Þjóðviljinn - 31.01.1956, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 31. janúar 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Steinþór Guðmundsson leit
inn hjá okkur fyrir nokkrum
dögum.
— Þú hefur verið í útland-
inu, segir fréttamaðurinn.
— Já, Sósíalistaflokknum var
boðið að senda fulltrúa til
hátíðahalda í Berlín í tilefni
af áttræðisafmæli Wilhelms
Piecks, forseta Þýzka alþýðu-
lýðveldisins, 3. janúar um dag-
inn. Eg tókst þessa ferð á
hendur, og í útleiðinni sat ég
flokksþing sænska kommún-
istaflokksins.
— Manni hefur skilizt á í-
haldsblöðunum að það hafi ver-
ið .aUsögulegt þing.
— Já, þau prentuðu sögur
um það að 20—30 kjömir
fulltrúar hefðu verið reknir
til baka, síðan hefðu orðið
áflog á þinginu með tilheyrandi
útköstum o. s. frv. Svona sög-
ur eru í rauninni of kjánaleg-
ar til að maður nenni að and-
mæla þeim, enda enginn fótur
íyrir þeim. Eg hef vart setið
betra flokksþing en þetta: ein-
hugurinn og baráttuhugurinn
með fágætum; og ekki þótti mér
síður vert um það hve vel
menn sóttu þingfundi og hve
stundvíslega þeir komu: þar
sást ekki auður stóll.
— Varstu lengi í Berlín?
— Eg var þar 6 daga, frá
1.—6. janúar. Eg hafði aldrei
komið þangað áður, og fannst
mikið til um marga hluti sem
ég sá þar. Uppbygging borgar-
innar hefur kostað stórfeng-
legt átak, og skal þó sízt dregin
dul á það að þar er ennþá mörg
rústin; það hefur stundum
verið hagfelldara að byggja á
svæðum sem áður voru auð en
hreinsa burt rústir og reisa
nýjar byggingar á gömlum
grúnni. Eg' skoðaði íbúðir í
hinum geisimiklu byggingasam-
stæðum við Sialínstræti, og
kynnti mér ofurlítið byggingar-
tilraunir sem þeir hafa gert.
Eg hafði sérstakan áhuga á
þessu, af því að ég hef ofur-
lítið með byggingamál að gera
hér heima. Eg vildi gjarnan
koma því á framfæri, í sam-
bandi við hugsanleg tengsl
okkar við Þýzka alþýðulýð-
veldið, að íslenzkir arkitektar
og aðrir sem að húsbyggingum
vinna gætu áreiðanlega lært
sitthvað af stéttarbræðrum
sínum þar eystra. Einmitt í
Stalínstræti hafa þeir brotið
upp á ýmsum nýungum, og
margt í sjálfum vinnubrögðun-
um er til fyrirmyndar. Ein
afleiðingin af skynsamlegum
vinnubrögðum og hagnýtum
uppfinningum við húsasmíðar
er lág húsaleiga. f Austurber-
lín er algengt að leigan á fer-
metra sé innan við mark á
mánúði; það mundi margur
prísa sig sælan fyrir slík kjör
hér á landi.
— Voru margir boðnir í
afmælisveizluna?
— Það var rriargt um mann-
inn: sendinefndir frá alþýðu-
ríkjunum öllum og fulltrúar
flokka frá fjölmörgum lönd-
um. Þar var t. d. Sjú Te frá
Kína, herforinginn þeirra
mikli frá borgarastyrjöldinni,
sá er næstur gekk Maó á þeim
Úrum. Þar var einnig Vorosjil-
off, forseti Ráðstjórnarríkj-
anna; en einna minnisstæðust
held ég að mér hafi orðið
la Passionaría frá Spáni, hin
fræga Dolores Ibarruri sem í
vitund umheimsins táknar hið
bezta í fari spænskrar alþýðu.
Steinþór Guðmundsson óskar Wilhelm Pieck, hinnm ahlna
forvígismanni sósíalisma í Þýzkalandi, til hamingju með
afmælið.
ætlaði að berja flokkinn nið-
ur, og voru skipulögð morð á
forustumönnum hinnar róttæku
verkalýðshreyfingar. Karl og'
Rósa voru myrt í janúar 1919.
Pieck var í sama húsi og þau
er þau voru handtekin, og það
var aðeins fyrir tilviljun að
þær kúlur sem honum voru
ætlaðar geiguðu hjá marki.
