Þjóðviljinn - 12.02.1956, Síða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 12. febrúar 1956
(IIÓOVIUINN
Úigefandi:
Sameiningarflokkur alþýðu
— Sósíalistaflokkurinn —
Verkalýðssókn í
stjórnmálum
St.jórn Alþýðusambands Is-
lands færir rök að því 1 sam-
þykkt um nýju álögurnar að
þær séu ekki einungis ranglát-
ar heldur fánýtar og raunar
gagnslausar sem aðstoð við
s jávar útveginn.
Þessar ráðstafanir ríkisstjórn-
arinnar séu þess eðlis, að verka-
lýðssamtökin hljóti að líta á
þær sem hefndarráðstafanir
gegn verkalýðnum og fram-
kvæmd þeirra hótana að allt
skuli af verkafólkinu tekið, sem
honum áskotnist með baráttu
verkalýðsfélaganna. Engar ráð-
stafanir séu því líklegri til þess
að stofna vinnufriði 1 þjóðfélag-
inu í beinan voða.
Og stjórn Alþýðusambandsins
lýsir yfir skUningi sínum á til-
gangi stjómarráðstafananna á
þessa leið:
„Virðist auðsætt, að ætlunin
með þessu öllu saman hljóti að
vera sú ein að flýta kosning-
um svo að hægt verði eftir þær
að kóróna þjónustuna við milli-
-iiðina og stórgróðaiýð verð-
bólguáranna, sem fá að sleppa
við byrðarnar — og framkvæma
þá í næði nýja gengislækkun,
e.t.v. með skerðingu vísitölu og
beinni kauplækkun“.
Ályktunin sem stjórn heild-
arsamtaka verkalýðsins dregur,
er þessi: „Þess vegna heitir Al-
þýðusamband Islands á alia
unnendur verkalýðssamtakanna,
hvar í flokki sem þeir standa,
að beita sér nú þegar hiklaust
og einhuga fyrir mótun nýrr-
ar stjómarstefnu, sem verka-
lýðssamtökin sjái sér fært að
styðja og styrkja".
Stjórn Alþýðusambandsins
túlkar í samþykkt sinni viðhorf
og vilja alls þorra þeirra tug-
þúsunda íslenzkra alþýðumanna,
er sambandið mynda.
Einmitt þessi skilningur er að
verða sameign íslenzkra verka-
ma.nna. Það er ekki nóg að
vinna stóra sigra í verkföllum
og vinnudeilum meðan andstæð-
ingar alþýðusamtakanna, auð-
burgeisar landsins ,,eiga“ meiri-
hluta fulltrúa á Alþingi og í
bæjarstjórnum, meðan þeir geta
notað flokka eins og Sjálfstæð-
isflokkinn og Framsóknarflokk-
inn til liefndarráðstafana gegn
verkamönnum, meðan þeir geta
misnotað Alþingi til að ræna
af verkamönnum ávinningnum,
sem vannst í fórnfrekum verk-
föllum.
Þess vegna hlýtur næsti
sóknaráfangi verkalýðssamtak-
anna að verða sókn á stjórn-
málasviðinu, myndun sterkrar
einhuga fylkingar sem sviptir
hatursmenn alþýðusamtakanna
illa fengnum stjórnmálavöldum
og tryggir það að Alþingi og
ríkisstjórn sé ekki misnotuð til
hefndarráðstafana gegn verka-
mönnum, en hafin verði ný
stjórnarstefna sem verkalýðs-
samtökin „sjái sér fært að
styðja og styrkja", svo viðhöfð
séu orð stjórnar Alþýðusam-
fiíandsins.
■■■■■■■■■■■■■■■■■•
Olíuverðið
1 gær gerir Tíminn nokkra
tilraun til þess að hrekja þær
tölur, sem ég hefi nefnt um
olíuverð hér og í Þýzkalandi.
Blaðið afsakar langan
drátt á svörum' við upplýs-
ingum mínum og ber við að
leitað liafi verið eftir ábyggi-
legum upplýsingum um mál-
ið frá Þýzkalandi.
Og svo koma nokkrar töl-
ur, sem teknar eru um meira
og*minna fjarskyld efni, og
þær eiga að sanna að ég liafi
farið með „uppspuna eða
rangfærslur".
Hverjar voru upplýsingar
mínar og hvernig eru þær til-
komnar?
1. Verð á togara-olíu.
Eg hefi sagt að verð á
togaraoliu hafi verið 66 krón-
um hærra tonnið hér en í
Þýzkalandi, í desembermán-
uði s.l.
Þetta er rétt.
Sannanir skulu til færðar:
Þ. 4. des. s.l. keypti togarinn
Þorsteinn Ingólfsson, frá
Bæjarútgerð Reykjavíkur
olíu í Cuxhaven. Verðið
var kr. 347,43 tonnið.
Þ. 20. des. s.l. keypti togar-
inn Goðanes frá Neskaup-
stað olíu í Cuxhaven. Verð-
ið var kr. 347,43 tonnið.
Hér var verð á þessari
olíu í desember kr. 413,00 og
var því verðið hér kr. 65,57
hærra en í Cuxhaven.
