ruðzt inn á heimili mitt á ólöglegan hátt og ég segi ekkert nema ég sé kölluö sem vitni. Meðan Þjóð- verjamir voru hér stóð ekki á þjónslipurö ykkar við þá. — Það er laukrétt, sagöi Egon forstjóri. Þá höfðuð þið nóg aö gera við að elta okkur í frelsishreyfingunni. j — Þetta hirði ég ekki um að ræða viö yður. Nú förum við út, svo að kvenmaðurinn geti komiö sér fram úr og í fötin. Og þér verðið að hafa hraðan á, því aö við höf- um nóg aö gera. Komið nú út svo að stúlkan geti klætt sig. — Ég verö að hjálpa kærustunni minni, sagöi Egon. Þér haldið að hún sé ekki veik, en hún er spítalamatur. Og ég fer ekki fet héðan út.... — Jæja, þá förum við framfyrir á meðan. En engin heimskupör, því að það borgar sig ekki. Og fljótt nú. Evelyn gekk inn í herbergi sitt og raulaði lágt fyrir munni sér, því að þetta undarlega vinafólk Jóhannesar kom henni ekki við. Hennar vegna mátti lögreglan fara með þau á stöðina. — Þú veröur að tína á þig spjarirnar, Fríða, það er ekki um annað að gera, hvíslaði Egon, þegar búið var að loka. — Æ, þetta er svo voðalegt, og þú þarft alltaf að rífa þennan stólpakjaft, snökti Fríða. Ég vil ekki fara í tugt- húsið, ég vil þaö ekki, Egon, því að ég hef ekkert gert af mér. — Ég held nú ekki, systir, sagði Egon forstjóri hugg- andi. En ef þú ferð ekki á fætur lendirðu þar. Þú verður að smella þér í, og svo reyni ég að bjarga málinu. Fylgdu mér fast eftir, ég gef honum einn í andlitið og svo þjótr —— Ijaugardagur 22. oktober 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11 um við niður bakstigann og burt. Við förum eitthvað upp í sveit og lifum í friði og spekt, þangað til betri tímar renna upp. Fríða fór snöktandi og kveinandi fram úr þægilegu rúminu, þar sem hún hafði vonazt eftir að mega fara huldu höfði enn um stund. Egon rétti henni flíkumar og rak á eftir henni. — Hvaða hangs er þetta? hrópaöi lögreglufulltrúinn fyrir utan dyrnar. Við getum ekki hangið hér 1 allan dag og bíllinn bíður niðri. — Jæja, hvíslaði Egon. Vertu nú bai'a á hælunum á mér. og svo þurfum við aö forða okkur í snarkasti um leiö og ég er búimi aö jafna um gúlana á þeim. Hann opnaði dymar og barði lögregluþjóninn af öllu afli, og hann hneig útaf eins og keila sem kúlan lendir í. Hann ætlaöi að fara að ganga frá hinum lögreglu- þjóninum þegar einlrverju hörðu var stungiö inn á milli rifjamm í honum. — Svona, ef þú hagar þér ekki eins og maður, verður hleypt af. — Djöfullinn, hvæsti Egon. Jæja, þá gefst ég upp. Gerið þiö þá við okkur það sem ykkur sýnist, löggu- hundarnir ykkar. Og með byssuhlaup við bakið gengu systkinin að bíln- um sem beiö þeii*ra og ók þeim á lögreglustöðina. Evelyn stóð við gluggann og horfði á brottför þeirra. Hún brosti, því að þau vom ekki sérlega borubrött, en um leið fann hún til meðaumkunnar. — Hamingjan góöa, hvað hefur þessi skelfilegi kven- maöur í rauninni gert af sér? hugsaöi hún. Ég hef líka átt þýzkan elskliuga og á hann raunar enn og mun eiga hann. Og Tómas mágur minn og Þorsteinn komast sjálfsagt hjá öllum óþægindum. Smáþjófarnii' eru hengd- ir — stórþjófarnir sleppa .... óttii dragtinni á myndinni er venjulegt hvitt lambskinn. Það er ódýrt, sterkt og fallegt. Á litia hattinum er einnig brvdd- ing úr .sams konar skinni. Tak- ið eftir að rendurnar snúa þversum í allri dragtinni, bæði pilsi og jakka. Almennt er talið að lóðréttar rendur grenni meira og það er nokkuð tU í því, en mjög smáar rendur ' mega gjarnan snúa þversum | og það lítur ágætlega út. Hér eru myndir af nokkr- um hlýjum flíkum, enda fer nú veturinn í hönd. Finnst ykkur þykka, hvíta ungverska peysan ekki vera hlýleg. Hún er með klukkuprjóni og nær niður á mjaðmir. Hún er há í hálsinn en kraginn er hnýttur að fram- an eins og trefill. Kjóllinn með plíseraða pUs- inu og víðu peysunni er líka frá Ungverjalandi. Hann er í tveim gráum litum og hann má nota sem útikjój á sumrin og innikjól á vetrum. Pliseringarn- ar fara að sjálfsögðu ekki úr og efnið er blanda úr nælon og ull, hæfilegt rnagu af ull til þess að það sé hlýtt en hafj þó hina góðu eiginleika nælonsins hvað snertir endingu. Mjög margar dragtir eru með skinnkrögum. Það er fal- legt og hlýtt ef maður notar dragt megnið af árinu. Og það þarf ekki að verða mjög dýrt ef maður velur ekki dýrustu tegundir af skinni. Á smárönd- Stutti jakkinn sem notaður er yfirmynstraða peysu er frá Austur-Þýzkalandi. Jakidnn er dálítið sérkennilegur í saióinu en fer vel utanyfir peysu af þessu tagi. Jakkinn er úr hvitu ullarefni og er með opnu háis- máli og hálflöngum «n«m. Peysan sem notuð er undir er líka hvít með litekrúðvgu mynstri, sem skreytii-, . ;:>;eði peysu og jakka. Þessi flík, er ó- hentugust af þeim sem sýndar eru á myndumum. Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýöu — Sósíalistaflokkurinn. —Ritstjóier: Magnús Kjartansson (áb), Slgurður Guðmundsson — Fréttarli stióri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guðmundur Vigfússon, tvar H. Jónsson, Magnús Torff Óiafssön. — AúglýsihgaStjórl: Jónsteinn Haraldsson. — Ritstjóm, afgreiðsla, augiýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 75<i0 (3 iinur). — Áskrittarverð kr 20 á mánuði i Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar. — Lausasöluverð kr. f. — Prentsm. Þjóðviljan* hJL,

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.