Hann varð síðar nánasti sam-
verkamaður Ernsts Thálmanns
í kommúnistaflokknum; er
Thálmann var handtekinn af
nazistum 1933 varð Pieck for-
maður flokksins. Hann hefur
einnig lengi verið áhrifamaður
í hinni alþjóðlegu verkalýðs-
hreyfingu — og hlýtur að telj-
ast einn af framherjum sósíal-
ismans á þessari öld. Hann er
ákaflega vinsæll maður, og
báru borgin og gjafirnar til
hans ljóst vitni um það.
— Hyggurðu ekki að við-
skipti okkar við Þýzka al-
þýðulýðveldið gætu aukizt?
— Eg kom af sérstökum á-
stæðum í utanríkisdeild við-
skiptaráðuneytisins og komst
þar að raun um að viðskipti
við ísland væru í vexti og
mundu áreiðanlega geta auk-
izt mikið enn. Sem kunnugt er
hafa Þjóðverjar vandaðan iðn-
Baráttumaður heiðraður
Eg vil einnig nefna Bretann
Harry Pollitt. Forsetinn veitti
erlendum gestum tvívegis mót-
töku í forsetabústaðnum; er
hann í því hverfi borgarinnar
sem heitir Niederschönhausen,
og veitir dóttir hans heimilinu
forstöðu, en kona Piecks er
dáin. En aðalhátíðin fór fram
í hinni nýendurreistu Rikis-
óperu. Þar voru ávörp og ræð-
ur og hljómlist á milli. Aðal-
ræðuna flutti Otto Grotewohl
forsætisráðherra. Eg ílutti þar
ávarp af hálfu Sósíalistaflokks-
ins og vék meðál annars að
stuðningi þýzkra íslandsvina
á 19. öld við sjálfstæðiskröfur
íslendinga; einmitt á þeim ár-
um þegar sjálfstæðisbarátta
okkar stóð sem hæst hefði ís-
lenzka þjóðin eignazt í Þýzka-
landi marga ágæta vini, er
stutt hefðu kröfur okkar; þeim
stuðningi mundum við aldrei
gleyma. Annars -er mér einna
minnisstæðust frá þessum dög-
um æskulýðssamkoma sem efnt
var til 2. jariúar til heiðurs
forsetanum. Þar var mjög fjöl-
breytt og ánægjuleg dagskrá:
söngur, listdans, ávörp. Yfir-
leitt leizt mér sérstaklega vel
á unga fólkið: það er svo djarf- .
legt og samstillt í framkomu
sinni. En að kvöldi afmælis-
dagsins var blysför; hún var
þrjá stundarfjórðunga að ganga
framhjá.
— Er ekki gamli maðurinn
farinn að láta á sjá?
— Wilhelm Pieck er afar-
glaðlegur maður og virðist búa
yfir mikilli orku; við rnundum
kalla hann mjög eman. Hann
er lágur maður vexti, en býsna
þrekinn, hár hans snjóhvítt.
Hann er oft kallaður afi; eink-
um er börnunum það munn-
tamt orð um hann, en hann er
mikill bamavinur og hefur sér-
stakt yndi af að heimsækja
þau — í skóla, á leikvelli og
á ungherjaheimili.
—- Þú gætir kannski sagt
okkur eitthvað fleira um hann?
— Hann var húsgagnasmið-
ur í upphafi, en byrjaði að láta
til sín taka í verkalýðshreyf-
ingunni 19 ára að aldri; þá var
hann i Braunschweig. Síðan
fluttist hann til Bremen, var
kosinn þar formaður i félagi
timburiðnaðarmanna, en árið
1905 kusu verkamenn í Brem-
en hann á þing. Hann var þá
í sósíaldemókrataflokknum, og
árið 1910 var honum falið að
stjórna öllum fræðslumálum
fiokksins. Þegar heimsstyrjöld-
in skall á árið 1914 snerist
meirihluti sósialdemókrata-
flokksins á sveif með hinum
stríðsóðu ' og greiddi atkvæði
með því að keisarinn fengi þær
fjárveitingar ti) stríðsins sem
hann fór fram á. En Pieck
hvikaði ekki frá friðarstefnu
sinni, og veitti þá Karli Lieb-
knecht, Rósu Lúxembúrg og
Klöru Zetkin að riiálum. Var
hann mjög náinn samstarfs-
maður þeirra Karls og Rósu
upp frá þessu, í baráttu þeirra
gegn stríði. Stríð gegn striðinu
— það .var kjörorð þeirra.
