Þjóðviljinn - 05.01.1956, Side 4

Þjóðviljinn - 05.01.1956, Side 4
£) — 3>JÓÐVILJINN — Fimmtudagur 5. janúar 1956 ii '•! Vísir birtir í gær forustu- grein og kvartar sáran undan því að Þjóðviljinn hafi skýrt frá því sem aðalfrétt að Öl- afur Thórs hafi hótað því á gamlárskvöld að öllum kjara- bótum sem unnust í verk- föllunum skyldi verða rænt. Reynir Vísir af halda því fram að Ólafur hafi ekki sagt neitt þvilíkt: „Hvergi í frásögn Þjóðviljans er birt einasta(!) orð eða orðrétt setning úr ræðu forsætisráðherrans, hvergi gerð tilraun til að færa sönnur á, að hann hafi raunverulega viðhaft einhverj- ar hótanir við einn eða ann- an.... Ef Þjóðviljinn hefði verið eitthvað í ætt við heið- arleg blöð, hefði haxm reynt að finná þeim orðum stað sem í fyrirsögninni stóðu, en það var eitt af því sem ekki mátti gera, því að þá liefði sézt hversu heiðarlegur hann var<!. Hótanir þær sem Vísir reyn- ir að afneita heyrði hver mað- ur sem hlýddi á ræðu forsæt- isráðherrans á gamlárskvöld. Hann ræddi þar verðhækkana- flóðið sem skipulagt hefur veríð að undanförnu og hélt síðan áfram: 1 aðalmálgagni friðai’sam- taka esperantista „Pacot! (Bulgara Paeo) er meðal ann- ars sagt frá því, að í lok æskulýðsmótsins í Varsjá s.l. sumar hafi J. J. Michalski til- kynnt þátttakendum, að nú hefði sanibandið tekið upp es- perantódeild, sem ©sperant- istar um allan heim geta snú- ið sér til bréflega um alit er varðar þessi æskulýðssamtök. Þetta er árangur af þátt- töku T50 esperantista frá mörgum löndum í heimsmóti æskulýðs og stúdenta, haldið var síðastliðið sumar í Varsjá til eflingar friði og vin- áttu meðal þjóðaima. ★ í þessu sambandi er ástæða til að minna íslenzkan æsku- lýð á það, að árið 1957 verð- ’ ur næsta heimsmót æskulýðs- ins haldið í Moskvu og mikl- ar líkur éru til að esperahto kunnátta mundi koma. þar að miklum notum, til þess að ná beinum samböndum vio marg- ar þjóðir. Notið því tækifærið og lærið •asperantó! , Sochou, Chang Chia Kang (Shensi) Cinio. ★ í tungumáladeild Vísinda- akademíu Sovétríkjanna er nú starfandi esperantistahóp- ur. Stjómandi hans er pró- fessor K. E. Majtinskaja. ★ Stúdentar í Moskvuháskóla hafa birt ianga grein um iiyt- semi esperantós í veggbláði sínu í samkorrmsal stúdent- anna. Grein þessi var skrifuð í tilefni Varsjármótsins i sum- Ludmíli Bokarova, ★ I samkomuhúsi vísindamanna í læningra-d flutti E. Li. Bok- ai'óv fýrirlestur 20. okt, uni es- perantó og heimsfriðarhreyf- ingu esperantista, Fyfirlesturhm v^kti milda athygli áheyrenda, er ráð- gerðu að stofna esperantó- klúbb. í Moskvuháskóla hefur verið stofnaður esperantista- klúbbur undir forustu E. Bok- areffs. sem ar_ Höfmidur greinarinnar er ara- „Bíða menn nú úrslita um það með hverjnm hætti rikis- valdið ætlar að taka aftur a£ þegnunum það fé, sem með þarf til að hindra stöðvun framleiðslunnar. Munu þá fiestir launamenn sklla leifun- um af ímyndnðum hagnaði kauphækkananna. Er þá hringrásinni að því leyfci lok- ið: Hækkað kaupgjald, hækkað þjónustúgjald, hækkað afurða- verð, ný kaupgjaldshæbkun, hækkaðar álögur á almenn- ing". Þetta er ofur skýrt og auð- skilið og ætti ekki að geta verið tilefni til ágreinings um túlkun. Enda er ekki skiln- ingsleysinu fyrir að fara hjá Vísismönnum, heldui’ vísvit- andi fölsun. Vísir fékk ræð- una til birtingar og prentaði meginefni hennar í fyrradag, 3. janúar. Þó félldi blaðið aiiður nokkra kafla, þar á meðal þann sem hér var vitn- að til. Er engum efa bundið að það hefur verið gert af ráðnum hug, sökum þess að aðstandendur Vísis hafa fund- ið hversu illa hinar dólgslegu hótanir thorsarans hafa mælzt fyrir, einnig hjá stuðnings- mönnum Sjáifstæðisflokksins. Aðferð Vísis er sem sagt þessi: Fyrst er hinn lærdóms- rlki kafli felldur hurt úr ræðu forsætisráðherrans. Næsta dag er svo reynt að halda því fram að hann hafi aldrei ver- ið í henni! Öllu hlægilegri fölsunartilraun hefur sjaldan sézt í íslenzku blaði, og ættu blaðamenn Vísis að reyna að læra betur til verks áður en þeir finna hvöt hjá sér næst til að reyna að hagræða um- mælum forustumanna sinna nokkrum dögum eftir að þau eru flutt fyrir eyrum alþjóðar. VÉLSTJÓBAFÉIAG ÍSLANDS JðLATRÉSSKEMMTUN félagsins verður haldin suimudaginn 8. janúar 1956 í Tjarnai’café og hefst kl. 3.30. BANS