Þjóðviljinn - 11.01.1956, Blaðsíða 1
40 þús. vinn-
ingar í Happ-
drœffi H.í.
Miðvikudagur 11. janúar 1956 — 21. árgangur — 8. tölublað
Þannig hirSa auBhringarnir arSinn af framleiSslunni:
Magn þoð ^I@ndingar notcx csi oláum
á ári 13 millf, kar. dfraro ®m í Þýzkolcmdi
Þrátt fyrir alla öréagleika hefur framleiösla sjávar-
útvegsiiis farið sivaxandi á uudanförniim árttm
Happdrættið hefur nú fjölgao
númerum um 5000, og verðá
þau nú 40000. Vinningum fjölg-
ar um leið upp í 12500, en að
auki eru 33 aukavinningar.
Hæsti vinningur á árinu er 30®
þús. kr.
Dregið verður í 1. flokki á
mánudaginn kemur. Vinningar
verða þá 754, samtals 37030®
krónur.
Nú er liðinn sá frestur sem
menn áttu forgangsrétt að
númerum sínum frá fyrra ári
Er vissast að vitja ósóttra miða
sem fyrst, annars kynnu þeir
að verða seldir öðrum.
<8-
I desembermánuði s.l. kostaði tonnið aí togaraolíu 347 kr. í Vesturþýzka-
landi en kr. 413 hér: mismunurinn var 66 kr. eða 20%. Á sama tíma kostaði
bátaolía og olía til húsakyndingar kr. 548 í Vesturþýzkalandi en kr. 924 hér;
mismunurinn var kr. 376 eða 70%. Samkvæmt þessu er magn það sem selt
er aí olíum á ári hérlendis allt að 50 milljón krónum dýrara en í Vesturþýzka-
landi. Ennþá meiri verðmunur er á benzíninu. Samt mun vera öllu meiri ílutn-
ingskostnaður írá Mexíkóílóa til Þýzkalands en frá Sovétríkjunum og hingað,
og munur á kaupgreiðslum er sáralííill og skiptir ekki máli.
Þessum athyglisverðu stað-
reyndum skýrði Lúðvík Jósefs-
son frá í ræðu þeirri sem hann
flutti á fundi Sósíalistafélags
Reykjavíkur í fyrrakvöld, en
þar rakti hann í stórum drátt-
um ástandið í sjávarútvegs-
málum hérlendis, hvernig við
værum á vegi staddir og hvað
gera þyrfti til að köma sjávar-
útveginum á skynsamlegan
grundvöll. Var ræða Lúðvíks
stórfróðleg, og fer hér á eftir
útdráttur úr henni:
tonn. Síldin vár það ár 170000
tonn, eða heildaraflinn uin
370.000 tonn.
Árið 1946 var fiskaflinn ann-
ar en síld kominn upp í 236
þús. tonn. Síldveiðin varð hins-
Framhald á 3. síðu.
Stóraukin framleiðsla
Lúðvík hóf mál sitt á því að
benda á að sjávarútvegurinn er
ekki aðeins míkilvægasta at-
vinnugrein landsmanna heldur
hefur gildi hans fyrir þjóðar-
búið og afköst farið sívaxandi á
undanförnum árum, þrátt fyrir
alla erfiðleika sem að hafa
steðjað bæði af náttúrlegum á-
stæðum og óstjórn.
Árið 1943 — eitt mesta síld-
veiðiár í sögn þjóðarinnar —
var heildarframleiðslan af fisk-
afurðum, fyrir utan síld, 201000
Mlkill ósigur iyrlr
stefnu Adenauers
Thomas Dehler endurkjörinn formaður
þingflokks Frjálsa iýðræðisflokksins
Vesturþýzka stjórnin og Adenauer forsætisráðherra
bið'u í gær mikinn ósigur þegar Thomas Dehler var
endurkjörinn formaöur þingflokks Frjálsa lýöræöisflokks-
ins.
Bonnstjórnii» <jg Adenauei
persónulega höfðu beitt sér af
alefli fyrir því að annar maður
yrði kjörinn
leiðtogi þing-
flokksins í
stað Dehlers
og lagt fast að
þingmönnum
Frjálsa lýð-
ræðiðflokksins
að fella Dehl-
er.
Ástæðan er
sú að hann
hefur Iagzt eindregið gegn ut-
anríkisstefnu stjórnarinnar. —
Hann hefur krafizt þess að
stjórnin taki upp he' \a samn-
inga við Sovétríkin um sam
einingu landsins og hætti að
Thomas Dehler
Afhenti skilríki
Sendiherra Belgíu, hr.Eugene
Du Bois, afhenti í gær forseta
fslands trúnaðarbréf sitt við
hátíðlega athöfn á Jessastöð-
um, að viðstöddum utanríkis-
ráðherra.
treysta á herstyrk vesturveld-
anna til að knýja sameininguna
fram. Þá hefur hann gagnrýnt
harðlega samningamakk Aden-
auers við frönsku stjórnina um
framtíð Saarhéraðs.
Stolið úr snmar-
bústað
Einhvemtíma í desember hef-
ur verið framið innbrot í sumar-
bústað Dagbjarts Lýðssonar
kaupmanns, en sumarbústaður-
inn stendur í sunnanverðri
Hamrahlíð. Var stolið þaðan
svefnsóffa, einnig þremur sæng-
um og einhverju fleira. Ekki
hafa þeir fundizt sem hér hafa
verið að verki; en lögreglan bið-
ur alla, sem kunna að hafa orð-
ið varir við að slíkir hlutir
hafi verið boðnir til kaups, að
gera sér aðvart.
