Þjóðviljinn - 11.01.1956, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.01.1956, Blaðsíða 10
10) ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 11. janúar 1956 Eftir hverju bíöur íslenzk alþýða? Framhaid af 7. síðu. enn vinna að hagnýtum fram- leiðslustörfum i landinu. Ein- mitt þeirra skal sökin vera að atvinnurekendur eru orðnir ó- magar á ríkissjóði og,að við- skiptahallinn við útlönd varð um 300 milljónir króna á ár- inu! En hví ekki að láta þessa skaðsemdarmenn hætta að vinna við framleiðsluna og láta þá bara taka við milliiiða- starfseminni í staðinn? Hvers- vegna gerir Ólafur Thórs ekki alla morgunblaðsmennina sina að verkamönnum og sjómönn- : um til þess að bjarga þjóð- inní? Gæti ekki orðið nógu gaman fyrir þá að verða til dæmis þær „hetjur hafsins'* sem fjálglegast er talað um við hátíðleg tækifæri? Þá ætti þeim að vera innan handar að lækka kaupið sitt eftir þörfum svo- „framleiðslan" geti borið sig. Vafalaust gætu þeir feng- ið íbúðir í bröggum höfuð- staðarins og þá lagt afgang- inn af kaupinu sinu á spari- sjóð. Og kannski yrði hægt að verðlauna hetjurnar með því að skilja þær eftir einhvers- staðar vestur á fjörðum rétt fyrir jólin. En það er reyndar ekki nema von að stríðsburgeisarnir fjrr- irlíti íslenzka alþýðu. Hefur hún ekki látið þá fara með sig eins og hvert annað úrþvætti undanfarin ár ? Hefur hún ekki iátið þá véla undan sér ætt- jörðina? Hefur liún ekki lát- ið þá gera uppbyggingu ný- sköpunaráranna að svindli? Hefur hún ekki látið þá gera atvinnulífið að einskonar nið- ursetningi? Líta verkamenn á það sem eitthvert sögulegt for- ustuhlutverk að reisa stríðs- borg suður á Keflavíkurflug- velli? Halda sjómenn að það sé einliver hetjuskapur að láta steinrunnið afturhaldsþý sem aldrei stígur á skipsfjöl stjórna málum sínum ? Þannig mætti endalaust spyrja. Og þannig verður al- þýða íslands að spyrja sjálfa sig, miskunnarlaust, upp aftur og aftur, þangað til í brjósti hennar kviknar aftur sá eldur sem þar logaði hvai'vetna á sjó og landi hinn 17. júní 1944. J^omið hefur æ betur í ljós með hverju þessara sjö ára sem liðin eru síðan þjóð- in var keyrð inn i hernaðar- bandalag að yfirgnæfandi meirihluti hennar er stríðs- stefnunni andvígur í hjarta sínu. Það eru nú ekki lengur „kommarnir" einir sem and- stöðuna orða, heldur og þjóð- varnarmenn, alþýðuflokks- menn, framsólcnarmenn, sjálf- stæðismenn, utanflokkamenn — menn úr öllum stéttum og stöðum í landinu. Jafnvel k^dfuliðið fræga er tekið að heykjast, enda þótt það að vísu heimti „íslenzka öryggis- þjónustu" í hersins stað. En kæru hernámsandstæð- ingar, hvar í sveit sem þið er- uð settir: það eitt gildir ekkijl lengur að „rífa kjaft" við stríðsgróðavaldið, hver úrlj sínu horni, hver með sínu lagi. f1 Við erum nógu lengi búnir að j> nudda og nöldra til þess að} sannreyna að orðin tóm gildaj ekki sem rök á íslandi. Aftur á móti eigum við önnur vopn sem bíta betur: atkvæðisrétt okkar, vinnuafl og samtaka- mátt. Og þessum vopnum verðum við að beita ef sigur skal nást. Alþýða íslands verður að afsegja einróma að vínna leng- ur að hernaðarframkvæmdum. Það getur hún hvenær sem hún vill. Hún veit nú af