Þjóðviljinn - 19.07.1956, Blaðsíða 8
Fækkun í herjum undirbúin
í Bandaríkjum og Bretlandi
HlðOVIlJfNN
Fimmtudag-ur 19. júlí 1956 — 21. árgangur — 161 tölublað
Dulles vill hvorki játa né neita að í ráði sé að
leggja niður herstöðvar USA erlendis
Frá Washington og London bárust í gær fregnir sem
staöfesta að um þessar mundir eru stjórnir Vesturveld-
anna aö endurskoða hernaöaráætlanir sínar frá grunni.
Skipt um forustu
í Ungverjalandi
Rakosi segir af sér, Gerö tekur við
Matyas Rakosi hefur sagt af sér starfi aðalframkvæmda-
stjói'a í Verkalýðsflokki Ungverjalands.
I Bandaríkjunum birtust í
síðustu viku frengir um að
Radford aðmíráll, forseti yfir-
herráðsins, hefði lagt til að
Bandaríkjamönnum undir vopn-
um yrði fækkað um 800.000 á
næstu fjórum árum og þorri
bandarísks liðs í herstöðvum
erlendis fluttur heim.
Fækkun möguleg
Þegar Dulles utanríkisráð-
herra ræddi við fréttamenn í
Washington í gær dundu yfir
hann spurningarnar um þetta
mál.
Hann staðfesti að yfirstjórn
bandarískra hermála væri nú
að athuga möguieika á að
fækka mönnum undir vopnum.
Frá pólitísku sjónarmiði kvað
Fundinum á Bri-
oni lýkur í dag
í gær hófust fundir þeirra
Nassers, Nehrus og Títós á
eynni Brioni í Júgóslavíu. Var
skýrt frá að þeir hefðu ræðzt
við um alþjóðamál. Fundin-
um lýkur í dag og verður þá
birt um hann opinber tilkynn-
ing.
Ráðherra
látinn laus
Frá því var skýrt í Prag í
gær að Hajdu, fyrrverandi að-
stoðar utanríkisráðherra, he'fði
verið látinn laus úr fangelsi
eftir að rannsókn hefði leitt í
ljós að hann hefði verið rang-
lega dæmdur í ævilangt fang-
elsi. Hajdu var einn af sak-
borningum í réttarhöldum yfir
Slansky fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra Kommúnista-
flokks Tékkóslóvakíu.
liann ekkert við það að at-
huga að fækka liði A-banda-
lagsins í Evrópu, ef herforingj-
arnir teldu það tiitækilegt.
Dulles sagði að fækkun i
herafla A-bandalagsins hefði
ekki verið rædd enn en ekki
væri ólíklegt að liún yrði á
dagskrá á næsta fundi banda-
lagsráðsins. Bandaríkin munu
ekkert gera í þessu efni án
þess að ráðfæra sig við banda-
menn sína, sagði ráðherrann.
Þverrandi þýðing herstöðva
Þegar Dulles var spurður,
hvort í ráði væri að leggja nið-
ur herstöðvakerfi Bandaríkj-
anna erlendis smátt og sinátt á
næstu árum vegna tilkomu
langdrægra vopna og sökum ó-
vinsælda hersetnnnar með öðr-
um þjóðum, vildi hann hvorki
svara af né á. Það eina sem
fékkst út úr honum var að
þýðing herstöðva erlendis
þverraði jafnótt og langdræg-
Sprengjur
gegn blaði
í gær sprungu tvær sprengjur
í skrifstofu Alger Republicain,
blaðs kommúnista í Algeirs-
borg. Blaðið var bannað fyrir
ári vegna þess að það krafðist
samninga við sjálfstæðishreyf-
ingu Serkja, en fyrir skömmu
var útkoma þess leyfð á ný.
Miklar skemmdir urðu af
sprengingunum.
ari vopn kæmu til söguimar. .
Dulles sagði, að megin-
áherzlan í herbúnaði væri nú
lögð á kjarnorkuvopn. Það sem
mestu máli skipti fyrir Banda-
ríkin væri að dragast ekki aft-
ur úr Sovétríkjunum á því
sviði.
Niðurskurður ræddur
í Bretlandi
Fréttamenn í London sögð-
ust hafa það eftir góðum heim-
Framhald á 6. síðu.
