Þjóðviljinn - 31.08.1956, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 31.08.1956, Qupperneq 1
Föstudagur 31. ágúst 1956 — 21. árgangur — 197. tölublað Fjöldahandtökur án sakargiita eftir úrskurð dómstólsins í Karlsruhe BlöS i Vesfur-Þýzkalandi og annarsstaSar fordœma banniS viS starfsemi Kommúnistaflokks Þýzkalands Stjórnlagadómstóllinn í Karlsruhe í Vestur-Þýzkalandi kvað fyrir nokkrum dögum upp þann úrskurð, að starf- semi Kommúnistaflokks Þýzkalands bryti í bága við stjómarskrána og skyldi hann því bannaðúr. Stjóm Adenauers beið ekki boðanna, heldur hóf þegar handtökur leiðtoga og starfsmanna flokksins og gerði eignir hans og blaða hans upptækar. Strax daginn eftir að dóm- stóllinn kvað upp úrskurð sinn, voru 25 starfsmenn fiokksins í Neðra Saxlandi handteknir, meðal þeirra voru tveir full- trúar flokksins á þingi fylk- isins. Lögreglan hafði fengið heim- ild til að handtaka fleiri menn, Átök ó Kýpur í fyrrinótt réðust íbúar tveggja þorpa á Kýpur að lög- reglustöðinni í þorpum þessum. Varðmenn á báðum stöðunum særðust. Herlið og lögregla beittu skotvopnum gegn Kýpur- húunum. Liögreglusveitir hafa fundið nokkuð magn af sprengiefni og byssukúlum í kirkjugarði í Limassol. Þá varð i gær spreng- ing í brezku skipi, sem statt var í höfninni í Famagusta. Engin fórst í sprengingunni, og er málið í rannsókn. Einar Olgeirsson í Sovétríkjunum Einar Olgeirsson fór til Sovétríkjanna um síðustu helgi í erindum sjávarútvegsmála ráðuneytisins. Tilgangurinn með ferðinni er að greiða fyrir fisksölum til Sovétríkjanna og sérstaklega, afskipunum á fiski þangað, en það er mjög knýj andi nauðsyn fyrir okkur að afskipunum verði hraðað og hafa samningar um það staðið yfir um skeið. en margir höfðu komið sér und- an og fara nú huldu höfði. Þess ber einnig að gæta að f jöl- margir starfsmenn og leiðtog- ar flokksins í þessu fylki sem annars staðar í Vestur-Þýzka- landi hafa þegar setið lengi í fangelsum .Bonnstjórnarinnar. Daginn áður en þessir starfs- menn flokksins höfðu verið liandtekiúr hafði Schröder inn- anríkisráðherra lýst yfir að engin hætta væri á því að úr- skurður stjórnlagadómstólsins myndi leiða til ofsókna gegn einstökum féíögum eða leið- toguni flokksins. Til að fóðra liandtökurnar degi síðar var þ% í lýst yfir, að þar væri aðein um varúðarráðstafanir að ræða, engar sakir hefðu verið bornar á hina liaudteknu enu sem komið væri. Mótmæli í þýzkum blöðum Sum áhrifamestu blöð Vest- ur-Þýzkalands hafa harmað úr- skurð dómstólsins. Frankfurter Kundschau sagði þannig í rit- stjórnargrein: „Herra Adeuauer og nienn lians hafa með þessu bætt reginskyssu við öll fyrri stjórn- málaafglöp sín. Því miður verð- ur sú staðreynd elrki umflúin, að þessi málaferli áttu rót sína að rekja í viðleitni ríkis- stjórnarinnar til að treysta að- stöðu sjálfrar sín.“ Hamborgarblaðið Die Welt er sömu skoðunar og Frank- furter Rundschau og telur að bannið við starfsemi kommún- istaflokksins muni torvelda sameiningu þýzku landshlut- anna. Blöð í öðrum löndum en Þýzkalandi fordæma einnig úr- skurð stjórnlagadómstólsins. sem dæmi skal tekin kafli úr ritstjórnargrein danska blaðs- ins Politikens sem hafði að fyr- irsögn „Ólýðræðislegt og óvit- urlegt“: „Það verður að liarma mjög þann dóm sem kveðinn hefur verið upp í Karlsruhe .... Adenauer kanslari hefur gert sig sekan um skyssu .......... Stjórnlagadómstóllinn hefur hikað og tvístigið í fimm ár og gefið Adenauer tækifæri til að skipta um skoðun, en liann hefur ekki notað sér það. Þýzkir stjórnmálaflokkar hafa talið þetta mál vera mjög var- úðarvert, einnig flokkur Aden- auers sjálfs. Menn voru og eru enn ekki