Þjóðviljinn - 24.07.1956, Side 5
fe
Danskir sóldýrkendur leggja meira að segja undir sig hjólahestabrautir og gangstéttir
Rímur O0
sm/oramsir
Þriðjttdagur 24. júlí 1956 — ÞJÖÐVIUINN — (5
Stínusteini, Stokkhólmi,
l'i 17/7 1956.
—■■>- Ég vil hafa kvenmann,
sagði Steinn alvöruþungri
röddu. Og það fóru allir að
hlæja.
— Þið hlæið, en mér er
þetta alvara, ég vil hafa kven-
mann, éndurtók Steinn. Hvers-
vegna mega konur ekki sjá
Rússland ?
Menn hættu að hlæja og
fóru að ræða málið ábyrgð-
arfullir á svip, og þegar
Steini var tjáð að hópur
kvenna væri að ferðbúast til
Sovétríkjanna var kröfum
Steins fullnægt. Hann hefur
gerzt mikill málsvari jafn-
réttis kynjanna.
• Enginn Eirikur
Þetta gerðist fyrir nokkru
heima í Reykjavik þar sem
saman var kominn hópur
manna er boðinn hafði verið
til Sovétríkjanna. Hallgrímur
Jónasson kennari var um-
svifalaust kosinn fararstjóri.
Undir hans stjórn eru eftir-
taldir: Agnar Þórðarson leik-
ritaskáld, ísleifur Högnason
forstjóri, Jón Óskar rithöf.,
Leifur Þórarinsson tónskáld,
Steinn Steinarr skáld og loks
undirritaður. Enginn þessara
hefur dvalið í Sovétríkjunum
áður og hýggja allir gott til
ferðai’innar. Hvort við rjúfum
hina hefðbundnu feimnismála-
þögn síðustu ára Rússlands-
fara skal ósagt látið, en þetta
er fremur tannhvass hópur og
til alls vís. Undirritaður ætlar
sér ekki þá dul að ná frá-
sagnarhætti Eiríks frá Brún-
um, en myndi líklega velja
sér hann til fyrirmyndar, ef
hann skrifar nokkuð í ferð-
inni.
• Rauður fjandi og
RússaþræU
[ Ekki veit ég hvort það hafa
faliið nokkur skilnaðartár á
Reykjavíkurflugvelli, var of
syfjaður tii að sjá það og
hafði hlakkað til að vinna upp
svefnlausa nótt í flugvélinni.
Sex stundir milli skýja, hafs
og himins ætti að vera þreytt-
um manni nægt svefnlyf. En
vart höfðu hvítir toppar Ör-
æfajökuls uppúr skýjahafinu
horfið að baki þegar farar-
stjórinn, Hallgrímur Jónas-
son upphóf sína raust:
Þá er hafin þessi för,
þreytum flugið lon og don.
Yrkið nú um okkar kjör, /
Yrkið nú um okkar kjör,
Upphófst nú rímnakveð-
skapur, sem ekki hefur létt
ennþá. Brátt sendir Steinn frá
sér eftirfarandi umburðarbréf,
skráð á gubbpoka:
Rauður fjandi og Rússaþræll
riður gandi um loftin blá,
en Hallgríms andi sigursæll
senn mun landi konungs ná.
Bjamasonur bmgðið gat
betra fæti undir sig.
En upp á f jallið Ararat
ekki skal hann teyma mig.
Mega menn héraf læra að
Steinn er alls ekki hættur að
ríma. En mér leiðist heldur
rim, segir hann, þó ég æpi
ekki alveg eins hátt um það
og Einar Bragi.
• J»ó að deyi einn og einn
Það reynist enginn tími til
svefns ætli ég að skrásetja
kveðskapinn eða safna nokkr-
um gubbpokahandritum. Nú
berst eitt svohljóðandi:
Liggur kauði einn, og oft
yfir hauður borinn.
