Þjóðviljinn - 12.02.1956, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.02.1956, Blaðsíða 9
Siumudagur 12. febrúar 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (9 ÍÞRÓTT RlTSTJÓRl: FRÍMANN HELGASON Toni Scriler var „uxtdrabam" olympíuleikjanna í Cortina Þegar íbróttafréttamenn blaða í Norðurálfu gerðu íþrótta-„veðurspá‘! sína fyrir OL var hún af ýmsum gerð með nokkrum fyrirvara, en í einni grein var engin fyr- irvari gerður. Það voru allir sammála að Toni Sailer væri langlíklegastur til að sigra í Alpagreinunum. Þessi spá rætt- ist svo gjörsamlega að hann sigraði sem kunnugt er í öll- um þrem keppnisgreinunum: Stórsvigi, svigi og bruni. Hef- ur enginn unnið slíkt afrek á OL í einstaklingskeppni í svigi, og hann mun annar á vetrar- olympíuleikjum sem fær þrenn gullverðlaun, en þau vann Norðmaðurinn Thorleif Haug á leikjunum í Chamonix (18 km 50 km, tvíkeppni). Þetta afrek Sailers er því meira sem vitað er að keppnin er mjög hörð. Það þótti frábært afrek er Stein Erikssen vann bæði stórsvig og svig í Áre í Sví- þjóð 1954, en hann varð í 6. sæti í bruni, en þar var Sail- er jafn öruggur og í hinum greinunum. Vitað er líka að keppnin í Cortina um daginn var miklu harðari en í Áre. Það er því öruggt að þessi ungi maður, (aðeins 20 ára) frá Kitzbiihel verður dáður af öllum þeim sem sáu liann og heyra um hann. Hann verður nokkurs konar Jesse Owens skíðanna. Norskur blaðamaður Arne Hamre skrifar í Sports- manden á þessa leið um stigahæstu menn Cortina-leikj- anna. I dag þaut ungur drengur niður brunbrautina í Cortina. Það var ekki farinn neinn seinagangur niður snarbrattar fjallshlíðarnar, en þar var líka á ferð þjóðhetja Austurríkis, Anton Sailer, sem var á leið- inni að sækja þriðju gullverð- laun sín. Ungi maðurinn bauð hættunum sem mættu honum á þessari 3,461 m löngu leið, byrginn. Þegar hann kom í mark ■j ö* w,.- > f Siág Sollander með hinum einstæða stíl sínum 902 m neðar, var það ljóst að hann hafði unnið afrek sem enginn annar Alpa-greinaskíða- maður hefur unnið áður, sem sé að sigra í þrem greinum á sömu OL. Þar með hafði hann lika sett met sem enginn getur slegið síðar. Það er enginn smádrengur sem stend- ur bak við þessi alveg óvenju- legu afrek. Það sannar sú staðreynd að allir þessir sigrar voru unnir með svo miklum tímamun að það setur liann alveg í sérflokk meðal beztu svig- og brunmanna heimsins eins og er. — Anton Sailer, eða Toni Sail- er eins og hann er venjulega nefndur, varð 20 ára um jóla- leytið í vetur. I Kitzbiihel er dagleg vinna hans við mið-i stöðvarlagnir, það er að segjai á sumrin. Þegar snjórinm kemur í fjöllin umhverfis bæi hans lætur hann vinnuna siglai sinn sjó og einbeitir sér að þjálfun hvem einasta da, meðan dagsljós leyfir. Hanni skilur betur en nokkur annari að ef maður ætlar að ná toppii verður að leggja feikna vinnu í hvert atriði sem miðar aði því að styrkja líkamann' svo, hann þoli erfiðustu raun. í mörg ár hefur hann verið svo heppinn að geta notið góðra ráða hjá einum snjall- asta svigmanni Austurríkis, Christian Pravda sem er gift- ur systur hans. Þó þessi ungi og feimni drengur sé enn mörg- um óskrifað blað er hann þói þegar þekktur í Mið-Evrópu. í, fyrra vann hann m. a. stórmót í Cortina og í Kitzbiihel; í ár| vann hann örugglega í Weng-| en. Siðasta ár varð hann ungl-i ingameistari í Austurriki og, liklegt er að hann sigri í þeirri, keppni í ár. I landi Sailers, miðast drengjakeppni við 21 ár( ■og hann getur því ekki bland-, að sér í meistarakeppni hinna, stóru í Austurríki. Það er dá' lítið gaman að virða dreng þennan fyrir sér. Það er vissu-( lega enginn heimsmaður á borð við Stein okkar Erikssen sem við höfum fyrir framan okk-( ur. Öðru nasr — næstum feim- inn og dálítið leiður yfir öllum þessum látum —, og alls ekki auðvelt að fá hann til að tala. Það er mjög einkennandi fyrir( hann að eftir hvern sigur hef-, ur liann beðið um að sér yrði ekið á einhvern „leynilegan“ stað til þess að sleppa við Framhald á 11. «iðn V/ ÞRIÐJUDAGINN 14. FEBRÚAR 1956 KLUKKAN 11.30 SÍÐDEGIS í AUSTURBÆJARBÍÓ Tónleikar „ÞETTA VIL ÉG HEYRA“ Tónlist fyrir alla Siní óníuhlj ómsveit Carl Billich, píanó John Melady, harpa Svanhvít Egilsdóttir, sopran Vincenzo M. Demetz, óperusöngvari Ingibjörg Þorbergs Hanna Ragnars Stjórnandi Jan Moravek Í.'