Þjóðviljinn - 10.01.1956, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 10.01.1956, Qupperneq 4
&) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 10. janúar 1956 EINAR BRAGI: Holtsnúpur og $«mun4ssoo Hetgi Helgi Sæmundsson ritar í Al- þýðublaðið hinn 3. janúar langa grein um Birting. Eg er mjög ánægður með ritsmíð hans ekki sízt vegna þess hve illa honum tekst að leyna því, að örvar Birtings hafa hæft beint í mark. Helgi víkur að greininni Holtsnúpur eftir mig í síðasta heftL Birtings og segir meðal annars: „Undirritaður er sakaður um að una því, að Sigurður stæli Jónas Hallgr.ímsson.“ Eg vil taka fram að grein mín var ekki hugsuð sem árás á séra Sigurð Einarsson sér- staklega, heldur ákveðið ,,menningarástand“ sem ýms- ir dánumenn hérlendir, svo sem Helgi Sæmundsson, eru kannski enn meira við riðnir en presturinn í Holti, og er ljóst af grein Helga að hann hefur skilið Holtsnúp rétt að þessu leyti. En látum það liggja milli hluta í bili. Hins vegar vil ég vekja athygli á hinum tilvitnuðu orðum í grein Helga Sæmundssonar sem dæmi um íslenzka blaða- mennsku eins og hún gerist einna óheiðarlegust: fyrst eru mönnum gerðar upp skoðanir, sem þeir hafa ekki látið í ljós, síðan er hamazt gegn hinum uppdiktuðu viðhorfum af eld- móði. (Mig minnir að Halldór Kiljan hafi kallað fyrirbærið hundrað ög áttatíu gráðu horn við sannleikann). 1 grein minni er sumsé hvergi að því vikið einu orði að séra Sigurður hafi farið í smiðju til Jónasar Hallgrimssonar (þótt það sé meira en sennilegt). Haldi Helgi Sæmundsson því fram í góðri trú; sýnir það aðeins að hann er jafnvel enn ver læs á timaritsgreinar en bókmenntir, og er þá mikið sagt. Eg gef Helga Sæmundssyni kost á að kynna lesehdum Alþýðublaðs- ins vinnubrögð sín með því að heimila honum að birta Holts- núp í Alþýðublaðinu, svo að lesendurnir geti borið orðalag greinarinnar saman við „ver- sjón“ ritstjórans. Kjósi hann ekki að nota sér þann rétt, er ástæðan augljós hverju barni. Helgi virðist grípa til þess- arar auvirðilegu aðferðar til að eiga ofurlítið hægara með að koma orðum að því, að sér finnist Haustljóð á vori eftir undirritaðan ósjálfstæður skáldskapur. Hann um það. Ritverk eru að vissu leyti al- menningseign frá þeim degi, sem þau koma á prent, og má hverjum og einum finnast hvað sem honum þóknast um þau ljóð sem ég hef sett sam- an. Það kemur ekki mál við mig. En úr því að Helgi Sæmunds- son er kominn út á ísinn, er rétt að leyfa honum að sýna hve frækinn íþróttagarpur hann er. Við skulum líta rétt sem snöggvast á kveðskap sem gerir öll önnur „áhrifamál" í íslenzkri bragsmíði að ómerki- legu aukaatriði. Eg lief fyrir framan mig bókina „Sól yfir sundum" eftir Helga Sæmunds- son, 77 blaðsíður, 31 kvæði, hið lengsta 160 vísuorð, stytzta 8 ljóðlínur; pappír mjög góður, prentun í betra lagi, bandið traust og snyrti- legt — eru þá kostir bókar- innar taldir. Hafi lesandinn gluggað í aðr- ar kvæðabækur en Sól yfir sundum, mun hann bráðlega rekast á gamla kunningja við lestur kversins — og reynd- ar áður en hann opnar það: Önnur vísa Sóldags (í Söngum förumannsins eftir Stefán frá Hvítadal) hefst þannig: „Það er sól yfir sundum.