Agnar dauður uppíloft,
eins og sauður skorinn.
Það er nefnilega einn mað-
ur í hópnum sem er svo ham-
ingjusamur að geta sofið í
allri þessari rímnahríð: Skáld-
ið Agnar Þórðarson. Og nú
berst gubbpoki áritaður:
Vegur teygist.—-Seggurseinn
sinni lýkur messu.
Þó að deyi einn og einn
ei skal flíka þessu.
Undirskriftin ber nafn hins
svefnsæla manns, Agnars
Þórðarsonar, — en höndin er
Steins. Skáldin gerast sjálf-
boðaliðar við útburð gubb-
pokanna. Ferskeytlum Hall-
gríms blátt áfram rignir og
frá Steini berst langt bréf,
heilt ljóð — rímað um hatt
og staf, Stalín sáluga og Lofn
með nakin læri. Það myndi
kannske teljast ritþjófnaður
ef ég birti heilt kvæði svo
ég sleppi þvi. ísleifur hefur
ekki tekið þátt í leiknum, en
sendir nú sitt fyrsta umburð-
arbréf:
Loftveik skáld er ljótt að sjá
læðast hér um pallana.
Sulla þau öllu utaná
sem ætti að fara í dallana.
Færeyjar og Hjaltland niðri
á bláum haffletinum trufla
afkomendur fornra vikinga í
yrkingum sinum. En aðeins
um stund. Og þar kemur að
blánar fyrir Noregsströnd og
Hallgrímur kveður:
Ennþá blika ölduföll
undir skýjakafi.
Lengra burtu Lönguf jöll
lyftast uppúr hafi.
• Ein nótt á Palæbo
Við fljúgum yfir Jótland
rökkvað, og það er myrkt er
við komum til Kaupmanna-
hafnar. Náum rétt háttum á
Palæbo, er liggur skammt frá
konungshöllinni og Nýhöfn-
inni. Svo þjótum við út til að
fá eitthvað í svanginn. Förum
6 út. Ofan við Nýhöfnina
týnum við strax tveimur.
Skömmu síðar þeim þriðja.
Helmingurinn skilar sér heim,
og má gott teljast. Að morgni
finnast allir í bælum sínum.
Og það hafa alls engin ævin-
týri gerzt, nema hér á Pal-
æbo hafði einn flúið út frá
háttaðri kvinnu er hann villt-
ist inn til þegar hann ætlaði
að fara upp 1 sitt eigið her-
bergi. — Hann getur ekki
gleymt augnaráðinu sem hún
sendi honum þegar hann sneri
við!
• Fyrir hunda og: mann
fótmn
ísland er eitt dásamlegasta
land í heimi, þótt Islendingar
virðist alloft hafa gleymt því.
Það er fáránlegur hlutur að
þjóta frá nóttlausri voraldar-
veröld íslands suður í hita-
mósku meginlandsins til þess
að lepja moðvolgan bjór,
horfa á hundgamlar hallir og
steinkirkjur og nasa örlítið af
nútímanum. En þegar mér
bauðst Rússlandsför — til
þess lands sem hálfur heim-
urinn dáir en hálfur heimur-
inn óttast — hikaði ég þó
ekki við að fórna íslenzkum
júlímánuði.
Við þeytumst eldsnemma
út á Kastrupflugvöll. Á leið-
inni í morgunkaffið næ ég í
Politiken. Á fyrstu síðu blaðs-
ins efst birtist .mynd af
þeirri hamingju Dana að hafa
fengið sólskin, undir yfirskrift
inni: ,Den dejlige julisöndag*.
Myndin sýnir þá dönsku ham-
ingju að liggja marflatur á
gangstéttum og hjólbrautum,
— vegna þess að hvergi
finnst auður og heimill gras-
blettur. Hver myndi telja það
hamingju heima á fslandi að
fá að liggja á Hringbraut-
inni?
