Þjóðviljinn - 05.01.1956, Qupperneq 1
Finumtudagur 5. janúar 1956 — 21. árgangur — 3, tölublað
HAGFRÆÐINGAR RÍKISSTJÓRNARINNAR GANGA FRÁ TILLÖGUM SÍNUM:
Vilja atvinnuleysi og kanpbindingn
Ekkert eftirlit meS gróSa og okri á nauBsyn'ium
Þessa dagana er hagfræðinganefnd ríkisstjórnarinnar®’
að skila álitsgerð sinni um ný „bjargrað“, og munu til-
lögur hennar vera þær að taka upp margfalt hatramari
afturhaldsstefnu en þó hefur tíðkazt að imdanförnu. M.
a. mun nefndin leggja til að stórlega verði dregið úr fjár-
festingu til þess að koma á „hæfilegu atvinnuleysi“ og
telja æskilegt að kaupgjald verði bundið!
í hagfræðinganefndinni eiga
sæti Jóhannes Nordal hagfræð-
ingur Landsbankans, Ólafur
Björnson prófessor, Benjamín
Eiríksson bankastjóri og Klem-
enz Tryggvason hagstofustjóri.
Klemenz mun þó ekki hafa vilj-
að eiga hlut í tillögum nefndar-
innar, heldur aðeins hafa fjallað
um skýrslugerðir og rannsóknir.
Meginatriðin í tillögum þre-
menninganna munu vera þessi:
★ Haldið sé áfram stcfnu hinn-
ar „frjálsu verzlunav", engin inn-
flutningshöft séu sett á lúxus-
skranið, ekkert verðlagseftirlit,
hvorkS á nauðsynjavörum né
húsnæði.
★ Fjárfesting sé talonörkuð
mjög stórlega, bæði hjá opinber-
um aðilum og einstaklingum,
með því að draga úr lánum að
miklum niun, stytta enn Iáns-
tíma og hækka vexti. Með þessu
á að tryggja að mikið dragi úr
„eftirspurn eftir vinnuafli“, eða
með öðrum orðum að komið sé
á því „hæfilega atvinnuleysi"
sem borgaralegir hagfræðingar
telja óhjákvæmiiega undirstöðu
í auðvaldsþjóðfélagi.
★ Ofan á þetta munu þremenn-
ingarnir svo bera fram tillögu
um að kaup sé bundið með lög-
um — og mun þar vera um hag-
Framhald á 12. síðu
Þá með Göring, nú hjá Adenauer
Fjcirstýrð eldilaug
sem dregur 2400 km
Rússar h&fa hana, til urnráða, segir
bandaríshur þingmaður
Bandarískur þingmaður heldur því fram að sovéther-
inn ráði yfir fjarstýrðri eldflaug sem hægt sé að senda
2400 km vegalengd með kjamorkusprengju.
Henry Jackson, öldungadeildar-
maður frá fylkinu Washington
og einn af fulltrúum demókrata
í hermálanefnd deildarinnar, lét
þessa skoðun í ljós.
Hann kvaðst hafa komizt á
snoðir um að bandarisku leyni-
þjónustunni hefði borizt vit-
neskja um að sovétherinn hefði
fengið eldflaugina til umráða.
Hún væri miklu langdrægari
en nokkur eldflaug sem smíðuð
hefði veríð í Bandaríkjunum.
Jackson lét í ljós áhyggjur
yfir, hver ábrif vitneskjan um
þetta nýja vopn sovéthersins
Þigroí í Jórdan
dænt ólö
myndi hafa í þeim löndum þar
sem Bandaríkiu hafa her-, flug-
og flotastöðvar. Eldflaugin
væri svo langdræg að henni
mætti skjóta frá Sovétríkjun-
um eða bandamannarikjum
þeirra á nær allar stöðvar sem
Bandaríkin hefðu í löndum
annarra þjóða.
Gagnrýndi Jackson banda-
ríska landvarnarráðuneytið fyr-
ir að það hefði látið undir
höfuð leggjast að beina fjár-
magni og mannafla að því að
verða á undan Rússum í kapp-1
hlaupinu um að smíða lang-
drægar eldflaugar.
Hæstiréttur arabaríkisins Jór-
dans úrskurðaði í gær að þing-
rof Husseins konungs á dögunum
hefði ekki verið löglegt. Hana
hefði ekki mátt rjúfa þing þeg-
ar þingfundir lágu niðri.
Þingið var rofið og hýjar
kosningar boðaðar þegar mót-
mælafundir um allt landið gegn
aðild að Bagdagbandalagi Vest-
urveldanna höfðu knúið ríkis-
stjóm sem hugðist ganga £
bandalagið til að láta af völd-
um.
Forseti þingsins og 37 af 40
þingmönnum höfðu kært þing-
rofið fyrir hæstarétti. Búizt er
víð að þingið .verði nú kvatt
saman svo að hægt sé að rjúfa
það á lögformlegan hátt.
Sórin sleikt
t London
Sehvyn Lloyd, utajiríkisráð-
hein-a Bretlands, setti í gær t
London fund sendiherra sinna í
átta arabaríkjum. Segja frétta-
menn í London að sendiheiram-
ir hafi verið kvaddir heim til
að ræða ósigra brezkrar utan-
rikisstefnu í löndunum við Mið-
jarðarhafsbotn undanfama
mánuði. Einkum er brezka
stjómin áhyggjufull yfir ao
ekki skyldi takast að fá Jórdan
til að ganga í Bagdadbanda-
lagið.