“ Helgi sneiðir af næmri smekkvísi hin óskáldlegu orð „það er“ fram- an af ljóðlínunni og notar af- ganginn sem nafn á bók sína. Ýmislegt fleira í ljóðum Stef- áns hefur komið Helga að nokkrum notum. Upphaf „Vorsólar” eftir Stef- án: Svanir fljúga hratt til heiða, huga minn til fjalla seiða. Vill mér nokkur götu greiða? Glóir sól um höf og lönd. Helgi yrkir kvæði — í faðmi f jalla — og þar í er þetía: Veröld brosir. Vorsins andi. vakir yfir sæ og landi. Ég vil upp til fjalla flýja, friðarheima gista nýja. Ljósblá firð minn huga seiðir. Stefán í Vorsól: í vetur gat ég sagt með sanni: Svart er yfir þessu ranni. Sérhvert gieðibros í banni. Helgi í faðmi fjalla: — Hvert sem lítur, mætir manni meiri dýrð og tign með sanni, Segðu þuð með Mémum !Búlganín, Krústjoff og Nehru rœðast við í Nýju Dehlí\ hér á dögunum. i&LAFUR skrifar: — „Kæri' Bæjarpóstur. Fyrst af öllu vil vil ég óska þér gleðilegs árs og þakka þér ótal ánægju- stundir á liðna árinu. Og svo. • langar mig til að biðja þig . ...__________ að birta fyrir mig áskorun til . , , - n . f«.iAntón.n i,m að beir Askoruii a Islenzka tona - tslenzkra tóna, um að þeir hefji aftur sýningar á revíu- kabarettinum. Þar sem sýn- i ingar á kabarettinum fyrir jólin voru á svo óhentugum tíma, að margir, sem höfðu þó fullan hug á að sækja þær gátu ekki komið því við þá, væri áreiðanlega vel þegið, að þær yrðu teknar upp aftur núna, þegar allt og allir eru búnir að jafna sig eftir jóla- annríkið. Mér var sagt, að sýn- ingar þessar hefðu verið mjög skemmtilegar og með miklum menningarblæ, og það er ef- laust hægt að halda slikum sýningum áfram hér nokkuð lengi, því að fólk er til með að fara oftar en einu sinni, ef því líkar vel. Eru forráða- menn kabarettsins hér með eindregið hvattir til þess að halda sýningunum áfram, eða gera a. m. k. tilraun með það. Eg skora á Bæjarpóstinn að ’ skerast í málið, því að vald hans er mikið og orð hans þung sem sleggjuhögg." Í>ESSI síðasta athugasemd um — Þrettándinn íyrr og rökrétt vald Bæjarpóstsins og álirifa- ríkan þunga orða hans, er vit- anlega ekki takandi alltof al- varlega, enda ekki hans hlut- verk að beita einn eða neinn valdi eða setja met í einskon- ar andlegum sleggjuköstum. Eigi að siður er Bæjarpóstur- inn sammála bréfritara um, að æskilegt væri að fá nokkrar sýningar í viðbót á fyrrnefnd- um kabarett, þar eð bæði hann sjálfur og vafalaust ýmsir fleiri ágætismenn áttu þess ekki kost að komast á sýning- arnar fyrir jólin. — En nú eru jólin sem sé liðin, síðustu jólasveinarnir héldu til fjalla á föstudagskvöldið. Þá var Þrettándakvöld. í mínu ung- dæmi var þrettándinn miklu merkilegri dagur en hann er núna. Þá voru jólin kvödd með söng og dansi kringum jólatré, og síðan spilað langt fram á nótt. Áður fyrr var mikið • Fleiri kabaretisýningar nú — Málvillur og orð spilað alkort, en eftir að ég man eftir, spiluðum við mest vist, lomber eða hjónasæng og stundum púkk, ef krakk- ar voru með. Það var oft spil- að af miklu fjöri, og aldrei man ég eftir, að tveir tígul- kóngar kæmu fram í spilun- um. [ MÁLVÖNDUNARÞÁTTUM sínum í útvarpinu hefur Eirík- ur Hreinn Finnbogason undan- farið tekið til athugunar ýmis orð, sem ekki eru rökrétt hugsuð, orð eins og t. d. krabbameinsfélag, bátaskip- stjóri, o. m. fl. Það er að vísu ágætt að vekja athygli fólks á því, í hverju rökleysur slíkra orða eru fólgnar, og Eiríkur Hreinn er