Þjóðviljinn - 10.01.1956, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.01.1956, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 10. janúar -956 — ÞJÓÐVILJINN — (9 A fUTSTJÓFU FRÍMANN HELGASON „Upp með nýjum andans móð, upp tll starla rísl þi®ð" 50 ár frástofnun U.M.F.A. aðalbrauf- rySjanda UMF—hreyfingarinnar Það mun hafa verið rétt um áramótin síðustu að auglýst var samkoma á Akureyri, þar sem áformað væri að minnast stofn- unar Ungmennafélags Akureyr- ar, en sá atburður átti sér stað 7. janúar 1906 eða fyrir réttum S0 árum, Nú mun sumum ef til vill finnast dálítið skrítið að minnast afmælis félags sem ekki er lengur til, en ef betur er að gáð munu þeir hinir sömu sann- færast um að svo er ekki. Það sannar okkur aðeins að þrátt fyrir allt eru þeir trúir merki- legri hreyfingu sem náði út- breiðslu um land allt, sem sagt: Ungmennafélagahreyfingunni.. Þeir geta líka með stoltu sinni minnst þess forustuhlutverks sem UMFA gegndi á bernskuárum þessarar hreyfingar. Þetta er þvi ánægjulegra fyr- ir Akureyringa sem vitað er að ungmennahreyfingin kom sem örfandi andvari og fór sem eldur í sinu og kveikti í æskumönnum landsins, hvetjandi til dáða, til baráttu fyrir verndun þjóðlegra verðmæta, sjálfstæði landsins og endurvakningar íþrótta og þá ekki sízt íslenzku glímunnar. Sagan mun síðar sanna að engin áhugahreyfing hefur haft eins margþætt áhrif á íslenzkan æskuiýð og einmitt ungnrenna- lireyfingin. Hún kom eins og frelsandi andblær á þeirri stund þegar, hetja svaf á hverjum bæ!, og eins og Páll Jónsson segir í hvatningarkvæði sem sungið var á fundi UMFA 14. jan. og byrjar svona: Vökum, vökum, vel er sofið. Værð og svefri ei lengur stoðar. (Fyrirsögn þessarar greinar er úr sama erindi). I en eyða flokkshatri og pólitísk- um flokkadrætti“. í öðru lagi: 1. Að rej'na af alefli að vekja löngun hjá æskulýðnum á aldrin- um 15—30 ára, til þess að starfa fyrir sjálfa sig, land sitt og þjóð. 2. Að temja sér að beita starfs- kröftum sínum í félagi og utan félags. 3. Að reyna af fremsta megni að viðhalda og efla allt það sem er þjóðlegt og rammíslenzkt og horfir til gagns og sóma fyrir hina íslenzku þjóð. Sérstaklega skal leggja stund á að fegra og hreinsa móðurmálið. Allir félagar skyldu vera vín- bindindismenn og vilja æfa krafta ■ sína með lífi og sál, til gagnlegra starfa. — Eg undirritaður lofa því og legg við drengskap minn, að meðan ég er í þessu félagi, skal ég ekki drekka neina áfenga drykki, né valda því vísvitandi, að öðrum séu þeir veittir. Eg skal vinna með alhug að heill þessa félags, framförum sjálfs mín, andlega og líkamlega, og að velferð og sóma þjóðar minnar, í öllu því sem er þjóð- legt, gott og gagnlegt. Lögum og fyrirskipunum vil ég hlýða í öllu, og leggja fram sérplægnislaust krafta mína til allra þeirra starfa,.er mér kynni að verða falið að inna af hendi fyrir félagið“ — þannig voru á- form þessara varmmanna ung- mennahreyfingarinnar. Manni verður að vega og meta hvort þessi áform séu ekki nákvæm- lega jafngóð og jafnþörf nú í dag og þau voru þá. Því