Þjóðviljinn - 10.01.1956, Síða 6

Þjóðviljinn - 10.01.1956, Síða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 10. janúar 1956 þióeviuiNH Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkui-inn — Ingi Mt. Jóhannsson: og 6. umferðin í Hastings Afleiðisig en ekki orsök liialdið er ekki af baki dottið með þær falskenningar sínar að vöxtur dýrtíðarinnar sé sök verkamanna. Er nú svo langt gengið í leiðara Morgunblaðsins s.l sunnudag að beinlínis er fullyrt að stöðvun bátaflotans og yfirvofandi stöðvun togar- anna sé bein afleiðing þess að verkafólk fékk nokkra kaup- bækkun á s.l. vori. Þegar slíkum blekkingum er Ixaldið að almenningi í aðal- blaði ríkisstjórnarinnar liggur beint við að beina þeirri spurn- ingu til ritstjóra Morgunblaðs- ins hvað hafi valdið stöðvun bátaflotans fyrir rösku ári síð- an. Almenningur minnist þess áreiðanlega að bátastöðvunin nú er engin nýjung, heldur end- urtekur sig sama sagan og á undanförnum áramótum. Fram- 'eiöslustöðvun er orðin eitt af ínegineinkennum þess stjórnar- fars og þeirrar þróunar í efna- Iiagsmálum sem er bein afleið- ing af stefnu ríkisstjórnarinnar. Það er vonlaust fyrir Morg- unblaðið og íhaldið að ætla sér þá dul að koma sökinni af verð- bólgu og öngþveiti stjórnar- stefnunnar yfir á herðar verka- fóiks og stjórnarandstöðunnar. Það er ríkisstjórnin sjálf sem ábyrgð ber á þeirri þróun i ve2'ðlagsmálum og efnahags- málum sem neytt hefur verka- lýðssamtökin til að beita verk- •fallsvopninu til þess að knýja fram nauðsynlega leiðréttingu á kami og kjörum. Það var ríkisstjórn undir forustu íhalds- ins sem hafði forgöngu um gengislækkunina sælu sem átti að vera allra meina bót en hefur reynzt framleiðslunni og landsmönnum öllum fjötur um fót. Og það var ríkisstjórn sömu þjóðfélagsafla sem af- nam allt verðlagseftirlit og gaf m.a. húsaleigu frjálsa, þannig að vei’ðlagið rauk upp úr öllu valdi. Kaunhækkun verkafólks var sannarlega afleiðing en ekki orsök verðbóiguþróunar- innar. Orsakanna er að leita h.já sk.jólstæðingum Morgun- bbðsins Það er „Sjálfstæðis- flokkur“ braskaranna og soá- kaumnannanua sem skinulagt hefnr verðbólguna í landinu til stórkostlegs t ións f.vrir alla al- þýðu og þióðina í heild, að fá- mennri gróðaklíku undanskil- inni. Það er svo auðvitað í fullu samræmi við afstöðu Morgun- blaðsins frá upphafi að ætlast til þess að verkafólk sitji auð- um höndum og leiti ekki rétt- ar síns þegar á því er níðzt me'ð síendurteknum árásum á lífskjörin. En slíkar óskir í- haldsblaðsins verða að engu hafðar hér eftir sem hingað til. Meðan stefnan í verðlagsmál- ym er mótuð af íhaldinu með hagsmuni gróðamanna og braskara einna að leiðarljósi er verkalýðshreyfingunni nauðug- 1. janúar fengu keppendur frí og gátu því hvílt sig eftir fjór- ar erfiðar skákir, en veslings Darga, sem alltaf á biðskákir varð að tefla við Golombek og tókst Darga að vinna eftir nokkurt þóf. Óneitanlega nokk- ur sárabót fyrir hvíldartapið. í dag lék Friðrik svo d4 gegn Korstnoj sem svaraði með Í5. Skákin var róleg framan af, því báðir skipulögðu lið sitt til sóknar. En skyndilega hófst mannskæð orusta á miðborð- inu, sem virtist vera Rússanum til nokkurs ágóða. Friðrik hafði eytt allmiklum