reynslunni að þessi atvinnu- vegur dauðans heldur enda-| laust áfram þangað til hún rís upp sjálf og segir nei. Nú , stendur henni til boða að j byggja 120 milljóna króna ] morðtækjahöfn suður í Njarð- j víkum. Þessu verður hún ein- I huga að hafna með hinum sí- gildu rökum síns eigin lífs: að vísu þurfum við höfn í Njarð- víkum, en við getum byggt okkur hana sjálf aneð frið- samlegu og heiðarlegu móti — við látum ekki hafa okkur lengur að stríðsþrælum og sölulýð. Og hvenær sem hún vill get- ur alþýða íslands skapað sér ríkisstjórn við sitt hæfi. Fyrsta hlutverk þeirrar stjómar yrði að segja upp hernámssamningnum. Það er alfa og omega allra endur- bóta á liinu gerspillta islenzka J þjóðfélagi sem nú snýst einsH og hundur í bandi innan þessj< fáránlega vítahrings sem™ amerískt drottinvald hefurS dregið umhverfis þjóðina. Þaðl er frumskilyrði þess að hinný vinnandi maður á íslandi end ti urheimti sæmd sina og ham-h ingju. Það er frumskilyrðih þess að framleiðslustarf hansj verði ekki fyrirlitið og út-| hrópað sem skemmdarverk.j Það er frumskilyrði þess aðj hlutdeild hans í þjóðartekjun-j um öðlist réttlátan og virðu-J legan grundvöll. Það er frum-j skilyrði þess að hægt sé aðf lifa eins og maður á íslandi. Jgg vil að síðustu undir strika sem rækilegast eft- irfarandi gullvæg orð forseta^ íslands í áramótaávarpi hans: „Á manngildinu byggjum vér allar framtíðarvonir og því, hvernig það birt- ist i bókmenntum, listiun, landsstjórn og atviimulífi J á hverjum tínia. ÞEIR HAFA STUNDUM ORÐ- IÐ SKAMMLlFARI, SEM BYGGÐU ALLT SITT TRAUST A VOPNUM." Hinn 30. marz 1949 átti al- þingismaðurinn Ásgeir Ás- geirsson sinn hlut að því að íslendingar sneru baki við aldagamalli friðarliefð, hurfu frá yfirlýstu ævarandi hlut- leysi sínu og tóku að byggja allt sitt traust á vopnunum í stað manngildisins. Sár sjö ára reynsla virðist nú liafa sannfært hinn virðulega núver- andi þjóðhöfðingja um fánýti og gjaldþrot þeirrar stefnu. Slík sinnaskipti eru gleðilegri en orð fá lýst. Það má verða alþýðu Islands meira en lítil hvöt, auk traustsins og lialds- ins, ef æðsti maður þjóðarinn- ar er nú reiðubúinn til að ganga í fararbroddi fyrir sókn hennar til síns gamla, friðhelgaða hlutleysis í hern- aði, sem eitt getur skipað ís- lenzka lýðveldinu í þann heimssess sem því hæfir — jafnt að þjóðernislegum sem alþjóðlegum rökum. Jóliannes úr Kötlum. ■■•MUMiMiiiiuimia Þjóðviljann vantar unglinga til að bera blaðið til fastra kaupenda við 4 Nökkvavog og í Blesugróf. Taliö við afgreiðsluna. Þjóðviljinn, Skólavörðustíg 19. Sími 7500 ~a?reieSíiV-- Vinningar 12533 á ári, samtals kr. 6.720.000.00 VifjiS miSa ySar sem allra fyrsf Happdrættið greiðir í vinninga 70% af söluverði allra hlutanna Meira en 3 af hverjum 10 númerum fá vinning Happdrættið býður beztu kjör af öllum happdrættum á Norðurlöndum Það býður langbeztu kjör hér á landi: 7 0 % af söluverði allra númera í vinninga. 3 vinningar að meðaltali á hver 10 númer. Vinningar greiddir í peningum. Eina happdrættið, sem til þess hefur heimild Berið svo saman. Hœsti vinningur kr. 300000 Dregið verður múnudaginn 16. janúar ki. 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.