Ú' ' 0- ’ •■■■■■■■■■■haaKiaa iiiimji 12. dagur í Þeir í Ameríku, sagði Jón. Þeir hafa penínga einsog skít, miklu meiri penínga en þeir komast yfir að eyöa. En í Reykjavík eySa þeir meiri peníngum en þeir geta unnið fyrir. Og eftirað hafa komist í kynni við þá þarf maður ekkert að furða sig á því þó þeir reyni að gera sér penínga úr því eina sem þeir eiga óselt. Það hefur ekkert staðið um þetta í blaðinu ennþá, tautaði oddvitinn. Og á meðan það stendur ekki þar er ekki gott að vita hverju maður á að trúa, hu. Ég er ekki að væna þig um það, Jón minn, að þú farir með fleip- ur, en gæti það ekki viljað til að hér væri um einhvern misskilníng að ræða? Þegar hér var komið þagnaði oddvitinn snögglega eins og honum hefði dottið eitthvað í hug er hann þyrfti aö íhuga. Jón seildist eftir kylli sínum og fékk sér í nef- ið, en rétt er hann var að gera seinni nösinni skil, rétti oddvitinn sig upp og leyndi sér ekki að hann taldi sig hafa fundið málstað sínum fótfestu. Ég held ég fari nærri um það hvernig í þessu liggur, Jón minn, hu, sagði hann. Ég man þaö núna að þeir hafa drepið á það í blaöinu, að þeir í Ameríku hafi tekið það uppá sig að verja okkur fyrir þessum bannsettu Rússum, því einsog allir vita erum við eingir stríðsmenn. Íslendíngar, svo það er af og frá að við getum borið hönd yfir höfuð okkar ef í það fer. En þeir fullyrða í blaðinu að það sé á við dómsdag að fá þann ófögnuð yf- ir sig, hu. Ég fæ ekki séð að hér sé um það að ræða að selja landið, þó þeir í Ameríku fái hér lítilfjörleg jarðar- afnot, því það segir sig sjálft að þeir verða að fá hér land undir fæturna til að geta varið okkur. Auk þess er þessi blettur sem um er að ræöa einganveginn fallinn til búskapar, tæpast snapavon fyrir sauðfé--------. ísland samt sem áður, greip Jón framí. Ég þekki þá ekkert þarna austmí Rússlandi, og ætla þeim hvorki gott eða íllt aö óreyndu. Ég staðhæfi aðeins það sem ég hefi séö og heyrt með mínurn eigin skilningamtum og þau hafa ekki brugðist mér hingaðtil. Þeir ætla sér að selja landið, ef þeir eru ekki þegar búnir aö því. Þú mátt bera mig fyrir því hvað sem stendur í blaðinu. Oddvitinn heyktist aftur í sætinu við alvöruþúngann í orðimi Jóns bónda, og tók að týna ló af öðrum sokkboln- um á meöan hann hafði ekki gagnrök til reiðu. Ja, segirðu satt, byrjaði hann aftur með nokkurri varuö, þá er hér um alvarlegt mál að ræða, hu. Það nær auðvitað ekki nokkurri átt að selja landið útlendíngum, mér er sama hvort þeir eiga heima í Amríku eða ann- arstaöar. En ekki trúi ég því að þíngmaðurinn okkar sé meö þvílíku braski. Svo strángheiðarlegur og þjóðliollur maður og hann er mundi aldrei lúta svo lágt. Sé þetta rétt hjá þér er það ríkisstjórnin sem ber ábyrgð á slíku athæfi, hu. Og sem góður og gildur stjórnarandstæðing- ur, hu, get ég alltað því trúað henni til hvers sem vera skal. Ég talaði við þíngmanninn, sagði Jón. Og undir fjögur augu var honum eingin launúng á því að honum voru peníngarnir meira virði en ættjarðarástin. Auk þess var ég á fundi í flokknum okkar og þar talaði einn sem var einusinni peníngamálaráðherra, enda lífsskoðun manns- ins eftir því. Trúlegt er það ekki, en samt er það satt, Þorlákur minn, að þeir í flokknum okkar fyrir sunnan gefa stjórnarflokknum ekkert eftir með prángaraskap- inn. Ég er nánast grallaralaus, hu, sagði oddvitinn. Þú tak ar bai*a einsog þú sért ekki leingur í flokknum. Ég get ekki gert að því þó flokkurinn hafi skipt um skoðun, sagði Jón fastmæltur, því hann kunni því ekki að vera vændur um pólitískt hverflyndi. Ég er sama sinn- is og ég hefi alltaf veriö, og ég verö ævinlega á móti því að selja landið. Þegar hér var komið bar húsfreyja á borð fyrir þá kaffi og nýbakaöar lummur og baö þá að gjöra svo vel. Á meðan þeir þáðu göðgeröirnar tyllti hún sér á koffort og spurði almæltra tíðinda. Kom fljótlega aö því að hún. hafði haft spurnir af því að Jón bóndi hafði komið maöur eigi einsamall úr Reykjavíkurförinni og fýsti hana

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.