Þjóðviljinn - 23.08.1956, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.08.1956, Blaðsíða 6
6) —• ÞJÓÐVTLJINN — Fimmtudagur 23. ágúst 1956 wt- "O sýnir gamanleikirin í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasala frá kl. 2 í dag, sími 3191. Sími 1544 „Infemo" Mjög spennandi og við- ourðahröð amerísk litmynd. Aðalhlutverk: Robert R.van Rhonda Flemiug , William Lundigan. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð fyrir börn Sími 81936 Verðlaunamyndin Á eyrinni Amerísk mynd, sem hefur fengið 8 heiðursverðlaun og vár kosin hezta ameríska myndin árið 1954, Með aðalhlutverk fer hinn Vinsæli leikari Marlon Brando og Eva María Saint. Sýnd kl. 7 og 9 Konungur sjóræningjanna Höi'kuspennandi sjóræn- ingjamynd í litum með Jolin Derek. Sýnd kl. 5. Trípólíbíó Sími 1182 Maðurinn, sem gekk í svefni ( Sömngangaren) Bráðskemmtileg, ný, frönsk gamanmynd, með hinum 6- vxðjafnanlega Fernandel. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Simi 1475 LOKAÐ Bimi 1334 LOIÍAÐ f ÚTBREIÐIÐ f ÞJÓDVILJANN K33 Sími 9184 Rauða akurliljan Eftir hinni frægu skáldsögu barónessu D. Orezys. Nú er þessi mikið umtalaða mynd nýkominn til landsins. Aðalhlutverk: Leslie Howard, Merle Oberon. Danskur skýringatexti, Sýnd kl. 7 og 9. Sími 6485 Brýmar í Toko-Ri (The bridges at Toko-Ri) Afar spennandi og fræg ný amerísk litmynd, er ger- izt í Kóreustríðinu. Aðalhlutverk: William Holden Grace Kelly Fredric March Mickey Rooney Bönnuð börnum Sýnd kl. 5, 7 og 9 Siml 82075 Káta ekkjan Fögur og skemmtileg lit- mynd, gerð eftir óperettu Franz Lehar. Lana Turner Sýnd kl. 7 og 9. Sími 6444 Foxfire Efnismikil og hrífandi ný amerísk stórmynd í litum, eftir samnefndri metsölubók Anyu Seton. Aðalhlutverk: Jane Russell, Jeff Chandler, Dan Dureya. 1 myndinni syngur Jeff Chandler titillagið „Foxfire“ Sýnd kl. 7 og 9. Winchester 73 Hörkuspennandi amei'ísk kvikmynd með James Stewart Bönnuð innan 16 ára Sýnd kl. 5. Hafnarfjarðarbíó Síml 924» Gleym mér ei Italska útgáfan af söngva- myndinni ógleymanlegu, sem talin er bezta mynd tenor- söngvarans Benjamíno Gigli. Aðalhlutvei’k: Benjamíno Gigli Magda Schneider. Aukamynd: Fögur mynd frá Danmörku. Sýnd kl. 5. 7 og 9 Félagslíí F.Í.R.R. áðalhluti Reykjavíkurmeist- aramótsins í frjálsum íþrótt- um fer fram á íþróttavellin- um dagana 29. og 30. ágúst n.k. Keppt verður í eftirtöldum greinum: 100, 200, 400, 800, 1500, 5000, 10.000 m lilaupum, 3000 m hindrunarhlaupi, 110 og 400 m grindahlaupum, stangarstökki, hástökki, Iangstökki, þrístökki, kúlu- varpi, kringlukasti, sleggju- kasti, spjótkasti, tugþraut og fimmtarþraut, 4x100 m. og 4x400 m boðliiaupum. Þátttökutilkynningar skulu sendast til Bjarna Linnet, Box 1361, fyrir 25. þ.m. Stjórn F.Í.R.R. Handknattleiksstúlkur Þróttar! Æfing verður í kvöld kl. 8.30 -9.30 stundvíslega. Áríðandi. Stjórnin. Munið Kaffísöluna í Hafnarstrætl 18. Nýbakaðar kökur með nýmöluðu kaffi. RÖÐULSBAR LOFTLEIÐIS 'N: Rúmenska alþýðulýðveldið Framhald af 5. síðu. urðum á markaðstorgum borganna fai’ið ört vaxandi. Vegna framleiðsluaukningar í iðnaði og landbúnaði hefur verið kleift að afnema skömmtunarkerfið og koma á frjálsri verzlun með matvæli og iðnaðarvörur, þó þannig að ríkisstjórnin setur fast há- marksverð. Gerðist þetta í desember 1954. Um leið var ákveðin verðlækkun á fjöl- mörgum vörutegundum. Verð á dúkum og fatnaði úr bóm- ull, ull og silki lækkaði um 10%. Ýmsar vöx’ur til heimil- isþarfa, svo sem þvottaefni og sápa, lækkaði um 20%, eld- húsáhöld um 10% og ljósaolía um 13,3%. Þá lækkuðu út- varpstæki um 10,5%: Greiðslur alþýðutrygginga og eftirlauna til verkamanna og ríkisstarfsmanna ukust um rúml. 300 milljónir lei á árinu 1954 miðað við árið áður, öll læknishjálp er ókeypis, skólar sömuleiðis og ennfremur dvöl í sumardvalarheimilum og á baðstöðum. Útgjöld ríkissjóðs í þágu félags- og menntamála uxu um rúmlega 8% á fyrra helmingi sl. árs miðað við sama tíma 1954. Heilsuvei’nd hefur einnig tekið stakkaskiptum frá því sem áður var. Ný sjúkrahús, lyfjabúðir og rannsóknastofn- anir í læknisfræði hafa risið af gmnni, en eldri sjúkrahús endurbætt og stækkuð. Sömu- leiðis hefur fjöldi lækna og hjúkrunarliðs vaxið að mun. 89 nýjum heilsuverndarstöðv- um hefur verið komið á fót við mikilvæg iðjuver. Framlög til hcilsuverndár og læknis- hjálpar v-. 