tíma á byrjun- ina, og hugðist Korstnoj not- færa sér það, en þegar öldurn- ar lægði á miðborðinu var staða Friðriks ívið betri, en samt ekki nægilega góð til þess að takast mætti að vinna skák- ina, og sömdu keppendur jafn- tefli. Það er ekki á hverju skákmóti sem mönnum tekst að ná 75% gegn Rússunum, en þetta hefur Friðrik gert á þessu móti og er það vafalaust merki þess að hann sé í þann veginn að komast í tölu stórmeistara. Ivkoff, sem tapaði fyrir Korstnoj, tókst nú að sigra Tajmanoff í stuttri skák þar sem Tajmanoff féll í gildru í byrjuninni. Tajmanoff, sem hafði svart, lék sikileyjarvörn og fékk færi á að ná öðrum biskup hvíts og veita honum tvípeð á e-línunni. En þetta hefði Tajmanoff átt að yfir- vega betur, því ólíklegt má það virðast, að Júgóslavinn gæfi færi á þessu nema eitthvað byggi undir því. Tajmanoff tókst ekki að koma mönnum sínum á framfæri fyrr en hann fór í drottningakaup. En peð varð hann að láta fylgja með svo hvítum þættu kaupin jöfn. Eftir þetta lágu allar leiðir til Rómar fyrir Ivkoff, sem gerði út um skákina með lag- legri hróksfórn. Hjá Englendingunum Golom- bek og Penrose komst ekkert að nema þa'ð sem enskt var, þvi Penrose svaraði c4 með e5, og nefnist það enski leikurinn. Golombek fékk góða stöðu út úr Byrjuninni, en þegar hann átti að vinna rúm fyrir menn sína með því að hefja peða- framrás á drottningarvæng, gerði hann nokkra tilgangs- lausa leiki, sem gáfu Penrose frumkvæðið og tókst honum að vinna áður en 4 tímar voru liðnir og losnaði hann því við biðskák í þetta sinn. Corral hefur nú áótt í sig veðrið og unnið tvær skákir í röð. í þessari umferð átti hann að etja við Fuller, sem er sterkur í flóknum stöðum en ur einn kostur að verja rétt og lífskjör vinnustéttanna með afli samtakanna. Það er fyrst þegar verkafólk, bændur og millistétt landsins bera gæfu til að taka liöndum saman og svipta auðstétt og braskara yf- irráðunum yfir ríkisvaldinu sem fært er að taka upp aðrar starfsaðferðir með giftusam- legum árangri fyrir alla al- þýðu. skortir raunhæft stöðumat. Fuller hafði hvítt og lék e4 eins og hann er vanur, en Spánverjinn svaraði eins og' eðlilegt er með c5. Fuller fór út í vafasaman peðsvinning í miðtaflinu, sem hafði þær af- leiðingar í för með sér að peðastaða hans sprakk í loft upp og tvístruðust peðin í allar áttir, ef svo mætti að orði komast, og var það sannarlega raunaleg sjón að sjá hvemig þau urðu svörtu mönnunum að bráð. Skákin fór í bið, en varð ekki tefld frekar því Fuller sá að frekari barátta var þýð- ingarlaus og gafst því upp. Darga átti erfiðan dag, hann tefldi við Persitz, sem lét e4 og kom upp afbrigði í sikileyj- arvörn þar sem hvítur lék Bfl —c4. Darga fékk einangrað peð á d6 sem hvítur gerði að skot- spæni sínum. Þjóðverjinn lenti í slæmu tímahraki og tapaði 3 peðum. Að vísu var það á kostnað hvítu stöðunnar, en engu að síður átti Persitz að geta unnið ef hann tefldi ná- kværnt. Persitz, sem sýnilega var of öruggur með sigurinn gaf færi á sér sem Darga fylgdi fast eftir og varð Persitz að gefa heilan hrók til að forða máti. í 51. leik hafði Darga yfirstígið tímaekluna öðru sinni og gafst Persitz því upp. Þjóðverjinn Darga hefur nú skotið sér upp á yfirborðið og hefur 4 vinninga úr 5 skák- um. Ef til vill hefur hann verið nokkuð heppinn í tveimur af þessum löngu biðskákum, en hið óbilandi baráttuþrek hans og þolinmæði hefur borið ríku- legan ávöxt eins og vinningarn- ir benda til. Röðin eftir 5. umferðir: Korstnoj og Darga 4v. Friðrik 3 V>, Ivkoff 3, Taj- manoff og Corral 2V2, Penrose 2, Fuller IV2, Golombek og Persitz 1. 