Þjóðviljinn - 05.01.1956, Síða 3

Þjóðviljinn - 05.01.1956, Síða 3
Fimmtudagur 5. janúar 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Ný veiðiaðferð með síldar- og þorskanót, er sparar vinnuail Var reynd á síldveiðum sl. sumar og líklegt að til- raunir verði gerðar með hana á vertíðinni í vetur Sl. sumar var ný aðíerö reynd fyrir Norð'urlandi við síldveiðar með hringnót. Með aðferð þessari, sem einnig má nota við þorskveiðar, sparast mikið vinnuafl, þar sem engir nótabátar eru notaðir en nótin undin með vélar- afli upp á tromlu eða kefli. Jón Magnússon, Lindarbrekku Reykjavík, á hugmyndina að þessari nýju veiðiaðferð og skýrði hann fréttamönnum frá henni í gær. Miklir kostir Eins og ljóst er af framan- sögðu, er sérstakur útbúnaður notaður við aðferð þessa, þ. e. mjög stórt kefli, sem vindur upp hringnótina með vélarafli. Er þvi enginn þörf á nótabát eða bátum, eins og með gömlu að- ferðinni við veiðar í hring- eða snurpinætur. Hafa ýmsir kunnir skipstjórnar- og útgerðarmenn kynnt þér þessa nýju veiðiað- ferð og lokið upp einum munni um að hún sé hin athyglisverð- asta, einkum vegna sparnaðar á vinnuafli. Áhöfn vélbáts, sem veiðir með þessari aðferð, er talin hæfileg 8 manns, en annars eru að jafnaði 12—13 menn á hringnótabátum og 16—17 manna áhöfn á bátum, sem veiða með snurpinót með tveggja báta kerfinu. Annar aðalkostur þessarar nýju veiðiaðferðar er sá, að skip- ín losna við nótabátana og verða fyrir bragðið miklu gangbetri; myndi það spara olíu auk þess sem veiðimöguleikarnir væru meiri þar sem skipið yrði frjáls- sra í sjó. Helmings sparnaðnr í bréfi til atvinnumálaráðu- neytisins haustið 1954 sögðu skipstjórnar- og útgerðarmenn þeir, er áður er getið, m. a.: „Vegna þeirra gífurlegu yfir- burða, sem við teljum að fisk- veiðar með þessari aðferð hafi umfram eldri aðferðir, mælum við eindregið með því að Jón verði styrktur fjárhagslega til þess að koma hugmynd sinni hið alla fyrsta í framkvæmd, svo að reynsla fáist svo fljótt, sem unnt er, á því hvort hugmyndin fær staðizt, því ef þetta reyndist vel myndi það geta þýtt helmings spamað á útgerðarkostnaði við þessar veiðar.“ Þrír netagerðarmenn sendu ráðuneytinu einnig álit sitt, þar sem þeir töldu „alla möguléika á að hægt sé að búa til nót, sem að visu verður öðruvísi felld en vanalegar nætur, en geti þó fuli- komlega gegnt hlutverki sínu Vélbáturinn Svanur RE-88 var notaður við tilraunirnar. Varð hann allsíðbúinn norður. Fyrstu tvö köstin með hinni nýju veiði- aðferð mistókust, aðallega vegna æfingarskorts, en í þriðja kasti gekk allt mjög vel og fékkst þá allmikið sildarmagn. Það óhapp kom þó fyrir að vélar bátsins biluðu, þannig að aðalaflahrotan var liðin hjá, er hann komst loks á veiðar aftur að lokinni viðgerð. Skipstjóri á v.b. Svani var Andrés Finnbogason en skipverj- Olíufélaginn var skylt að greiða ót- svar tii Sauðárkrókskaupstaðar Keflið, sem nótin er undin upp á. sem vanalegar nætur, og væri það mikið spursmól, þar sem að- alvinnan við síldveiðar liggur i því að þurrka nótina upp, og myndi þetta þvr spara mann- afla“ eins og segir í bréfinu. Tilraunir á síldveiðum Ríkissjóður veitti Jóni Magn- ússyni nokkurn fjárstyrk til til- rauna með veiðiaðferð sína á síldveiðunum s.l. ■ sumar. Hrökk sá styrkur þó hvergi nærri fyrir nauðsynlegum kostnaði og var því ekki unnt að’ undirbúa þær sem skyldi, t. d. varð að hafa nótakeflið fyrir framan stýris- húsið á tilraunabátnum en