Hodes hershöfðingi, yfirmað-
ur landhers Bandaríkjanna í
Evrópu, skipaði svo fyrir í gær
að allir hermenn skyldu komn-
ir í herbúðirnar ekki síðar en
á miðnætti. Engum hermönn-
um verða veitt leyfi til að
vera fjarverandi úr herbúðun-
um um nætursakir.
Fyrirskipun Hodes nær til
250.000 bandarískra hermanna.
Ný og ný mótmæli
Hodes hefur með fyrirskip-
uninni látið undan kröfu yfir-
valda í þeim hluta V-Þýzka-
lands sem Bandaríkjamenn
hersitja, um að hann hemji
Útvarpið í Búdapest skýrði
frá því í gær, að Hegedus for-
sætisráðherra hefði lesið upp
bréf frá Rakosi á fundi mið-
stjórnar Verkalýðsflokksins. í
því hefði Rakosi sagt, að hann
áliti að sér bæri að láta af
menn sína. Undanfarið hefur
uppivaðsla bandarískra her-
manna og ódæðisverk við ó-
breytta borgara farið mjög í
vöxt.
Fylkisstjórnin í Bajern hef-
ur krafizt þeSs af ríkisstjórn-
inni í Bonn að hún sendi til
setuliðsbæja Bandaríkjamanna
í Bajern lið, til- að verja ó-
breytta borgara fyrir hinum
erlendu hermönnum.
Fylkisstjórnin í Rínarlöndum
— Pfalz hefur sent Hodes hers-
höfðingja mótmæli gegn hegð-
un bandarískra hennanna.
Innanríkisráðherrann í fylk-
isstjórn Wiirtemberg-Baden
sagði í gær að á fáum vikum
hefðu bandariskir hermenn
framið 60 stórglæpi á óbreytt-
um borgurum í því fylki.
Borgarstjómin í Bamberg,
þar sem hópar bandarískra
hermanna nauðguðu tveimung-
um stúlkum í síðustu viku, hef-
ur krafizt þess að allt banda-
rískt herlið verði á brott úr
borginni.
störfum þar sem hann bæri póli-
tíska ábyrgð á þvi að persónu-
dýrkun hefði gripið um sig í
Rakosi
Ungverjalandi og á því að það
hafi verið látið viðgangast að
stjórnarvoldin brytu lög á mönn-
um. Auk þess kveðst Rakosi
orðinn heilsutæpur. Hann er nú
65 ára og sat í fangelsi á ann-
an áratug á árunum milli
heimsstyr j aldanna.
Úr fangelsi í flokksstjórn.
Miðstjómin ákvað að takg.
lausnarbeiðni Rakosi til greina
og þakkaði honum unnin störf
í þágu flokksins. Rakosi var for-
ingi Kommúnistaflokks Ung-
verjalands í 2 áratugi og þang-.
að til nú mestur áhrifamaður í
Verkalýðsflokknum, sem stofn-
aður var þegar kommúnistar og
sósíalistar sameinuðust í einum
flokki.
Miðstjórnin kaus Ernö Gerö,
sem verið hefur fyrsti aðstoðar-
forsætisráðherra, til að taka viá
starfi aðaifranfkvæmdastjóra af
Rakosi.
Fx-amhald á 6. síðu.
Vetnistilrauiiir
Víkingafundurinn hefst
í Reykjavík á morgun
Erlendu þátttakendurnir koma flestir með
Gullfossi árdegis í dag
Kanccr í Þýzkaiandi
læstir inni á nóttu
Stjórn Bajern krefst verndar fyrir
óbreytta borgara
Bandaríski yfirhershöfðinginn í Vestur-Þýzkalandi hef-
ur ákveðið að loka lið’ sitt inni á nóttunni.
Póst- og símamálastjórnin
hefur nú gefið út viðauka við
símskrána frá 1954. Eru í skrá
þessari birtar allar þær breyt-
ingar, sem orðið hafa á síma-
skrá Reykjavíkur og annarra
landshluta sl tvö ár, svo og
öll aukningin sem orðið hefur.
