Þjóðviljinn - 09.12.1955, Síða 9

Þjóðviljinn - 09.12.1955, Síða 9
Föstudagur 9. de&ember 1955 — ÞJÓÐVILJINN — f'S RITSTJÓRJ FRÍMANN HELGASGN Á þingi knattspyrnumanna uni daginn kom það aðeins fram að til umræðu hefði kom- ið að skipta íþróttabandalagi Suðurnesja í tvö sjálfstæð hér- aðssambönd. Mun það hugsað þannig að Keflavík A'erði-sjálf- stætt samband, en þau önnur félög sem til eru á Suðurnesj- um verði áfra.m í sjálfstæðu héraðssambandi. Mun þessi ósk vera fram komin frá Keflavík- ingum sem telja kaupstaðinn orðinn það stóran (íbúarnir rúmlega 4000) að þeir geti auðveldlega myndað héraðssam band eins og aðrir kaupstaðir með svipaða íbúatölu, og verð- ur því ekki með rökum neitað. I dag munu vera þar tvö fé- lög og ekki er ólíklegt að fljótt rísi þar upp fleiri félög. I íþróttalögum er gert ráð fyrir að landinu sé skipt í í- þróttahéruð eftir legu og að- stöðu til samvinnu. Skipting þessa héraðs brýtur því ekki í bága við íþróttalög. Það sem fyrst kemur því til álita, er það, hvort skipting þessi hafi eða geti haft í för ’með sér1 minnkandi íþróttaáhuga í þeim félögum sem utan við Kefla- vík stánda. IJm hið félagslega starf innávið ska.1 lítið sagt, enda er ég ekki þeim hnútum kunnugur. Útávið virðist sam- starfið fyrst og fremst í því fólgið að æfa sameiginlega lið sem koma svo fram á lands- mótum. Ekki er ósennilegt að töluverður hluti áhugámanna þar syðra hafi farið í þessar úrvalsæfingar, og lítill áhugi hafi verið eftir til að ná sam- an æfingum heima í félögun- um. Þetta er í rauninni hin al- gilda regla að æfingar úrvals- liða, nema þær séu rétt fram- kvæmdar, skaða hin einstöku félög meira en menn grunar. Þó að til skiptíngar kæmi myndu samæfingar ekki falla niður, því gera verður ráð fyr- ir að hvort hérað myndi senda sameinað lið t.d. í knattspyrnu á landsmót. Að sjálfsögðu mundi svo koma föst keppni milli úrvalsliða Suðurnesja og Keflavíkur, bæði vor og haust. Er ekki ósennilegt að þeir leik- ir gætu orðið skemmtilegir og í TIL LIGGUR LEIÐIN að þeim myndi fylgja nokkur spenningur. Því er haldið fram í dag að óvíst væri hvort liðið myndi sigra ef þau kepptu sam- an. Fyrir Keflvíkinga væri það slæmt að geta eldci verið með í Suðumesjamótinu í knattspyrnu; leikjum þeirra í héraði mundi fækka alvarlega, en hóflega margir leikir eru góður skóli. Það er lágmark að gera ráð fyrir 7-10 leikjum á sumri fyrir hvern knattspyrnu- mann. Það mundi því æskileg- ast að auk keppni innan hvors héraðssamtíánds • héldi Suður- nesjamótið. áfram að verg Ö1 'í sömu mynd og þáð var, • og auðvitað j'rði að dreifa leikjun- um niður á 2-3 mánuði. Tækist Suðurnesjamönnum að skipa málum sínum á þennan veg, er ugglaust að skiptingin hefði mikla íþróttalega þýðingu, og mundi kveikja nýtt líf og á- huga. Ekki er heldur ólíklegt að byggðalögin myndu leggja félögunum meira fé, til að bæta æ.ingaaðstöðu — til kennslu og e. t, v. ferðalaga er flokkarnir færu til keppni í önnur byggðalög. Er vonandi að þetta mál verði rætt með víðsýni af öllum aðilum, og eins og fyrr segir mun það skynsamlegast að stíga þetta skref ef vel verður á málum haldið á eftir. Hvenær verður Héraðssam- bandinu Skarphéðni skipt og U.I.A? En fyrst. farið er að tala um skiptingu héraðssambanda er rétt að minnast á Skarphéðinn. Þetta gamla góða samband tel- ur nú 25 félög innan sinna vé- banda. Það nær frá Ingólfsf jalli að Jökulsá. og frá sjó svo langt inní land sem byggð er. Þetta er það stórt landflæmi með Svo mörgum félögum að varla er við því að búast að stjórn- in geti beitt sér fyllilega um þessa dreifðu byggð og fylgzt með og vakið áliuga þar sem deyfð gerir vart við sig. Það er því vafalaust mjög skyn- samlegt að skipta svæðinu í a. m. k. tvennt og láta sýslurnar, Árnessýslu og Rapgárvalla- sýslu ráða. Með því dreifðust stjórnarstörfin á fleiri hendur og beinlínis eðlilegt á þessum stað að héraðsstjórnin fylgi sýslunum. Sama er að segja um Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands. Það telur 26 fé- lög» Það teygir sig yfir langa strandlengju og eru þar sam- göngur oft erfiðar og því meiri ástæða til að hluta það meira í sundur en gert er. Með tilliti til þess líka að héraðssambönd keppa oftast saman er eðlilegra að þau séu sem jöfnust að fé- laga- og fólksfjölda eftir því sem við verður komið. Það er líka ljóst að því fleiri sem þau eru því fleiri komast að i keppni og því fleiri vilja æfa með eitt- hvert ákveðið markmið fyrir augum. Iþróttanefnd ríkisins hefur liér verk að vinna i sam- ráði við þessa aðilja og er fyllsta ástæða til að ætla að þetta verði til eflingar íþrótta- og íélagslífinu í landinu. Ekk- ert er eðlilegra en að á þessu geti orðið breyfektgarmg að tíra- inn leiði í ljós að þróunin taki aðrar stefnur en upphaflega var gert ráð fyrir. Sé það ráð góðra manna að breyting sé til batnaðar þá á að gera hana. Við megum ekki bíta okkur í gömul form og standa í vegi fyrir eðliiegri þróun. Hið íslenzka F©md!a!élag [!is sa?a í er komin ú! I|ósprentuð ellií 1. útg. Ennþá fást efiirtalin fornrit hjá bóksölum: BESHNU-NIÁLS SACA VESTFIRÐIKGÁ SÖGUR LMBÆM SAGÁ HEIMSKRINGLA 1—3 A&alútsala: Bókaverzlun B « B B Bí B K E 0 S E3 S1 B !S ® B & :S G HBEBEIBIEBE2BEíaE3aíEBiBE3HIS Áuglýsið í .WAWAW HIIIIIIBI w Höfiim opnað nýja verzlun ív Eigum mikið af smekklegum félagjöfum Við munum sem áður kappkosta að selja góðan og smekklegan kvenfatnað með sannverði og við allra hæfi. M jattn vanfar sendisvein 12 til 15 ára. Vinnuíími frá kl. 1 til 6. Talið við afgreiðsluna. Sími 7500. I Ný a gerist öll á einni nótt ta eftir Gaðmund Daníelsson Ástarsaga, afbrotasaga, saga um ótta og- hugrékki. Tilkomumikil og spennandi saga, sem enginn íær sleppt íyrr en að lestri loknum. Helgafellsbók

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.