1 Hamborg er olíuverðið
þó lægra en í Cuxhaven.
Fullyrðing Tímans um að
lægsta verð í Þýzkalandi hafi
á þessum tíma verið kr. 355,
34 tonnið, er því tvímælalaust.
röng.
2. Verð á gasolíu (sama olía
og vélbátar nota).
Þann 4. des. s.l. keypti tog-
arinn Þorsteinn Ingólfsson
gasolíu í Cuxhaven og þ.
20. des. keypti Goðanes þar
gasolíu. Verðið var í báð-
um tílfellum það sama kr.
573,86 tonnið.
Hér var verðið kr. 923,97
tonnið uppgefið af Olíu-
verzlun íslands.
Verðið hér var því kr.
350,11 hærra tonnið en i
Cuxhaven.
Fullyrðing Tímans um að
verðið á gasolíu í Þýzkalandi
hafi verið kr. 678,61 tonnið
er því bersýnilega röng.
Tölur þær, sem ég hefi hér
byggt á xun olíuverð í Þýzka-
landi, eru samkvæmt fyrir-
Liggjandi reikningum Goða-
nes h.f. og Bæjarútgerðar
Reykjavíkur, og reiknað út
og borið saman af mér og
skrifstofustjóra Bæjarút-
gerðarinnar í Reykjavík,
Þorsteini Amdals. Við liöf-
um nú endurreiknað allar
þessar tölur og eins og þær
eru hér áð framan, ERU
ÞÆR RÉTTAR.
Það skal fúslega viður-
kennt, að smávægileg villa
hafði slæðst inn í útreikning
okkar Þorateins Arnalds um
gasolíuverðið, og hafði ég
byggt á þeirri skekkju.
Okkur hafði reiknast gas-
olíuverðið kr. 548,00 en ná-
kvæmlega rétt var 573,86
eins og að framan segir. Hér
skakkar þvi urn kr. 25,14 á
tonn.
Þessi smáskekkja breytir
engu um aðalatríði málsins.
Verðmisinunurinn á gasoliu
er þá kr. 350,00 á íonnið. Það
er því augljost að ársnotkun
af olíu er seld hér á um það
bil 50 milljónum hærra verði
en t.d. í Þýzkalandi.
Lúðvík Jósepsson.
SKÁK
Thor Vilhjálmsson:
Forboðnir óvextir
(Le íruit defendu)
Fernandel-mynd
undiz stjórn Henry Verneuil
Það er skikkanleg og nota-
leg mynd sú hin franska sem
sýnd er i Trípolibíói. Það
kemur stundum fyrir að þar
eru sýndar góðar myndir sem
ekki er alltaf nógur gaumur
gefinn, það ber líka við að að-
sókn er spillt af fákænni gagn-
rýni í Morgunblaðinu og þá
er mér einkum minnisstætt að
á s.l. hausti var þarna á ferð-
inni sú snjalla gamanmynd
Jaeques Tati: M. Hulot en
vacances. Það er
ekki oft í boð:
svo andrik og
gáfuleg gaman-
semi enda
kvartaði Morg-
unblaðið sárar
undan því hvað
myndin væri
heimskuleg.
Sami gagnrýn-
andi bar ómælt lof á væmna
leiðindamynd eftir Augusto
Genina, kallaði snilldarverk og
neorealisma, en var raunar
vesældarleg moðsuða. Sú
mynd nefndist Þrjár bannaðar
sögur (Tre storie prohibite).
En ætlunin var að tala um
myndina Forboðnir ávextir,
sem er sniðin eftir sögu Sim-
enon: Lettre a mon juge (sem
Mbl. skrifa£ upp á amerísku
sem vænta mátti og kaliar
judge). Simenon er intelKgent
reyfarahöfundur og ryður
bókunum frá sér með vélskóflu
Fernandel
en hefur gert eina og eina
litla snotra bók.
Leikur í myndinni er al-
deilis skínandi innan síns
ramma. Hún fjallar um lækni
í Arles í Provence-héraði í
Suður-Frakklandi (fræg fyrir
dvöl Van Gogh þar). Doktor-
inn hefur verið bældur mjög
af móður sinni og síðar sinni
frú, verður svo yfir sig ást-
fanginn af lítilli nótintátu frá^
París „með hæpna fortíð“. Sú
síðastnefnda er leikin þokka-
lega af hinni snotru Francoise
Arnoul. Læknisfrúna leikur
glæsileg leikkona Claude Noill-
ir á tíginn máta, hún lék við
góðan orðstír í frægri mynd
eins bezta filmara Frakka
André Cayatte: Justice est
faite, ádeila á réttarfar í
Franz.
Og læknirinn er sjálfur
Fernandel sá elskulegi leikari
sem menn muna úr Don-
Camillo-myndunum, hann fer
ævinlega þannig með hlutverk
sín að við finnum lifandi
manneskju sem vinnur samúð
okkar. Ég held hann eigi varla
jafningja á sínu sviði í Frakk-
landi síðan hinn mikla gaman-
leikara Raimu leið.