• ísland i Svíaríki
Stefni SAS-flugvélar er
snúið að Svíþjóð, og hinn
undarlegi þjóðflokkur norðan
úr Dumbshafi upphefur ljóða-
skriftir, svínaræktandi þjóðum
til mikillar furðu. Minnugur
síðustú vísu er Hallgrímur
sendi honum í gærkvöldi;
Sittu kyi'r og súptu á stút.
Sýndu hvergi hroka.
Þú ert búinn að yrkja út
alla. gubbupoka.
Upphefur Steinn nú rímu er
endar þannig: Hallgrímssálm-
ar sýnast mér / sundurleitir
nokkuð. En Hallgrimur er
alltof hamingjusamur svo
snemma morguns til þess að
henda á lofti slíka sendingu
og kveður:
Austur höldum enn um stund
eftir vöku stranga.
Nú skín sól um Svía grund
sumardaginn langa.
Á Bromma hittum við
sendiráðsritarann rússneska í
Stokkhólmi er flytur okkur í
Hotel Kristineberg, meðan við
bíðum ferðar austur. Hér höf-
um við svo setið í bezta yfir-
læti, etið sænskar smjörgæsir,
ort rímur, skroppið niður í
Kungsgatan (hverja séra
Gunnar og Lo-Johansen hafa
gert fræga heima á Islandi)
og horft örlítið á ýmsar dá-
semdir hinnar sænsku höfuð-
borgar.
Nú er brátt mánuður frá
kosningum á Islandi, og það
fer lítið fyrir íslandi í hin-
um sænska fréttaheimi, eins
og í útlöndum yfirleitt. Island
gæti verið sokkið án þess við
vissum það. Þó hyggjum vér
að Svíar myndu aðeins geta
þess ef mynduð hefði verið
ný íslenzk ríkisstjórn. Máske
spyrna kratarnir heima á Is-
landi enn þá við klaufunum.
Hér í Hotel Kristineberg
liggja frammi áróðursbækling-
ar ferðaskrifstofa og flugfé-
laga flestra landa. — nema
þeirra íslenzku. Á borðum eru
fánar ótal þjóða — nema Is-
lands. Aðeins eitt minnir hér
á að nokkuð sé til sem heitir
ísland: Úti í glugga í Drottn-
ingargötu er stór mynd af
Halldóri Laxness, ásamt öll-
um bókum hans er þýddar
hafa verið á sænsku.
• Að deyja úr mýbiti
Hvað er fréttnæmt í sænsku
blöðunum ? Tökum Af ton-
Tidningen í dag sem dæmi.
Útsíður: Aðalfyrirsögn 1. síðu
að „fjallamaður“ sé týndur,
hafi verið 14 daga i burtu í
stað 10. Tvö stúlkubörn, 10
og 11 ára hafa drukknað í
sjóbaði. Tveir drengir úti á
landi, 5 og 6 ára hafa
drukknað. Fiskimaður hefur
fallið fyrir borð, maður grun-
aður um að liafa nauðgað 11
ára stúlku. Innbrotsþjófar
hafa gengið berserksgang í
sumarbústað. Við leitum á
innsíðunum. Þar sjáum við að
utanríkisráðherra Sovétríkj-
anna hafi lagt til að Bretland,
Bandaríkin og' Sovétríkin
semji um bann við tilraunum
með kjamorkuvopn. Það er
raunar stærsta fyrirsögn Aft-
on-Tidningen í dag, þversíðu-
fyrirsögn yfir 7 dálka, —•
falin á 4. síðu.
Undir kvöld sjáum við eitt
blaðið stilla út fregnmiða.um
að fjallamaðurinn sé fundinn
— dauður — líklega af mý-
biti. Læknar telji það mjög
ósennilegt, en . „fjallamenn"
alls ekki fráleitt.
Já, geta menn dáið af mý-
bÍtl. crnfn pVVi rlAij^
af mýbiti? *-au ... 1...'. a
spurning. — J. B. Á