1 mönnum til handa ukust um 45,4% á ár- inu 1954 miðað við 1953. Út- gjöld ríkisins til heilsuvernd- ar, lxkamsræktar og íþrótta uxu á fyrra helmingi sl. árs um rúm 21% .niðað við sama tíma 1954 og framlög til ai- mannatrygginga hafa vaxið um rúmlega 11 % á sama tíma. Árangurinn af vaxandi vel- megun þjóðarinnar og aukinni heilsuvernd kemur glöggt í Ijós, ef við berum saman heildardánartölu ársins 1938, sem þá var 19,1% og 1954 var hún 11,4%. Þá hefur og barnadauði lækkað úr 17,9% 1938 í 8,9% 1954, eða um rúmlega helming. Á árunum eftir 1944 hefur menntunarástand þjóðarinnar batnað að mun. Eitt helzta viðfangsefni alþýðulýðveldis- ins hefur verið að afla. allri alþýðu manna einhverrar menntunar. Nú er í fram- kvæmd í Rúmeníu skólakerfi, sem óvíða á sinn líka, fyrir öll aldursstig. Gert var ráð fyrir að á árinu 1955 yrðu allir sem farið hafa á mis við almenna harnafræðslu, læsir og skrifandL og þar með bundinn endir á hinn algjöra menntunarskort alþýðunnar, sem ríkti x hinni gömlu Rúm- eníu. Nemendur eru nú sjö sinnum fleiri en árið 1938, barnaskólar ern nú 2600 fleiri en það ár. Nýir menntaskói- ar og háskólar hafa risið, skólakerfi fyrir iðnnema og tæjcninema hefur verið end- urskipulagt. Bókmenntir og listir standa í miklum blóma. Helztu við- fangsefni samtíðarinnar end- urspeglast í stöðugt ríkari mæli í verkum rúmenskra rit- höfunda, skálda, leikritahöf- unda, málara, myndhöggvara og tónskálda. Ný ritverk rúmenskra höfunda koma í taókabúðir árlega, þar sem tekin er til meðferðar hin söguiega fortíð þjóðarinnar eða hin nýju lífsviðhorf rúm- enskrar alþýðu. Gefnar hafa verið út 1 Rúmeníu tvær af bókum Hall- dórs Kiljan Laxness, Atóm- stöðin og Islandsklukkan, í stóru upplagi sem þó reynd- ist of lítið, og er nú upp- selt. Rúmensku þjóðinni er fátt kærara en sækja leikhús og hlusta á tónlist. Aldrei fyiT hefur alþýða Rúmeniu átt eins greiðan ■ aðgang að þess-- um listgreinum og nú. Leik- ritafjöldin í rúmensku leik- húsunum er stöðugt vaxandi, og fleiri og fleiri sígild leik- rit og nútímaleikrit eru tekira til meðferðar. Ný safnhús liafa í’isið og. - listsýningum hefur f jölgað, og þar kemur í Ijós hve mikl- um vinsældum höggmyndalist, jafnt alþjóðleg sem rúmensk, á að fagna meðal alls þorra þjóðarinnar. Á síðastliðnu ári, eins og undanfarin ár, gerð- ust merkir viðburðir í högg- myndalist og myndlist. Má þar á meðal nefna opnun hinnar árlegu höggmyndasýn- ingar ríkisins 1955, yfirlits- sýningu yfir verk Camil Ressu, hátiðahöld í minningu ítalska snillingsins Michel- angelo, oonun sýningar á mexíkönskum höggmyndum, málverkum og teikningum. Á félagsheimilum og í lestr- arsölum um allt landið er rekin mikil menningarstarf- semi. Fjöldi þeirra er nú 12440. Þar eru haldnir fundir um félagsmál, kvöldvökur, fyrirlestrar og leiksýningar, Um 25.000 leikflokkar, sem í eru rúmlega 350.000 mannse allt áhugafólk, starfa í sveit- um landsins. 1 7000 félags- heimilum eru útvarpstæki og hljómplötusöfn. 1 stórfyrir- tækjum borganna, verksmiðj- um og iðjuverum eru þúsund* ir félagssamtaka, sem lialda fræðslufundi, skemmtifundi, kvikmyndasýningar og gefa. tæknilegar ráðleggingar o. s. frv. í þágu starfsfólksins. Þær framfarir sem orðið hafa í Rúmeníu frá frelsun landsins sýna og sanna að þjóðin er á góðum vegi til aukinnar velmegunar og hag- sældar. Daglega vinnast sigrar, sem bera hana fram til far- sælla og fegurra mannlífs. Rúmenska þjóðin færði þung-. ar blóðfórnir í báðum heims-- styrjöldunum og þekkir alltof vel af eigin raun örbirgð, svelti og kúgun fortíðarinnar. Það er sannfæring rúm- ensku þjóðarinnar, að vax- andi samvinna og lipurð í al- þjóðamálum muni auðvelda henni og öðrum þjóðum leið- ina til nýrra og betra lífs. Rúmenar halda ótrauðir á- fram haráttunni fyrir friði og tryggri og ævarandi vin- áttu allra þjóða.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.