En raunar sat hann i fangelsi
um hríð sökum baráttu sinnar.
Honum tókst að lokum að
flýja til Hollands, og gaf hann
- þar út leynirit og blöð i stað
þess að berjast fyrir keisar-
ann. Síðan fór hann aftur á
laun til Berlínar, og rétt í
stríðslokin skrifaði hann ásamt
Karli Liebknecht undir ávarp
til verkamanna uftr allsherjar-
verkfall til að fylgja eftir kröf-
unni urri friðargerð. í. desem-
bermánuði þá um veturinn var
kommúnistaflokkur Þýzkalands
stofnaður; var Pieck í forsæti
ráðbtefnunnar er lauk með
stofnun flokksins. Afturhaldið
<S>-
að, eru flestum færari iðnað-
armenn. Hingað til hefur að-
eins verið um vöruskiptasamn-
inga milli landanna að ræða.
En þar sem Austurþjóðverjar
eflast sífallt í fjárhagslegum
efnum er ekki óhugsandi að
færa megi viðskiptin að nokkru
á annan grundvöll ef æskilegt
þætti.
Þetta segir Steinþór Guð-
mundsson, en af tilefni þessara
orða er kannski ekki úr vegi
að minna á baráttu sósíalista
fyrir viðskiptum við Þýzka al-
þýðulýðveldið; hún var einmitt
þáttur í baráttu þeirra fyrir
viðtækum viðskiptum íslendinga
við alþýðulýðveldin á þeim ár-
um sem marsjallstefnan var
í algleymingi og íslenzkum •
valdamönnum bannað að gera
hagstæða samninga í austur-
veg. Síðsumars 1950 dvaldist
Einar Olgeirsson um hríð i
nokkrum löndum Austurevrópu.
Kom hann heim með skriflegt
tilbóð frá verzluriarmálaráð-
herra Austurþýzkalands um
kaup á íslenzkum vörum fyr-
ir 33 milljónir íslenzkra króna.
og ríkisstjórn þess lýsti sig þá
þegar reiðubúna að taka á
móti samninganefnd íslenzkra
út- og innflytjenda til að semja
um verð og afhendingu hinna
einstöku vörutegunda. Meðai
annars vildu Þjóðverjar kaupa
2000 tonn af ísfiski og freð-
fiski, en þá lágu í landinu um
8000 tonn af óseldum hrað-
frystum þorskflökum. En rík-
isstjórnin hafði sínar fyrirskip-
anir, sem hún taldi sjálfsagt
að hlýða; það voru engir við-
skiptasamningar gerðir það ár
— og ekki heldur það næsta.
Að vísu var send svokölluð
samninganefnd til Berlinar, en
hún hafði ekki umboð til að
gera neina samninga! Og af
því verzlunareinokun ríkis-
stjórnarinnar var þá hið æðsta
lögmál, féngu út- og innflytj-
endur ekki heldur að senda út
þá samninganefnd sem stjórn
Austurþýzkalands lýsti sig
reiðubúna að taka á móti. Það
var ekki fyrr en marsjallstefn-
an var um það bil að verðu
gjaldþrota sem íslenzka ríkis-
stjórnin mundi eftir því að
í Austurevrópu væri fólk sem
unnt væri að skipta við.
— Þetta var ákaflega á-
nægjuleg ferð, segir Steinþór
Guðmundsson að lokum.
B.B
AtvinDuleysisskráning
í Hafnarfirði
Atvinnuleysisskráning fer fram í Vinnumiölun-
arskrifstofu Hafnai’fjaröar, Ráöhúsinu við Stranö-
götu, dagana 1. og 2. febrúar 1956 kl. 10-12 f.h. og
5-7 e.h. hvorn dag.
Hér meö eru allir sjómenn, verkamenn, verka-
konur og iönaöarfólk hvatt til aö mæta til skrán-
ingar og vera viö þvi búiö aö gefa nákvæmar upp-
lýsingar um atvinnu sína, tekjur, heimilisástæður
og annaö þaö, er veröa má til aö gefa sem gleggsta
mynd af atvinnuástandi bæjarbúa og afkomu-
möguleikum þein’a.
Bæjarstjórinn í Hafnarfiröi, 30. janúar 1956
Steíán Gunnlaugsson.
ÞJÓÐVILJANN vantar unglinga !
■
■
til blaöburðar á
Seltjamamesi
Kársnesi II.
við Langholtsveg
og víða i ausfuibænum
WÖDVILJINN. sími 7500
' ■
■