vissir um, að þessi að- gerð til að fá vesturþýzka kommúnistaflokkinn lýstan í bann myndi vera talin tákn um raunveruleg og öflugt lýðræðis- stjórnarfar í lýðræðislöndum heimsins. Hún var það að minnsta kosti ekki, þegar fyrir- rennari Adenauers, Hitler kanzlari, bannaði kommúnista- flokkinn." iesta wglýsing sem íslenzk fram- feiísla hefur fengið erlendis Á næstunni veröur sýnd kvikmynd frá íslandi, aöallega sjávarútvegi, í 500 kvikmyndahúsum í Tékkóslóvakíu. Þegar viðskiptamálaráðherra Tékka, Frantisek Krajcir heim- sótti ísland í júlí sl. var með honum í förinni kvikmynda- tökumaður að nafni Josef Cepe- lák. Meðan hann dvaldist hér, tók hann geisimikið af kvik- myndum af landi og þjóðhátt- um. Er þegar farið að sýna þessar kvikmyndir i sjónvarpi og verður heil kvikmynd um landið tilbúin innan skamms með viðeigandi texta á tékk- nesku. Sýnt í sjónvarpinu. Fyrir nokkrum dögum voru kaflar úr kvikmynd Cepeláks sýndir í tékkneska sjónvarpinu Var það frásögn aí heimsókn tékkneska ráðherrans til ís- lands. Þar voru rn.a. sýndar svipmyndir úr íslenzkum sjáv- arútvegi, róður með fiskibát frá Akranesi og heimsókn í hrað- frystihús Ingvars Vilhjálms- sonar á Seltjarnarnesi. Einn þáttur myndarinnar sýndi t.d. Frantisek Krajcir, ráðherra skoða fiskumbúðir Sölumiðstöðvar hraðfrystiliús- anna, sem prentaðar eru með tékkneskri áletrun fyrir mark- Framhald á 8. síðu. Lúðvík Jósefsson undur í kvöld Sósíalistafélag Keykjaví’iur hefdur félagsfund í kvöid kl. 8.30 i Tjarnargötu 20. Fundarefni er félagsmál, en að þeim loknunt verður rætt um bráðabirgðaráðstafanir rik- isstjórnarinnar og festingu kaupgjalds og verðlags. Framsögumaður er Lúð\ík Jósefsson ráðherra. Félagsmenn em hvattir til að fjölnienna á fundinn og mæta stundvíslega. /R efst meS 77 stig Meistaramótið í frjálsum íþróttum hélt áfram í gær. Eft- ir þessa tvo fyrstu daga er ÍR efst með 77 stig, KR hefur 64 og Ármann 32. Frá nýju liöfninni í Rifi eru nú geröir út fjórir vélbátar. Sjá grein á 5. síöu. Styður ihaldið aðgerðlr gegn milliliðunum? Morgunblaðsmenn eru ákaflega miöur sín þessa dagana. Þegar ríkisstjórnin setti lög til þess aö tryggja aö íbúðarhúsnæöi sé notaö til íbúöa taldi Morgunblaöiö þaö jafngilda því aö dauöarefsing væri leidd í lög á íslandi og forsætisráðherra framkvæmdi sjálfur aftökurnar, og í gær segir Morgunblaöiö í leiöara um ráöstafanir ríkisstjórn- arinnar í verölagsmálum aö þær séu í samræmi viö „hagsmuni alþjóðákommúnismans"; nú sé að því stefnt að islendingar veröi „ánetjaðir hinum alþjóölega kommúnisma og ríkjum hans aö fullu og öllu.'‘!!Og blaðiö áfellist hinar nýju i’áöstafan- ir mjög harölega í ööru oröinu, en segir i hinu: „Þaö er góðra gjalda vert að ráöast gegn dýrtiö og veröbólgu"! í leit sinni aö röksemdum gegn hinum nýju ráö- stöfunum kemst Morgunblaðið svo áö oröi í gær: „ÞaÖ vekur einnig athygli, að engar ráöstafanir eru geröar af hinum nýju valdhöfum gagnvart hinum margumtalaöa milliliöagróða, sem þeir hafa á undanförnum árum talió aö væri ein meg- inorsök dýrtíöarinnar". Þaö er alveg rétt aö ríkis- stjornin hefur ekki enn snúiö sér aömilliliöunum aö ööru leyti en því aö verðbólguiðja þeiiTa hefur verið heft til áramóta. Hins vegar getur Þjóöviljinn fullvissaö Morgunblaösmenn um þaö aö milliliö- unum hefur ekki veriö gleymt; þeir munu ekki fá aö halda gróöabralli sínu áfram eins og tíðkast hefur undir stjórn íhaldsins. Væntanlega eru um- mæli Morgunblaösins fyrh-boöi þess áö Sjálfstæöis- flokkurinn ætli aö styöja ráöstafanir stjómarinn- ar gegn milliliöunum, þegar til haixs kasta kemur á þingi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.