Jón gerir ráð fyrir í hugmynd sinni að það verði staðsett aftast á bátnum. ar 7 talsins. Lætur Andrés mjög vel af þessari nýju veiðiaðferð. Óvíst um áframhald Jón Magnússon er nú að reyna að afla fjárstyrks til frekari til- rauna með veiðitæki sitt og að- ferð á komandi þorskvertíð. Hef- ur hann sótt um stuðning til sjávarútvegsmálaráðuneytisins en enn ekkert svar fengið. Tilraunir sem þessar eru mjög kostnaðar- samar, ef framkvæma á þær eins og æskilegast er. Þarf tv d. á sérstakri þorskanót að halda, asdic-tækjum o. fl. Er því ljóst að slíkar tilraunir eru fjárhagslega ofviða einstakling- um og einsætt að ríkissjóði ber að styrkja þær með fjárframlög- um. Við niðurjöfnun útsvara í Sauðárkrókskaupstað 1953 lagði niðurjöfnunarnefnd út- svar á Olíufélagið li/f á Is- landi: t’tibúið á Sauðárkróki, að upphæð 18125 kr. Olíufélag- ið neitaði að greiða og krafð- ist því bæjarstjórinn lögtaks í eignum þess til tryggingar og lúkningar á framangreindu út- svari. Bæjarfógetinn á Sauðár- króki kvað siðan upp jrnnn úr- skurð, að liið uinbeðna lögtak skyldi fara fram, og var sú niðurstaða staðfest í Hæsta- rétti nýlega með skírskotun til forsendna úrskurðarins. í forsendunum segir m. a.: „Það er upplýst að gerðarþoli á hér í kaupstaðnum erfða- festuland, 1895 fermetra að flat armáli. Á því hefur hann byggt olíu- og benzíngeyma ásamt í afgreiðsluskúr og eru mann- virki þessi afgirt birgðastöð hans við höfn kaupstaðarins. Auk þessa á gerðarþoli benzín- geymi með dælu, er Vörubif- reiðastjórafélag Skagafjarðar notar við afgreiðslu á benzíni frá birgðastöðinni við höfnina, og gasolíugeymi er Kaupfélag Skagfirðinga notar við af- greiðslu á gasolíu frá framan- greindri birgðastöð. Þá hefur gerðarþoli einnig hér tankbif- reið, sem er í förum frá Sauð- árkróki alla tíma ársins og flytur olíu frá birgðastöðinni til framannefndra útsölumanna og auk þess út úr kaupstaðnum víðsvegar bæði innan og utan Skagafjarðarsýslu .... Vöru- bifreiðastjórafélagið er „út- sölumaður" og hefur í því skyni ,,að láni“ benzíngeyminn og dæluna ......... Félagið er skuldbundið til að kaupa hjá gerðarþola allt það benzín og smumingsolíur, sem það kann að nota sjálft og getur selt á Framhald 4 8. síðu Strangari reglur um geymslu og af- hendingu brauða o.fl. Á fundi heilbrigðisnefndar rétt fyrir jólin var eftirfar- andi samþykkt gerð: 1. Að ákvæði 118. gr. heil- brigðissamþykktarinnar um geymslu og afhendingu brauða í umbúðum komi til fram- kvæmda eigi síðar en 1. febrú- ar n. k. 2. Að frá og með 1. apríl n. k. skuli allt kex, sem ætlað er til smásölu, vera geymt og af- hent í hreinum smásöluumbúð- um, enda ætíð flutt á sölustað í þeim. 3. Að frá og með 1. febrúar n. k. kuli allt sælgæti, sem ætlað er til smásölu, vera geymt og afhent í hreinum smásöluumbúðum, enda ætíð flutt á sölustaði í þeim. Verðor eínt til samkeppni um teikn- ingar ú íkúlabyggingum bæjaríns? Húsameistarafélag íslands hefur snúið sér bréflega til bæjarrá'ðs með áskorun um að efnt verði til almennrar samkeppni milli starfandi arkitekta um teikningar að fyrirhuguðum íbúðabyggingum Reykjavíkurbæjar. Eréf Húsameistarafélags ís- Hafnarstjórn á- kveður lóðaleigu Hafnarstjórn Reykjavíkur hef- ur nýlega samþykkt, að allar lóð- ir hafnarinnar, sem seldar eru á Fylgizt með verðlaginu: Mikill verðmunur á hrísmjöli, hris- grjónum, hðuuum o.fl. vörutepndum Hæsta og lægsta smásöluverð ýmissa vörutegunda í nokkrum smásöluverzlunum í