Viðauki þessi er um 40 blað-
síður í sama broti og síma-
Skálaferð
Æsknlýðsfylk-
ingarinnar
Skemmtiferð verður farin
í skála Æskulýðsfylldng-
arinnar um næstu helgi.
Félagár eru bcðnir mn
að tilkynna þátttöku sína
í skrifstofu ÆFR Tjarn-
argötu 20 sem allrafyrst.
Skrifstofan er opia milli
kl. 6 og 8 e.h. daglega.
— Skálastjóm,
Þriðji „Víkingafundurinn“, fundur vísindamanna frá
Bretlandseyj.um og Norðurlöndum sem rannsaka menn-
ingu víkingaldarinnar, hefst hér í Reykjavík á morgun.
Eins og áður hefur verið
skýrt frá munu allmargir er-
lendir fræðimenn sitja fundinn,
6 frá Danmörku, 5 frá Noregi,
5 frá Svíþjóð og 11 frá Bret-
landseyjum. Auk þeirra munu
20—30 Islendingar sækja fund-
inn. Erlendu þátttakendumir
kom flestir hingað til Reykja-
víkur árdegis í dag með Gull-
fossi.
Klukkan 10 í fyrramálið
verður fundurinn settur í Há-
skólanum, en honum iýkur
annan föstudag með kveðju-
hófi, sem ríkisstjórnin efnir til
í Þjóðleikhúskjallaranum.
Þá daga sem fundurinn
stendur skiptast á fyrirlestrar
erlendra og islenzkra vísinda-
manna um efni er snerta vík-
ingaöldina og ferðalög um
landið. Mun Þjóðviljinn vænt-
anlega skýra nánar frá dag-
skrá „víkingafundarins“ og efni
fyrirlestranna, sem munu verða
opnir almenningi og fluttir I
Háskólanum.
Létu þátttakendur mjög vel
af ferðinni og skipulagningu
hennar. Séra Kári Valsson var
með í förinni sem túlkur.
Páll Arason er nú á leið úr
Öræfum til Egilsstaða með tvo
bíla fulia af ferðafólki, en far-
þegar geta bætzt. við á Egils-
stöðum 20. og 21. þm. og kæm-
ust þeir þá að Dettifossi, Ás-
byrgi og Mývatn,
Hinn 22. þm. hefst svo
Hodes hershöfðingi hefur
sent öllum bandarískum liðs-
foringjum hoðskap, þar sem
hann brýnir fyrir þeim að þeir
beri ábyrgð á hegðun undir-
manna sinna.
Sprengisandsferð Páls og verð-
ur þá m.a. komið við á þeirn
stöðum sem frægir eru orðnir
úr þjóðsögum og annálum, svo
sem Eyvindarver og Veiðivötn.
Dvalizt verður í Landmanna-
laugum.
Páll Arason rekur nú sína
eigin ferðaskrifstofu í Hafnar-
stræti 8, en aðrar ferðaskrif-
stofur veita einnig upplýsing-
ar um ferðalög hans.
MargÉ iitleiuliiftga í fcrAum
IMIs Arasouar 11111 landlftl
Sprengisandsferð hans hefst 22. þ. m.
Sl. sunnud. komu fyrstu feröamennirnir úr 10 daga ferð
Páls Arasonar um byggðir og óbyggðir landsins, en í ferð
þessari voru allmargir útlendingar.
tvítugfalda
krabbavald
Síðustu tvö ár, eða síðan
farið var að gera tilraunir með
vetnissprengjur, hefur inagnið
af stroiitium 90 i jarðvegi f
Bretlandi sjöfaldazt. Frá þessu
skýrði Hili heilbrigðismálaráð-
herra í svari við spurningu í
brezka þinginu í gær.
Strontium 90 er geislavirkt
efni sem myndast við suinar
kjarnorkusprengingar. Það get-
ur borizt með vatni og jurtum
í menn og dýr, þar sem það
veldur krabbameini í beinum.
Hill ráðlierra sagði, að reikn-
að væri með að árið 1965 yrði
strontium í jarðveginum tutt-
ugu sinnuin meira en fyrir
tveim árum. Þ\ í væri ekld sam-
fara bráð hætta, en ljóst væri
að kjamorkusprengingar mættu
ekki fara yfir visst mark ef
ekki ætti illa að fara.