Þjóðviljinn - 27.03.1956, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.03.1956, Blaðsíða 1
VILIINN Þriðjudagur 27. marz 1956 — 21. árgangur — 73. tölublað Inmíblaðínu: Faulkner býsí við borgara- styrjöld ...... 5. síða Borgin með raddirnar 7. síða Almennur verkalýðsfundur i Gamla blóí i kvöld um kjarabaráttu á vettvangi stjórnmálanna lil að stórauka áhrif verkalýðssamtakanna á Alþingi og ríkisstjórn og hindra þannig síendurteknar árásir á lífskjör alþýðunnar 7 kvöld kl. 8.30 heldur Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík almennan verkálýðsfund til þess að rœða hið nýja form kjarabaráttu verkalýðssamtakanna: samstöðu á vettvangi stjórnmálanna, til að stórauka áhrif verka- lýössamtakanna á Alþingi og þarmeð á stjórnarstefnuna í landinu. — Rœðumenn á fundinum í kvöld verða: Hanuibal Valdimar.sson, forseti AlþýðiLsambands Islands, Eðvarð Sigurðsson, ritari Dagsbrúnar, Ouðný Jónsdóttir, form. Félags starfsfólks í veitingahúsum, Benedikt Davíðsson, formaður Trésmiðafélags Eeykjavíkur, Snorri Jónsson, formaður Félags járniðnaðannanna,, Björn Bjarnason, formaður Iðju, félags verksmiðjut'ólks og Fulltrúaráðsins. Ákvörðun miðstjórnar Alþýðusambands íslands um að gangast fyrir myndun kosningábandálags alþýöunnar og allra vinstri manna á grundvélU stefnuyfirlýsingar Al- þýðxisambandsins er hið brennandi umrœðuefni dagsins, sem allt annað hverfur í skuggann fyrir. Er allt vinn- andi fólk því eindregið hvatt til þess að fjölmenna á fund- inn í Gamla bíói í kvöld, lýðnum bezt að hann hefur valið'®> hér rétta stefnu. Þessi mál verða rædd á fund- inum í kvöld. Allir sem láta sig k.jör alþýðunnar einhverju skipta þurfa að hlusta á þær umræður. Undanfarinn áratug hafa set- ið að völdum í landinu rikis- stjómir andvígar verklýðssam- tökunum, ríkisstjórnir sem með opinberum ráðstöfunum hafa æ ofan i æ þrengt kosti vinngndi fólks, rýrt kjör almennings. Verkalýðssamtökin hafa allan þennan tíma orðið að standa í harðvítugri varnarbaráttu til að endurheimta það sem af þeim hefur verið tekið með opinber- um ráðstöfunum stjómarvald- anna. Það hefur hinsvegar sjaldnast liðið langur tími svo að ríkisstjórnin hafi ekki gert ráðstafanir til þess að svipta verkalýðinn aftur ávinningum sigursællar verkfallsbaráttu. Þeirri ákvörðun miðstjómar Alþýðusambandsins að skipta nú um aðferð í kjarabaráttunni og taka upp, í stað fórnfrekrar .verkfallsbaráttu nú, samstiilta baráttu á stjórnmálasviðinu og íjölga fulltrúum verkalýðsins á Alþingi svo að unnt verði að knýja fram stjórnarstefnu sem verkalýðurinn geti sætt sig við, og hindra þannig siendurteknar árásir á lífskjör vinnandi fólks, hefur verið fagnað af verklýðs- samtökunum hvarvetna á land- inu. Öskrin sem afturhaldsflokk- arnir og biöð þeirra hafa rekið upp út af þessari ákvörðun Al- þýðusambandsins sýna vérka- Biðst stjórnin lausnar í dag? Útvarpið skýrði frá því i gærkvöld að Framsóknar- flokkurinn hefði í gær til- kynnl Ólafi Thors, forsætis- ráðhcrra, að stuðningi hans við núverandi ríkisstjórn væri lokið. Ilefði Framsókn óskað þess að försætisráð- berra bæðist lausnar fyrir alla rikissfjórnina í samrænii við ákvæði stjórnarsamnings- ins. Taldi útvarpið sig hafa öruggar heimildir fyrir því að ríkisstjórnin bæðist Iaus-n ar í dag. Ekkert var tilkynnt um þetta á Alþingi í g;er. Verkíall fyrir höndum í Noregi Ástandið í kaupgjaldsmálum er nú þannig að full ástæða er til að búast við kjaradeilu um mánaðamótin apríl-mai þegar samningar ýmissa sérgreinasam- banda renna út, sagði Konrad Nordahl, framkvæmdastjóri Al- þýðusambands Noregs í gær. Hann tilkynnti jafníramt, að á- kveðið hefði verið að leggja aukaskatt á alit félagsbundið verkafólk í Noregi til að styrkja þau sambönd sem kynnu ,að þurfa að heyja verkfallsbaráttu fyrir kröfum sínum. Bandaríkin ergja Brefa Útvarpsstöð áróðursútvarps Bandaríkjastjórnar í Saloniki í Grikklandi