Mannfjöldi fagnaði Friðriki
við heimkomuna í gœr
Borgarstjóri afhenti honum þá 10 þús.
króna heiðursgjöf frá Reykjavíkurbæ
Friörik Ólafsson kom heim frá Englandi í gær með
flugvélinni Sólfaxa. Lenti vélin á Reykjavíkurflugvelli
um tíuleytiö í gærkvöld og var þá margt manna. saman-
komiö 1 farþegaafgreiöslu Flugfélags fslands til aö hylla
skákmeistarann.
Liðsauki sendur
til Kýpur
Brezka hermálaráðuneytið til-
kynnti í gær að vegna hins
ófriðlega ástands í löndunum
við botn Miðjarðarhafsins hefði
það verið talið nauðsynlegt að
senda liðsauka til Kýpur, þar
sem eru aðalbækistöðvar brezka
hersins í þessum hluta heims.
Þegar Friðrik gekk inn í af-
greiðslusalinn fögnuðu allir við-
stadcjir honum með langvarandi
lófataki, svo og aðstoðarmanni
hans á Hastingsmótinu, Inga
R. Jóhannssyni.
Elís Ó. Guðmundsson, for-
maður Skáksambands íslands,
ávarpaði Friðrik Ólafsson, bauð
hann hjartanlega velkominn og
þakkaði honum í nafni ís-
lenzkra skákmanna og skák-
unnenda hina glæsilegu frammi-
stöðu á skákmótinu, frammi-
stöðu sem varpað hefði ljóma
á nafn íslands um allan heim.
Öll íslenzka þjóðin þakkar þér
afrek þitt, sagði Elís, og ég
spái því að þess verði ekki
langt að biða að hún kunni að
meta það í verki.
Gunnar Thoroddsen, borgar-
stjóri, flutti síðan stutt ávarp,
bauð Friðrik velkominn til
Reykjavíkur og óskaði honum
mikils frama á skákbrautinni.
Síðan skýrði hann frá því, að
bæjarráð Reykjavíkur hefði á-
kveðið á fundi sínum fyrr um
daginn, að veita Friðrik 10 þús.
króna heiðursgjöf í tilefni hins
frækilega sigurs í Hastings. Af-
henti hann síðan gjöfina.
Þessu næst lagði Friðrik
skákmeistari frá sér alla blóm-
vendina, sem hann hafði fengið,
og þakkaði með nokkrum lát-
lausum orðum þá vinsemd sem
sér hefði verið sýnd. Sérstak-
Iega þakkaði hann vini sínum
Inga R. Jóhannssyni óeigin-
gjarnt aðstoðarstarf í Hast-
ings og öllum þeim sem greitt
hefðu götu hans á undanföm-
um árum.
Elís Ó. Guðmundsson bað síð-
an alla viðstadda að hylla skák-
meistarann með ferföldu húrra-
hrópi og var það gert kröftug-
Iega.
Spurningu fréttamanns hverja
skákanna á Hastingsmótinu
hann teldi bezt teflda af sinni
hálfu vildi Friðrik ekki svara
í gærkvöld, en erfiðasta viður-
eignin hefði verið við Golom-
bek.
Endurskoðun í rnáli Stefáns
A. Pálssonar senn lokið
Réttarrannsókn í gjaldeyrissvikamáli Stefáns A. Páls-
sonar, heildsala, hefur aö mestu legið niöri nú um all-
langt skeiö vegna endurskoðunar reikninga og bókhalds-
gagna. Búizt er viö aö endurskoðandinn ljúki störfum
einhvern næstu daga.
Guðmundur Ingvi Sigurðsson,
fulltrúi sakadómara, sem haft
hefur með höndum rannsókn
málsins frá upphafi, skýrði
Þjóðviljanum frá þessu í gær.
Bjóst hann við að endurskoðun-
inni yrði lokið, eins og áður ei
sagt, mjög bráðlega. Myndi
hann þá kynna sér athuganir
endurskoðandans og ef hánn
Voxcuidi óhrif Kíncc
í löndum Araba
Stjórnmalasamband við Súdanf viðskipti
við Egypta, aðstoð við Saudi-Arabíu
Fréttir sem bárust í gær frá Arabaríkjunum báru meö
sér aö áhrif kínverska alþýöulýöveldisins. í þessum lönd-
um fara nú stórum vaxandi.
teldi ástæðu til að hefja frekari
rannsókn fyrir sakadóminum til
öflunar nýrra málsgagna. Að
þeirri rannsókn lokinni yrðu
svo öll skjöl og gögn málsins
send dómsmálaráðuneytinu, sem
hefur með höndum ákæruvald-
ið. Ekki vildi Guðmundur skýra
neitt frekar frá málinu eða
rannsókn þess.
Fyrsta fréttin var frá Súdan,
sem var lýst fullvalda lýðveldi
á nýársdag. Súdan telst að vísu
tæplega til Arabarikjanna, en
heftir samstöðu með þeim á
margan hátt. Eitt fyrsta verk
ríkisstjórnar hins unga lýðveld-
is var að viðurkenna alþýðu-
stjórnina í Peking og taka upp
stjómmálasamband við hana.
Selja Egyptum stál
Frá Kaíró barst fregn um að
undirritaður hefði verið við-
skiptasamningur milli Kína og
Egyptalands. Munu Evyptar
kaupa 60.000 lestir af stáli í
Kína og greiða fyrir þær 3
milljón egypzk pund. Er það
nýlunda að Kínverjar selji stál
úr landi og ber vitni um hina
miklu iðnvæðingu sem þar hef-
ur átt sér stað á undanföm-
um ámm.
Efnahagsaðstoð við
Saudi-Arabiu
Þriðja fréttin er einnig til
vitnis um hve miklum árangii
Kínverjar hafa náð undir al-
þýðustjóm. Þar var sagt frá
Framhald á 5. síðu. >