Fréttamenn þóttust hafa hler-
að það í gær, að sendiherrarnir
væm mjög vantrúaðir á að til-
raunir Vesturvéldanna til ac>
sætta Arabaríkin og ísrael bæru.
nokkurn árangur.
t.u(<n«(l«j)rnU Chef 2 IwoiMjiKa iia rfifr
Maðurinn yzt til hœgri á pessari mynd heitir Hans Spei-
del. Hann var fyrir skömmu skipaður forseti herráðs
hersins sem stjórn Adenauers í Vestur-Þýzkalandi er að
koma á laggirnar. Á myndinni stendur hann við hlið
Hermanns Görings, flugmarskálks Hitlers, á suðurströnd
Ermarsunds og horfir á eftir flugsveitum sem fljúga til
árása á enskar borgir.
Frönsku verkalýðsflokkarnir
bættu við sig sitilljón atkvæða
Hœgri flokkarnir ótfast AlþýÓufylkingu
Miklar bollaleggingar eru í París um það hvernig stjóm-
armyndun veröur háttað þegar nýja þingið kemur sam-
an 19. janúar.
Mesti bylur um áraskeið
í gær og fyrradag var mesti blindbylur sem komið hef-
ur í Noregi um margra ára skeið.
Samgönguleiðir milli suður-
hluta Noregs og norðurhlutans
em algerlega rofnar. Snjó-
skaflar loka járnbrautum og
vegum og skip komast ekki leið-
ar sinuar fyrir veðurofsanum.
Símaslit og slit á orkulínum
eru gífurleg. Ekkert símasam-
band var í gær frá Oslo við
Norður-Noreg.
1 Narvik komst vindhraðinn
uppí 35 metra á sekúndu. Mest-
öll Norður-Þrændalög eru raf-
magnslaus vegna línuslita.
Víða hafa hús skemmzt meira
og minna. I Bodö fauk þak af
kvikmýndahúsi.
rHumanité, málgagn Kommún-'
istaflokks Frakklands, birti í
gær ávarp frá miðstjóm flokks-
ins, þar sem segir að kosning-
arnar hafi verið mikill sigur
fyrir flokkinn, hann hafi fengið
fimm og hálfa milljón atkvæða
og bætt við sig 480.000 atkvæð-
um frá síðustu kosningum.
Kosningaúrslitin sýni að alþýða
Frakklands hafni afturhalds- og
nýlendukúgunarstefnu síðustu
ára og vilji að tekin sé upp
stefna framfara, þjóðfélagsum-
bóta og friðar.
Býður samstarf
Miðstjórnin lýsir yfir að
komúnistaflokkurinn sé reiðubú-
inn að taka upp stjórnarsamstarf
við sósíaldemókrata og önnur
vinstri öfl á þingi um að koma
á friði í Norður-Afríku og bæta
kjör fransks almennings.
Fréttaritari brezka útvarpsins
í París sagði í gær að vitað væri
að Mendés-France fyrrverándi
forsætisráðherra og Guy Mollet,
framkvæmdastjóri sósíaldemó-
krata, myndu koma saman á
fund einhvern næstu daga. Eng-
inn vafi væri á að helzta um-
ræðuefni þeirra yrði boð komm-
únistaflokksins um myndun
nýrrar Alþýðufylkingar.
Faure úr Ieik
Faure forsætisráðherra og ann-
ar foringi bandalags íhaldsafl-
anna í kosningunum ávarpaði
erlenda fréttamenn í París í
gær. Kvað hann nauðsynlégt
að koma á stjórnarsamstarfi
miðflokkanna frá sósíaldemó-
krötum til íhaldsmanna. Slík
stjórn ætti að hafa þau tvö
verkefni að leysa mál Alsír og
breyta stjómarskránni. Síðan
væri hægt að efna til nýrra
kosninga.
Þegar Faure var spurður,
hver hann teldi að ætti að vera
forsætisráðherra í stjóm þess-
ari, svaraði hann: „Ekki ég.“
Fi-éttamenn segja, að í hægri
flokkunum ræði menn um að
afstýra nýrri Alþýðufylkingu
með því að bjóða einhverjum
sósíaldemókrata að mynda mið
flokkastjóm. Eru helzt nefndir
Ramadier, fyrrverandi forsætis-
ráðherra, og Auriol, fyrrverandi
forseti Frakklands.
Pierre Poujade, foringl hreyf-
ingar þeirrar sem nú bauð fram,
í fyrsta skipti og fékk 49 þing-
sæti, sagði I gær að flokkur
hans myndi ekki beita neinum
þvergirðingshætti á þingi þótt
aðalmarkmið hans væri að fá
kallað saman stéttaþing til a0
semja Frakklandi nýja etjóm-
arskrá. Komst Poujade svo að
orði, að hreyfing sín og komm-
únistaflokkurinn væru einu öfl-
in í frönskum stjómmálum sem
líf væri í. Kvaðst hann ekki vera
neitt sérstaklega andvígur komm-
únistum.
Atkvæðatölur
Franska innanríkisráðuneytið
birti í gær endanlegar atkvæða-
tölur úr kosningunum I Frakk-
landi sjálfu. Fara þær hér á eft-
ir:
Kommúnistar 5.5 millj. 25.6%
Sósíaldemókratar 3.2 milj. 15 %
íhaldsmenn 3 millj. 14.1%'
Róttækir 2.9 millj. 13.6%
Poujadistar 2.4 millj. lí.4%
Kaþólskir 2.3 millj. ÍO.6%,
Gaullistar 0.9 milíj. 4.5 %
Sósialdemókratar hafá bætt
við sig hálfri milljón atkvæða,