hefur undanfarna daga endurvarpað dagskrá gríska útvarpsins sem beint er til Kýp- urbúa, segir fréttaritari brezka útvarpsins á Kýpur. Þetta hefur orðið til þess að dagskráin heyr- ist á Kýpur þrátt fyrir við- leitni Breta til að trufla hana. Nýlendustjóm Breta á Kýpur hefur borið fram mó.t,mæli gegn þessari aðstoð Grikkjum til handa við bandaríska aðalræð- ismanninn á Kýpur. Atyinnuieysistryggingar löofestar Á funtli Efrídeildar í gær var frumvarpið imi atvinnu- leysistryggingarnar afgreitt sem lög. Voru engar breytingar gerðar á því í meðferð þingsins. I>ar með er staðfestur ineð löggjöf einn mikilvægasti sigur alþýðnsamtakanna, unninn í verkfallinu mikla í fyrravor. Verkamenn á Akureyri lýsa vanþókn- un á brottrekstri forseta A.S.Í. Viðræður i Ihanmörku Fulltrúár aðila að vinnudeil- unni í Danmörku ræddust við í gær fyrir milligöngu sátta- semjara og nýr viðræðufundur verður í dag. Ekkert hefur verið látið uppi um það sem fram fór á fundinum, en boðun nýs fund- ar þykir benda til að ekki sé útilokað að saman gangi. Á fundi Verkamannafélags Akureyrarkaupstaöar í fyrradag var eftirfarandi samþykkt gerö með öllum at- kvæðum gegn fjórum: „Funtlur V erbamannaf élags Akureyrarkaupstaðar haldiiut 25. marz 1956 vottar forseta Alþýðusambands Isl., Hannibal Valdimarssym, fyllsta traust og þakkar honum ágæt störf fyrir íslenzka alþýðu. Fundur- inu lýsir megnri vanþókmin á þeini verknaði að reka forseta verkalýðssamtakanna úr þeim pólitíska flokki, er hann hefur skipað sér í, fyrir þær sakir einar að hann hefur framfylgt ákvörðunum Alþýðusambands- ins og beitt sér fyrir samstöðn verkalýðsflokkanna." Mikojan i Indlandi Mikojan, aðstoðarforsætis- ráðherra Sovétríkjanna, kom í gær til Nýju Delhi, höfuð- borgar Indlands. í för með honum eru 50 sérfræðingar í ýmsum greinum efnaliagsmála. Mikojan mun ræða við Nehru forsætisráðherra og fleiri ráð- herra um aðstoð Sovétríkjanna við iðnvæðingu Indlands. Fjöltefli sovét- skákmannanna næstu kvöid 1 kvöld tefla sovézku skák- mennirnir Tajmanoff og Ilivit- skí fjöltefli við starfsmenn Sameinaðra verktaka á Kefla- víkurflugvelli, en annað kvöld og á fimmtudagskvöld verður fjöltefli hér í Sjómannaskólan- um. Teflir hvor Rússanna við 40 menn hvort kvöldið og hefst taflið klukkan 8. Fagnar hinu nýja iormi kjjarabaráttunnar Iðja heifir á vinnandi f ólk ú fylkja sér um kosningasamtök vinstri manna til að efla völd og áhrif verkalýðsins á Al- þingi og forða frá fórnfrekum verkföll; m Iðja, íélag verksmiðjuíólks, hélt íund í gærkvöldi. Fundurinn samþykkti einróma eítirfarandi um hið nýja form kjarabaráttunnar: „A undant'örnum árum liafa verkalýðssamtökin orð- ið að lieyja hvert stórverli- lallið af öðru lil verndar hagsmunum ineðlima sinna. Öll liat'a þessi verkföll fært verkalýðnum verulegar kjarabætur, en vegna að- gerða stjórnarvaldanna liafa þær kjarabætur ekki varað iiema skanima stund. Þessi reynsla liefur því sannfært verlcalýðinn uin að iiauðsynlegt sé fyrir liann að t'ara að taka upp nýjar aðferðir í hagsmunabarátt- unni, færa hana inn á siið st jó rnmálaba rátt un na r og et'Ia áhrif sín á stjórnarfar- ið í landinu. Fundur í Iðju, t'élagi verlc- smiðjufólks í Reylcjavík, haldinn mánudaginn 26. marz, faguar því samþyklct A lþýðu sa mba ndsst jó rnarin n- ar um að gangast fyrir kosningasamtölcum all ra þeirra vinstri manna, sem saman viija standa á grund- velli stefnuyfirlýsiugar Al- þýðúsambandsins. Fundinum er það i jóst að þétta nýja form verkalvðs- baráttuiinar gerir mciri kröf- ur til stéttarþroska livers einstaks meðiiins icrkalýðs- félaganna en liin hefðbundna aðferð, verkfallsbaráttan, en væntir þess að meðiimir félagsins láti ekki hrópyrði andstæðinganna rugla sig en skipi sér í fylkingu alþýð- unnar að balci þeim lcosn- ingasamtökum er myudúð vcrða fyrir forgöngu Al- þýðusambandsins.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.