Leikstjórinn heitir Henry
Vemeuil, hefur unnið verk sitt
án nokkurra sérstakra tilþrifa.
Það er óþarfi að láta sér leið-
ast þessi mynd.
Hitt hygg ég meir verði
skiptar skoðanir um það
traktiment sean sitja mátti
undir áður en myndin hófst,
en það var amerísk glamur-
músik leikin á þróttmikil verk-
færi, annars hélt ég Tónlistar-
félagið ætti kvikmyndahúsið.
Meginuppistaða í þeim þætti
var hið ljúfa lag siggadigga-
digg með viðlaginu: there ’ll
be none but you siggadigga-
digg, — og endaði á hugð-
næmum þjóðleg heitum: ég er
kominn heim að Kvíabryggju.
Bíógestir sátu undir þessu með
blæðandi hjörtu góða stund
þar til myndin hófst um síð-
ir.
Má ég þctt seint sé þakka
bíóstjóranum fyrir að fá
hingað Robinson Krúsó eftir
snillinginn Bunuel, sú mynd
var alltof lítið sótt.
Öryggiswerðir
Framhald af 12. síðu.
svo hér er um að ræða mikinn
mismun á kaupi. Með sérstakri
yfirlýsingu, sem lögð var fram
í málinu, skuldbindur herlið
Bandaríkjanna sig til að greiða
kaup eftir kjarasamningum i
Reykjavík, en dómurinn hafn-
aði kaupleiðréttingarkröfu stefn-
andi á þeirri forsendu, að hann
væri ekki í Dagsbrún og hefð'
tekið við kaupi sínu vikulega
möglunarlaust. Þetta er mjög
merkileg (niðurstaða, og þess
virði, að verkafólk gefi henni
gaum, en um hana vil ég ekki
segja meira að svo stöddu.
• Til hæstaréttar?
— Ætlarðu að áfrýja þessum
dómi þá?
— Stéfnandi og hinir 12 sam-
starfsmenn hans munu hittast
innan skamms og þá taka ákvörð-
un um það hvort þessari nið-
urstöðu verður áffýj að.
Bltstj.: GuCmundur Amlaugsson
Bréfskák
Ýmsir leséndur skákdálksins
kannast við danska skákmann-
inn Julius Nielsen. Haim var
um langt skeið í landsliði Dana
og tefldi hér á Norðurlanda-
mótinu 1950.
Ég hitti hann síðastliðið
sumar og kom þá í ljós að hann
er meðal þátttakenda í bréf-
skákmóti því, er Þjóðverjar
halda til minningar um sinn
mikla bréfskákmeistara dr.
Dyckhoff, og er eitthvert mesta
bréfskákmót, er nokkru sinni
hefur farið fram. Ég bað hann
að senda mér skák frá mótinu
og það gerði hann nokkru fyrir
jól, en svo mikið hefur borizt
,að’af efni að ekki hefur verið
rúm í dálkunum fyrr en nú.
SIKILEYJ ARLEIKU R
Tefldur á bréfskákmóti til
minningar um þýzka taflmeist-
arann dr. Dycklioff 1954—5.
Hv. Julius Nielsen Danmörku,
Sv. Dr. Napolitano ítaUu.
1. e2—e4 c7—c5
2. Rgl—13 Rb8—c6
3. d2—d4
4. Rf3xd4
5. Rbl—c3
6. Bfl—«2
7. o—o
8. a2—a4
9. Rd4—b3
10. Kgl—hl
11. f2—44
12. Be2—f3
c5xd4
Rg8—f6
(17—-dC
e7—e6
a7—a6
Dd8—c7
Bf8—e7
o—o
Bc8—d7
Hvitur hefur valið liðskipun þa
sem kennd er við Maroczy.
12 ... RcG—h41?
Þessa nýjung kom Stalberg
með í skák gegn Ernve (Bue-
nos Aires 1947). Euwe fannst
hann verða að koma í veg fynr
Bc6 og lék því e5? og tapaði
skákinni. En ekki er nein á-
stæða til svo róttækra aðgerða,
því að leikurinn ógnar engu.
13. Bcl—e3 Bd7—c6
14. a4—a5! d6—d5
15. e4—e5!
Hvitur drepu'r auðvitað ekki a
d5. Nú er d4 mjög góður reitur
fyrir hvít.
15 4 . Rf6—dl
Við Re4 á hvítur svarið Bb6
og síðan Rd7 og stendur þá vel.
1G. Ddl—d2 b7—b6
17. a5xb6 Rd7xb6
18. Rb3—a5
Kemur í veg fyrir Rc4.
18..... Bc6—d7
19. Dd2—f2 Hf8—b8
20. Ilfl—cl RbG—c8
21. Rc3—e2! Hb8—b5
22. Ra5—b3 ■ a6—a5
23. Rb3—d4 Hb5—b8
24. f4—f5I
Ógnar með fxe6 eða f6, þess-
vegna
ABCDEF GH
Si ib * rm * w®
m m '
A B C D E F G H
Staðan eftir 25. leik svarts.