miður verst maður ekki þeim ótta að samanburður á lögum ung- menna- og íþróttafélaga í dag mundi sýna neikvæðar breyting- ar. Félagslíf. — Tilgangi sínum, hugsaði fé- lagið sér að ná með fundahöld- um þar sem fram færu fyrir- lestrar, er haldnir væru af fé- lagsmönnum, eða öðrum þeim, sem til þess væru fengnir. Einnig skyldu fara fram umræður,. upp- lestur, íþróttir og annað það sem „efli andlegt og líkamlegt at- gjörfi æskulýðsins11. — •—• Fundir skyldu byrja og enda með því að syngja einhver þar til valin framsóknar- og ætt- jarðarkvæði, stundum fluttu fé- lagsmenn „frumsamin ágætis- Framhald á 10. síðu. Tilgangur félagsins X 30 ára minningarriti UMFÍ (1907—1937) er alllangur kafli um LTMFA og’ verður hér á eftir tekið nokkuð upp úr þessu riti svo lesendur geti skyggnzt ör- lítið inn í starf og tilgang þessa forustufélags. Þar segir m. a. „Tilgangur félagsins sam- kvæmt lögum og skrifum félags- manna var í fyrsta lagi: Að reyna að safna æskulýð landsins undir eitt merki þar sem þeir geti barizt sem einn maður með einkunnar orðunum: Sannleikuf- inn og réttlætið fyrir öllu. í sam- einingu gætu þeir aflað sér líkámlegs og andlegs þroska. „Vér viljum reyna að vekja æskulýðinn af hinum þunga svefni hugsunarleysis og sljó- leika fyrir sjólfum sér, til ein- ingar og framsóknar, vekja lif- andi og starfandi ættjarðarást í brjóstum íslenzkra ungmenna, Sovézk fimleikastúlka sýnir listir sína í íþróttaliátít í Praha. Holfsnúpur og Helgi Sœm. Framliald af 4. síðu. inni að þrá og nafnorðinu þrá, enda önnur saga. Stefán í hinu fræga ljóði Hún kyssti mig: Lífs mín draumur er dýr Helgi: Draumur lífs míns, enn ég virði þig. (Vesalings draumui’inn) Stefán í Ég vil burt: Betra er en draumadöf að sigla fleyi á feigðarnöf. Helgi: Ég þekki fljóð með ótal sálar- sorgir, er sigldi ástargnoð á feigðar- nöf. Hætt er við því að Böðvar frá Hnífsdal telji sig einnig eiga nokkurn þátt í þessum Ijóðlínum. Hann gaf árið 1930 út kvæðabókina Ég þekki kon- ur.. . Eitt kvæðanna í bók hans her sama nafn og byrj- ar þannig: Ég þekki konur með eld í æðum. Helgi Sæmundsson kveður kvæði er nefnist Ég þekki fljóð . . . ., og þar i er þetta: Ég þekki fljóð með eld í ungu hjarta. Helgi virðíst yfirleitt vera nokk-uð næmur á bókaheiti. Fyrsta bók Tómasar Guð- mundssonar heitir „Við sund- in blá“, svo sem öllum er kunnugt. Eitt af kvæðum Helga heitir náttúrlega Við sundin blá. Auk þess hefur bókart-ítill Tómasar komið Helga í góðar þarfir á þessum stöðum: „Við sundin blá ég sit um margar nætur“ (bls. 51) , „Við sundin blá á jafn- an hugur heima“ (bls. 52), „Yfir sundin sumarblá / sigli ég frá ströndum" (bls. 14), „Við sundin blá er hörmum gott að gleyma“ (bls. 52), „Ég hefi setið við sundin blá“ (bls. 48), „sundin lognkyrr og blá“ (bls. 63), „Við sundin blá ég sit um margar nætur“ (bls. 52) . Þriðja bók Tómasar heit- ir Stjörnur vorsins. „Stjörn- ur vorsins ljóma“ í einu kvæði Helga. Frumsmíð Jóns úr Vör heitir Ég ber að dyrum. „Ég ber að dyrum með döprum liuga“, segir Helgi á einum stað. Leikritið .Outward