Reykjavík reyndist vera bann 1. þ. m. sem hér segir (í fremsta töludálki er er lægsta smásöluverð, en i næsta dálki hæsta verð og í þeim þriðja vegið meðalverð): leigu með samningi uppsegjan- Rúgmjöl kg. 2.25 2.50 2.41 legum með 6 mánaða fyrirvara, Hveiti — 2.60 2.95 2.78 skuli fyrst um sinn meðan ekki Haframjöl — 3.30 4.00 3.78 er öðruvísi ákveðið, leigðar á kr. Hrísgrjón —* 4.80 6.25 5,90 15.00 hver fermetri á ári. Sagógrjón 5.00 5.85 5.32 Á sama fundi ákvað hafnar- Hrísmjöl — 2.95 6.20 4.95. stjóm að lóð Landssambands ísl. Kartöflumj. — 4.65 4.85 4.76 útvegsmanna, að stærð 1325,6 Baunir — 4.50 6.70 5.35 ferm. skuli leigð á kr. 40.00 hver Te i/s lbs. ds 3.40 5.00 4.48 fermetri á ári næstu 5 árin. Kakao y2 lb s. ds. 8.30 10.25 9.72 Einnig var ákveðin leiga til áuðusúkk. kg. 58.00 64.00 63.54 næstu 5 óra á lóð Slippfélagsins Molasykur — 4.35 4.60 4.36 að stærð 771 ferm. kr. 18.00 hver Strásykur — 2.80 3.50 3.44 íermetri á ári. Púðursykur — 3.30 4.50 3.62 Kandís —> 5.75 5.75 5.75 Rúsínur — 12.00 14.40 13.02 Sveskj 70/80 — 15.00 19.00 16.14 Sítrónur — 14.40 14.40 14.40 Þvottaefni útl. pr. pk. 4.85 4 85 4.85 Halldórssyni og var engum öðr- lands um þetta efni var lagt fram á fundi bæjarráðs 23. f. m. en engin ákvörðun tekin um af- afstöðu bæjarráðs til málsins. Fellt í bæjarstjórn Þegar íhaldið samþykkti „plan“ sitt um ibúðabyggingar bæjarins á næstu 5 árum voru fluttar tvær tillögur um að efna til samkepþni um teikningar að í- búðunum. Felldi íhaldsmeirihlut- inn báðar tillögurnar en sam- þykkti að fela Gísla Halldórs- syni umsjón og framkvæmdar- stjórn bygginganna. Raðhúsin sem verið er að byggja við Rétt- arholtsveg eru teiknuð af Gísla innl. pr. pk. 2.85 3.30 3.19 Á eftirtöldum vörum er sama verð í öllum verzlunum: Kaffi br. og malað pr. kg. 40.00 Kaffibætir pr. kg. 18.00 Mismunur sá er fram kemur á hæsta og lægsta smásöluverði getur m. a. skapazt vegna teg- úndamismunar og mismunandi innkaupa. Skrifstofan mun ekki gefa upp- lýsingar um nöfn einstakra verzl- ana í sambandi við framan- greindar athuganir. (Frá skrifstofu verðgæzlustjóra). um gefinn kostur á að gera til- lögur um útlit og fyrirkomulag þeirra íbúða. Samkeppni sjálfsögð ; Enda þótt hinar samþykktu íbúðabyggingar bæjarins séu smáar í sniðum og dreift á lang- an tíma nær vitanlega annað engri átt en að efna til almennr- ar samkeppni arkitekta og húsa- meistara um skiþulag og fyrir- komulag bygginganna. Það er ekkert einkamál varabæjarfull- trúa íhaldsins, Gísla Halldórs- sonar, hvemig þeim byggingum er fyrir komið að ytra og innra útliti sem bæjarfélagið lætur reisa og standa eiga um langan tíma og setja þar af leiðandi svipmót sitt á heil bæjarhverfi. í þessu tilfelli eins og fleirum er sjálfsagt og eðlilegt að velja það bezta sem fram kemur en það kemur ekki í ljós nema arki- tektum almennt sé gefinn kostur á að koma tillögum sinum á framfæri. Svíf þii* snnnanblær Blaðinu hefur borízt dálitif Ijóðabók með þessu nafni. Er höfnndur hennar Kristján Jó- hannsson, hinn kunni íþrótta- rnaður; og hefur Frjálsiþrótta- deild ÍR gefið bókina út. Bókin, sem er prentuð í ísa- foldarprentsmiðju, er 63 bJað- síður að stærð og flytur rösklegs 30 ljóð, öll stutt. Nokkrar skemmtilegar teikningar prýð* bókina, en höfundar þeirra fSt ekki getið. Höfundur tileinkar bókina minningu foreldra sinna: Ingi- bjargar Árnadóttur og Jóhanns Sigurjónssonar.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.