fyrir fullorðna hefst kl. 9. Aðgöngumiðar verða seldir hjá Lofti Ölafssyní, Brápu- hlíð 44, Mjarfaiil Péturssyni, Hringhrauf 98 og í skrif- stofu félagsins £ Fáskhöilinni. Skemmti nefndin. ★ Þá segir „Paeo“ einnig frá því að 20 kínversldr vísinda- menn hafi birt ávarp til esper- antista í tékkneska blaðinu ,,Pacdefendista“ þar sem þeir mæla eindregið með því að vís- indamenn birti verk sín á es- perantó, hinu einfalda og auð- lærða hjálparmáli. Fullj'rða þeir, að vaxandi notkun máls- ins muni glæða skilning meðal marrna og efla varanlegan frið. Áhugamenn á þessu sviði gota skrifað til: Próf. D-ro Síðar nærbiixai Verð kr. 24,50. Fischersundi ÚTHVERFISBÚI skrifar: — Undanfarið hefur verið held- ur rysjótt tíðarfar, skafbyljir, slydduél og nú síðast úrhell- isrigning og rok. Þegar þannig viðrar, finnum við úthverfa- búárnir fyrst fyrir alvöru hvað það er að bíða eftir strætisvagninum úti á ber- Rysjótt tíðaríar og skoriur á biðskýlum — Fleiri svæði, og hafa ekkert skjoi biðskýli í úthveríin — Bréí úr Kópavogi fyrir stormi né regni. Það gengur hægt að koma upp biðskýlum í útliverfunum, þar sem þeirra er brýnust þorf, í flestum eða öllum úthveffum bæjarins vantar tilfinnanlega sæmileg biðskýli, þar sem fólk gæti leitað sér skjóls meðan það bíður eftir „Strætó". 1 Blesugrófinni vantar biðskýli, í Smáíbúðahverfinu, í Bú- staðahverfinu, —- og þannig mætti lengi telja. Vafalaust bera forráðamenn bæjarfé- lagsins því við, að bærinn hafi ekki efni á að láta reisa fleiri biðskýli í bili, það sé svo óttalega dýrt. En okkur finnst ótrúlegt að fáein biðskýli þurfi að hafa nein teljandi áhrif á fjárhagsafkomu bæj- arsjóðs, og það er skýlaus krafa okkar úthverfabúanna, að bætt verði úr þessu neyð- arástandi sem allra fyrst“. Það er vissulega rétt hjá bréf- ritara að biðskýlaskorturinn, einkum í úthverfunum, er al- gei’lega óviðunandi, enda tæp- lega forsvaranlegt, að ætla fólki að bíða svo og svo lengi eftir „Strætó" úti á ber- svæði í hvaða veðri sem er. Einn illviðrisdaginn núna í vikunni átti ég leið um Soga- veginn og á horainu þar sem Sogavegur og Réttarholtsveg- ur skerast, stóð nokkur hópur fólks og beið eftir strætis- vagni; þar á meðal var kona með tvo smákrakka með sér, — Það er vafalaust dýrt að koma upp biðskýlum, en okk- ar ágætu bæjaryfirvöldum hlýtur að finnast talsverðu til þess kostandi að borgurum þessa bæjar geti liðið sem allra bezt, einnig meðan þeir bíða eftir strætisvagninum. En m.a.o., sumstaðar, eins og t.d. við Suðurlandsbrautina, skammt þar frá sem Grensás- vegur liggur út frá henni, eru biðskýli, eem virðast koma að litlum notum, þar eð varla kemur fyrir að fólk bíði á þeim slóðran. ¥æri ekki ráð að færa þau foiðskýli þangað sem þau kæmu fólkinu að notum? ★ ★ EN Bæjarpósturinn færstund- um bréf sunnan úr Kópavogi og meður því, að nafnið Bæj- arpóstur mun vera frá þeim tíma þegar Reykjavík og Kópavogur voru einn og sami bærinn, þykir mér rétt að foirta hér smákafla úr einu bréfi þaðan sunnan að. Bréf- ritari kallar sig Hannes, en Pósturinn veit fyrir víst að hann er ekki „félagsfræðing- ur“. „Hér í Kópavogi eru göt- umar af meiri vanefnum gerð- ar en í Reykjavík, og þegar svo viðrar, sem nú hefur gert um hríð, má heita, að sumar götur hér séu ófærar öllum farartækjum, og einnig gang- andi fólki. Sumar nýjustu götur hér era líka svo óvísindalega Iagðar, að hvað lítið sem fennir er óðara kominn hnédjúpur snjór á þær á löngum köflum. Kemur þetta sér illa fyrir fólkið sem hýr við þessar götur. — Þá ér sorphreisnun- inni hér mjög ábótavant og það svo, að ekki má vanza- laust kallazt. Veit ég að stundum hefur liðið svo mán- uðum skipti milli þess að sorphreinsunarmenn væra á ferðiiini hér hjá mér, og marg- ir samborgarar hafa sagt mér að þannig sé það einnig hjá þeim. — Rétt og skylt er að viðurkenna að erfitt mun að koma góðu skipulagi á hyggð- ina hér, sem risið hefur upp á tiltölulega skömmum tíma, og er dreifð mjög. Rangt væri því að kenna hreppsnefndinni (nú bæjarstjóminni) hér uni allt, sem manni finnst ábóta- vant, enda hefur hún sýnt góðan vil ja til að leysa vanda- mál fólks hér, eftir því sem hún hefur haft bolmagn til, þótt sitthvað megi að ýmsum framkvæmdmn hennar finna“.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.