rösklegur í máli og hressilegur, og án- efa gefa margir orðum hans verðugan gaum. Það er staðreynd, að auk ýmissa orða, t.d. sumra nýyrða, sem eru alveg rangt mynduð, vaða uppi málvillur, sem maður heyrir oft á dag. Börnin segja: Eg vill fá appel- sínu, unglingarnir segja: Hvað heldurðu að þú ert, ég lield hann er farinn, o. s. frv. (Það skal viðurkennt, að það er tals vert vandasamt að beygja sögnina að vera, t.d. í við- tengingarhætti). Málvillur af þessu tagi eru afkáralegar og leiðinlegar, og þyrftu kennarar og málfræðingar að leggja kapp á að uppræta þær. Þá finnst mér sem Norðlendingi alltaf heldur leiðinlegt að heyra Sunnlendinga tala um ið sita og seba í staðinn fyrir að sitja og setja. Þótt það sé vitanlega, málsins vegna, nauðsynlegt að uppræta orð og orðatiltæki, sem stangast við rökrétta hugsun, þá finnst mér þó, að eltingaleikurinn við eitt og eitt orð, eina og eina stafvillu í orði, gangi stundum lielzt til laiigt. Eg held, að það verði að leggja höfuðá- herzlu á, að fólk geti gert grein fyrir sínu máli í ræðu og riti með rétt hugsuðum, hnit- miðuðum setningum, jafnvel þótt eitt orð x setningunni orki tvímælis fx’á málfræðilegu eða stafsetningarlegu sjónarmiði. sólarskin og söngvamál. Von er frjáls úr vetrarbanni. Og enn kvað Stefán: óði mínum létt um spor. Ég þakka af hjarta, guð minn góður, gjafir þínar, sól og vor. Og enn kvað Helgi: Boða fx’elsi brattans spor. Teyga ilm frá björk og blóm- urn, blessa þínar gjafir, vor. (Enginn má ætla að Helga liafi ekki verið létt um spor rétt eins og óði Stefáns — hann er búinn að geta þess tveimur síðum framar: „í dag er mér létt um spor,“ og á bls. 25 er svo komið að „öllum er létt um spor“, á bls. 44 er enn „öllum létt um spor“ og ekk- ert farið að draga af þeim á næstu síðu þar á eftir: „öllurn létt um spor.“ Þá var öldin önnur en nú þegar enginn nennir að lireyfa sig öðru vísi en í bíl eða flugvél). Lokaorð Vorsólar eftir Stef- án: gleði mín er djúp og rík. Helgi í Vorblæ: bæh mín er djúp og heit. Ljóðið Sej’tjándi maí eftir Stefán hefst þannig: Þann seytjánda maí var sól- skin og suðræn angan í blænum. Eitt af kvæðum Helga hefst þannig: 1 dag er sólskin á sænum, — sumarilmur í blænum. Stefán í Sóldegi: Fyrir handan höfin blá heiðan veit ég dag. Davíð frá Fagraskógi í Þú skalt fai’mannskufli klæðast; Fögur lönd í fjarska bíða falin bak við úfinn sjá. Helgi í Hamingjulandinu: — 32g veit, að handan við höfin blá er hamingju minnar land. Og í kvæðinu í nótt kveðui' Helgi: Ég fer í nótt til fjarra stranda. Þar framans dyr mér opnax' standa bak við djúpin draumablá. Og í kvæðinu Á útleið kveðut' liann: Máske að mín bíði betri lönd bak við þennan víða sjávai’- flöt? Davíð í Kveðju: Þá flý ég yfir djúpin drauma- blá. Helgi: bak við djúpin draumablá (I nótt) Fyrir stafni djúpin draumablá, (Á útleið) Særinn var draumablár (Við gluggann) Stefán frá Hvítadal talar um „æskudx’aumsýnir þráðar“ í Ijóðinu Það voi-ar. Helgi kveð- ur um „draumsins þráðu lönd,** „þráðan draum,“ hin '„þi’áðu munablóm,“ „þráða dvöl,“ „lifsins þráða frelsi,“ „sinn þráða tryggðavin/1 „þráða lxeima“, „þi’áðan óskabyr,” „vonanna þráðu gjöf,“ og æra mætti það óstöðugan að telja live oft liann staglast á sögn- "Framhald á .9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.