6. umferð Baráttan um fyrsta sætið er að ná hámarki sínu, og virðist Rússinn Korstnoj eiga mesta möguleika, vegna þess að Frið- rik og Ivkoff eiga eftir að glíma innbyrðis en sú skák verður tefld í síðustu umferð, og ef Friðrik verður ekki fyrir neinu óhappi má búast við spennandi keppni. Ivkoff hefur færzt mjög í aukana upp á síðkastið, og má búast við hon- um og Tajmanoff sem hættu- legum andstæðingum fyrir Korstnoj og Friðrik. Friðrik tefldi við enska meistarann Golombek. Friðrik hafði hvítt og lék c4, fékk opna b-línu og hóf sókn gegn drottningarvæng brezka heimsveldisins. En þar var við ramman reip að draga og varð Friðrik lítið ágengt. Eftir ónákvæman leik frá Frið- riks hendi tókst Golombek að hefja gagnárás á drottningar- væng og varð Friðrik að hörfa með nokkra menn yfir á kóngs- vænginn og undirbúa sóknar- aðgerðir á nýjum vígstöðvum. Golombek hugðist láta kné fylgja kviði á drottningar- vængnum og lék riddara niður á c3, en Friðrik gerði sér lítið fyrir og drap hann með hrók. Þetta hafði sá enski ekki tekið með í reikninginn, og varð að snúa liði sínu til varnar. Frið- rik kom riddara niður á d6 og reyndist hann svörtum svo þungur í skauti, að hann fórn- aði hrók fyrir hann til að af- stýra yfirvofandi máthótunum. Þegar skákin fór í bið hafði Friðrik peð framyfir, en Frið- rilc varð að tefla mjög ná- kvæmt ef honum átti að takast að vinna skákina. Eftir rúma 40 leiki var komið upp hróks- endatafl þar sem Friðrik hafði peð framyfir, en nú höfðu erfið- leikarnir minnkað og Friðrik þurfti bara að telja upp að tíu öðru hvoru og þá var björn- inn unninn. Korstnoj lék hvítu mönnun- um gegn landa sínum Tajman- off sem er sérfræðingur í sik- ileyjarvörn, en Korstnoj lék alls óhræddur e4 og Tajmanoff svaraði með c5. Tajmanoff fitj- aði upp á nýjung í byrjuninni og virtist eiga góða möguleika. Korstnoj fórnaði riddara, en með því kom hann í veg fyrir hrókfærslu hjá Tajmanoff. Þó virtist ekkert afgerandi í þess- ari fórn og sömdu keppendur jafntefli með því að þráleika. Ivkoff svaraði e4 hjá Darga með e5 og kom út spánski leik- urinn. Snemma í skákinni fékk Darga valdað frípeð á e5, og virtist það vega upp á móti veikleikanum í peðastöðu hans á drottningarvæng. D-línan opnaðist og drottningakaup fóru fram, en við kaupin kom Darga hrók upp á 7. reitalínu hjá Ivkoff og hugðist þjarma að honum, en Ivkoff hafði séð lengra og bauð hrókakaup sem Darga ekki þáði, heldur lék hrók sínum beint í gildru er Júgóslavinn hafði búið honurn og tapaði skákinni litlu síðar. Corral beitti sömu árásinni gegn nimzoindverja og ætlaði bersýnilega að hefja kóngssókn, en Persitz tókst að „blokkera“ peðastöðuna á kóngsvæng og flutti hann siðan kónginn yfir á drottningarvænginn og brauzt í gegn á h-línunni og mátti Spánverjinn gefast upp eftir rúma 9. klst. baráttu. Penrose og Fuller tefldu flókna skák og erfiða og sömdu jafntefli, þegar þeim fannst umhugsunartíminn orðinn of naumur. Röðin: Korstnoj, Frið- rik 4%, Ivkoff og Darga 4. Tajmanoff 3 og aðrir minna. Tvær skákir ár 5. uiiiferð Hvítt Ivkoff. Svart Tajmaiioff Sikileyjarvörn. 