Bound eftir Sutton Vane nefnist í ís- lenzkri þýðingu Á útleið. Eitt af kvæðum Helga ber sama nafn. Jakob Jóh. Smári gaf árið 1936 út kvæðabókina Handan storms og strauma. Helgi segist vilja „gista ver- öld handan storms og strauma,“ og fleiri dæmi mætti nefna. Davíð Stefánsson yrkir í ljóð- inu Una: Blásið, blásið, vindar, í björtu seglin hans, svo að fleyið beri hann fljótar til lands. Helgi í kvæðinu Ég vaki ein: Ó, vindur blás í björtu seglin lians. Ég bið þig hljótt um milda næturstund. Ó, vindur blás og ber hans fley til lands. Davíð síðar í fyrrnefndu ljóði: Bráðum liggur fleyið hans landfestar við .. . Ég verð eina meyjan sem vakir um lágnættið. Kvæði Helga heitir sem fyrr getur Ég vaki ein — og end- ar svo: ég vaki ein og vinar míns hér bíð. Ó, vindur blás í seglin þönd. Davíð í Ijóðinu í dag kom vorið: * Með ljóð í hjarta, lag á þyrst- um vörum, ég legg á brattann mikla — einn í förum Helgi í Kveðju: — Og loks er kominn sá lang- þráði dagur, er legg ég á liöf með söng á vörum og stefni í fjarskann — einn í förum. Einhverra orsaka vegna hef- ur hann veigrað sér við að slá eign sinni á orðin „ég Iegg á brattann mikla,“ og gæti það bent til þess, að Helgi eigi — eða hafi átt — ofurlitla sóma- tilfinningu, þótt liann hafi ekki flíkað henni til þessa. Sjálfsagt mun mörgum finn- ast það, sem hér hefur verið rakið, ærinn ljóður á einni bók, en alvarlegast er þó, aS hugblær og efni hvers einasta kvæðis í Sól yfir sundum eru aðfengin, svo að þar er ekki eina sjálfstæða línu að finna, þótt leitað sé með logandi Ijósi. Þetta var fyrsta ganga Helga Sæmundssonar á rithöfundar- brautinni. Nokkru siðar trúði grandalaus útgefandi honum fyrir því að „annast útgáfu“ á verkum látins skálds, Kvæð- um og sögum Jóhanns Gunn- ars Sigurðssonar. Varðrhann frægur af þessu verki með sérstökum hætti, einkum eftir að prófessor Sigurður Nor- dal skrifaði greinina „Ein- kennilegt útgáfustarf'* í tíma- ritið Helgafell (II. árg. bls. 450). Hefur Bjarni Benedikts- son nýlega minnt á þetta frægðarstrik Helga, og því get ég verið stuttqrður um það?* Sigurður Nordal kemst svo að orði, að athæfi Helga Sæ- mundssonar beri vitni um sið- ferðilegt skynleysi, og livetur þjóðina til að sporna við því, áður en það nái að gagnsýkja bókmenntalífið. ' . Því miður liöfum við íslend- ingar ekki verið nógu minnug- ir varnaðarorða Sigurðar Nof- dals, enda væri hægt að nefna mörg og ófögur dæmi um, hvernig liið siðferðilega skyn- leysi er búið að sýkja bók- menntalífið. Er það í sjálfnt sér vel til fundið, að einn af frumherjunum, Helgi Sæ- mundsson, haldi uppi vörnum fyrir hina siðferðilegu skvn- leysingja bókmenntalífsins. Ég hefði skirrzt við að rif ja upp þennan raunaferil, e£ það væri ekki nauðsynlegfc til skilnings á ýmsum furðu- legum fyrirbærum í íslenzku menningarlífi, sem segja má að eigi sér Öll einn samnefn- ara: ritdómarann Helga Sæ- mundsson. En það er annajr kapítuli, sem kannski verðu? síðar skráður. * * ÚTBREIÐIÐ TJl * * * ÞJÓDVILJANN ^ '

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.