1. e4, c5. 2, Rf3, Rc6. 3. d4, cxd4. 4. Rxd4, Rf6. 5. Rc3, d6. 6. Be3, Rg4. (Betra var 6. -— e5). 7. Bb5, Rxe3. 8. fxe3, Bd7. 9. o—o, Re5. (Ef 9. — g6, þá 10. Bxc6, bxc6. 11. Df3, f6. 12. e5, dxe5. 13. Rxc6, Dc8. 14. Rxe5, fxe5. 15. Df7f, Kd8. 16. Hadl og svartur getur ekki varið hinar margvíslegu hót- anir. Ef 9. — e6, þá 10. Bxc6, bxc6. 11. Df3, De7. 12. e5, d5. 13. e4, c5. 14. exd5, cxd4. 15. d6 og vinnur). 10. Rf3! Bxb5. 11. Rxb5, Dd7. (Ef 11. — g6, þá 12. Dd5 og svartur fær ekki við neitt ráðið). 12. Rxe5, dxe5. 13. Dxd7, Kxd7. 14. Hf7, (Svart- ur er algjörlega glataður þar sem hann á peði minna og biskupinn er sýnu lakari en riddarinn). 14. — Kc6. 15. Rc3, Hd8. 16. Hdl, Hxdl. 17. Rxdl, Kd6. 18. Kfl, g6. 19. Hf2. (Hrókurinn á að styðja framrás peðameirihlutans á drottning- arvæng). 19. — Bh6. 20. Hd2, Ke6. 21. c4, Bg5! (Eina leiðin til að gera biskupinn að manni). 22. Ke2, h5. 23. Rc3, Hc8. 24. b3, a6. 25. a4, Hc6. 26. Rd5, Kf7. 27. a5! Hc5. 28. Ha2, e6. 29. Rb6, Bd8 30. b4, Hc6. 31. c5, Bxb6. (Leiðir'svart- an í glötun í tveim leikjum. En staðan er töpuð hvað sem svart- ur gerir, því hann getur aldrei varið e5 og b7 til lengdar).32. axb6, Kf7. 33. Hxa6! og svartur gafst upp. Ef 33. — Bxa6, þá 34. b7 og frelsinginn verður ekki stöðvaður. Leiki svartur í 32. — Hc8. þá leikur hvítur engu að síður 33. Hxa6, bxa6. 34. b7, Hb8. 35. c6 og vinnur. Mér flýgur í hug handbragð Capablanca, þegar ég athugá þessa vinningsskák Ivkoffs. Ilvítt: Friðrik Ólafsson. Svart: V. Korstnoj USSR Hollenzk vörn. 1. d4, f5. 2. g3, Rf7. 3. Bg2, e6. 4. Rf3, Be7. 5. o—o, o-—o. 6. c4, d6. 7. Rc3, De8. 8. Hel, Re4. (Bronstein lék i 8. — Dg6 á móti Dr. M. Euwe í Ziirich ’54 og Euwe svaraði með 9. e4, fxe4. 10. Rxe4, Rxe4. 11. Hxe4, e5! Ekki Dxe4 vegna 12. Rh4 og vinnur). 9. Dc2, Dg6. 10. Be3, Rxc3. 11. Dxc3, Rc6! (Nýr leik- ur. Venjulega liefur riddaran- um verið leikið til d7 og síðan til f6 og e4. En hérna er honum ætlað það hlutverk að styðja framrás e-peðsins). 12. b4. (Eðlilegur leikur, en ef til vill ekki sá bezti. Til greina kom 12. d5, Bf6. 13. Db3, Rd8. 14. dxe6, Rxe6. 15. c5 og hvítum hefur tekizt að opna línurnar sér í hag). 12. — Bf6. 13. b5, Rd8. 14. c5, Rf7. 15. cxd6, cxd6. 16. Rd2. (Hvítur verður að fyr- irbyggja þann möguleika að biskupinn á g2 lokist inni). 16. — e5. 17. dxe5, dxe5. 18. Bd5, e4. 19. Bd4, Bxd4. 20. Dxd4, Be6! (Leikur, sem snýr taflinu við. Ef 21. Bxb7, þá 21. — Had8 og síðan Rg5 ásamt f4, sem yrði hvítum um megn vegna þess hve menn hans standa illa). 21. Bxe6, Dxe6. 22. Hecl! (Bezt). 22. — Had8. 23. Dc4, Hd5. (Friðrik áleit Dg6 væri betri leikur). 24. Rfl, Rd6. 25. Db3, He8. (Ekki 25. — Rxb5 vegna 26. Hc5!). 26. a4, f4. 27. Hdl, Hxdl. 28. Dxe6f, Hxe6. 29. Hxdl, gó. 30. Hd5, h6. 31. Rd2! Kf7. 32. Rb3, samið jafn- tefli. T. d. 32. — Ke7, 33. Rc5, Hg6! 34. He5f, Kf6. 35. He6f Kf7. 36. He5).

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.